Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Qupperneq 11
* ’öndina skiltum og stórum sjónvarpsskjám og tókst þar á hendur samanburðarrannsóknir á gæðum McDonalds hamborgara heima og heiman. Þau reyndust svipuð, sem von var. At- hygli vakti að gengisfellingar tungumálsins gætir einnig á hamborgarastöðum. Þegar matseðillinn var skoðaður kom í ljós að orðið „small“ er dottið úr úr Mcmállýskunni og eru stærðir hinna ýmsu máltíða nú að lágmarki „mediurn", því næst „large“ og svo auðvitað „king size.“ Nema hvað? Frumlegt þótti einnig að á sjónvarpsskjá f fullum matsaln- um gat að líta ltkamsræktarmyndband þar sem hið nýjasta nýtt í orkudrykkjum, Abflexum og öðrum töfratólum til þjálfunar mannslíkamans var fjálglega dásamað með dæm- um og lýsingum. Mátti sjá kjálkana mylja buffið og frönsk- urnar í takt við magaæfingar svitastokknu módelanna á skjánum. NORSKUR BANOAMAÐUR - KÚBANSKIR KOKKTEILAR Daginn eftir, föstudag, var keyrt sem leið lá til Baltimore. Þar beið hópsins húsbíll og bílstjórinn Crockett. Eiginlega væri rétt í tilviki Crocketts að tala um bílSTJÓRA því strax frá upphafi var ljóst að í bílnum hans réði einn maður og það var hann sjálfur. Crockett er svartur á hörund, lögreglu- þjónn á eftirlaunum og ætlaði hann að sjá um að koma hópnum milli staða næstu dagana. Hann var stuttur í spuna og nánast harkalegur við fyrstu viðkynningu en smám sam- an þegar betri kynni tókust milli hans og hópsins kom í ljós að á bak við harðan skráp leyndist hjarta úr gulli og mikill húmoristi. Urðu meðlimir hópsins og hann mestu mátar er á lejð. Á föstudagskvöldið voru haldnir tónleikar á Sidebar í Baltimore en strax að þeim loknum keyrt til Washington DC þar sem hópsins beið gisting í heimahúsi. Húsið átti Túri, Norðmaður búsettur í nágrenni borgarinnar, sem kynntist strákunum í Ensími á Airwaves hátíðinni í fyrra og heillaðist mjög af hljómsveitinni. Túri er auk þess mikill Is- landsvinur og altalandi á (slensku. Hann reyndist ásamt Sören vini sínum mikil hjálparhella alla ferðina, hvort sem var við ferðalög, tónleikahald eða hinar aðskiljanlegustu reddingar. Aður en gengið var til náða litu leiðangursmenn þó á það sem skyldu sína að kanna í þaula næturlíf Washington borg- ar. Hið umfangsmikla verkefni varð þó fremur stutt í annan endann því fyrsti staðurinn sem „tekinn var út“ reyndist einnig vera hinn síðasti. Var það kúbanski barinn Rumba Café í Adams Morgan hverfinu og hinir göróttu Mojito- kokkteilar sem þar fást er fullnægðu útþrá hópsins það skipt- ið. Nærbuxur á sundlaugarbakka Daginn eftir var haldið í hádegismat til sendiherrahjón- anna í Washington DC, Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram, og var þar meðal annarra gesta ljós- myndarinn Ari Magg sem opnaði sýningu á nokkrum af myndum sínum í Washington DC kvöldið áður. Reyndust Jón Baldvin og Bryndís hin höfðinglegustu heim að sækja, frjálsleg, örlát og alúðleg í allri framkomu og dvaldi hópurinn hjá þeim nokkra ánægjulega klukkutíma sem liðu hratt við ýmiss könar spjall og skraf. Mikil sæmd- arhjón. Hljómsveitirnar færðu Jóni og Bryndísi diska að gjöf sem umsvifalaust var stungið f spilarann og leiknir hátt með- an matast var. Frumleg tónlist undir borðum í sendiherrabú- stað. Hrafn, Guðni og Franz úr Ensími ásamt undirrituðum létu sundskýluleysi ekki aftra sér og skelltu sér á nærbuxun- um í sund í lauginni í garðinum. Eftir á uppgötvaðist að einn hafði orðið fyrir því óhappi að gleyma nærbuxunum sínum þar sem þær lágu til þerris við laugina. Var haft á orði að ef það kæmist í hámæli án nán- ari skýringa gæti það hugsanlega verið slitið úr samhengi og orðið hin rætnasta slúðursaga í höndum lausmálla. En svona kom það sem sagt til að nærbuxurnar höfnuðu á sundlaugar- Formaður Íslandsfélags heldur TÆKIFÆRISRÆÐU Eitt atvik sló þó út góða frammistöðu hljómsveitanna þetta kvöld, í bókstaf- legri merkingu. Svo vildi nefnilega til að sá tími sem Ensfmi hafði til umráða á sviðinu skaraðist á við óvænta og óum- beðna tækifærisræðu formanns Islandsfé- lagsins í Washington, Ed að nafni. Ens- ími voru þannig f miðju lagi þegar ölóður maðurinn ruddist upp á svið, svipti til sfn hljóðnemanum og gerði ítrekaðar tilraun- ir til að töfra tónleikagesti með nokkrum vel völdum. Þegar valið reyndist honum ofviða og jafnvægið næstum því líka hóf hann svo eftir nokkurt taut og muidur ofan í þverslauf- una að hafa yfir hina og þessa föðurlandsfrasa og leggja út af heimsmálunum og var hvergi banginn þó það umfjöllunar- efni hafi orðið ofraun skýrari hausum en hans var þá stund- ina. Ed lét sér þó hvergi bregða og þar sem samhengið skorti eða hann rak í vörðumar skaut hann inn slagorðum um fán- ann og forsetann og virtist leggja áherslu á innblásið mál sitt með því að roðna og blána í framan á víxl. Hvít skyrtan full- komnaði svo þrenninguna. Lítið varð þó um undirtektir í salnum en ekki tókst að lempa manninn ofan af sviðinu fyrr en Hrafn söngvari sagði honum að hunskast niður og vera til friðs. Tók hann þeim tilmælum illa og hefndi sín á hljóm- sveitunum með því að brjóta annað framljósið á Econoline bifreið sem þær höfðu til umráða. Ensími tókst þó að ljúka prógramminu og var það hið síðasta sem heyrðist frá Ulpu og Ensími á bandarískri gmnd í þetta skiptið. Daginn eftir var svo ekkert annað eftir en að fljúga heim í rokið og slydduna og lýkur þannig frásögninni af ævintýmm Ensími og Ulpu í USA. bakka sendiherrabústaðarins og má líta á það sem fyrirbyggj andi aðgerð að skjalfesta það hér, svart á hvítu. Tvennir tónleikar - Herjólfur í haugasjó Aðaltónleikar ferðarinnar vom svo haldnir á laugardags- kvöldið á Metro Café í Washington DC. Mæting var góð, stemningin enn betri og rétt rúmlega hundrað manns sáu Ulpu og því næst Ensími í fluggír á sviðinu kringum mið- nættið. Báðar hljómsveitir vom afar þéttar og státa af af- bragðs lögum sem falla auðvitað hvar sem er í kramið enda tónar í hvers kyns samsetningum „tungumál" sem allir skil- ja. Tónleikagestir vom vel með á nótunum og brast á með dansi undir það síðasta. Að tónleikunum loknum var slappað af í góðra vina hópi. Síðustu tónleikar ferðarinnar vom haldnir í smábænum Fairfax f Virginíuríki, spottakom frá Washington DC. Vett- vangur þeirra var lítill staður, 11 Reynolds, sem var einna helst merkilegur fyrir það að allt loft innan veggja hans var mettað af yfirþyrmandi og krónískri ælulykt. Höfðu ýmsir sem þekktu til gert hljómsveitunum kunna þá staðreynd kvöldið áður en menn skellt skollaeymm við því og talið óþarfa væl í fólki. Mátti því ekki á milli sjá hvort lyftist meir, brúnir eða nasa- vængir, þegar gengið var inn á staðinn og - bingó! — lyktin var eins og um borð í Herjólfi í haugasjó. Þegar á reyndi urðu menn fljótt samdauna fnyknum eða leid- du hann hjá sér. Að minnsta kosti hafði hann ekki áhrif á frammistöðu hljóm- sveitanna sem héldu uppteknum hætti í spilagleði, keyrslu og krafti þetta kvöld. 19. október 20Gf fókus r * -c K, r 4.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.