Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Side 56
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREISEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gaett. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Framkvæmdastjóri LÍÚ í fréttabréfi samtakanna: Grétar Mar stal frá áhöfninni - á von á öllu frá Friöriki Jóni og félögum, segir Grétar Mar „Forsetinn stundaði það í þeirri út- gerð sem hann var í þegar hann var val- inn til forystu i sambandinu að selja fisk á fiskmarkaði en stela af áhööiinni áður en til skipta kom,“ segir Friðrik J. Amgrímsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands íslenskra útvegsmanna, í leiðara Útvegsins, málgagns LlÚ, og er að ræða um Grétar Mar Jónsson, for- , mann Farmanna- og fiskimannasam- 11 bandsins. Friðrik fer ekki fógrum orð- um um Grétar, en klykkir út með að segja að útvegsmenn vænti þess að FFSÍ verði í fararbroddi um að taka á málum er varði svokallaðar tonn á móti tonni veiðar og uppgjör varðandi þær, og upp- lagt væri fyrir sambandið að byrja á máli Grétars. „Ég kannast bara ekki við þetta og þetta er einfaldlega rangt hjá Friðriki og hreinar lygar. Þetta er ekkert annað en aðfór að Grétari Mar eins og Friðrik hefúr reyndar verið með allan tímann i,k- frá því ég varð formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins. Friörik hefúr átt afar erfitt með að sætta sig við mín- ar skoðanir í sambandi við fiskveiði- stjómunarkerfið og baráttuna fyrir því að fá allan fisk inn á markað sem hefur verið barátta mín og míns félags áður en ég fór inn í FFSÍ. Annars kemur þetta ekkert á óvart, ég á von á öllu frá Friðriki Jóni og hans félögum og að þeir reyni allt sem þeir geta til að sverta mannorð mitt og minna félaga." í upphafi leiðarans gerir Friðrik að umtalsefni lög um uppgjör vegna afla, hvort heldur sem útgerðin leggur til all- ar aflaheimildimar sjálf eða veitt er fyr- Grétar Mar Friörik J. Jónsson. Arngrímsson ir annan aðila, s.s. fiskverkun, og segir: „í sinni einfóldustu mynd má lýsa réttarástandinu þannig: Útgerð og fisk- vinnsla gera með sér samning um að fiskverkunin leggi útgerðinni til eitt tonn af aflamarki. Útgerðin veiðir tonn- ið og fær greiddar 100 krónur fyrir hvert kíló. Ef útgerðin hefði ekki fengið aflamarkið hjá fiskverkuninni heldur sjálf lagt aflamarkið til hefði fiskverkun- in greitt 200 krónur fyrir hvert kíló. í þessum viðskiptum er verðmæti afla- marksins því 100 krónur fyrir hvert kíló og áhöfnin á þvi kröfu á því að skipt verði út 200 krónum fyrir hvert kíló sem veitt er. Það sjá allir að þar sem útgerð- in fær aðeins 100 krónur og launahlut- failíð er nálægt 40% verður lítið eftir þegar búið er að greiða áhöfninni u.þ.b. 80 krónur og allur annar rekstrarkostn- aður er eftir. Það er því fjárhagslega úti- lokað að stunda útgerð undir þessum formerkjum, auk þess sem það er ólög- mætt og hefur valdið ómældum erfiö- leikum í samskiptum útgerðarinnar og sjómanna". Að sögn Friðriks er þessi staða öllum ljós og það hafi því verið ömurlegt hlut- skipti samninganefridar útvegsmanna að sitja undir ræðum forseta FFSt í síð- ustu kjaraviðræðum um það hversu ómögulegir íslenskir útvegsmenn væru að hans mati. Aðspurður hvort orð Friðriks í leið- aranum gefi tilefni til málaferla vegna ærumeiðinga svaraði Grétar Mar því til að hann þurfti að skoða það betur. „Ég reikna þó varla með þvi. Ef maður væri í málaferlum við Friðrik J. i þeim tilvik- um sem hann hefur gefið tilefni til, þá gerði maður varla nokkuð annað.“ -GK Flugvél Flugmálastjórnar: Á svig viö reglur Flugmálastjóm leggur áherslu á að flugvél stofnunarinnar sé ekki notuð með þefrn hætti að hún sé í samkeppni við einkaaðila. Þetta segir í reglum um notkun á vélinni sem Flugmálastjóm upplýsti DV í gær um hverjar væm. Þar segir að það séu stofnanir sam- gönguráðuneytis, Landhelgisgæsla, Al- mannavamir, Ratsjárstofnun og aðrir aðilar „samkvæmt ákvörðun flugmála- stjóra" sem geti fengið að nota vélina, sem og Tryggingastofnun ríkisins i neyðartilvikum. í reglunum segir að flugvélin sinni aðeins vel skilgreindum verkefnum fyrir opinbera aðila, „þar sem stofnun- in hefur sérstöðu vegna eiginleika flug- vélar hennar eða vegna eðlis verkefn- anna“. Samkvæmt þessum reglum hafa ýmsir farið á svig við þær. Vandséð er að flug með ráðherra til að taka skóflustungu eða klippa á borða krefj- ist sérstakra eiginleika flugvélar. Þá verður ekki annað séð en Flugmála- stjóm sé í beirrni samkeppni við einka- rekin flugfélög með því að skutla utan- ríkisráðherra á vömsýningu í París, eða samgönguráðherra til Akureyrar til að flytja ávarp. -sbs Sjá bls. 6. DV-MYND HILMAR ÞÓR Jólin nálgast Verslunarmenn eru farnir aö huga aö jólavertíöinni og þykir mörgum ekki seinna vænna að fara aö hengi'a upp jólaskrautiö, nú þegar fyrsta helgi nóvember er gengin í garö. í gær unnu menn að því að setja upp frostrósir fyrir utan Kringluna sem eiga eftir aö lýsa upp svartasta skammdegiö og gleöja vegfarendur. Útiljós Rafkaup Armúla 24 ■ S. 585 2800 Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi: Einvígi um bæjar- stjórastólinn Þaö er einvígi á Seltjamarnesi í dag. í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, sem nú er haldið, munu þau Ásgerður Hall- dórsdóttir viðskiptafræðingur og Jón- mundur Guðmarsson fjárfestingastjóri bæði keppa að því að ná fyrsta sætinu á framboðslista flokksins fyrir bæjar- stjómarkosningamar í vor. Ætla má að seta í fyrsta sæti listans sé ávísun á bæjarstjórastól á Nesinu þegar Sigurgeir Sigurðsson víkur af velli eftir 36 ára setu í stól bæjarstjóra. En fyrir hvað standa þau Ásgerður og Jónmundur og hver em þeirra bar- áttumál? „Ég vil halda sérstöðu Sel- tjamamess, hlúa betur að þeirri þjón- ustu sem hér er í boöi, halda álögum á bæjarbúa í lágmarki og byggja hjúkr- unarheimili fyrir aldraða Seltirninga. Eldra fólkið í bænum vill sjá hjúkrun- arheimili í hjarta bæjarins þar sem Ásgeröur Jónmundur Halldórsdóttir. Guömarsson. þjónustan er fyrir. Ég vil skoða þenn- an möguleika því þama fara saman mín framtíðarsýn og þessa fólks,“ seg- ir Ásgerður Halldórsdóttir, sem kveðst og vilja halda áfram öflugu æskulýðs- og forvamastarfi í bænum. „Mitt baráttumál er að Seltjamar- nes verði áfram best rekna og eitt eft- irsóttasta bæjarfélag landsins. Með að- haldi í fjármálum hefur sjálfstæðis- mönnum á Sel- tjamarnesi tekist að veita íbúum fyrsta flokks þjón- ustu. Álögur á íbúa hér hafa ver- ið lágar og ég tel brýnt að svo verði áfram. Að öðru leyti er það mefri metnaður í skólamálum og efling al- mennra lífsgæða Seltiminga sem ég geri að mínu baráttumáli," segir Jón- mundur Guömarsson. Hann kveðst bjartsýnn á góðan árangur og útkoman verði sigurstranglegur listi. Ásgerður talar á svipuðum nótum og segir: „Ég finn mikinn meðbyr og er bjartsýn." -sbs Sigurgeir Sigurösson. Akureyri: Þrennt slasaðist Þrennt var flutt á slysadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri eftir harðan árekstur tveggja fólksbifreiða á Akureyri síðdegis í gær. Árekstur- inn varð ofarlega á Þingvallastræti, þar sem ekið er inn aö verslun Úrvals og Kristjánsbakarís við Hrísalund. Bil sem ekið var vestur Þingvalla- stræti var beygt til vinstri og að inn- akstrinum - og þannig í veg fyrir bil sem ekið var niður götuna. Sá bíll lenti í hægri hlið hins, með þeim af- leiðingum að báðir eru ónýtir. Varð að nota klippur til að ná farþega út úr öðrum þeirra. -sbs Grindavík: Hljóp á bíl Tæpra sjö ára drengur var fluttur á sjúkrahús í Keflavík þegar hann hljóp út á götu í Grindavík og lenti á bfl. Atvikið átti sér stað um þijúleytið í gær og samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni í Keflavík fékk drengurinn heilahristing þegar hann lenti á bílnum. Drengurinn var á sjúkrahúsi í nótt. -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.