Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Blaðsíða 46
54 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 Islendingaþættir________________________________________________________________________________________________________x>v Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára________________________ Ingunn K. Bernburg, Skúlagötu 40b, Reykjavík. BO ára________________________ Sigríöur Emma Guömundsdóttir, Eyrargötu 26, Eyrarbakka. Steingrímur Gíslason, Torfastööum 1, Árnessýslu. Elías Þorbergsson, lengst af bóndi í Meiri- Hattardal, Álftafiröi, Djúpi, Kleppsvegi 134, Reykjavík. Eiginkona hans er Guörún Jónsdóttir. Þau veröa aö heiman. Þórey Þorbergsdóttir sjúkraliði, Skeiðarvogi 151, Reykja- vík. Eiginmaöur hennar er Matthías Jónsson. Þau veröa að heiman. Ingibjörg Bjarnadóttir, Gnúpufelli, Eyjafjaröarsveit. Hún er að heiman en sendir ættingjum og vinum kærleikskveöjur. Guöbjartur Guömundsson, Árskógum 6, Reykjavík. Jenný Jónsdóttir, Vallarbraut 6, Njarðvík. 70 ára__________________________________ Siguröur G. Emilsson, Þúfubarði 3, Hafnarfirði. Sveinsína Andrea Árnadóttir, Garðabraut 8, Akranesi. 60 ára__________________________________ Edda Björg Björgmundsdóttir, Sæbergi 18, Breiðdalsvík. Guöbrandur Kjartansson, Fjallalind 22, Kópavogi. Guöný Steingrímsdóttir, Skriöustekk 24, Reykjavík. Mauricio Apostol Dicdican, Hammersminni 22, Djúpivogi. 50 ára__________________________________ Susan Helga Andrésdóttir, Garöi, Reykjavík. 40 ára__________________________________ Arnþór Hjörleifsson, Hringtúni 2, Dalvík. Ásmundur Kristinn Ásmundsson, Rauöalæk 49, Reykjavík. Guömundur Albert Einarsson, Hraunbrún, Garöabæ. Helgi Helgason, Hátúni 23, Reykjavík. Kristinn Ólafsson, Engjaseli 11, Reykjavík. María Þórunn Friöriksdóttir, Vesturgötu 24, Akranesi. Ólöf Stefánsdóttir, Hagamel 24, Reykjavík. Páil Heiöar Högnason, Kirkjuvegi 35, Vestmannaeyjum. Siguröur Hannesson, Engihjalla 1, Kópavogi. Örn Guömundsson, Miövangi 153, Hafnarfirði. Andlát Sigríöur Gunnlaugsdóttir, Hornbrekku- vegi 9, Ólafsfiröi, lést á dvalarheimilinu Hornbrekku, þriöjud. 18.9. Hllmar Sigurður Ásgeirsson leigubifreiö- arstjóri, Skarphéöinsgötu 18, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi miövikud. 19.9. Hólmfríöur Siguröardóttlr, Bústaöavegi 65, lést aö kvöldi miövikud. 19.9. Steinunn Bergþóra Pétursdóttir andaöist á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstööum aöfaranótt fimmtud. 20.9. Eyjólfur Rafn Halldórsson lést á heimili sínu þriðjud. 18.9. 75 ára Attræður Kristján Þórðarson fyrrv. bóndi að Miðhrauni í Miklaholtshreppi Kristján Þórðarson, fyrrv. bóndi á Miðhrauni í Miklaholtshreppi, Boöahlein 29, Garðabæ, er áttræður í dag. Starfsferill Kristján fæddist i Eiðhúsum i Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi og ólst þar upp og að Miðhrauni í Miklaholtshreppi. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugar- vatni 1938-39. Kristján vann á búi forelra sinna á Miðhrauni á ungdómsárum sínum og stundaði auk þess byggingar- vinnu, aðallega múrverk. Hann múraði m.a. sundlaugina við Kol- viðarnes og félagsheimilið Breiða- blik. Þórður, faðir Kristjáns, missti heilsuna á miðjum aldri og upp frá því annaðist Kristján bú foreldra sinna. Auk bústarfanna stundaði hann vörubílaakstur. Árið 1951 giftu sig fjögur systkini á Miðhrauni, þar á meðal Kristján og Guðmunda D. Veturliðadóttir. Þetta ár tóku þeir bræður Kristján og Guðmundur Þórðarsynir við jörö foreldra sinna. Kristján vann mikið með bústörfunum öll sin búskapar- ár, stundaði vörubílaakstur og af- greiðslustörf. Þau hjónin fluttu í Borgames 1976 og bjuggu þar til árs- ins 1999 er þau fluttu í Garðabæ- inn. Kristjáni voru falin mörg trúnað- arstörf af sveitungum sínum. Hann var einn af stofnendum íþróttafé- lags Miklaholtshrepps og fyrsti for- maður þess, einn af stofnendum Sauöfjárræktarfélags Miklaholts- hrepps, sat í hreppsnefnd og skóla- nefnd. Fjölskylda Kristján kvæntist 16.6. 1951, Guð- mundu Daníelu Veturliðadóttur, f. 30.6. 1925, húsmóður. Hún er dóttir Veturliða Guðbjartssonar, verk- stjóra á ísafirði og Guðrúnar Hall- dórsdóttur húsfreyju en þau eru lát- in. Börn Kristjáns og Guðmundu Daníelu eru Þórður, f. 11.4. 1953, skólastjóri i Reykjavík, og á hann tvo syni, Kristján og Heiðar en kona hans er Ásta Einarsdóttir textíl- hönnuður og á hún þrjú börn, Dan- íel Frey, Svövu Dögg og Sóleyju; Veturliði Rúnar, f. 2.8. 1957, bóndi á Surtsstöðum í Jökulsárhlíð, en kona hans er Ragnheiður Haraldsdóttir kennari og eiga þau þrjú börn, Fannar Inga, Valdimar og Guðrúnu; Gunnar, f. 17.8. 1958, rafeindavirki í Hafnarfirði, en hann á fjögur börn, Særúnu Maríu, Jón Trausta, Daníel Leó og Gunnar Fanndal en kona hans er Guðrún Gísladóttir verslun- armaður og á hún tvö börn, Ellýju Ósk, og Guðmund Ómar; Guðrún Helga, f. 31.1. 1960, félagsráðgjafi í Hafnarfirði en hún á tvo syni, Kristján Skúla og Jökul Mána en maður hennar er Arnar Þorsteins- son námsráðgjafi; Ingibjörg Krist- jánsdóttir, f. 29.1. 1962, landslags- arkitekt í Kópavogi en maður henn- ar er Ólafur Ólafsson forstjóri og eiga þau þrjú börn, Önnu Rakel, Birtu og Ólaf Orra. Systkini Kristjáns: Ólína Stein- unn, f. 9.6. 1914, d 20.9. 1995, hús- freyja í Reykjavík; Þóra, f. 7.1. 1917, d. 24.8. 1998, húsfreyja í Reykjavík; Kristín, f. 20.4. 1920, garðyrkjufræð- ingur í Reykjavík; Elín, f. 3.1. 1925, húsfreyja í Reykjavík; Guðmundur, f. 4.10. 1928, bóndi á Miöhrauni; Sveinbjörg Hulda, f 20.6. 1932, d. 14.2. 1997. Fósturbróðir Kristjáns er Óli Guðmundur Steinar Jörundsson, f. 23.5. 1933 vörubifreiðastjóri á Sel- fossi. Foreldrar Kristjáns voru Þórður Kristjánsson, f. 17.10. 1889, d. 31.1. 1969, bóndi að Miðhrauni í Mikla- holtshreppi á Snæfellsnesi, og k.h., Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 16.5. 1893, d. 3.9. 1975, húsfreyja. Sjötug Fimmtug Guðbjörg Eygló Porgeirsdóttir sjúkranuddari og snyrti- og fótaaðgerðafræðingur Kristbjörg Freydís Steingríms- dóttir, húsfreyja á Hrauni í Aðal- dal, varð sjötug í gær. Starfsferill Kristbjörg fæddist í Nesi i Aöal- dal og ólst þar upp. Hún gekk í farskóla í Aðaldal, fór síðan í Laugaskóla og lauk þaðan lands- prófi. Kristbjörg fór til Svíþjóöar og stundaði þar nám við lýðskóla í eitt ár. Eftir að hún kom heim stundaöi hún síðan nám við Hús- mæðraskólann á Laugum. Kristbjörg var búsett í Nesi til 1955. Þá flutti hún í Hraun, hefur búið þar síðan og stundað þar landbúnaðarstörf. Kristbjörg starfaði í nokkur ár með ITC-klúbbnum Flugu. Einnig hefur hún verið félagi í visnafé- lagi Þingeyinga, Kveðanda, frá stofnun þess. Fjölskylda Kristbjörg giftist 13.8. 1955 Hólmgrími Kjartanssyni, f. 29.3. 1932, bónda. Hann er sonur Kjart- ans Sigtryggssonar og Jónasínu Sigurðardóttur, bónda og hús- freyju. Dætur Kristbjargar og Hólm- grims eru Amdís Álfheiður Hólm- grímsdóttir, f. 25.7. 1955, starfs- maður íslandspósts á Egilsstöðum en maður hennar er Methúsalem Einarsson skrifstofumaður og eiga þau tvær dætur, Elínu Dögg grunnskólakennara og Hólmdísi Freyju, nema við Háskólann á Ak- ureyri; Harpa Þorbjörg Hólm- grímsdóttir, f. 2.7. 1959 aðstoðar- skólastjóri en maður hennar er Rafn Stefánsson vélstjóri og eiga þau tvö börn, Oddnýju Björgu framhaldsskólanema og Stefán Grím grunnskólanema. Systkini Kristbjargar eru Jó- hanna Álfheiður, f. 20.8. 1920; Pét- ur, f. 14.12. 1929; Amdís Björg, f. 21.9. 1931. Foreldrar Kristbjargar eru Steingrímur Sigurgeir Baldvins- son, f. 29.10. 1893, d. 4.7. 1968, bóndi og kennari í Nesi í Aðaldal, og k.h., Sigríður Vilhelmína Pét- ursdóttir, f. 13.3. 1899, d. 1.2. 1984, húsfreyja í Nesi í Aðaldal. Guðbjörg Eygló Þor- geirsdóttir, sjúkranudd- ari, og snyrti- og fótaað- gerðafræðingur, Rauða- læk 31, Reykjavík, verður fimmtug á morgun. Starfsferill Eygló fæddist í Reykja- vík en ólst upp að Möðru- völlum í Kjós. Hún lauk gagnfræðaprófi 1967 og prófi frá Húsmæðraskólanum að Staðarfelli 1968 og er snyrtifræðingur, sjúkra- nuddari og í fótaaðgerðafræðingur. Þá stundaði hún nám í shiatsu við British School of Shiatsu í London og leggur nú stund á nám í nála- stungu við Skóla hinna fjögurra ár- tíða. Eygló var frumkvöðull að stofnun félags og löggildingu sjúkranuddara hér á landi 1987, vann að löggild- ingu fótaaðgerðafræðinga 1991, og var fyrsti formaður Félags fótaað- gerðafræöinga. Hún starfaði við nudd i Heilsulindinni 1971-75, starf- aði á Sjúkranuddstofu Óla 1975-77 og vann við fótaaðgerðir á Heilsu- hælinu í Hveragerði 1977-86. Hún hefur starfrækt almenna heilsu- og snyrtiþjónustu undir nafninu Eygló, að Langholtsvegi 17 frá 1982. Fjölskylda Eygló giftist 26.6. 1971 Sveinbirni Reyni Pálma- syni, f. 26.2. 1947, bifvéla- virkja. Hann er sonur Pálma Pálssonar, f. 6.6. 1911, d. 19.2. 1992, bónda að Hjálmsstöðum í Laug- ardal, og Ragnheiðar Sveinbjömsdóttur, f. 17.7. 1916, frá Snorrastöðum í Laugardal. Börn Eyglóar og Sveinbjörns Reynis eru Ingibjörg, f. 4.12. 1970, fótaaðgerðafræðingur, nuddari og nemi í leiklist við Den ny drama- skolen í Kaupmannahöfn og er dótt- ir hennar Lovísa Rós Þórðardóttir, f. 14.3. 1993, en sambýlismaður Ingi- bjargar er Óskar Gunnarsson bygg- ingatæknifræðingur; Eyjólfur, f. 24.4. 1977, BS í líffræði, í MS-námi í Kaupmannahöfn, en sambýliskona hans er Lilja Logadóttir, nagla- og förðunarfræðingur en dóttir hennar er Bergdís Líf, f. 26.11. 1996; Ragn- heiður Helga, f. 25.6. 1980, snyrti- fræðingur, en sambýlismaður henn- ar er Ingi Hlöðversson, nemi við HÍ. Foreldrar Eyglóar: Þorgeir Jónsson, f. 12.8. 1921, d. 24.8. 1996, bóndi að Möðrufelli í Kjós, og Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, f. 12.1. 1915, húsfreyja. Eygló er að heiman. Kristbjörg Freydís Steingrímsdóttir húsfreyja á Hrauni í Aðaldal Jaröarfarir Unnar Magnússon, Hringbraut 104, Keflavík, veröur jarösunginn frá Keflavík- urkirkju laugard. 22.9. kl. 13.30. Ingólfur H. Þorleifsson, Hafnargötu 125, Bolungarvík, veröur jarösunginn frá Hólskirkju laugard. 22.9. kl. 14.00. Útför Margrétar Slgurðardóttur frá Tindi, veröur gerö frá Kollafjaröarnes- kirkju laugard. 22.9. kl. 14.00. Útför Þórarins Heiðars Þorvaldssonar, Safamýri 48, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju mánud. 24.9. kl. 13.30. Útför Evu Sigríöar Björnsdóttur fer fram frá Fossvogskirkju fimmtud. 27.9. kl. 15.00. Jarðarför Valgeröar Eiriksdóttur, Dalseli 29, Reykjavík, fer fram frá Hafnarfjarö- arkirkju þriðjud. 25.9. kl. 13.30. Arinu eldri Björgvin Frederiksen, vél- fræðingur og forstjóri, er er 87 ára í dag. Björgvin læröi vélfræöi í Danmörku á millistríðsárunum, kynnti sér hraöfrystitækni í Bandaríkjunum og rak vélsmiöju og vélasölu um árabil, lengst af viö Lindar- götuna. Björgvin var í hópi ungra íslenskra ofur- huga sem komu til íslands á stríösár- unum með gömlum bát sem þeir höföu fest kaup á í Danmörku og kölluðu Frekjuna. Björgvin gegndi ýmsum trúnaöarstörf- um fyrir Meistarafélagjárniönaðar- manna og var tvívegis formaöur þess. Hann var forseti Landssambands iön- aðarmanna 1952-60, var í stjórn VSI 1954-62 og borgarfulltrúi í Reykjavík á samatímaog síðustu tvö árin borgarráðsmaður. Einar Skúlason, stjórn- málafræðingur og formaö- ur SUF, er þrítugur í dag. Einar lauk stúdentsþrófi frá MR og prófi í stjórnmálafræði frá Hl. Einar er áhugamaöur um sögu og þjóö- mál, hóf snemma afskipti af stjórn- málavafstri, sat í stúdentaráði fyrir Röskvu í tvö ár og var framkvæmda- stjóri hennar. Hann hefur verið formað- ur SUF frá 1999. Aö ööru leyti snúast áhugamál Einars um fyrirtækið sem hann rekur, Auglýsingastofnuna Banka- stræti, og um uppeldi á syni hans. Þá á hann von á öörum syni í heiminn á mánudaginn kemur. Ekki amalegt aö fá son í af- mælisgjöf. Hjálmar Ragnarsson, tón- skáld og rektor Listahá- skóla íslands, veröur 49 ára á morgun. Hjálmar lauk BA-prófi í tónlist frá Brandeis-háskólanum í Massachusetts 1974, var í námi viö Institut voor Sonologie í Utrecht í Hollandi 1976-1977 og lauk prófi sem Master of Fine Arts frá Cornell háskólanum í New York-ríki 1980. Hann á ekki langt að sækja tónlistargáfuna en hann er sonur Ragnars H. Ragnars sem var lengi söngstjóri og skólastjóri Tónlistar- skólans á ísafiröi. Hjálmar er nú rektor hins nýstofnaða Listaháskóla íslands. Félagi Bragi Guöbrands- | son, forstööumaður Barnastofu, veröur 48 I ára á morgun. Bragi var I Inspector Scholae í MR á sínum yngri árum, varformaður SÍNE og sat í stjórn LÍN. Hann er gamalreynt félagsmálatröll, félagshyggjumaöur, fyrrv. formaður Félags þjóöfélagsfræö- inga og lengi aöstoöarmaöur félags- málaráðherra enda hálærður félags- fræöingur frá félagsfræöideild Kent-há- skóla í Englandi. Síöast en ekki síst er hann besti drengur og góöur félagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.