Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2001, Blaðsíða 28
44
Tilvera
MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2001
DV
4
Steinunn sýnir í
Gullsmára
Listakonan Steinunn
Sigurðardóttir úr Keflavík sýnir
um þessar mundir verk sín í
forsal Gullsmára 9 í Kópavogi.
Um er að ræða 10 myndir
málaðar með pastellitum.
Bíó
> ^ pAHÁTlO
HJA FILMUNDI Hvítu klukkurnar:
Fræg stuttmynd eftir Ivars Kraulitis
sem fjallar um líf ungrar stúlku
(1961).Tíu mínútum eldri: Mynd fyrir
alla aldurshópa eftir Hercs Franks
sem fjallar um börn sem eru að
horfa á brúðuleikrit (1978).Kóngarn-
ir: Stuttmynd eftir Ivo Kalpenieks
sem fjallar um örlagarika skák.Brúð-
kaupið: Stuttmynd eftir Viesturs
Kairiss sem segir frá ástarþríhyrn-
ingi sem fer allur úr böndunum. Sýn-
ingar kl. 20.00 og 22.30.
. Sýningar
■ FELLINGAR I
ÞJOÐARBOKHLÖÐU Erla
Þórarinsdóttir myndlistakona sýnir
verk sín í Þjóöarbókhlöðunni. Þetta
er þriöja sýningin í sýningarröðinni
Fellingar sem er samstarfsverkefni
Kvennasögusafnsjns,
Landsbókasafns íslands og 13
starfandi myndlistarkvenna.
■ PRUFUR DOKTORS B. Olga
Bergmann er með sýningu í
gallerí@hlemmur.is, Þverholti 5,
Reykjavík. Sýningin ber heitið Prufur
Doktors B.
M SJÁLFBÆR ÞRÓUN í NÝLÓ
Sjálfbær þróun er nafn sýningar
sem stendur yfir í Nýlistasafninu.
Sýningin er liöur í átaksverkefni
Nýlistasafnsins sem kennt er viö
^ Grasrót.
■ MAGNÚS TÓMASSON í
LISTASAFNINU Listasafn Islands
sýnir verk í eigu safnsins eftir
Magnús Tómasson. Sumt í list
Magnúsar er pólitískt, annað
trúarlegt. Hún byggist yfirleitt á
frásögu og er rik af kímni.
■ NAUMHYGGJA Listasafn íslands
sýnir naumhyggjuverk í tveimur
sölum safnsins. Þar eru verk eftir
Kristján Guðmundsson, Svövu
Björnsdóttur, ívar Valgarðsson, Þór
Vigfússon, Rögnu Róbertsdóttur,
Ingólf Arnarson, Kees Visser og
Gari Andre.
■ SIGGA Á GRUND í
SJOMINJASAFNINU I
Sjóminjasafninu I Hafnarfiröi er
'tí sýning af útskuröarverkum eftir
listakonuna Siggu á Grund. Hún
sker út í tré, horn og hvaltönn.
■ FRÆNPUR Á MOKKA Svning á
verkum eftir frændurna og
myndlistarmennina Karl Jóhann
Jónsson og Ómar Smára
Kristinsson hefur verið opnuð á
Mokka
■ PRUFUR DOKTORS B I GALL-
ERI@HLEMMUR.IS Olga Bergmann
hefur opnað sýningu í
gallerí@hlemmur.is, Þverholti 5,
Reykjavík. Sýningin ber heitið Prufur
Doktors B.
■ GÍSLI LESBÓK í LISTASAFNI
KOPAVOGS I dag veröur opnuð í
Listasafni Kópavogs sýning á
myndverkum eftir Gísla Sigurðsson
sem lesendur Morgunblaösins
kannast viö sem umsjónarmann
Lesbókar í meira en 30 ár.
Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is
Afmælishátíð viðskipta- og hagfræðideildar:
Skírteinið eftir 57 ár
Hjálmar Finnsson, fyrrum for-
stjóri Áburðarverksmiðju ríkisins,
var í hópi þeirra fyrstu sem útskrif-
uðust frá viðskipta-og hagfræðideild
Háskóla íslands. Það var árið 1941,
sama ár og deildin var stofnuð. Nám
sitt hafði hann stundað við Við-
skiptaháskóla Islands sem var und-
anfari deildarinnar. „Ég hef aldrei
verið eins reikandi og þegar ég
hafði lokið síðasta prófmu frá
Menntaskólanum á Akureyri. Mér
fannst eyða fyrir framan mig,“ rifj-
ar hann upp og heldur áfram: „Þeg-
ar auglýst var að stofna ætti Við-
skiptaháskóla íslands þá sótti ég
um. Jónas frá Hriflu var hvatamað-
ur að stofnun skólans. Hann taldi
þörf að mennta íslendinga í rekstri
og þjálfa þá til að gerast sölumenn
fyrir íslenskar vörur og íslenskan
málstað erlendis, ásamt því að
kaupa inn vörur sem landið þyrfti.
Þetta var þriggja ára nám og við
vorum tíu sem byrjuðum - allt
strákar. Fyrsta veturinn, ‘38-’39, fór
kennslan fram í íþöku, bókasEifni
Menntaskólans í Reykjavík, en
næstu tvö ár í kennslustofu At-
vinnudeildar Háskóla íslands."
Skólasveinar gerðu verkfall
Hjálmar kveðst- hafa haft góða
kennara og telur'þar.Gylfa Þ. Gisla-
son fremstan nieðal jafningja. En
þegar lokapróf áttu að hefjast vorið
1941 segir hann skólasveina hafa
gert verkfall. „Þá lá frumvarp fyrir
Alþingi um stofnun viðskipta-og
hagfræðideildar við Háskóla íslands
og við vildum mun frekar útskrifast
frá henni en einhverjum krumma-
Velunnarar viöskipta- og hagfræöideildar
, .Guömundur Magnússon prófessor, Hjálmar Finnsson, fyrrverandi forstjóri Áburöarverksmiöju ríkisins, og Árni Vil-
skotsskóla." segir Hjálmar.' Hann
segir þingmenn hafa skipst i fylk-
ingar með og móti frumvarpinu og
telur það kvennaklókindum að
,þ.akka. aö þaö hafi verið samþykkt
með eins atítvæðis mun. „Sagán seg-
ir að húsmóðir nokkur hér í borg
hafi falið buxur þingmanns sem bjó
á hennar heimili, þannig að hann
hafi ekki komist til atkvæðagreiðsl-
unnar," segir hann kankvís. Nýja
deildin var stofnuð strax með bráða-
birgðareglugerð, skólapiltar gengu
hjálmsson, prófessor emeritus.
til prófa á miðju sumri og héldu út
í lífið.
Talan þrír
Hjálmar bjó í Ameríku í tæp átta
ár, eignaöist þar fjölskyldu og var
meðal annars framkvæmdastjóri
Flugleiða í New York. Árið 1958
gerðist hann forstjóri Áburðarverk-
smiðju ríkisins sem þá var í bygg-
ingu í Gufunesi. „Ég gegndi því
starfi i 33 ár, þrjá mánuði, þrjár vik-
ur og þrjá daga!“ segir hann bros-
andi. Hjálmar lumar á mörgu frá-
sagnarverðu og að lokum sýnir
hann prófskírteinið frá viðskipta-og
hagfræðideildinni sem dagsett er 11.
mai 1998, eða 57 árum eftir útskrift-
ina. „Ég var farinn af landinu þegar
skírteinin voru afhent og gekk ekki
eftir þessu fyrr en fyrir þremur
árum. Mér fannst heldur skemmti-
legra, áður en ég færi sex fet niður,
að fá pappír upp á að ég hefði út-
skrifast úr Háskóla íslands."
-Gun.
Viðskipta- og hagfræðideild HÍ á tímamótum:
60 ára afmælishátíð
Á laugardaginn var hátíðardag-
skrá í tilefni 60 ára afmælis við-
skipta- og hagfræðideildar Há-
skóla íslands. Dagskráin fór fram í
hátíðarsal skólans og voru þar
saman komnir margir fyrrverandi
og núverandi nemendur við deild-
ina, auk kennara og annarra vel-
unnara. Fjölmargir fluttu ávörp af
þessu tilefni, meðal annars Ágúst
Einarsson, forseti viðskipta- og
hagfræðideildar, Páll Skúlason,
rektor Háskóla íslands, og Árni
Vilhjálmsson, formaður nýstofn-
aðs Hollvinafélags deildarinnar.
Bergþór Pálsson söng nokkur lög
DV-MYNDIR EINAR J.
Gamlir skólabræöur
Guömundur H. Garðarsson, fyrrverandi alþingismaöur, og Árni Vilhjálms-
son, prófessor emeritus, voru skólafélagar í viöskipta- og hagfræöideild.
Ágúst og Höröur
Ágúst Einarsson, forseti viöskipta- og hagfræöideiidar, heilsar hér upp á
Hörð Sigurgestsson, fyrrverandi forstjóra Eimskips.
Brautryöjandinn
María Siguröardóttir var fyrsta konan sem útskrifaöist frá viöskipta- og
hagfræöideild Háskóla íslands. Hér er hún ásamt dóttur sinni Rannveigu
Rist, forstjóra ÍSAL.
Á góöri stund
Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, var í hópi þeirra sem voru heiöraöir á
afmælinu. Hér er hann ásamt Vilhjálmi Bjarnasyni, aöjúnkt viö viöskipta-
og hagfræöideild, en hann fiutti afmælisannál á hátíðinni.
úr smiðju Gylfa Þ. Gíslasonar,
fyrrverandi ráðherra og kennara
við viðskipta- og hagfræðideild.
Að ávörpum loknum heiðraði for-
seti viðskipta- og hagfræðideildar
þau Árna Vilhjálmsson, Gylfa Þ.
Gíslason, Hjálmar Finnsson, Hösk-
uld Jónsson, Maríu Sigurðardótt-
ur og Sigurð Hafstað.