Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Síða 4
Einn er sá madur sem ætíð má hrósa og fær f raun allt of Iftíð hrós. Þorfinnur Guðnason, sem daglega gengur undir nafninu Toffi, er sífellt að skapa sér sess sem einn af skemmtilegri og frum- legri kvikmyndagerðarmönnum Islendinga. Hin mjög svo heilbrigða mynd um hagamúsina er al- þekkt snilld og nú í vikunni fengu sjónvarpsáhorf- endur að kynnast hinum kynngimagnaða Lalla Johns. Það verður ekki sagt annað um myndir Toffa en að þær séu öðruvísi og er það vel. Það er löngu kominn tími á að einhver þori að gera eitt- hvað annað en altir hinir. Meðalmennskan hefur nefnilega verið ansi áberandi f mörgum þeirra mynda sem náð hafa í kvikmyndahús undanfarið. Þetta verður ekki sagt um myndir Toffa og það er einfaldlega þjóðinni best að hann fái áfram að spreyta sig. Væri ekki upplagt að menn eins og hann fengju fálkaorðuna f stað fólks sem hefur gert lítið annað en að vinna vinnuna sfna? íslenska réttarkerfið virðist alltaf vera að af hjúpa eigin heigulshátt eða vanmátt. Æ oftar þurfum við að lesa fréttir af nauðgurum og barna- níðingum sem labba nokkuð hnarreistir út úr rétt- arsatnum eftir að hafa fengið væga dóma fyrir gróf afbrot. Þetta gerist núorðið á um það bil tveggja mánaða fresti. Hvernig má það vera að þessi þjóð sem stærir sig f sífellu af þvf að vera meðal þeirra fremstu á mörgum sviðum þurfi að bfða f 10-15 ár eftir að sjá hvernig reynsla af nýjum löggjöfum (hertum refsingum) virkar f nágranna- löndunum? Af hverju getum við ekki tekið á okkur rögg og verið frumkvöðlar svona einu sinni? Það er bara ekki hægt að þurfa sífellt að lesa um menn sem misnota börn sleppa eins og ekkert hafi f skorist. Þangað til þetta breytist verðum við bara að vona að það verði tekið vel á móti þessum mönnum á Hrauninu. lan Dent segist vera með afbrigðilega litninga. Hann kveður vísinda- menn hafa hagrætt genamenginu í sér með þeim hræðilegu afleiðing- um að hann hefur óstjórnlega gaman af hinni viðbjóðslegu bandarísku dægradvöl að dansa llnudans. Hann er önnum kafinn við að skrifa loka- ritgerð sína um málið í Luppit-háskóla þar sem hann leggur stund á mannfræði og að hans sögn er köllun hans sú að komast að hinu sanna í málinu og því er hann kominn hingað til lands með þá von í brjósti að hann fái að starfa með íslenskum erfðafræðingum. LÍnudans er verkfæri djöfulsins „Ég komsc mjög ungur að því að ég var frábrugðinn jafnöldrum mínum,“ segir Ian með alvörugefnum tón, það voru öll litlu atvikin. Ég man eftir mér sjö ára gömlum þar sem ég var staddur inni í skóbúð og öskraði þegar foreldrar mínir ætluðu að kaupa banda mér strigaskó. Strax þá langaði mig bara í kúrekastígvél. Mig rámar líka í að hafa verið staddur í stórmarkað 10 ára gamall, og ég grét því að vinstri löppin á mér hreyfðist ósjálfrátt til hliðanna. Einhver hafði asnast til að að setja kántrhlag í hljóðkerfið og þetta voru afleiðingarnar: ég byrjaði að dansa það sem ég átti seinna eftir að uppgötva að hét „línudans". Ég get tínt til ótal fleiri dæmi, það er ekkert mál. Enda geri ég mér grein fyrir því í dag að æska mín var lifandi helvíti." Stícvélin föðmuð Táningsaldurinn var heldur enginn dans á rósum hjá Ian. „Eitt kvöldið komu foreldrar mínir að mér þar sem ég lá uppi ( rúmi, klæddur f köflótta skyrtu með kögri og var að láta vel að nýju stígvélun- um mínum. Það var hræðileg upplifun og ég man hvað mér fannst ég vera afbrigði- legur.“ Ian hefúr alla tíð haldið því fram að ástæðan fyrir þessari þráhyggju hans fyrir línudansi sé sú að vfsindamenn hafi átt við litningana hans og komið einhverju „afbrigðilegu" geni fyrir sem veldur þess- ari þráhyggju hans. „Ég man að þegar ég var mjög ungur þá fóru foreldrar mínir með mig í ótal aðgerðir um allan heim, að- allega f Þýskalandi. Þau hafa aldrei viljað segja mér hvað var gert við mig þarna ...“ Þannig að þú heldur því fram að allir þeir sem stunda línudans séu með afbrigðilegt genamengi ... „Ekki allir, en langflestir. Það er reyndar til ákveðinn minnihluti fólks sem finnst þessi tíska í alvörunni vera flott og stundar þetta sem svona félagslega útrás en það fólk endist yfirleitt ekki í þessu nema í takmarkaðan tíma. Hinir eru miklu fleiri sem eru háðir frá barnsaldri og sleppa aldrei. Og svo er þetta svo ógeðs- legur kúltúr. Náinn vinur rninn, sem heitir Magnús, þurfti til dæmis að skipta um nafn til að falla inn í þennan kúrekaheim. I dag kallar hann sig Wayne. Hversu sorglegt er það?“ Verkfæri djöfulsins? Ian hefur, að eigin sögn, hlotið veglegan styrk frá stofnun í Nashville til rannsóknar- starfa sinna sem hann stundar við Luppit- háskólann í Honiton sem er smábær í Suð- vesmr-Englandi. „Það eru margir sem vilja styðja við bakið á mér því að þessi kúltúr er farinn að berast svo rosalega vfða að fólk er farið að hafa alvarlegar áhyggjur af þvf. Þessi kúrekatíska er upprunnin í „biblíubeltinu" í suðurríkjum Bandaríkjanna og er nú þegar farin að skilja eftir sig opin sár í evrópskri menningu. Sumir vilja ganga svo langt að meina að þetta sé upprunnið frá sjálfúm djöflinum og sjálfum finnst mér það ekkert svo ólíklegt. Það eru til ótal kántrí-plötur sem em með falin skilaboð sem heyrast þeg- ar maður spilar þær afturábak. Ég t.d. hef sjálfúr spilað „Achy Breaky Heart“ afturá- bak og heyrt setningar á borð við: „Hey brother, is your leg moving in the right direction?" og „Here today, shoulder tomor- row“ þannig að það?fer ekki laust við að uggur fari um mann ...“ „The Zukackis Mondeyano Project" „Nú þegar hef ég haft hönd í bagga með að koma upp meðferðarheimilum fyrir fólk með þennan veikleika vfða um heim. Best væri samt að eiga pottþétta forvöm fyrir þessu og því er ég að vonast eftir að komast í samstarf við íslenska erfðafræðinga og helst í gagnagrunninn þeirra því línudansinn er lfka farinn að vera áberandi hér ...“ Hefurðu verið í samningaviðræðum við Kára Stefánssoh vegna þessa? „Nei, reyndar ekki, en það væri mjög gaman að fá að vinna með honum. Ég er bara svo nýbyrjaður á þessu þannig að ég hef ekki haft tfma til að ræða við hann.“ Ian hefur samt verið í samstarfi við íslendinga, reyndar á öðru sviði, en hann er einnig starf- andi sem útgefandi fslenska rappdúósins „The Zukackis Mondeyano Project" og kveður hann þá félaga eiga framtíðina fyrir sér í tónlistarheiminum. „Þeir eru nú þegar orðnir mjög vinsælir í Honiton og samstpirf okkar hefur verið frá- bært. Þeir em efnilegustu menn sem ég hef kynnst, jafnt tónlist- arlega og andlega. Islendingar mega verástoltir af þeim, þeir em fúllkomið dæmi um hvað hægt er að ná langt í lífinu ef maður eyð- ir ekki æsku sinni í að liggja uppi f rúmú sjúgandi stígvélin sín.“ DREIFING PlayStation E freestyle bmx vHfiun >KClainp FÁANLEGUR í NÆSTU Váí TÖLVU LEIKJAVERSLU N SSS A mw\A +'A v V/rtNUff PÚ HÉgMA UkA? I em m mplil hH?F£K/ú Af HAFA AHYCÍfilR AF Wi APMiZA sliUWHA..., oe Svo fæ eú )öe míkla, Á meðan böm eru með bleiu þarf að skipta á þeim á hverjum degi. f ö k u s 19. október 2001 íliftlífiiíí i ílll ;1 í TltílfT flll! ílí 1 iíII ! 1H i 51 í* i4ií !lí ílli 1 siílí i f f'5 £ S 'Í *"'i 4'i-S * !}lll II .18*1*8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.