Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2001, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2001, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 33 V Fréttir Formaður Leigjendasamtakanna talinn „hvetja til refsiverðra verka“: mmm Kærður til lögreglu - af Húseigendafélaginu sem óttast „hústökuplágu“ í kjölfarið • r, ‘V-' * DV-MYND HILMAR ÞÓR Hústökuíbúð DV hefur fjallað um hústökumál sem virðist fara fjölgandi. Húseigendafélagið hef- ur áhyggjur af þeirri þróun, enda er slíkt alvarlegt vandamál í nágrannalöndum okkar og hefur jafnvel komið til blóðugra átaka. Hústökufólk settist að í þessari ibúð i Reykjavík sem sést hér á myndinni og lagði hana gjörsamlega i rúst. Formaður Húseigendafélagsins hefur kært formann Leigjendasam- takanna til lögreglustjórans í Reykjavík vegna greinar sem hinn síðarnefndi ritaði í DV fyrr í vik- unni. Biöur formaður Húseigendafé- lagsins um opinbera rannsókn á því hvort hinn síðarnefndi hafi gerst brotlegur við hegningarlög með því að hvetja fólk til hústöku og full- yrða að þar sé það í fullum rétti. Sigurður Helgi Guðjónsson, for- maður Húseigendafélagsins, stað- festi í viðtali við DV að hann hefði kært Jón Kjartansson frá Pálmholti, formann Leigjendasamtakanna, vegna eftirfarandi klausu í um- ræddri grein: „Fátækt fólk og sjúkt er svikið um þann rétt að geta átt sér heimili og neyðist jafnvel til að gerast húsa- tökumenn. Ég tel að þetta fólk sé í fullum rétti. Hver maður hefur rétt til að bjarga lífi sínu. Svo eru flest húsin reist fyrir opinbert fé meira eða minna. Formaður Húseigenda- félagsins er hins vegar trúr fortíð- inni og telur að ábyrgð í húsnæðis- málum felist í að verja húsin fyrir fólkinu!" í kæru Húseigendafélagsins segir m.a. að það hafi illu heilli færst í aukana að ógæfufólk leggi undir sig og taki sér bólfestu i húsnæði, sem það á enga rétt til. Þótt slíkt sé brot á almennum hegningarlögum, sem húsbrot og eignaspjöll, þá hafi hús- eigendum oft reynst það þrautin þyngri að ná aftur umráðum eigna sinna. Og þess utan fái þeir sjaldn- ast tjón sitt bætt því hústökufólkið sé yfirleitt ekki borgunarfólk fyrir einu eða neinu. Hingað til hafi engir mælt slíkum lögbrotum bót enda eru þau ósvífin atlaga að eignum fólks, sem lögin eigi að vemda. Svona brot feli í sér algert virðingarleysi við eignarrétt og lögvarða hagsmuni húseigenda og allir heiðarlegir menn hafi and- styggð á svona háttsemi og fordæmi hana. Nú hafi Jón Kjartansson, formað- ur Leigjendasamtakanna, skorið sig úr og brotið blað með ofangreindri grein sinni. Þar réttlæti hann og fegri hústöku og i orðum hans felst ótvíræð og ódulbúin, almenn hvatn- ing til refsiverða verka, þ.e. til brota sem varði við hegningarlög. Skv. lögum varði það varðhaldi eða fang- elsi allt að tveimur árum að hvetja opinberlega til refsiverðra verka. Verði ekki annað séð en Jón Kjart- ansson hafi með ummælum sínum í téðri blaðagrein brotið klárlega gegn þessu lagaákvæði og að öll refsiskilyrði séu fyrir hendi. Það er alls ekki er loku fyrir það skotið að einhverjir einfeldningar og dómgreindarlaust ógæfufólk trúi formanni Leigjendasamtakanna og treysti og telji sér hústöku leyfilega og í versta falli gætu orð hans verið hvati og upphaf að hústökuplágu. Sigurður Helgi sagði viö DV í gær, að hann liti þessi greinarskrif formanns Leigjendasamtakanna mjög alvarlegum augum. Aö öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um mál- ið. -JSS „Aldeilis ánægjulegt" „Það er aldeilis ánægjulegt," sagði Jón Kjartansson, formaður Leigjenda- samtakanna, um kæru formanns Hús- eigendafélagsins til lögrglustjóra á hendur honum vegna efnisatriða í grein sem hann ritaði í DV fyrr i vikunni. Aðspurður hvort Leigjenda- samtökin og Hús- eigendafélagið væru í stríði sagði Jón svo ails ekki vera. „Hins vegar hefur formaður Hús- eigendafélagsins alltaf haft illan bifur á því sem við höfum verið að gera. Það er bundið við hans persónu en hvorki fyrrverandi formenn né aðra ráða- menn Húseigendafélagsins," sagði Jón. Hann sagði kæruna til lögreglu- stjóra þó koma sér á óvart. Hann hefði talið aö formaður Húseigendafélagsins hefði getað afgreitt málið öðruvísi, t.d. með því að svara greinarskrifunum. „En það er gott að hann skyldi kæra því þá fæst úr því skorið hvaða rétt húsnæðislaust fólk hefur,“ sagði Jón. „Ég hélt því fram að það hefði rétt til að bjarga lífi sínu. Það er ágætt aö fá tækifæri til að segja það við lögreglu- stjórann." -JSS Jón Kjartansson. DV-MYND E.ÓL. Með góðan feng Sigurður Pálmason sjómaður heldur hér á 22 kílóa lúðu sem þeir félagarnir á Kló RE fengu úti á Flóanum. Aflanum var landað í hauststillunni í Hafnarfirði í gærdag og leyndi gleðin sér ekki yfír fengnum góða. Þúsundir hringinga vegna Costgo en fáir virðast hafa greitt fyrir pöntunarlistann: Ég lofaði upp í ermina á mér - segir Goði Gunnarsson - Skúlason ehf. hætt að svara í síma fyrir hann Símafyrirtækið Skúlason ehf. ákvað að hætta að svara í síma fyr- ir Goða Jóhann Gunnarsson og Costgo síðdegis á þriðjudag. Goði Jóhann sagði við DV að ekkert hefði verið hringt í sig í gær vegna pönt- unarlista fyrir vörur á heildsölu- verði sem hann hefur boðið fólki gegn greiðslu 5 þúsund króna. Ástæðan fyrir því að Skúlason ehf. hætti að svara í síma fyrir Goða var sú að fyrirtækið taldi forsendur fyr- ir slíku brostnar miðað við það sem Goði Jóhann hafði gefið út í upp- hafi. Engir listar væru yfir höfuð fyrir hendi og annað hefði ekki stað- ist. Þannig hefði „eitt verið sagt fyr- ir hádegi sem breyttist sið- degis“. Samkvæmt upplýsingum frá Skúlason ehf. hringdi griðarlegur fjöldi fólks fram að þeim tíma sem starfs- menn fyrirtækisins gáfu upplýsingar um Costgo, meðal annars um póstgíró- númer og bankareikninga þar sem hægt var aö leggja inn hjá Goða. Goði sagði að um 7 þúsund manns hefðu skráð sig. Hins vegar vildi hann ekki gefa upp hve margir hefðu stigiö skrefið til fulls og lagt inn hjá honum. DV hefur upplýsingar um að um 400 þúsund krónur hefðu verið lagðar inn á hina uppgefnu bankareikninga hans síð- ustu daga. Þegar DV spurði Goöa að því hvers vegna hann hefði ekki svarað í pöntunarsím- ann í gær sagði hann að vissulega hefði Skúlason ehf. hætt að svara fyrir hann en í gær hefðu tafir orðið á starfseminni vegna þess að hann þurfti aö sinna fyrir- spurnum frá Samkeppnisstofnun og hann var einnig að „gera upp sín mál“ hjá lögreglu vegna Costgo. Samkeppnisstofnun gaf Goða frest til að leggja fram umrædda lista til klukkan 16.00 í gær, annars yrði dagsektum beitt. - En hvar eru listarnir og hvar eru vörurnar sem Goði hefur lofað landsmönnum? „Ég er með listana, það er verið að fara yfir það mál út af toOinum. En það er ekki fullt magn, það kem- ur meira síðar.“ - Hvar eru vörumar sem þú sagö- ir að þú hefðir undir höndum t.d. á þriöjudag? „Það var tekið til baka. Ég lofaði upp í ermina á mér,“ sagði Goði. Hann kvaðst ætla að hafa opið fyrir símann í aUan dag. -Ótt Goöi Jóhann Gunnarsson. Evran hefur áhrif Halldór Ásgríms- son utanríkisráð- herra sagði á Al- þingi í gær að upp- taka evrunnar um næstu áramót ætti eftir að hafa mikU áhrif á efnahagslíf hérlendis. Það er mat utanríkisráðherra að örðugra geti orðið að tryggja stöðugt gengi íslensku krónunnar. Því sé líklegt að bUið milli vaxta hér á landi og í löndum Evrópusambandsins muni breikka. Geðlæknir gagnrýndur Settur landlæknir, Lúðvík Ólafs- son, telur að álitsgerð Högna Ósk- arssonar geðlæknis, sem hann vann í svoköUuðu prófessorsmáli, hafi verið tU þess fallin að blekkja dóm- ara Hæstaréttar. Með henni haii geðlæknirinn brotið læknalög. Álit Högna var einungis lagt fram í Hæstarétti. Meirihluti réttarins sýknaði sakborninginn sem var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni. RÚV greindi frá. Framlög til skóla Mál ríkisháskóla og einkaháskóla var til umræðu ut- andagskrár á Al- þingi í gær. Einar Már Sigurðarson, þingmaður Sam- fylkingar, gagn- rýndi hart að fram- lögin væru þau sömu og það þrátt fyrir að mjög mismunandi kröfur væru gerðar til skólanna. Þingmað- urinn sagði einkaháskólana síðan geta aukið við tekjur sínar með því að hækka skólagjöldin. Vandi Línu.nets Sjálfstæðismenn í borgarstjórn segja að skuldir Linu.nets nemi 2 miUjörðum og að vandi fyrirtækis- ins sé mun meiri en látið hefur ver- ið uppi. Fyrirtækið freistar þess nú að fá lán hjá lífeyrissjóöum. Hátt verö á ýsu Ýsuverð hefur verið mjög hátt að undanfórnu. Um 45 tonn af ýsu seld- ust á flskmörkuðum í gær fyrir rúmar 13 miUjónir króna. Meðal- verð var 261 króna á kílóið en lægsta verð var 134 krónur. Mbl.is greindi frá. Útlendingar í yfirheyrslu Níu erlendir ríkisborgarar voru færðir til yfirheyrslu hjá lögregl- unni í Kópavogi í gær. Þeir eru grunaðir um að starfa hér á landi án þess að hafa tUskUin atvinnu- og dvalarleyfi. VG á uppleiö Vinstrihreyfing- in grænt framboð fengi liðlega þriðj- ung atkvæða ef kos- ið væri tU bæjar- stjórnar á Akureyri nú. Sjálfstæðis- flokkurinn fengi tæplega 40% at- kvæða, Framsóknarflokkurinn tæp 20% og Akureyrarlistinn 6%. Þetta kemur fram í skoðanakönnun GaUups. -aþ Haldið til haga Ranghermt var nýlega í viðtali við Gunnar Gunnsteinsson leikstjóra að Kröfuhafar Strindbergs hefðu ekki verið settir á svið hér á landi. Hið rétta er að verkiö var leikið í Þjóð- leikhúsinu um miðjan 7. áratuginn. í aðalhlutverkum voru stórstjömumar Helga Valtýsdóttir, Rúrik Haraldsson og Gunnar Eyjólfsson. Leikstjórn var í höndum Lárasar Pálssonar og er sýningin er minnisstæð þeim er sáu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.