Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2001, Blaðsíða 10
10 Utlönd MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2001 I>V Rafkaup Ljós & Lampar Ármúla 24 Reykjavík Sími: 585 28 00 Verslun: 585 2810 Mosraf, Háholti 23, Mosfellsbæ, Fossraf ehf., Eyravegi 3, Selfoss, R.Ó., Hafnargötu 52, Keflavík, Geisli, Flötum 29, Vestmannaeyar, Rafsjá hf, Sæmundargötu 1, Sauðárkrókur. Bush varar við löngu stríði gegn hryðjuverkamönnum: Hræöileg mistök að ráðast á BNA Stjómvöld i Washington ráðlögðu Bandaríkjamönnum í gær að búa sig undir langt strið við hryðju- verkamenn. George W. Bush forseti sneri heim í Hvita húsið frá sveitasetri sínu í Camp David til að taka næsta skrefið í því sem hann kallaði stríð- ið gegn þeim sem bera ábyrgð á hryðjuverkunum í New York og Washington þar sem um flmm þús- und manns týndu lífi. Bush sagði að stjórnvöld væru á varðbergi gagnvart fleiri árásum og hann sagði að þeir sem réðust til at- lögu gegn Bandaríkjunum gerðu hræðileg mistök. „Þeir hafa vakið voldugan risa og það megið þið vita að staðfesta okk- ar er mikil,“ sagði Bush við frétta- menn eftir komuna til Washington. Embættismenn stjórnarinnar í Washington héldu í gær áfram að benda á sádí-arabiska milljarða- mæringinn Osama bin Laden sem líklegan sökudólg. Bin Laden vísaði því hins vegar á bug í gær að hann ætti nokkra sök á árásunum síðast- liðinn þriðjudag. Hann sagðist búa í Afganistan þar sem hann hefði ekki leyfi til að stunda slíka iðju. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, gaf ekki mikið fyrir afneitun bins Ladens. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að hann og samtök hans gegndu veigamiklu hlutverki í þessu. Við erum nokkuð vissir í okkar sök um að hann sé efstur á blaði yfir grun- aða,“ sagði Cheney. Stjómvöld í Pakistan ætla að senda hóp embættismanna til Afganistans í dag til að telja tali- banastjómina þar á að framselja Osama bin Laden og leggja þar með sitt lóð á vogarskálarnar í að koma í veg fyrir ógnarástand í þessum heimshluta. Pakistanar hafa heitið Bandarikjamönnum fullum stuðn- ingi i hemaðaraðgerðum þeirra gegn hryðjuverkamönnum. Sendinefndin átti að fljúga til Kandahar i sunnanverðu Afganist- an þar sem Mohammad Omar, ein- eygður andlegur leiðtogi talibana, heldur til. Bin Laden hefur einnig haft aðsetur þar, að minnsta kosti þar til nýlega. Omar hefur á sama tíma boðað neyðarfund klerka í Afganistan til að ræða varnir landsins en árás Bandaríkjamanna er yfirvofandi. Hann hvatti aðrar íslamskar þjóðir til að koma Afgönum til hjálpar. Omar hefur til þessa ekki ljáð máls á því að framselja bin Laden í hend- ur Bandaríkjamanna. Tveir af hverjum þremur Banda- ríkjamönnum vilja að stjórn lands- ins lýsi yfir stríði. Þeir eru þó ekki vissir um gegn hverjum aðgerðirn- ar eiga að beinast. Bush og stjórn hans íhuga að fella úr gildi áratugagamla tilskipun þar sem blátt bann er lagt við því að Bandaríkjamenn eigi þátt í laun- morðum á erlendri grundu, að því er embættismenn sögðu í gær. : ‘vi ■ .' ■- * ■ ■ REUTER-MYND Forsetinn og eiginkonan aftur heim í Hvíta húsið George W. Bush Bandaríkjaforseti og Laura, eiginkona hans, sneru aftur heim í Hvíta húsið í Washington í gær. Forsetinn ræddi við fréttamenn skömmu eftir að hann steig úr þyrlunni á grasflötinni við forsetabústaðinn. Fjölmenn athöfn í stærstu kirkjunni í New York: Nöfn fórnarlamba árásanna bergmáluðu í hvelfingunni Nöfn fólks sem týndi lífi í hryðju- verkaárásunum á New York eða er saknað bergmáluðu í stærstu kirkju New York-borgar í gær þegar þar var haldin bænasamkoma til minn- ingar um fómarlömb voðaverk- anna. Þegar Robert Jacobs, prestur við dómkirkju heilags Jóhannesar, hafði lesið á þriðja tug nafna þeirra sem ýmist hafa látist eða slasast þegar tveir turnar World Trade Center voru jafnaðir við jörðu, tóku kirkjugestir að kalla upp fleiri nöfn ættingja eða vina sem ekkert hefur spurst til frá því árásirnar voru gerðar á þriðjudaginn var. Kona nokkur yfirbugaðist af geðs- hræringu og lét ekki huggast og aft- ast í kirkjunni grét slökkviliðsmað- ur í örmum prests. Kirkjugestir REUTER-MYND Mæðgur á minningarathöfn Kelly Reyes og dóttir hennar voru meðal fjölmargra sem minntust fórn- arlamba hryðjuverkanna í BNA. kveiktu á kertum frammi fyrir minnismerki frá árinu 1966 um slökkviliðsmenn sem hafa látist við skyldustörf sín. „Við biðjum fyrir öllum þeim sem leita guðs, fyrir öllum þeim sem ef- ast um guð og fyrir öllum þeim sem spyrja guð hvers vegna,“ sagði séra Jacobs við um það bil 1.500 gesti sem fylltu kirkjuna. New York-búar sátu álútir og grófu andlitin í höndum sér og sungu bænir fyrir þær þúsundir manna sem talið er að hafi látið líf- ið í hryðjuverkaárásunum þegar tveimur farþegavélum var flogið á tvo turna World Trade Center. Orgeltónar og ilmur af reykelsi fylltu gríðarstórar hvelfingar kirkj- unnar sem lokið var að reisa árið 1892. Páfi hvetur til stiliingar Jóhannes Páll páfi sagði í gær að hann væri mjög miður sín yfir hryðjuverkaárásun- um á New York og Washington í síð- ustu viku. Hann skoraði hins vegar á Bandaríkjamenn að standast þá freistingu að svara fyrir sig með hatri og meira ofbeldi. Heilagt stríö gegn íslam Danski þjóðarflokkurinn er kom- inn í heilagt stríð við íslamstrú. Á landsfundi flokksins um helgina var íslamstrú hvað eftir annað líkt við hryðjuverkasamtök og múslímar í Danmörku voru sakaðir um að hafa komið þangað til að leggja undir sig nýtt land, að sögn Jótlandspóstsins. Bretar aðstoða Bresk stjórnvöld ætla að greiða farareyri og uppihald fjölskyldna breskra fórnarlamba hryðjuverka- árásanna í Bandaríkjunum. Tony Blair forsætisráðherra sagði í gær að allt að 300 Bretar hefðu farist. Lásar á hurðir hjá SAS Norræna flugfélagið SAS hefur látið setja lása á allar hurðir milli flugstjórnarklefa og farþegarýmis í flugvélum sínum í kjölfar flugrán- anna og árásanna í Bandaríkjunum, að sögn norska blaðsins VG. Masood jarðsettur Afganski skæru- liðaforinginn Ahmad Shah Masood, sem gekk undir viðurnefninu Ljónið frá Pansjír, var jarðsettur nærri heimaþorpi sínu í gær. Mikil sorg ríkti meðal viðstaddra sem hvöttu tii þess að dauða hans yrði hefnt. Masood, sem var helsti and- stæðingur talibana, sem ráða í Afganistan, lést af völdum sára sem hann hlaut i tilræði 9. september. Ráðherra hittir Albana Landvarnaráðherra Makedóníu hitti fulitrúa albanska minnihlut- ans á skæruliðaslóðum i norður- hluta landsins í gær til að efla traust milii þjóðarbrotanna og renna stoðum undir friðarsam- komulag vesturveldanna. Jospin myndi sigra Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, myndi sigra Jacques Chirac forseta i kosningum um for- setaembættið ef kosið væri nú milli þeirra tveggja. Sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun fengi Jospin 51 prósent en Chirac 49 pró- sent atkvæða. Illa gengur að bora Olíufélagiö BP verður að fram- lengja tilraunaboranir eftir olíu við Færeyjar um eina viku vegna tæknilegra vandræða. Ameríkanar að verki Taha Yassin Ramadan, varafor- seti íraks, sagði í gær að bandarísk- ir andófsmenn en ekki múslímar hefðu staðið fyrir hryðjuverkaárás- unum í New York og Washington.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.