Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Side 22
Framtíðin er
hrikalega björt
Fyrir rúmum 10 árum var Hljómalind stofnuð. Fyrst var haldið til í kjallara
á Grenimelnum, þaðan sem gert var út í Kolaportið og gefinn út pöntunarlisti
af og til. Og fimmtudaginn 13. nóvember 1991 var verslun opnuð í Austur-
stræti 8.
Strax í byrjun var stefnan sett á að vera ekki einvörðungu plötubúð heldur
nokkurs konar miðstöð hinna ólíku jaðarhópa. Hljómalind byijaði að flytja inn
hljómsveitir og plötusnúða á árinu 1993 og hóf að senda út blaðlinga undir hin-
um og þessum formerkjum, sem flótlega urðu að Extrablaðinu. Extrablaðið kom
út í tæp 3 ár. Núna á þessu herrans ári 2001 er Hljómalind enn á fullri ferð,
blað í gangi (þetta sem þú heldur á) og þessi líka fína tónleikasyrpa hafin undir nafninu Vetrardagskrá Hljómalindar.
Þar kennir ýmissa grasa í heimsóknum erlendra tónlistarmanna. Að þessu sinni er hópurinn ærið skrautlegur, þekkt
nöfn eins og Will Oldham, Low, Trans Am og minna þekktir spámenn eins og Par Lindh Project, Dismemberment
Plan ofl. (sjá bls 5 til 8) og rjóminn af jaðarsveitum landsins.
A aðeins nokkrum árum hefur það breyst að erlendir listamenn sækja það stíft að komast til Islands og má nánast tala
um tískubólu. Samhliða hafa hurðimar út í heim verið að opnast hver af annari og tækifærin blasa við allt í kring um
okkur. Þessi tækifæri þarf að grípa og sinna þannig að menningarsamskipti þau sem í gangi eru séu virkjuð ungu fólki
til hagsbóta, því þeirra er ffamtfðin. Gróskan hér heima er með ólíkindum, gæði og metnaður er það sem einkennir
ástandið og allir stefna að því sama, að stækka starfsvettvanginn og komast út f heim. Island er jú alltaf bara þessi litla
eyja úti í Atlantshafi og hér búa bara um 280 þúsund manns. Þó svo að menningarlífið láti stundum eins og hér í landi
þúfunnar, leynist milljónaþjóð. Menningin gæti svo auðveldlega orðið síldarævintýri nýrrar aldar. Snúum bökum sam-
an fólk sem erum að sinna þessum málum og tryggjum Islandi glæsta ffamtíð í menningarsamfélagi ffamtfðarinnar, hér
er mannauðurinn og sköpunnarkraffurinn og allar þær aðstæður sem þarf til að vera í fremstu röð meðal jafningja. Og er
ekki kominn tími til að yfirvöld þessa lands átti sig á því að dægurmenning er líka menning sem þarf á aðhlynningu að
halda. Og hér er verið að tala um eitthvað annað en mylsnuna af kökunni. Sýnum samstöðu í verki, sinnum unga fólk-
inu og við munum uppskera ríkulega. Hljómalind mun í það minnsta ekki liggja á liði sínu í baráttunni fyrir fegurri fram-
tíð og blómum í haga til handa okkur öllum.
Það er von okkar að sem flestir fái eitthvað fyrir sinn snúð í Hljómalind og Vetrardagskránni sem við bjóðum upp á
núna f upphafi vetrar. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem lagt hafa okkur lið í baráttunni í gegnum tíðina. Biðj-
um við ykkur svo bara öll vel að lifa og njóta líka.
Kveðja úr Hljómalind,
Kiddi og félagar
'l'ónlcikar í Hátíðasal MH 9. og 10. nóvembcr
Kynning á Rás 2 kvöldin 6.-8. nóvcmbcr
GOTIIIC ÍMPRESSIONS 1994
1 inkadiskur Pars (hans ..projcd")
Vakli sln»\ hcnnsathygh
projjgh.iuvi og var m.a kiörinu cinn
a! líu hcstu proggdiskum allm tínu
BILBO 1995
Hyggirá ,.1‘hc Hobbir* cftir Tulkicn.
Iivintyralcgur Ui.skur < \ rir boni á
ollum nkin.
MUNDUS INCOMPERTUS 1W7
Hcr birtist HI.Hscm íullroötik)
hljómsvcit. Ivcssi diskurcr |alnvcl cnn
rullkouuuiri cn Gothic
mÆZiffBföBOHyfflMBfii i TWr ll'1f11 llFII'
.wiínhi:
'Pár Lindfi project
'J(P 9{jD O
1 K
LIVE IN AMERICA IW)
I llómlcikar við ('hapcl I liii
luiskiVlann í Bandartkiunum.
...\ll l'm hoping ís that vvc can gct
sonxí conccrts iii 1 ngland ( plcasc pul
mc out oí my nuscry)!"
/iv Wlh’tmorc. rttsijón l’U'-bUidsms
m a /wllbounií tram rurmim)
tfmntijtt uvnnjlktf/ (ait/*taft*
RONDO 1995
Ilcr cr PIJ>að vcrða til scm 5 manna
hljómsvcit og tckst lciða saman Kcith
I JiKrsvui og l angcrmc Drcam.
VENI VIDI VICI 2(X)I
K-ssi var ik) konui út. I lcr cr lariö inn
á nyjar hrautirog iiKiri spcnna
iiulli ..popps" og ..klassikur**. Hár
gctur grcinilcga ausið úr ót.Tmandi
tónlistarkistu
íPar jCínAli hsju x iznt frá séx J ~f~ 2 fxábæxa diJia á 7 áxtxni.
íOciz fást í cHCjómaCinA (hoxni áJaugaocgs og -Kfafsfsaxstícjs J
á 2.050 nsnza tónlsikadiJzuxinn (toöfaLdux J sstn Izostai 2.S50.
c/HXwi fxaíUíinn. sx á 22% (íijnnlncjaiafiHœttL:
Jöamtaís 7 dislzax á aésins 10.000 Izxónux.
vetrardagskrá hljóma lindar 19.október 2001
Dautt
rokk
SM
„Mundu alltaf, ekki
gleyma, aldrei gleyma
því sem þú hefur gert.
Þvf það skiptir máli og
allt sem þú hugsar og
allt sem þér finnst, það
skiptir máli, hvað svo
sem það er. Og aldrei
hunsa þig, aldrei."
Þannig hljóma hvatn-
ingarorð Hauks S.
Magnússonar sem stend-
ur á bak við útgáfufyrir-
tækið Dauða-Rokk SM á
Isafirði. Þó að nafnið gefi
annað til kynna telst
eina platan sem komið
hefur út á þeim bænum
til raftónlistarflórunnar
en það þýðir samt ekki að
pláss sé fyrir ólíkar hug-
myndir. I raun gildir
einu í hvaða flokk tón-
listin fellur ef aðeins
viljinn er fyrir hendi og
áræðið til að rísa upp
gegn auðvaldinu sem
framleiðir geisladiska
sem aldrei fyrr. Vfst þyk-
ir að útgáfurisarnir liggi
varla andvaka á meðan
Haukur og fleiri bylting-
arsinnar stunda iðju
sína, enda markmiðið
ekki að gera sig heima-
komna á vinsældalistum
heldur sýna og sanna að
hægt sé að gera góða
tónlist upp á eigin spýt-
ur.
Svo aðeins sé vikið að
starfsemi Dauða-Rokks
SM þá er hún sáraein-
föld. Listamenn eða
hljómsveitir láta í ljós
áhuga og koma upptök-
um til skila. Forvígis-
menn Dauða-Rokks
ákveða síðan í samráði
við viðkomandi hvaða
lög fara á plötuna og
hvernig hulstrið muni
líta út. Því næst er
keyptur bjór og ein
kvöldstund tekin f að
brenna og pakka saman
25 eintökum af diskin-
um. Tvö fara til fjöl-
miðla en hin 23 í sölu til
almennings og lífið er
yndislegt ...
Ofugt við það sem oft
vill verða er enginn
hængur; lífið er yndis-
legt þegar svona starf-
semi er við lýði þar sem
þetta er hinn sanni bylt-
ingarandi. Dauða-Rokk
SM fer með friði og
þröngvar sér ekki upp á
neinn, eins og svo marg-
ir í þessum bransa, og
það er því algjörlega
undir almenningi komið
hvort hann hefur áhuga
eður ei. Þar sem upplagið
er afar takmarkað þurfa
áhugasamir aftur á móti
að hafa hraðar hendur ef
þeir vilja ekki missa af
neinu. Fyrsti diskur
Dauða-Rokks, sem raf-
tónlistarmaðurinn Jói
átti heiðurinn af, seldist
til að mynda upp á
skömmum tíma og ef-
laust sátu einhverjir eft-
ir með sárt ennið. Þeir
sem vilja ekki lenda í
þvf aftur ættu því að
fylgjast vel með eða ein-
faldlega taka þátt í bylt-
ingunni sjálfir með því
að hafa samband við
Hauk Dauða-Rokkara
því einhvers staðar
stendur að það blundi
lítill listamaður f okkur
öllum.
Tonleikaveisla
a Ras 2
1 sumar tók Rás 2 upp á þeirri nýbreytni að fara
að útvarpa tónleikum á hverju kvöldi. Þetta hefur
fallið mjög vel í kramið hjá fólki og hefur því ver-
ið ákveðið að halda þessu áífam nú í vetur. Tón-
leikarnir koma víðsvegar að, m.a frá tónlistarhátíð-
um eins og Hróarskeldu og Glastonbury svo og að
sjálfsögðu héðan af klakanum. Rás 2 hefur reyntað
hljóðrita fslenska tónleika og tónlistaratburði á ís-
landi eftir fremsta megni, það sem af er þessu ári
má helst nefna Reykjavík Mini Festival, Tal-tón-
leika sumarsins, Modest Mouse á Gauknum, út-
gáfutónleika Jagúar og Galdrahátíð á Ströndum.
Upptökur frá tónleikum Saul Williams, Faith-
less, Ash, Tom McRae, Gonzales, John Hamm-
ond, Ham, Iggy Pop, My Vitriol, Guru’s Jazzmat-
azz, Coldplay og Cure eru meðal efnis sem útvarp-
að verður nú á næstunni og í tengslum vjð komu
bandarísku hljómsveitarinnar Low hingað til
lands á vegum Hljómalindar í nóvember, þá verð-
ur tónleikum þeirra frá þvf í Háskólabíói árið
1999, útvarpað þann 15. nóvember.
Tónleikar á Rás 2 eru nokkuð sem áhugafólk
um góða tónlist og tónleika ætti ekki að láta fram
hjá sér fara. Þeir eru á dagskrá alla virka daga
klukkan 21 og á laugardögum klukkan 16:08 er
tónleikadagskrá vikunnar á eftir kynnt í tali og
tónum.
Upplýsingar um dagskrá og fleira er hægt að
finna á heimasíðu Rúv www.ruv.is, undir „Tón-
leikar á Rás 2“ og netfangið er amger@ruv.is .