Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2001, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2001 I>v 11 Útlönd ísraelar gerðu árásir á Ramallah í gærmorgun: Buðu viðræður með skilyrðum ísraelski herinn geröi árás á palestínsku borgina Ramallah á Vesturbakkanum í gærmorgun með skriðdrekum og þyrlum. Þessu næst buðu þeir Palestínumönnum i frið- arviðræður, að því tilskildu að Yasser Arafat lýsti yfir vopnahléi sem myndi síðan halda í tvo daga hið minnsta. Palestínskur leyniþjónustumaður lést í árásinni og að minnsta kosti fjörutíu aðrir slösuðust, flestir þeirra óbreyttir borgarar. Árásin stóð í þrjár klukkustundir fyrir dög- un í gær. ísraelski herinn sagði að einn hermaður hefði týnt lífi í aðgerðun- um sem gripið var til í kjölfar þess að ísraelskur ökumaður var skotinn til bana í Jerúsalem. „Ég hvet Arafat til að binda enda á ofbeldisverkin," sagði Ariel Shar- on, forsætisráðherra ísraels, á auka- . REUTER-MYND Fórnarlamba minnst Utanríkisráöherra og forsætisráö- herra ísraels minnast fórnariamba árásanna í Bandaríkjunum. fundi ísraelska þingsins í gær. „Ef Arafat lýsir yfir vopnahléi mun ég stöðva aðgerðir hersins." Sharon bætti við að ef vopnahléið héldi í tvo sólarhringa myndi Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, hitta Arafat til að reyna að styrkja vopnahlé þannig að friður héldist í sjö daga. Peres sagði við fréttamenn að ekki væri öll von úti um að viðræð- urnar gætu farið fram. „Ég held að þessu sé ekki lokið. „Það eru vísbendingar um að Arafat hafi gefið fyrirskipanir um að hryðjuverkin skuli stöðvuð," sagði Peres, án þess þó að skýra orð sín frekar. Arafat svaraði því til að Palest- ínumenn væru áfram um að koma á vopnahléi en sagði ekki hvort hann myndi hvetja harðlínumenn til að láta vopn sín af hendi. REUTER-MYND Lltill snáöi faömar pabba sinn Slökkviliösmaöurinn Robert Blume í New York var hækkaöur í tign í gær viö hátíölega athöfn. Slökkviliö New York hækkaöi 168 starfsmenn sína í tign til aö leysa af hólmi þá sem létu lífiö þegar World Trade Center-byggingarnar hrundu til grunna í kjölfar hryöjuverkaárásanna á þriöjudaginn. Brian, tveggna ára sonur Roberts, faömar pabba sinn. Bush gaf fyrirmæli um að skjóta farþegavélar niður George W. Bush Bandaríkjafor- seti gaf fyrirmæli um það eftir hryðjuverkaárásirnar á World Trade Center í New York og land- vamaráðuneytið í Washington að flugherinn skyldi skjóta niður far- þegavélar á valdi flugræningja ef þær neituðu að sveigja frá Wash- ington. Talið er að um fimm þúsund manns hafi farist í árásunum. „Forsetinn tók ákvöröun um að ef vélin breytti ekki um stefnu, ef flugmennirnir hlýddu ekki fyrir- mælum um að sveigja frá borginni, hefðu flugmenn okkar heimild til að skjóta hana niður ef allt um þryti," sagði Dick Cheney varaforseti í við- tali við NBC-sjónvarpsstööina í gær. „Fólk segir að það sé hryllileg ákvörðun að taka. Og hún er það,“ sagði Cheney. Flugherinn fékk viðvörun frá REUTER-MYND Varaforsetinn í Camp David Dick Cheney, varaforseti Bandaríkj- anna, er á sveitasetri forsetans í Camp David. Þar ræddi hann viö sjónvarpsstööina NBC í gær. flugmálayfirvöldum um að farþega- þota á valdi flugræninga stefndi á Washington þrettán mínútum áður en henni var flogið á Pentagon, að- setur landvarnaráðuneytisins. Tvær F-16 orrustuþotur voru send- ar á loft tíu mínútum eftir viðvörun- ina en þremur mínútum síðar var vélinni steypt á Pentagon. Cheney sagði að það myndi hafa verið fyllilega réttlætanlegt að koma í veg fyrir árásirnar í New York og manntjónið sem í þeim varð með því að skjóta farþegavél- arnar tvær niður ef tækifæri til þess hefði boðist, jafnvel þótt það hefði kostað marga bandaríska ferðamenn lífið. Cheney sagöi að orrustuþotur hefðu flogið yfir Washington og not- ið stuðnings AWACS-ratsjárvélar og eldsneytisvélar. MIMBWIMI Ingveldur Ýr Söngstúdíó Sími 896 0108 Langor þig að læro oð syngjo? !Söngnámskeið: einkQtímar, hóptímar, samsöngur, stigspróf. ingaj@mmedia.is www.mmedia~i ( ) TRIM /\F0RM Berc£ndar Sími 5S3 3818 Viltu laga línurnar - eða viltu bara líta vel út? Kynnið ykkur hausttilboðin okkar. ALOE VERA Forever Living Product eru stærstu framleiðendur Aloa Vera í heiminum í dag. Faglært starFsFólk. Langur opnunartími (Frír pruFutími) Sjáumst hress Fyrir eFtir 6 vikur-60 tíma Hjá okkur nærðu órangri TRIM/\F0RM Bacpndar Grensásvegi 50, sími 553 3818.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.