Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Blaðsíða 42
50 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 Tilvera DV C3ffí'fK/sa',písií!rr Café Viktor Við Ingólfstorg i Reykjavík er að finna fjölda veitingastaða og kaffi- húsa. Eitt þeirra er Café Viktor sem er stórt og rúmgott kaffihús. Á mat- seðli staðarins er fjöldi góðra rétta, auk þess sem alltaf er boðið upp á rétti dagsins. Meðal þeirra eru grænmetisbaka, fiskréttir, salöt, burritos, samlokur og margt annaö. Hægt er að mæla með burritos með kjúklingi, sem er einstaklega gott, og einnig eru salötin bæði matar- mikil og gómsæt. Á eftir er síðan upplagt að fá sér kaffi og smakkast café au lait til dæmis ágætlega á Café Viktor. Á kvöldin breytist stemningin á Café Viktor og staður- inn verður i raun bar með tónlist og öllu öðru sem því fylgir. Kaffistofa Norræna hússins Það er alltaf eitthvað saklaust og ópjallað við kaffistofu Norræna hússins. Kannski eru það áhrif birtunnar sem flæðir inn um glugg- ana langs með fram stofunni, eða tjamarinnar í mýrinni fyrir utan. Eitt af því sem gerir þennan veit- ingastað viðkunnanlegan eru nor- rænu blöðin. Þau skapa menningar- legt andrúmsloft - og svo auðvitað fólkið sem kemur til að lesa þau. En veitingastofa gengur ekki á blöðum einum saman. Ef ekki væri súkkulaðið, teið og kaffið þá kæmu vist fáir. Kaffistofa Norræna húss- ins verður seint sökuð um flipp en þó hafa nýir réttir bæst á matseðilinn nýlega. Danska smur- brauðið er klassík og hið sama má segja um vöfflur með sultu og rjóma. Kaffistofa Norræna hússins er ekki kvöldstaður, henni er lokað klukkan fimm alla daga og það er heldur snemmt. Kaffibarinn Við Bergstaðastræti 1 stendur lít- ill skemmtistaður sem heitir Kaffi- ) barinn. Að sögn gengilbeinunnar sem afgreiddi mig með fremur létt- vægum bolla af espresso mega allt að sjötíu manns vera á staðnum í einu. Kafflbarinn er á tveimur hæð- um og að sögn þeirra sem til þekkja mjög vinsæll um helgar. Mér fróð- ari menn segja að Kaffibarinn sé mikið stundaöur af karlgömmum á fimmtugsaldri og rjúpum sem rétt eru skriðnar yfir tvítugt. Þó að kafiið hefði mátt vera betra ^ bætir verðið það upp, það kostaði ekki nema tvöhundruðkall. Því mið- ur vissi ég ekki að hægt væri að fá vöfflu með rjóma á staðnum því hana hefði ég prófað. Stemningin á Kaffibarnum er heimilisleg og auð- séð að hann er mikið stundaður af sama fólkinu, eða eins og gengil- beinan sagði, „þetta er hálfgerð fé- lagsmiðstöð11. -MA/GUN/Kip Humar Humar heitir fullu nafni leturhumar. Hann veiðist víða í Norður-Atlantshafi og hér við land eru humarmiðin einkum út af Suður- og Suð- austurströndinni. Nýting á humri hófst ekki hér á íslandi fyrr en upp úr miðri tuttugustu öld. Nú þykir hann með allra besta sjávarfangi sem völ er á og telst til lúxusvöru. Ekki er langt síð- an veiðar á humri urðu leyfilegar allt árið. Áður var það einungis á sumrin og var þá uppgripa- vinna hjá skólafólki sem flykktist í humarvinnslurnar. Humarinn sem veiðist hér á norö- urslóðum er smár miðað við það sem gerist víða erlendis og yflrleitt er bara halinn nýttur. Á mörkuðum í útlöndum má oft sjá heilan stór- an humar, ýmist dauðan eða lifandi. Humarinn á aö snöggsjóða eða steikja. Hann er eins og eggin sem verða harðari eftir því sem þau eru soðin lengur. Úr skeljunum er jjL gott að sjóða súpur og nýlega I S| tt; hófst hér á landi fram- ■fc leiðsia bragðefnis ■HBBIIK! . úrslíkri Hornfirskur humarkokkur Gísli Már Vilhjálmsson meö gæöarétti úr humri. Sannkölluð SEESSSSSt-. Humarspjót Gísla Más Skeldreginn humar, fjögur ’ stór skott eða sex minni á hvert spjót. Sveppir, blaðlauk- ur, tómatar og paprika er sett inn á milli humranna. Allt penslað vel með hvítlauksolíu og kryddað með salti og pipar. Sett á grill og penslað með olíu meðan á grillun stendur. Þá ristast humarinn aðeins. : Tíminn er miðaður við humar- inn en ekki grænmetið. Ein mjó ræma af barbeque-sósu er sett yfir spjótið í lok grillun- ar. Hrísgrjón og salat borðað með. Humarsúpa Skelflettið og hreinsið 500 g af humri. Setjið smjörklípu í pott og brúnið skelina ásamt 2 hvítlauksrifjum við vægan hita. Bætið 2 1 af vatni, 1 gróft skornum lauk, 1 grænni papriku og 3 gulrótum út í og látið krauma í 10 tíma. Sigtið soðið og bætið 3 teningum af fiskikrafti út í. Þykkið soðið með ljósu sósuþykkni eftir smekk og bætið svo 1 1 af rjóma saman við (má nota Humarkóróna Á miöju fatinu er kús kús meö sól- þurrkuöum tómötum og ólífum. - segir Gísli Már Vilhjálmsson á Hótel Höfn „Humar er sannkölluð kóngafæða," segir Gísli Már Vilhjálmsson, mat- reiðslumaður á Hótel Höfn, og kveðst oft furða sig á því hversu stutt sé síðan ts- lendingar komust á bragðið. „Áður var bara litið á hann sem hvem annan krabba og hent,“ segir hann hneykslað- ur. Gísli segir að Hornfirðingar hafi ávallt verið framarlega í humarveiðum eftir að þær hófust fyrir alvöru enda liggi plássið vel að miðunum. Þeir haldi llka humarhátíð árlega. Þegar talið berst að matreiðslu á humri segir Gísli aöalat- riðið að elda hann ekki of mikið. Það Humarkóróna 10 myndarlegir humarhalar á mann 100 g smjör 2 hvítlauksrif nokkur blöð steinselja Smjörið er brætt. Hvítlaukurinn og steinseljan söxuð smátt út í. Humarinn er þíddur og langt og mjótt V klippt skipti höfuð- máli. Svo upplýsir hann annað. „Það er með humarinn eins og allan annan fisk að þeim mun smærri sem hann er þeim mun bragðmeiri er hann. Þessi stóri dýri er ekki bestur, hann er bara flottastur!" Gísli hefur margra ára reynslu í mat- reiðslu á humri og gefur lesendum DV uppskrift að rétti sem hann kallar humarkórónu sem getur verið hvort sem er, forréttur eða aðalréttur. Hann viðurkennir að meðferð humarsins virðist svolítið flókin, „en þetta er ein- falt þegar handbragðinu er náð,“ segir hann sannfærandi. in. Humarkjötinu er þrýst upp um gatið en þó ekki slitið frá skelinni heldur látið liggja ofan á henni. Síðan er humrinum raðað þétt í ofnskúffu og þar er hann penslaður með steinselju- og hvítlauks- smjörinu. Örlitlu af salti og pipar er stráð yfir og skelin fyllt með eftirfarandi fyllingu: 1/2 laukur smátt saxaður smávegis steinselja 1 paprika 1 hvít- lauksrif salt og pip- ar 1 —l: -Jtni 100 g rifinn ostur Grænmetið er svissað /Og kælt. Rjómanum er hellt yfir og rifna ostin- um blandað í. Þetta er sett i sprautupoka og sprautað inn í skelina. Nú er humarinn tilbúinn til grillunar og passlegt að hafa hann þrjár til ffórar mínútur undir grillinu. Síðan er honum raðað í hring á fat þannig að skottin snúi út. Á miðju fatinu er kús kús eða hris- grjón með sólþurrkuðum tómötum og ólifum. Með þessum rétti mælir Gísli Már með fersku salati. Gun. matreiðsl- urjóma). 15 mínútum áður en súpan er borin fram er humar- inn settur út í. Passið að súpan sjóði ekki eftir það, hum- arinn á bara að hitna í gegn. Berið súpuna fram með hvítlauksbrauði. Heimild: www.uppskriftavef- urinn.is Humasæla Sjóðið 1,2 kg af humri f 5-7 mínútur í hvítvíni. Hrærið saman 1 1 af soðnum hrís- grjónum, 1/2 ds Indian Curry og 2 dl af rjóma. Hitið að suöu. Skiptið á diska (miðað við 4), setjið tvo humra (í skelinni) á hvern disk. Skreyt- ið með kiwi-sneið. Einnig er gott að rista kókosmjöl og hræra saman við hrísgrjóna- jafninginn og bera fram með ristuðu brauði; þá er þetta orðinn aðalréttur. Heimild: www.uppskriftavefurinn.is Humar er fitulftill og gefur því fóar hitaeiningar. Hins vegar er hann próteinrfkur eins og tftt er um fiskmeti. Innihald f 100 grömmum er: Hltaeiningar 67 Járn 0.70 mg Kolvetni 0 g E vftamín 1.50 mg Kalk 138 mg B2 0.02 mg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.