Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001
19
DV
Helgarblað
Verðlaun í flokki
undarlegra skota
Jennifer Aniston, Friends-gella og
hármódel, er nær okkur smælingj-
unum í þankagangi en viö héldum.
Hún á líka sína barnalegu fortíð þar
sem hún gerði ýmislegt undarlegt
og mannlegt. Hún viðurkenndi ný-
lega að hafa haft mikið uppáhald á
Duran Duran, þeirri góðu sveit. Má
gera ráð fyrir að hún hafi tekið und-
ir hástöfum í viðlaginu við Hungry
Like The Wolf. Áhugi hennar á Dur-
an Duran snerist þó ekki einungis
um stórkostlega tónlist sveitarinnar
heldur einnig um Taylor, Taylor,
Taylor, Rhodes og Le Bon. Hugarór-
ar hennar snerust þó að mestu um
söngvara sveitarinnar, Simon Le
Bon sjálfan, manninn sem Wham-
aðdáendur héldu fram að væri með
Anne Heche:
Misnotuð
af föður
sínum
Fjölskylda Anne Heche er ekki sú
upplitsdjarfasta um þessar mundir
því Anne hefur nýlega gefið út ævi-
sögu sína, Call Me Crazy. Anne
Heche hætti sem kunnugt er með
Ellen Degeneres og byrjaði með
Coley Laffoon. Kom þetta nokkuð á
óvart því eins og fólk veit þá er
Ellen kona og Coley karlmaður. Hef-
ur Coley nú þegar gert hana ófríska
og ríkir mikil spenna á litla heimil-
inu.
En fjölskylda Anne er æf eftir að
hafa lesið það sem borið er á borð
fyrir lesendur. Anne heldur því
meðal annars fram aö faðir hennar
hafi misnotað hana og að móðir
hennar hafi vitað af því. Móöir
hennar, Nancy, svarar þessum ásök-
unum dóttur sinnar á Netinu og seg-
ir að hún sjái sig ekki i öllum þeim
lygum og óhróðri sem Anne skrifi
um. Systir Anne, Abigail, hefur slit-
ið öllu sambandi við systur sína.
Hún segir að Anne hafi einhvern
tímann efast um nákvæmni minn-
inga sinna og hún taki undir það
með henni. „Miðað við mína
reynslu og hennar efasemdir þá
held ég að það sem hún segir um
fóður minn sé ekki satt. Og allar
staðhæfingar um að móðir mín hafi
vitað af slíku athæfi eru algjörlega
rangar.“
Abigail segir einnig að hún hafi
miklar efasemdir um endaskipti
Anne á kynhneigð sinni. „Hún seg-
ist ekki hafa verið lesbía, hún hafi
bara verið rugluð. Ég myndi vilja
halda orðinu „lesbía" og fleygja orð-
inu „rugluð". Anne hefur margar
leiðir til að vekja athygli á sér.“ Og
það gætu nú eflaust margir tekið
undir það með Abigail.
Smáauglýsingar
Allt til alls
►I550 5000
gervitennur og gengi í ljósbláum
nærbuxum.
Þegar Jennifer var tólf ára fór
hún með vinkonu sinni og ætlaði á
tónleika með Duran Duran. Þær
biðu lengi í biðröð og Jennifer var
meira að segja með rós tO að færa
Simon. „Biðröðin náði fyrir hom og
við komumst ekki að fyrir nóttina.
Þess vegna sváfum við úti.“
Mörgum árum síðar voru Jenni-
fer og elskan hennar, Brad Pitt, í
verslunarleiðangri: „Ég var að
skoða eitthvað og Brad benti mér
allt í einu að koma. Ég kom til hans
og þá stóð Simon þarna. Ég fór til
hans og sagði: „Ég beið eftir þér fyr-
ir utan hótel.“ Ég held að hann hafi
haldið að við værum rugluð.“
Kannski hann hafi bara verið hissa
á því að einhver myndi eftir honum.
Jennifer Aniston
Var skotin í Simon Le Bon.
Ferðaskrifstofan Sól býður nú í fyrsta skipti á íslandi upp á
vetrarsól á Kýpur og það á einstöku verði. Aðalgististaður okkar
er Ermitage Beach Hotel í Limassol sem býður upp á vel búnar
íbúðir með upphitun og loftkælingu. Hótelið er einstaklega vel
staðsett við ströndina og í stuttu göngufæri frá úrvali verslana,
veitinga- og skemmtistaða. Kýpur er þriðja stærsta eyja
Miðjarðarhafsins og býður upp á alls kyns spennandi
afþreyingu.
Limassol er lífleg og skemmtileg borg þar sem hagstætt verðlag
og spennandi verslunarmöguleikar fara saman.
Hátískuvarningur, gallerí og verslanir ásamt notalegum
kaffihúsum og góðum veitingastöðum mynda skemmtilegt
umhverfi í iðandi mannlífinu í þessari hreinlegu og öruggu
borg. Á meðan dvalið er á Kýpur býður Sól stuttar en
spennandi skoðunarferðir frá Kýpur til Jórdaníu, Egyptalands,
Sýrlands og Líbanon.
Kynningarverd
AF HVERJU KÝPUR í VETUR?
• Vandaðir gististaðir Sólar
• Sumar allt árið
• öryggi og gestrisni heimamanna
• Hagstætt verðlag
• Spennandi skoðunar- og skemmtiferðir
• Upphitaðar og loftkældar íbúðir
• Skemmtidagskrá Silfurklúbbsins
• Upphitaðar sundlaugar
• Rómuð fararstjórn Sólar
Skelltu þér til Kýpur í vetur. Við ábyrgjumst
að þú verður ekki fyrir vonbrigðum.
Ferðaskrifstofan SÓL hf. • Grensásvegi 22 • Sími 5450 900 • www.sol.is
tvel
-heitar ferðir!