Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Page 26
The Dismemberment Plan er hljómsveit sem mun hvorki sameina striðandi fylkingar með tónlist sinni né fá platínumplötur fyrir við- leitni sína á því sviði. Hún mun hins vegar rokka þéttar en andskotinn sjálfur á tvennum tónleikum sínum hér á iandi ásamt Mínus, Fídel, Ensími og Sofandi og því eins gott að vera viðstaddur þegar sprengjan springur. Sveitin leikur í kvöld í Norðukjallara MH og á morgun á Vídalín með The Apes. The Dismem- berment Plan Þaö lá snemma ljóst fyrir að Mínus myndi hita upp fyrir Dismemberment Plan þvi hún er í miklu uppá- haldi hjá þessum ókrýndu konungum harðkjarnans á íslandi því jafnvel þótt The Dismemberment Plan teljist seint til harðkjarnasveita nýtur hún mikilla vinsælda innan þess geira. Líkt og t.d. Modest Mou- se, Les Savy Fav og ... And You Know Us By the Trail of Dead, spilar hún gríðarlega kraftmikið rokk í sinni hreinustu mynd og stráir auk þess yfir vænu magni af greddu og sjarma til að bæta bragðið enn frekar. Hljómsveitin var stofnuð í byrjun árs Travis Morrison (söngur, gítar, hljómborð), Jason Caddell (gítar, hljómborð), Eric Axelson (bassi, hljómborð) og Steve Cummings (trommur) sem höfðu þekkst svo árum skipti og ákváðu að leika sér aöeins í stúdíói þess fyrstnefnda. Þessi leikur hefur nú staðið í tæp- an áratug og ekki er hægt að segja annað en að hann hafi yfirleitt farið vel fram. Steve Cummings lagði reyndar kjuðana á hilluna fyrir alls ekki svo löngu en í stað hans kom Joe Easley, sem auk þess að vera afar leikinn á bakvið trommusettið, þykir nokkuð frambærilegur spark-boxari. Fyrsta plata The Dismemberment Plan var þriggja laga 7 tomma sem nefndist ‘Can We Be Mature’ og kom út á vegum Alcove Recordings árið 1994. Ári síð- ar fylgdi fyrsta breiðskífan ‘!’ fylgdi í kjölfarið og að tveimur árum liðnum var önnur, ‘The Dismem- berment Plan is Terrified’, komin út. Báðar þessar plötur voru gefnar út af De Soto, sem meðal annars er með Les Savy Fav, Burning Airlines, Q And Not U og Juno á sínum snærum, en The Dismemberment Plan vann einmitt eina split-smáskífu i samstarfi við þá síðastnefndu fyrr á þessu ári. Þá eru enn ótaldar breiðskífan ‘Emergency & I’ og sjö tomman ‘What Do You Want Me to Say’ en nýjasta útspil sveitarinnar er hins vegar fjórða platan í fullri lengd, ‘Change’, sem kemur á markað um svipað leyti og tónleikarn- ir hér á landi fara fram. Þeir eru einmitt liður í veigamiklum túr fjórmenninganna til að kynna þessa plötu, sem margir hafa beðið eftir með mikilli óþreyju. The Dismemberment Plan er nefnilega ein af þess- um hljómsveitum sem hittir í mark hjá breiðum hóp tónlistarunnenda með því að hræra hráu og kraft- miklu pönk-rokki saman við eitthvað sem gæti allt eins kallað lo-fi listapopp. Sama hvað fólk kýs að kalla þessa blöndu er ljóst að enginn verður svikinn af því að kynna sér The Dismemberment Plan aðeins nánar en þeir sem eru enn eilitið efins ættu að renna yfir þá dóma sem sveitin hefur fengið á undanförn- um misserum. Orö mega sín þó lítils gegn hinni sönnu upplifun og The Dismemberment Plan á tón- leikum er sönn upplifun. Voru sofandi og eru enn „Að vera sofandi er góð skemmtun. Á meðan maður er sofandi upplifir maður fá- ránlegustu hluti í heimi. Þegar maður sef- ur vinnur maður úr því sem er búið að ger- ast í vöku og það að semja og spila tónlist gengur út á það sama. Þegar við vorum að byrja þurftum við alltaf „default" til að vekja einhvern okkar og fara á æfingar. Þannig kom nafnið til. Við vorum alltaf sofandi." Og þeir eru það enn. Þeir Bjarni Þóris- son (gítar), Kristján Freyr Einarsson (trommur) og Markús Bjarnason (bassi) hafa verið Sofandi frá árinu 1997 en samt tekist á einhvern undraverðan hátt að vekja fjölmarga f kringum sig. Það eru fyrst og fremst áhugamenn um til- raunatónlist sem eru að nudda stfrurnar úr augunum og átta sig á að ekki þarf að leita út fyrir landsteinana til að finna eitthvað við sitt hæfi. Það er nefnilega fullt af íslenskum hljómsveitum sem uppfylla kröfur þeirra og ein þeirra er Sofandi. Hvemig kynntust þið? Kristján: „Ég og Markús hittumst ein- hvem daginn á Laugaveginum og ég hjálpaði honum að selja Ijóðabækur á Hótel Borg.“ Markús: „Hvernig var það aftur?“ Kristján: „Eg reyndi að dreifa athygl- inni í afgreiðslunni á meðan Markús reyndi að smygla sér upp efri hæðirnar þar sem túristarnir voru. Við náðum svo að selja einhverja vatnslitamynd á Kaffi- brennslunni. Við vorum líka eitthvað að hanga saman á Hróarskeldu fyrir fjórum árum, það er að segja við og Bjarni." Hvenær byrjuðuð þið að spila saman? Markús: „Ég og Kristján fórum f eitt- hvert lokapartí hjá leiklistarfélagi Kvennó þar sem við vorum að spila á gít- ara. Bjarni hafði þá verið að spila með Agnari Diego í hljómsveit sem hét She- Male. Við ætluðum einnig að stofna hljómsveit sem átti að spila dinnertónlist á Café Óperu. Við áttum að spila f fjóra tíma í einu en kunnum bara eitt lag.“ Kristján:„Við töluðum við veitinga- stjórann sem gaf okkur öllum sígarettur." Hver er munurinn á vinnslu Anguma og nýju plötunnar? Bjarni: „Munurinn liggur helst í lög- unum sjálfum en auk þess erum við reynslunni ríkari eftir Anguma. Utkom- an þar var ekki eins góð og við hefðum viljað heyra þannig að við settumst niður og reyndum að átta okkur á hvað það hefði verið sem hefði farið úrskeiðis og breyttum áherslum eftir því. Anguma var öll tekin upp live á einni helgi í Hljóðrita (Studio Mix) og svo mixuð og masteruð strax í kjölfarið. Nýja platan var hins vegar tek- in upp á lengri tíma og á fleiri stöðum — og við hvíldum okkur oft á henni. Vð fórum að gera eitthvað allt annað og tók- um svo upp þráðinn kannski tveim vik- um seinna. Auk þess höfðum við hann Viðar Hákon okkur til halds og trausts en hann stjómaði öllum upptökum og hljóð- blöndun. Auk þess að taka þátt í útsetn- ingum á hinu og þessu (og vera alltaf hress) lítum við eiginlega á hann sem fjórða meðliminn þessa stundina." Hvaða íslensku hljómsveitum eruð þið mest hrifnir af? „Slowblow, The Funerals, Náttfara, Manhattan og svo verður líka spennandi að heyra nýju plötuna með Rými þegar hún kemur.“ Hvemig var ykkur tekið á Húsavík þegar þið spiluðuð þar? Kristján: „Meira pönk, meira helvíti!" Það var það helsta sem heyrðist frá áheyrendum — er það jákvætt? Svo var líka partf í bænum sama kvöld með frírri bollu, maður keppir ekki við það. Viðnáð- um að selja tíu prósentum gestanna plöt- una okkar.“ Hvað eru lögin á Anguma samin á löngu tímabili? Kristján: „Þau eru flest samin fyrir tveimur árum.“ Tvö laga Angumu voru tekin upp á Fjölnisveginum, sem er m.a. athvarf Sbwbbw-liða, var ekki ætlunin að taka alb pbtuna upp þar? Kristján: „Nei, þegar þessi lög voru tekin upp voru engar vangaveltur um út- gáfu komnar í gang. Enda voru þau tekin upp tveimur árum áður en við tókum upp hin lögin. Það hefði líka verið mjög erfitt fyrir okkur að taka þar upp þar sem þessi lög eru tekin upp í pínulitlu þvottahúsi. Við hefðum aldrei getað komið fyrir mögnurum og trommusetti. Þegar kom svo að því að taka plötuna upp í Hljóðrita ákváðum við að setja gömlu fjögurra rása upptökurnar beint inn í stað þess að reyna að endurskapa stemninguna." Notuðu þið sömu græjur og Slowbbw? „Já í þessum tveimur lögum, Tascam 4’track, sem þeir notuðust við á fyrstu plötunni sinni.“ Þið þykið mjög hressilegir á sviði, skipt- ir það ykkur miklu máli? Kristján: „Bjarni og Markús eru aðal- lega í því að semja brandara." Hvaða hljómsveitir mynduð þið segja að væru frábærar, áhrifalega séð? „Shellac, TransAm, Tortoise, Ganger, Karate, Pavement, PapaM, The Shadows, Fuck, Will Oldham, Violent femmes, Arab strap og Mazzy star.“ A hvað eruð þið aniws að hlusta þessa dagana? „Ekkert sérstakt, þannig séð, bara fullt af tónlist.“ MÍnus Mínus þarfnast líklega ekki frekari kynning- ar því ekki er nóg með að sveitin hafi umbylt tónlistarlífi hérlendis, hún er einnig á góðri leið með að marka djúp spor utan landsteinanna. Eftir tvær breiðskífur er hlutu frábærar viðtök- ur var það í raun aðeins tímaspursmál hvenær Mínus næði alla leið á tindinn. Mælikvarðinn var án efa virtasta útgáfa harðkjarnabransans, Victory Records, en eftir að þessi kraftmikli kvintett landaði samningi við hana getur enginn efast um gildi hans. Þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur er Mínus þegar búin að sanna sig og getur því leyft sér meiri tilraunamennsku en ella. Krafturinn er enn til staðar en lagasmíð- arnar hafa fengið nýja vídd um leið og nýir áhrifavaldar hafa komið inn í spilið. Einn slíkur er hljómsveitin The Dismemberment Plan og því þarf ekki að koma á óvart að upphitunin sé í höndum Mínus sem mun að öllum líkindum gefa fjöl- mörgum aðdáendum sínum forsmekkinn að næstu plötu. Fidel Á þessum síðustu og verstu tímum hafa verið ýmis teikn á loffi um að síðrokkið annars vegar og þungarokkið hins vegar séu að færast æ nær hvort öðru. Til þess að leita ekki langt yfir skammt er því tilvalið að skoða hljómsveitina Fídel í þessu sam- hengi en hún sameinar einmitt kraft, ákefð og tilraunamennsku og er fyrir vikið ein af þeim athyglisverðari sem skotið hafa upp kollinum að undanfömu. Þrátt fyrir að vera ekki ýkja gömul í hettunni hefur Fídel gengið í gegnum ýmsar breyting- ar og þróast stig fiá stigi samkvæmt fullkomlega rökréttum leiðum. Sveitin var stofhuð af þeirn Jóni Atla, Janusi og Búa og í upphafi mátti helst merkja áhrif Trans Am en með til- komu gítarleikarans Andra slæddust áhrif frá Mogwai, Don Caballero og Paul Newman inn f lagasmíðamar. Sungnum lögum fór smám saman að fjölga um leið og sveitin færðist nær því sem Shellac er að gera og það er þar sem hún er akkúrat núna. Hvort það verði enn raunin þegar Fídel hitar upp fyrir Dismemberment Plan verður bara að koma f ljós en þó má ekki reikna með neinum róttækum breytingum þar sem fjórmenningamir verða væntanlega ólm- ir í að kynna efni af fyrstu breiðskífunni sinni sem er svo gott sem tilbúin. 6 vetrardagskrá hljómalindar 19. október 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.