Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Blaðsíða 56
Subaru Impreza
FRETTAS KOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö I DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnieyndar
er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001
Framsókn
verður ein
- semjist ekki við VG
Páll Pétursson félagsmálaráðherra
f segir að náist ekki samningar um sam-
eiginlegt framboð vinstri grænna og R-
listans muni
Framsóknarflokk-
urinn bjóða fram
emn í Reykjavík
við næstu borgar-
stjómarkosningar.
Páll segir að
verði vinstri græn-
ir einir á báti gildi
hið sama um
Framsókn þar sem
framsóknarmenn séu ekki í neinu sér-
stöku samfloti með Samfylkingunni.
Hann segir reyndar að í hjörtum
margra framsóknarmanna sé vinstri
strengur og því höfði stefna vinstri
grænna mun meira til þeirra en jafnað-
armennska Samfylkingarinnar.
Þetta og margt fleira um pólitiska
framtíð Páls kemur fram í opinskáu við-
tali hans við DV inni í blaðinu. PÁÁ
Dýraklám á tónleikum:
Einstaklega
ógeðfellt
- komið til lögfræðinga
■mm- „Við vonum að slíkur afglapa-
háttur sé einsdæmi," segja stjórn-
endur Borgarleikhússins í yfirlýs-
ingu sem þeir sendu frá sér í gær.
Þar harma þeir sýningu mynda-
bands með dýraklámi á tónleikum
þriggja hljómsveita í leikhúsinu sl.
miðvikudagskvöld. Myndbandið var
sýnt í nokkrar mínútur undir leik
einnar sveitarinnar, en sýning þess
stöðvuð þegar tónleikahaldari varð
áskynja um hvað var að gerast. 1 yf-
irlýsingunni segir að myndefnið,
það er dýraklámið, hafi verið „ein-
staklega ógeöfellt".
Lögmenn Borgarleikhússins hafa
fengið mál þetta til meðferðar, en
stjórnendur leikhússins vænta þess
að atvikiö verði ekki til þess að
skrúfað verði fyrir að einstaklingar
úti í bæ efni til uppákoma í húsinu.
Til þeirra séu og ævinlega gerðar
þær kröfur um siðgæði og að lands-
lögum sé fylgt. -sbs
Páll Pétursson.
Tvö alvarleg slys:
Líðan óbreytt
Maðurinn sem slasaðist í bílslysi
í Hveradölum á þriðjudagskvöld
liggur enn á gjörgæsludeild og er
líðan hans að sögn læknis óbreytt.
Líðan stúlkunnar sem slasaðist á
Háaleitisbraut á fostudaginn fyrir
viku er einnig óbreytt. Bæði tvö eru
. í öndunarvél og eru að sögn læknis
á gjörgæsludeild mjög alvarlega
slösuð. -aþ
Töframaöurinn Liro sýnir listir sínar í Loftkastalanum
Finnski töfra- og sjónhverfingamaöurinn, Liro Sappinen, sýndi töfrabrögö fyrir fullu húsi í Loftkastaianum í gærkvöld. Liro er líka ofurhugi en skemmst er aö
minnast þess þegar hann hékk í logandi köölum vlö Reykjavíkurhöfn, íklæddur spennitreyju.
Aðeins 5% hlutafjár í Símanum seldust:
Síminn nær ekki
inn á Verðbréfaþing
- verðið of hátt eða tímasetningin röng, segir stjórnarmaðurinn. Verðfellt í þágu Íslandssíma, segir Össur
Síminn fer ekki á Verðbréfaþing.
Þetta er útkoman úr fyrri hluta hluta-
fjárútboðs Símans en tilboð voru opn-
uð síðdegis í gær. „Það getur bæði ver-
ið að verð fyrirtækisins hafi verið of
hátt eða tímasetningin röng. Margt
hefur unnið gegn áhuga fjárfesta síð-
ustu daga,“ sagði Friðrik Pálsson
stjórnarformaður Símans, í samtali
við DV í gærkvöld. „Þessi dræma þátt-
taka í útboðinu er meiri háttar klúður
fyrir ríkisstjórnina," segir Össur Skarp-
héðinsson, formaður Samfylkingar.
5% eru seld
Frá fagfjárfestum bárust alls nítján
tilboð i Símann en 8 prósent af heildar-
hlutafé í þessari umferð símasölunnar
voru eyrnamerkt þeim. Heildamafh-
verð þeirra tilboða var 152,3 milljónir en
kaupverðið samanlagt í heildina 879,2
milljónir króna. Meðalgengi tilboð-
anna var 5,756, sé mið tekið af því að
lágmarksgengið í var 5,75. Þá buðu
um 2.600 manns í hlutafé sem al-
menningi og starfsfólki fyrirtækisins
bauðst að kaupa.
Útkoman eftir
þetta er því sú að
boðið hefiir verið í
um 5% af heildar-
hlutafé Símans.
Því er ijóst að fyr-
irtækið verður
ekki skráð á Verð-
bréfaþing íslands
að sinni, en stjóm
þingsins hafði gert það að skilyrði fyr-
ir skráningu að minnst 15% af heildar-
hlutafé væru í dreifðri eign á skrán-
ingardegi. Ekki er enn ljóst hvort tvö
tilbpða fagfjárfestanna verða tekin gild
þar sem á til að mynda annað þeirra
vantar undirskrift.
„Síminn er nákvæmlega jafn sterkt
fyrirtæki og það var í gær þrátt fyrir
þennan dræma áhuga fjárfesta," segir
Friðrik Pálsson og nefnir það til marks
um styrkleika fyrirtækisins að alls
hafi um 600 starfsmenn skráð sig fyrir
hlut i félaginu. „Það sem mér finnst
skipta meginmáli núna er að einka-
væðing Símans er
komin af stað og
fyrirtækið er ekki
lengur að öllu leyti
í eigu ríkisins.
Verkefhi næstu
vikna og mánaða
er svo að halda
einkavæðingar-
ferlinu áfram. Ég
tel ekki að hin
dæma þátttaka í útboðinu þurfi að
lækka verð fyrirtækisins á sölu eignar-
hluta til kjölfestufjárfesta. Þvert á
móti. í útboðslýsingu kemur fram að
meirihluta i stjóm fær sá fjárfestir
sem kaupir fjórðungshlut í fýrirtæk-
inu og það er þekkt að í viðskiptum
greiða menn oft yfirverð til að ná yfir-
ráðum í stjóm, eru tilbúnir fyrir
þeirra hluta sakir að greiða hærra
verö en almennir íjárfestar."
Ekkert annaö en pólitísk spilling
I samtali við DV sagði össur Skarp-
héðinsson að hann teldi hina dræmu
þátttöku í útboðinu mikið áfall fyrir
ríkisstjómina. „Hún stafar ekki síst af
því að Hreinn Loftsson, formaður
einkavæðingamefndar, hefur upplýst
að sölu Símans í vor hafi verið frestað
til að trufla ekki útboð Íslandssíma.
Þróun markaðarins var þó mun hag-
stæðari þá en síðan hefur orðið. Þetta
er að mínu mati ekkert annað en póli-
tísk spilling. Með því að hagræða fyrifi
vini sína i Íslandssíma verðfelldu Holl-
vinasamtök Sjálfstæðisflokksins þessa
eign þjóðarinnar. Það er engu líkara
en þessi ríkisstjóm sé ekki í neinum
tengslum við veruleikann sem ríkir á
markaðnum," segir Össur.
Hann bætir og við að í sL viku hafi
markaðir um allan heim hmnið vegna
hryðjuverkanna í Bandaríkjunum. Á
meðan sú lægð gekk yfir hefði frestun
útboðsins verið skynsamleg. „Ekki sist
þar sem hægt var fresta útboði sl. vor
fyrir einkavini forystu Sjálfstæðis-
flokksins," segir Össur Skarphéðins-
son. -sbs
Friörik
Pálsson.
Össur
Skarphéöinsson.
Lokaritgerð Vilhjálms:
Lagadeildin vinni eftir lögum
- segir Sigurður G. - skýrar reglur fyrir stúdenta skortir
„Lagadeildin þarf að vinna eftir
lögum,“ segir Sigurður G. Guðjóns-
son hæstaréttarlögmaður sem fer
með mál Vilhjálms H. Vilhjálmsson-
ar. Hann var sem kunnugt er svipt-
ur titli lögfræðings frá lagadeild Há-
skólans Islands vegna umdeildrar
heimildanotkunar í lokaritgerð
sinni.
Æðstu menn við lagadeildina
hafa sagt að vinnureglur um loka-
ritgeröir verði væntanlega endur-
skoðaöar vegna þessa máls. Um-
rædd ritgerð sé undantekning og
þeir minnist þess ekki að
önnur sambærileg, þar sem
heimildanotkun er jafn
óvenjuleg, hafi áður verið
samþykkt sem fullgild.
„Það þarf í sjálfu sér
ekkert að endurskoða
vinnureglur um lokarit-
gerðir, heldur þurfa menn
að átta sig á þvi í hvaða
lagaumhverfi háskólanem-
ar eiga að starfa. Um það
þurfa að vera skýrar reglur
séu viðlögin ef heimilda er til
Siguröur G.
Guöjónsson.
hver
dæm-
is ekki getið skýrt. Slíkar
reglur eru ekki til í dag,“
segir Sigurður G'. Guðjóns-
son. Hann bendir á að miðað
við reglur háskólans í dag
séu ekki forsendur til þess
að lagadeildin geti hnekkt
einkunn Vilhjálms, sem
kennari hans og prófdómari
hans hafa gefiö honum. Þeir
hafi endanlegt vald um
einkanagjöf. Sá sem standist
öll próf að mati þeirra eigi kröfu á
lærdómstitili. -sbs
Brother merkiuélin
V
íAL__
Rafport
nú er unnt að
merkja allt á
heimilinu,
ktthubauka,
spðlur, skðla-
dðt, geisla-
ðiska o.tt.
ngbgiauegl 14 • sfmi 554 4443 • if.ls/rafport
Útiljós
Rafkaup
Armúla 24 • S. 585 2800
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i