Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 DV Helgarblað 51 Atli Þór Alfreðsson: “Ég var ekkert að kippa mér upp viö þaö þó aö nokkrar fjaörir yröu eftir hér og þar á fuglinum, þetta myndi hvort sem er allt brenna af. Ég setti hálfreyttan fuglinn í fat, kryddaöi og henti inn í ofn. “ Hálfreyttur fugl í ofninum - og mamma ekkert nema vanþakklætið Rauðvínsmar- ineruð berja- blanda Fyrir 4-6 1 askja hindber 1 askja jarðarber 1 askja rifsber Rauðvlnsmarinering 4 dl rauðvín, óáfengt 2-3 msk. púðursykur 8 stk.jarðarber 8 stk. hindber Súkkulaðinet 100-150 g súkkulíki smjörpappír (4 stk. 10x15 cm) Byrjið á því að taka rifsberin af stilkunum og skola þau vel ásamt hinum berjunum. Setjið í skál. Rauðvínsmarinering Setjið rauðvín, púðursykur, jarð- arber og hindber í matvinnsluvél og maukið vel þar til sykurinn hefur leyst upp. Hellið yfir berin og látið liggja í skálinni í 1-2 klst. í kæli áður en þau eru borin fram. Setjið ber og safa í glös eða ábætisskálar. Súkkulaðinet Súkkulíki sprautað eða hellt úr skeið á smjörpappírinn sem síðan er lagður utanum glasið eða skál- ina. Látið súkkulíkið stífna vel á glasinu áður en pappírinn er fjar- lægður. Hollráð Þessi réttur fer einkar vel í kampavínsglösum, rauðvínsglösum, hvítvínsglösum eða háum eftirrétta- skálum. Karfi með rauðrófu- og tómatmauki Fyrir 4 400-500 g karfaflök, roðílett og beinlaus Rauörófu- og tómatmauk 200 g tómatar, niðursoðnir 100-150 g rauðrófuteningar 1 rauðlaukur 2-3 msk. ólífuolía 3 dl rauðvín, óáfengt 1 kjúklingateningur (Knorr) 2 msk. sítrónusafi 1 msk. appelsínumarmelaði Leggið karfaflökin á smurða bök- unarplötu. Smyrjið sigtuðu rauðrófu- og tómatmauki á flökin og stráið parmesanosti yflr. Ofnbakið við 200° C í 6-8 mín. Rauðrófu- og tómatmauk Saxið iaukinn og steikiö í olíu, brúnið ekki. Bætiö öðrum efnum út á pönnuna og sjóðið niður um helm- ing. Maukið í matvinnsluvél eða hakkið og sigtið sósuna frá. Maukið sett ofan á karfann, sósan borin fram með réttinum. Nýkaup Þarsem ferskleikinnbýr Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Atli Þór Alfreðsson, nemi í Tækniskóla íslands, er matgæð- ingur vikunnar að þessu sinni. „Ég á eins og flestir karlmenn, sem reynt hafa fyrir sér í elda- mennsku, mjög skrautlegan feril að baki við pottana. Það sem ég held aö slái samt öll met er þegar ég fór 19 ára gamall að Hrauni í Ölfusi með vini mín- um og pabba hans. Þetta var í fyrsta skipti sem við fórum í veiði með haglabyssu og ég gleymi seint spenningnum við aö hitta fyrstu bráðina. Ég man enn þá adrenalínflæðið þegar ég hleypti af og þaö sem meira var, ég hitti fuglinn. Það var ekki lítið sem ég hafði fyrir því að ná hon- um því vegalengdin var hrikalega löng og göngufærið vægast sagt hræðilegt. Komiö á óvart Þetta var mín fyrsta veiði og ég hélt ótrauður og sveittur að bráð- inni, mér leiö eins og ég hefði sleg- ist við ljón og unnið. Ég hafði auð- vitað ekkert vit á fuglategundum og þetta var allt eins fyrir mér ný- græðingnum, svo ég stakk fuglin- um í svartan poka og hélt af stað til baka. Þegar ég kom heim til mömmu og fósturföður míns voru þau ekki heima. Ég ákvað að reyta fuglinn og elda hann fyrir þau og koma þeim allverulega á óvart, sem ég gerði svo sannarlega. Kryddaði fuglinn hálfreytt- an Ég var ekkert aö kippa mér upp við það þó að nokkrar fjaðrir yrðu eftir hér og þar á fuglinum, þetta myndi hvort sem er allt brenna af. Ég setti hálfreyttan fuglinn í fat, kryddaði og henti inn i ofn. Ég var lúinn eftir erfiða ferð svo ég ákvað að sofna í hálftíma eöa svo og leyfa fuglinum aö malla svolítið í ofninum. Þegar ég vakn- aði var alveg svakalega skrýtin lykt í íbúðinni, ég kíkti inn í ofn og þetta leit bara vel út og ég hlakkaði til að fá fólkiö heim. Nú þýddi ekkert fyrir mömmu að segja að ég kynni ekkert fyrir mér í eldamennsku, þarna hafði ég ekki bara eldað, heldur séð um veiðina á matnum sjálfur. Óþarfa vanþakklætístónn Mér krossbrá þegar foreldrar mínir gengu inn. Ég heyrði þvílíkt öskur í mömmu: „Oojjjjj, hvaða viðbjóðslega stækja er hér inni?“ Ég skyldi ekki þennan vanþakk- lætistón í gömlu konunni, svo ég gekk fram til hennar og sagði henni að ég væri að elda fyrir hana. Hún rauk inn í eldhús og fósturpabbi minn á eftir henni. Þegar hún opnaði ofninn verð ég að viðurkenna að lyktin magnað- ist allverulega. Ibúðin var orðin eins og lýsisverksmiðja. „Þetta er lómur, Atli, og ef hann er þá eldað- ur á annað borð þá er ekki nóg að taka af honum nokkrar fjaðrir," söng í konunni. Lýsislyktin festist við fötin inni í fataskáp í hinum enda íbúðarinn- ar og lyktin var komin til að vera. Ég held að það hafi liðið mánuður þar til hún fór að skána,“ segir Atli að lokum. -klj Rauövínslegnar gæsabringur Fyrir fjóra 4-5 gæsabringur rifsberjasulta salt og pipar timjan villibráðarkrydd Aðferð: Gæsabringur látnar liggja í mildu rauðvíni (tegund eftir smekk) í 1-2 sólarhringa. Bring- urnar teknar úr ísskápnum, kryddaðar og steiktar á pönnu í 1 mínútu við lágan hita (einungis til að loka kjötinu). Því næst eru þær settar í eldfast mót, rauðvini helit yfir og klípa af rifsberjasultu sett á hverja bringu. Ofninn hitaöur í 180° C og kjötiö látið bakast í 15 mínútur. Gott er að hella leginum yfir kjötið á 5 mínútna fresti. Þegar kjötið er tilbúiö er það skorið í þunnar sneiðar. Sósan sem á að bera fram með bringunum er blanda af rauðvíns- og piparsósu og mikilvægt er að nota löginn úr fatinu í staö vatns. Tilvalið er að hafa 1/2 niður- soðna peru með klípu af rifsberja- hlaupi sem meðlæti og einnig kart- öflugratín. Fyrir þá sem vilja hafa rauðvín með matnum vil ég benda á Beringer Zinfandel. Rafkaup Ljós & Lampar r i Rafkaup Ljós & Lampar Ármúla 24 Reykjavík Simi: 585 28 00 Verslun: 585 2810 Mosraf, Háholti 23, Mosiellsbæ. Fossraf ehf., Eyravegi 3, Seltoss, R.Ó., Hafnargötu 52, Keflavík, Geisli, Flötum 29, Vestmannaeyar, Rafsjá hf. Sæmundargötu 1, Sauðárkrókur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.