Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Blaðsíða 11
11 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 Skoðun að ég skrifaði áður pistla í Dag heit- inn og þeim fylgdi gömul og dulítið sæt mynd af mér um tvítugt. Mér fannst auðvitað ótækt að blekkja lesendur á þennan hátt, þannig að ég lét í fyrra taka nýja mynd af mér til birtingar í Degi, einmitt þá mynd sem fylgir þessum pistli í DV. Fáum mánuðum síðar fór Dagur á hausinn. Dorian Gray I ljósi ótimabærra endaloka Dags og með hliðsjón af nýjustu kenning- um atvinnurekenda um áhrif ald- urs- og útlitsgalla á ímynd fyrir- tækja þá sýnist mér DV aðeins hafa um þrjár leiðir að ræða vilji blaðið viðhalda sinni fersku og nútimalegu ímynd í huga þjóðarinnar. I fyrsta lagi að segja mér og öðrum 45 ára og eldri starfsmönnum snimmendis upp og ráða í staðinn yngra fólk og útlitsgreindarai í öðru lagi að senda okkur miðöldunga í andlits- og ímyndarlyftingu. Og í þriðja lagi að fá einfaldlega lánaðar hjá okkur fermingarmyndir til birtingar með föstum pistlum. P.s. Hitt er svo annað mál að það er kannski full ástæða tii þess að „aðilar vinnumarkaöarins" láti gera samburðarkönnun á stöðu og framtíðarhorfum fyrirtækja í land- inu með hliðsjón af útliti og aldri starfsfólks hjá hverju og einu. Hvergi er fólk t.d. yngra, útlits- vænna og flottara í tauinu en hjá tölvu-, fjármögnunar-, og fjarskipta- fyrirtækjunum, þannig að staðan hlýtur að vera langbest hjá þeim. Eða er kannski Dorian heitinn Gray, svo ungur og æðislegur, aftur- genginn í íslensku atvinnulífi á meðan ímyndin myglar og morknar á bak við tjöldin? samþykkja að þessi vinnubrögð séu í lagi. Ekki þekki ég til vinnulags í lagadeild, og raunar lítið í Háskóla íslands, en hef þó aðeins kynnst verklagi við meistaraprófsritgerða- smíð við erlenda háskóla. Þar - eins og ég reikna raunar með að sé al- mennt við HÍ - hefur hugtakið leið- / öllu falli er Ijóst að bœði leiðbeinandinn og , prófdómarinn eru upp á kant við deildarforsetann og deildarfund í þessu máli og þar með hvað beri að telja viðunandi fagleg vinnubrögð. beinandi mjög ákveðna merkingu og sömuleiðis hugtakið pródómari. Því er það nánast óhugsandi að refsa námsmanninum einum en gera að engu ábyrgð leiðbeinanda og prófdómara. Leiðbeinandi á að fylgjast með þróun vinnunnar og hafa afskipti af henni á nánast öll- um stigum - líka heimOdavinn- unni. (Engin tilvísun mun t.d. vera í meginmáli ritgerðarinnar í heim- ildir en einungis birt heimildaskrá í lokin!!!) Prófdómarinn á auk þess að kanna slíkt líka. Auðvitað geta alltaf orðið slys en svo er að skilja á yfirlýsingu frá námsmanninum i gær að hvorki leiðbeinandinn né prófdómarinn telji þetta slys alvar- legs eðlis. Akademískt uppnám í öllu falli er ljóst að bæði leið- beinandinn og prófdómarinn eru upp á kant við deildarforsetann og deildarfund í þessu máli og þar með hvað beri að telja viðunandi fagleg vinnubrögð. Allir virðast þó í stórmennsku sinni telja að náms- maðurinn einn eigi að axla ábyrgð fyrir deildina í þessu máli. Laga- deild er því í raun í akademisku uppnámi. Því miður fyrir deildina er hætt við að samkeppnisstaða hennar við hina sérhæfðu lögfræði- kennslu í öðrum skólum sé fyrst og fremst erfið af þessum sökum en ekki vegna fjárskorts. Trúlega hefði verið heppilegra fyrir deildar- forsetann að bíða með ákall sitt um aukið fé þar til búið væri að koma skikki á þessi heimilisvandræði. Tiltrú almennings og stjórnvalda - hvað þá hins akademíska samfé- lags - á deildinni er einfaldlega ekki slíkt þessa dagana að þetta ákall sé líklegt til árangurs. Vitskert veröld Því fylgir dapurleg tilfinning að ganga um Svæði núll á Manhattan í New York þar sem eldar brenna i rústum World Trade Center og þús- undir slökkviliðsmanna og sjálfboða- liða berjast áfram nótt sem dag í vonlítilli leit að einhverjum sem hugsanlega hefðu komist af úr hinu logandi víti. Vonin um lífsmark er hverfandi. Aðeins hafa fundist nokk- ur hundruð lík sem á sér þá skýr- ingu að þegar turnarnir brunnu þá urðu langflestir þeirra sem fórust að ösku. Harmur þeirra sem horfa á eyðilegginguna er mikill. Þar skiptir ekki máli hvort fólk átti nákomna ættingja eða ekki. Gapandi sár í höf- uðborg heimsins talar sínu máli og er þeim sem á horfa stöðug áminn- ing um þann óskaplega atburð sem átti sér stað þriðjudaginn 11. septem- ber, þegar þúsundir óbreyttra borg- ara voru myrtar með þeim skelfilega hætti að farþegavélum var flogið í valin skotmörk. Þar um borð voru líka óbreyttir borgarar sem létu lífið fyrir tilstuðlan manna sem af sjúk- um huga réðust á samfélag sem hafði kennt þeim og fóstrað. Sumir flug- ræningjanna höfðu dvalið í Banda- ríkjunum um áratugaskeið og að þvi er virtist verið sem gangandi tíma- sprengjur. Eitt símtal og haldið er af stað til að ræna flugvél og drepa sjálfan sig og sem flesta í leiðinni. Engum nema höfundum handrita að hasarmyndum gat dottið í hug að slíkt gæti orðið að veruleika. Wall Street Fólkið sem starfaði í miðstöð heimsviðskiptanna í World Trade Center og á Wall Street hélt að það væri á heimsins öruggasta stað. Dag- lega hélt það í vinnu með það efst í huga að tryggja afkomu sína sem best og afla sem mestra peninga. Milljón dollarar hér og trilljón doll- arar þar. Allt snerist um peninga og árangurinn á Wall Street varð jafn- framt ávinningur almennings ann- ars staðar í heiminum. Nýr bíll, meiri ferðalög eða almennt betri lífs- afkoma réðst af því hvemig vísitöl- urnar sem kenndar eru við Dow Jones eða Nasdaq tifuðu. Færu þær upp jókst neyslan en á niðurleið drógu þær almenning inn í sam- drátt. Á Wall Street var fólk sem vann sér inn milljónir dollara á dag eða tapaði samsvarandi upphæðum. Sumir hafa gert sér það að lífsstarfi að sérhæfa sig í einstökum fyrirtækj- um og kaupa og selja verðbréf í þeim einum. Sumir eru sérfræðingar í Pepsí en aðrir í General Motors og svo framvegis. Heil kynslóð verð- bréfafólks hefur aldrei kynnst stríði. Allt þar til i vetur hafði þetta fólk aldrei þurft að hafa áhyggjur af því að hlutabréf færu niður í verði. Allt skilaði góðri ávöxtun - sama hversu vitlaus rekstur var að baki. Tölvu- fyrirtæki og internetfyrirtæki, sem voru vart nema nokkrir tölvuskjáir og skrifborð, ruku upp í verði og al- menningur keypti. Eigendur loft- bólufyrirtækjanna græddu á tá og fingri og þeir sem keyptu bréf græddu. En svo sprakk blaðran í vet- ur og vísitölurnar fóru að tifa niður. Fólkið sem aðeins þekkti plús var að læra um mínus. Staða markaðanna er gjarnan kenndi við naut og bjöm. Þegar nautið er á kreiki er markað- urinn sterkur og tarfurinn ryðst áfram. Margir græða á tá og fmgri án þess að þurfa að vera sérstaklega klókir. Þegar vísitölumar komast niður fyrir ákveðin mörk kemst bjöminn á kreik og aðeins þeir heppnu eða klóku komast af. Björn- ixm er búinn að vera á kreiki síðan í fyrravetur og það er undir þeim kringumstæðum sem illmennin flugu farþegaþotum á hæstu bygg- ingu New York-borgar með þeim af- leiðingum að hátt á sjötta þúsund manns lét lífið. Ráðist var á hjarta kapítalismans eins og Guðmundur Franklín Jónsson, verðbréfasali á Manhattan, orðaði það. Engin viövörun Enginn veit enn nákvæmlega hvers vegna uppvakningarnir sem lært höfðu að fljúga í Bandaríkjun- um réðust til atlögu. Óvinurinn er andlitslaus þó Bandaríkjastjórn telji sig hafa vissu fyrir því að Osama bin Laden standi að baki níðingsverkun- um. Til eru þeir sem halda því fram að þetta sé Bandaríkjamönnum mátulegt vegna hernaðarbrölts þeirra víða um heimsbyggðina. Þeir sem svo tala eru brenglaðir. Engin leið er að réttlæta slíka árás sem ber vott um heigulshátt af versta tagi. Hryðjuverkasamtök með einhvern snefil af sjálfsvirðingu vara tíman- lega við árásum sínum til að óbreytt- ir borgarar eigi undankomuleið. Þarna var engin viðvörun - heiðskír himinn og upphaf vinnuviku og allt var eins og venjulega þegar óvættur- in birtist og eyðileggingin var algjör. Verðbréfasali, sem DV ræddi við í Wall Street daginn sem markaður- inn var opnaður aftur, sagði með samanbitnar tennur að hefnd yrði að koma til vegna atburðarins. Banda- ríkin yrðu að fara í stríð og hefna þeirra látnu. Viku áður var þessi sami verðbréfasali aðeins að hugsa um Pepsi. Sama var uppi á teningn- um víðar. Æstur múgur í sárum heimtar strið og drepur landa sína sem eru af arabísku bergi brotnir. Ráðist hefur verið á tugi múslímskra leigubílstjóra í New York. Sumir hafa verið myrtir, aðrir lamdir til Hryðjuverkasamtök með einhvern snefil af sjálfs- virðingu vara tímanlega við árásum sínum til að óbreyttir borgarar eigi undankomuleið. Þama var engin viðvörun - heiðskir himinn og upp- haf vinnuviku og allt var eins og venjulega þegar óvœtturin birtist og eyði- leggingin var algjör. óbóta og enn aðrir sæta niðurlæg- ingu - það er hrækt á þá og hvítir, gulir eða svartir farþegar neita að borga. Eftir að mesta sorgin er geng- in yfir verður krafan um blóð há- værust. Og víst er að ef bandarísk stjórnvöld láta undan kröfum öfga- manna þá er heimsfriðurinn í upp- námi. Önnur hlið er á samfélagi manna á Manhattan en það er samhugur- inn. Hvarvetna mátti eftir árásina sjá fólk tala saman og minning um hina látnu í formi blóma, bréfa og teikninga var í hverri götu. Náunga- kærleikur var hvert sem litið var. Sá sem þetta skrifar kom til Flateyrar eftir snjóflóðin fyrir sex árum þar sem um um fimm prósent þorpsbúa fórust. Þar mátti merkja sama sam- huginn og í New York. Fólk þjappaði sér saman í sorginni og hver maður var boðinn og búinn til að hugga og líkna. Á Flateyri var munurinn sá að óvinurinn var þekktur. Snjóflóðin voru af völdum náttúrunnar en í New York var það hið versta í mann- legu eðli sem orsakaði hamfarirnar. Japönsk kona, sem vann sem sjálf- boðaliði á Svæði núll á Manhattan, sagði við DV að hún hefði verið barn í Japan þegar kjarnorkuárásirnar voru gerðar og hún hefði aldrei get- að gleymt því sem dundi þar yfir. Hún sagði að af Ulskuverkinu á Man- hattan hefði sprottið samhugur og góðmennska fólksins sem þjáist vegna atburðanna. Hún hefði aldrei séð fólk í New York sýna i verki eins mikinn kærleik og þarna. Skyndi- lega hefði fólk gert sér grein fyrir þvi að peningar væru ekki upphaf og endir aUs. Atburðurinn hefði sýnt fólki að manngildið stæði auðgUdinu ofar og á endanum stæði maðurinn einn andspænis guði sínum. íslenskt skáld sem horfði á beina útsendingu af hryðjuverkunum í New York og Washington sagði að þetta væru endalok hins frjálsa heims. Víst er að ef Bush Banda- ríkjaforseti spUar ekki rétt úr mál- um mun sá spádómur rætast. Nái forsetinn ekki að takmarka aðgerðir við hermdarverkamennina eina, svo sem þjóðir heims eru sammála um, þá er heimsfriðurinn úti og þriðja heimsstyrjöldin skeUur á. Enginn veit hvernig þau ósköp enda og eng- inn veit hvaða þjóð verður herra- þjóðin þegar þeim darraðadansi linn- ir. Bandaríkjamönnum er nú á hönd- um sá vandi að þeir halda á fjöreggi hins frjálsa heims i höndum sér. Ein mistök og mannkynið er komið aftur í svörtustu miðaldir. Ein mistök og við blasa endalok hins frjálsa heims og vitskert veröld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.