Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001
27
DV
Helgarblað
Vigdís Jakobsdóttir leikstjóri
Hún segist trúa á samvinnu og virkjun frjðrra hugmynda frá öllum í leikhúsinu. Hún telur það ekki hlutverk leikstjórans að ráðskast með leikarana.
Vil ekki ráðskast
með goðsagnir
- Vigdís Jakobsdóttir leikstjóri talar um Emmu, Ofvitann og leikhúsið
Þegar Vigdís Jakobsdóttir var að
alast upp í Svíþjóð og á Isafirði var
hún með ólæknandi leikhúsdellu og
var sískrifandi leikrit, leikandi í
leikritum í skólanum og horfði á all-
ar sýningar sem hún komst í tæri
við.
Svo kom Ofvitinn.
Ofvitinn eftir Þórberg Þórðarson,
í frægri leikgerð Kjartans Ragnars-
sonar, var sýndur í sjónvarpinu og
Vigdís, sem þá var 13 ára gelgja á
Hlíöarveginum, ákvað að verða leik-
stjóri.
„Ég heillaðist algerlega af Þór-
bergi og þessari sýningu. Ég kunni
löng stykki utanbókar og gekk um
eins og Þórbergur með hendur á
baki og þuldi textann. Ég las allt
sem ég komst yfir eftir Þórberg og í
mínum huga var Jón Hjartarson
einfaldlega Þórbergur."
Hitti Ofvitann aftur
Vigdís tók þátt í öflugri starfsemi
Litla leikklúbbsins á ísafirði á sín-
um uppvaxtarárum og fékk að vera
með puttana í öllum þáttum starfs-
ins eins og títt er um áhugasama
áhugamenn. Hún lék og smíðaði,
saumaði og sminkaði, seldi miða og
skrifaði leikskrár og stýrði tveimur
sýningum.
Svo fór hún til náms við háskól-
ann í Kent á Bretlandi og lærði þar
leikstjórn og leikhúsfræði. Þegar
hún kom heim var eitt það fyrsta
sem hún sá á íslensku leiksviði sýn-
ing i Héðinshúsinu gamla sem þá
var ekki orðið Loftkastalinn. Sýn-
ingin hét Sögur úr Vesturbænum og
þar á meðal var leikrit eftir Guð-
rúnu Ásmundsdóttur sem fjallaði
um fólkið sem var i Unuhúsi, þess-
um fræga suðupotti menningar í
Grjótaþorpinu. Vigdís kom of seint
með sinn eigin púða til að sitja á
eins og aðrir áhorfendur áttu að
gera og settist langfremst - næstum
uppi á sviðinu. Sá sem var fyrstur
inn var Jón Hjartarson í hlutverki
Þórbergs Þórðarsonar eins og hann
var á dögum Unuhúss. Ofvitinn var
mættur.
Vigdís gaf ósjálfrátt frá sér niður-
bælt óp.
„Þetta var ein af þessum stundum
í lífmu þar sem allt fær skyndilega
merkingu. Hugljómun held ég að
það heiti. Á þessu augnabliki rann
upp fyrir mér hvað hafði beint mér
á þá braut sem ég var nú komin á.
Örfáum árum síðar, á einu og
sama árinu, leikstýrði ég Jóni í
Kaffileikhúsinu og aðstoðaði Kjart-
an við Sjálfstætt fólk sem Atli samdi
tónlistina við.“
Hver er vilji Emmu?
Vigdís hefur starfað að ýmsum
verkefnum, bæði með atvinnuleik-
húsum og áhugaleikhúsum, en ný-
lega lauk hún fyrsta leikstjórnar-
verkefni sínu fyrir Þjóðleikhúsið,
sem var uppsetningin á Vilja Emmu
eftir breska leikritaskáldið David
Hare. Þar segir frá átökum roskinn-
ar leikkonu við Emmu dóttur sína
og Dominic tengdason og í þeim
átökum hverfast jafnframt ólíkar
skoðanir og árekstrar tveggja ólíkra
heima, leikhússins annars vegar og
fjölmiðlahéimsins hins vegar. Gagn-
rýnendur sögðu að leikritið ætti
ekki erindi við okkur. Ertu sam-
mála þessu?
Emma er engin gólftuska
„Mér finnst leikritið eiga mikið
erindi við okkur en það er erindi
sem er auðvelt að líta fram hjá og
kannski er það erfitt fyrir konur að
horfast í augu við að Emma er boð-
beri kærleikans. Hún er alls engin
gólftuska og það er fullkomlega
ósanngjarnt að líta á hana sem
slíka,“ segir Vigdís við blaðamann
DV yfir rótsterku skógarkaffi á
Kaffitári í Bankastræti.
„Það er vilji Emmu, trú hennar
og hugsjón sem bindur verkið sam-
an. Ég tel það mikla ögrun að koma
þessari fórn hennar i nafni kærleik-
ans á framfæri og ef boðskapurinn
um kærleikann á ekki erindi við
okkar striðshrjáðu tíma þá er illa
komið fyrir okkur.“
- Hinir tveir ólíku heimar leik-
hússins og afþreyingariðnaðarins í
sjónvarpinu takast á i þessu leikriti.
Sigrar annar hinn?
„Ungi leikarinn sem kemur inn í
lokaatriðinu hrifst af ofsafengnum
ofbeldisatriðum en sér jafnframt
töfrana í því sem Esme er að gera.
Ég held að við þurfum á afþrey-
ingu aö halda en viljum jafnframt
leikhús sem ristir dýpra og þetta
tvennt getur vel þrifist hlið við
hlið.“
Umræðan hálfgert prump
- Ertu aö tala um muninn á
„markaðsleikhúsi" og listrænu leik-
húsi?
„Mér fmnst sú umræða hálfgert
prump og sú skipting eiginlega ekki
vera til i raun og veru. Þegar sem
mest var talað um þetta voru í raun-
inni allir sammála en fannst sitt
leikhús taka einhverju öðru fram og
nýttu sér athyglina sem fékkst með
því að vera ósammála en voru það
ekki i raun og veru.“
- í leikritinu er mikið talað um
vald fjölmiðla yfir menningarum-
ræðu og leikhúsi. Hafa fjölmiðlar of
mikið vald?
„Það eru margir sem vinna verk
sín án þess að um það sé nokkru
sinni fjallað í fjölmiðlum. Þetta fólk
er ósýnilegt og störf þess. Það sem
er hættulegt er ef við förum að meta
lífsstarf fólks og afrek eftir því hve
sýnilegt það er í fjölmiðlum. Fjöl-
miðlar hafa mjög mikið vald sem
þeir beita á hverjum degi með vali á
viðfangsefnum," segir Vigdís sem
hefur setið báðum megin við borðiö
í þessum efnum því hún fékkst við
blaöamennsku á sumrin á námsár-
unum.
Vigdís segir að David Hare hafi
upphaflega samið verkið með Dame
Judi Dench í huga og ef til vill beri
það þess nokkur merki að vera
„stjörnuleikrit". Það er Kristbjörg
Kjeld sem fer með aðalhlutverkið.
Er byrjandi í leikstjórn ekkert
hræddur við að ráðskast með
goðsagnir eins og Kristbjörgu og
Arnar Jónsson sem einnig leikur í
verkinu?
„Það er ekki hlutverk leikstjór-
ans að ráðskast með leikara. Ég trúi
á gildi samvinnunnar og það að
beisla reynslu og hugmyndir allra
sem að leiksýningu koma. Ef ég
vildi ráða öllu sjálf þá væri ég í list-
grein þar sem ég gæti unnið alein.
Leikstjóri á ekki að hunsa hinn
skapandi mátt sem býr í gáfum og
hæfileikum leikaranna."
Kristbjörg og Arnar eru stórkost-
legir listamenn vegna þess að þau
eru bæði, þrátt fyrir áratuga
reynslu, enn tilbúin til að leita á ný
mið og prófa sig áfram. Sama má
segja um Þóru Friðriksdóttur sem
ég var svo heppin að hafa í hópnum
líka. Ég fann aldrei fyrir öðru en
velvilja og trausti þessa reynda
fólks."
Ekkl sitja og bí&a
- Að lokum vil ég fá að vita hver
verða næstu verkefni Vigdísar og
þá verður hún leyndardómsfull eins
og Sobbeggi afi, því sumt er ekki
tímabært að tala um, en segir mér
samt frá samstarfi sínu við Mörtu
Nordal leikkonu en saman hafa þær
rekið leikhóp sem heitir VigMa og
getur varla veriö minni. Afrakstur
samvinnu þeirra hefur verið í formi
listgjörninga hér og þar um borg-
ina, síðast á menningarnótt 18.
ágúst.
„Við náum mjög vel saman; töl-
um sama málið þegar leiklistin er
annars vegar. Maður verður að
skapa sjálfum sér verkefni. Það ger-
ist ekkert ef maður situr og bíður.“
-PÁÁ
Suzuki Grand Vitara V-6
bsk.Topplúga, krókur,
álfelgur, upph.Skr. 10/98,
ek. 49 þús.
Verð kr. 1950 þús.
Suzuki Baleno Wagon
ssk.Skr. 6/97, ek. 56 þús,
Verð kr. 940 þús.
Suzuki Vitara JLX
5 dr., ssk. Álfelgur,
upph. 30”-kantar.
Skr. 3/97, ek. 68 þús,
Verð kr. 1230 bús.
Suzuki Baleno GLX 4 dr.
bsk.Skr. 7/98, ek. 28 þús.
Verð kr. 990 þús.
Suzuki Wagon R+ 2wd 5
dr. Skr. 10/98, ek. 24 þús.
Verð kr. 690 þús.
Suzuki Jimny JLX
bsk.Skr. 12/98, ek. 36 þús,
Verð kr. 1090 þús.
Subaru Forester CS bsk.
Krókur, álfelgur, stuðgrind,
Skr. 6/99, ek. 28 þús.
Verð kr. 1950 þús.
Renault Megane Berline
bsk. Skr. 10/00, ek. 9 þús.
Verð kr. 1490 þús.
s'fÆ
Nissan Sunny Wag. 4wd.
Skr. 4/95, ek. 141 þús.
Verð kr. 450 þús.
Sjáðu fleiri á suzukibilar.is
$ SUZUKI
---////............
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17, simi 568-5100