Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2001, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2001, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 Fréttir dv Reykjanesfjallgarðurinn allur mögulegt gossvæði: Dæmi um mjög löng gostímabil Hugsanlegt hraunrennsti - frá Reykjanesfjallgarði til norðvesturs REYKJAVÍKjT Garður,f SANDGERÐlV KEFL NJAF Hafnir < í kjölfar jarð- skjálfta í Bláfjöll- um á sunnudags- morgun og aðfara- nótt þriöjudags hafa vaknað spumingar um hvort nú sé að hefjast umbrota- hrina á Reykja- nesskaganum. Er þar rætt um hugs- anlega stórskjálfta austan Reykjavik- ur og möguleg eldgos. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræð- ingur segir í samtali við DV að ekkert sé enn í spilunum sem gefi til kynna að vænta megi stórtíðinda. Það eina sem gæti aukið líkur á eldgosi á Reykjanesskaganum sé sú mikla hreyfmg sem varð á jörðinni þar í fyrra, en slíkt hafi reyndar oft gerst áður án gosa. Hins vegar þyki þessir skjálftar nú frekar óvenjulegir bæði hvað staðsetningu og stærð varðar. Því fylgist jarðfræðingar nú mjög grannt með öllu sem gerist á svæðinu. „Maður reynir auðvitað að átta sig á því hvort þetta sé fyrirboði einhvers annars,“ segir Ragnar. „Það verður þó ekki sagt að við höfum séð enn sem komið er fyrirboða neins. Það er þó í gangi jarðskjálftahrina sem heldur hugsanlega eitthvað áfram.“ - Hvað um möguleg eldgos í ljósi jarðsögu Reykjanesskagans? Ragnar segir að á Reykjanesskagan- um geti gosið mjög víða. Þeir staðir eru þó yfirleitt á sprungubeltum sem fólk þekkir um miðbik skagans. Þau liggja yfirleitt frá suðvestri til norð- austurs. Mestar líkur eru á að fá gos nálægt þessum sprungubeltum. Gosopin í hvert sinn eru þó mjög mis- munandi. Það eru engin verulega mikO eldfjöll á Reykjanesskaganum, frekar gossprungur og gosop sem opn- ast á mismunandi stöðum og á mis- munandi timum. Löng gostímabil Á Reykjanesskaganum hafa komið löng tímabil þar sem mikið er um gos en á milli hafa komið löng goslaus tímabil. Á tímabilinu frá um 950 til um 1350 var mikið um gos á skagan- um og gaus víða. Þetta voru hraungos en þó ekki mjög stór á íslenskan mælikvarða. Annað svona tímabil var fyrir um 2000 árum. Ragnar segir að menn velti því fyrir sér núna hvort við séum hugsanlega að sigla inn í nýtt svona tímabil. „Maður sér þó engin veruleg merki þess.“ FJórða hrinan á hundrað árum Frá þvi um aldamótin 1900 hefur veriö mjög breytilegt ástand á Reykja- nesskaganum, að sögn Ragnars, hvað varðar jarðskjálfta. Þá var mjög mik- ið um jarðskjálftahrinur sem komu hver á fætur annarri. Slíkt gerðist aft- ur á tímabilinu 1930 til 1935 og síðan enn á ný 1968 til 1973. Undanfarin ár Eldgos í Heklu Gos á Reykjanesskaga hafa aö öllu jöfnu veriö hraungos. Þau hafa staö- iö, líkt og Kröflueldar, yfir langt tíma- bil. Dæmi eru um nokkur hundruö ára tímabil meö gosum af og til. hefur verið lítið um að vera þar til i Suðurlandsumbrotunum í fyrra. Þá fór mjög sterk hrina vestur allan Reykjanesskagann. „Auðvitað getur það gengið svo langt að það fari að byrja eldvirkni á nýjan leik. Mér finnst þó ekki líklegt að eldvirknitimabil byrji fyrr en eftir mjög miklar landbreytingar. Mér finnst því ekki neitt benda til að slikt tímabil sé um það bil að hefjast.“ Skjálftar geta orðið 6,5 stig Ragnar segir hugsanlegt að í kjölfar mikilla skjálfta á svæðinu og land- Eldgos í Eyjum 1973 Gos á Reykjanesskaga yröu líklega hvergi eins nærri byggö oggeröist í Vestmannaeyjagosinu. Líklega stendur byggöin í Grindavík þó næst mögulegu gossvæöi. breytinga gæti hafist nýtt gostímabil. Hann segir að gert sé ráð fyrir því í áhættumati að stærstu skjálftar á þessu svæði geti orðið allt að 6,5 á Richter-kvarða. Stærstu skjálftar sem mælst hafa á svæðinu uröu skammt vestur af Bláfjöllum 1929. Þá mældist skjálfti sem talinn er hafa veriö 6,3 á Richter en stærstu skjálftarnir á Suð- urlandi í fyrra mældust um 6,6. Aðeins 10 km frá Reykjavík Skjálftamir að undanfórnu hafa einmitt verið á svæðinu vestan Blá- fjalla. Skjálftinn 1929 er talinn hafa verið á norðurenda skjálftasprungu sem er einungis um 10 km austur af austustu byggð Reykjavíkur. Ekki er vitað um miklar skemmdir í skjálftan- um 1929 í Reykjavík en þá var byggð- in mun minni en nú. Gos möguleg hvar sem er á Reykjanesi Ef goshrina hæfist á Reykja- nesskaga er i sjálfu sér möguleiki á gosi á öllu svæðinu frá Reykjanesvita og alla leið upp á Hellisheiði og einnig í sjó út af Reykjanesi. Hraun eru ekki eins þunnfljótandi og í Kröflueldum en þau gætu samt farið yfir mikið flæmi á nokkrum dögum eða vikum. Hraun leitar undan brekkunni líkt og vatn. Ragnar telur þó ekki miklar lík- ur á því að hraun rynnu t.d. niður í Hafnaríjörð þó slíkt sé ekki útilokað. Miklu meiri líkur séu á að hraun rynnu fyrir sunnan Hafnarfjörðinn, þar sem landið er lægra. Það færi þó allt eftir því hvar hugsanlegt gos kæmi upp. Einnig gætu hraun runnið á Reykjanesskaganum til suðurs og jafnvel út i sjó. -HKr. Gos á Reykjaneskaga Líklegast er aö hraun úr eldgosum á svæöinu rynnu yfir láglendasta svæö- iö sunnan Hafnarfjaröar. Einnig er lík- legt aö hraun rynnu suöur af fjall- garöinum og þá jafnvet í sjó fram. Biðlistar á sjúkrahúsum eru heldur að lengjast og voru þó langir fyrir: Þurfa að bíða í 82 vikur eftir aðgerð - yfir þúsund manns bíða eftir bæklunaraðgerð Alls voru 828 sjúklingar á biðlist- um almennra skurðdeilda sjúkra- húsanna í landinu í maí síðastliðn- um, þar af 457 á Landspítalanum við Hringbraut. Að jafnaði þurftu biðlistasjúklingar þar að bíða í 82 vikur eftir að komast í aðgerð. Þess- ar upplýsingar komu fram í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráð- herra til Þuríðar Backman, þing- manns VG, sem spurði á Alþingi hvemig fjöldi sjúklinga á biðlistum eftir þjónustu í heilbrigðiskerflnu hefði þróast á síðustu árum. Flestir á bæklunarlista Flestir sjúklingar bíða eftir að komast í aðgerðir bæklunarlækna og á biðlistum voru í maí 1.024 sjúk- lingar. Á Landspítalanum við Hringbraut biðu 329 og lítið eitt færri í Fossvogi. Biðtíminn var þó sýnu skemmri á fyrmefnda staðn- um, en Fossvogssjúklingar þurfa að bíða í meira en ár. Þá biðu 205 eftir því að kom- ast í bæklunarað- gerðir við Sjúkra- hús Akraness. Þá bíða einnig marg- ir sjúklingar eftir því að komast í endurhæflngu, sem oft er beint framhald til að mynda af bæklunar- og hjartaað- gerðum. i maí sl. voru þeir alls 1.114, flestir á Reykjalundi eða alls 945 sjúklingar. Einnig eru biðlistar eftir aðgerð- um á kvennadeildum langir. i maí sl. biöu 270 konur eftir því að kom- ast í aðgerðir á Landspítalanum við Hringbraut og biðtíminn þar er að jafnaði fjórtán vikur. Á St. Jósefs- spítala í Hafnarfíröi biðu 125 konur eftir aðgeröarplássi í vor. Ekki liggur fyrir hve margir bíða eftir þjón- ustu sjúkrahús- anna um þessar mundir en Ijóst er að biðlistar hafa verið að lengjast miðað við árið 2000. Fari út á land í samtali við DV sagði Þuríður Backman að ljóst væri af þessum tölum að dæma að þjónusta skurð- deilda sjúkrahúsanna, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu, væri ófull- nægjandi. Hún kvaðst og sjá fyrir sér að margir gætu stytt sér biðina eftir aðgerðum með því aö leita til sjúkrahúsanna úti um land, aðstaða þeirra og mannafli væri oft og tíö- um vannýtt. Hún nefndi í þessu sambandi svefnrannsóknir; á fjórða hundrað manns biðu eftir því að komast í slikar rannsóknir á Vífils- stöðum á sama tíma og hægt væri að komast fljótt inn til slíkra rann- sókna á til dæmis Fjórðungssjúkra- húsinu i Neskaupstað. Því mætti kynna betur þjónustu þá sem lands- byggðarsjúkrahúsin bjóða upp á og beina sjúklingum þangað. Þuríður sagði að hafa yrði í huga að það væri þjóöfélaginu dýrt að fólk þyrfti að bíða lengi eftir aðgerð- um. Kostnaður þessi væri hins veg- ar ekki auðsær, og því væri freistast til að fresta aðgerðum. Þingmaöur- inn sagði einnig að ljóst mætti vera að verkfall sjúkraliða myndi aug- ljóslega valda því að biðlistar sjúkrahúsanna eftir aðgerðum og þjónustu lengdust enn meira en nú er þegar - og ykju þannig kostnað samfélagsins af því að fólk fengi ekki í tíma þá þjónustu frá heil- brigðiskerfinu sem því bæri. -sbs Jón Kristjánsson. Þuríöur Backman. Umsjón: Birgir Guömundsson netfang: birgir@dv.is Bara einn Þórarinn Viftar Þórarinn V. Þórarinsson, tíma- bundið fyrrverandi forstjóri Símans, var að koma flugleiðis frá London í síðustu viku. Þar i sem allir vita jú að það er bara einn Þór- arinn Viðar þá fannst honum ekki ástæða til að flagga I persónuskilríkjmn og | neitaði því að fram- vísa vegabréfi sínu. Tollarar voru honum ekki alveg sam- mála. Bretland er ekki hluti af Schengen og er öllum farþegum sem þaðan koma skylt að sýna vegabréf við komuna hingað til lands. Þórarinn taldi hins vegar nægilegt að sýna öku- skírteini. Hugðist Þórarinn síðan ganga rösklega á braut og stefndi að útgönguhliðinu. Landamæraverðir hlupu þá til og læstu því í hvelli. Fílefldir verðir færðu Þórarin síðan á varðstofu flugstöðvarinnar. Þar dró Þórarinn loks upp vegabréfið sem hann hafði verið með í vasanum allan tímann. Sagt er að hver einasti tollari á vellinum viti nú nákvæmlega hvem- ig Þórarinn V. Þórarinsson lítur út... Kostaboð snillingsins Fjölmiðlar landsins eru sífellt að „bögga" fólk eins og stjórnmálamenn hafa fyrir löngu komist að. Það má ekki belja miga án þess að því sé slegið upp. Það nýjasta er umfjöllun um upp- rennandi viðskipta- snilling verslunar- keðjunnar Costgo. Þar er Goða Jó- hanni Gunnarssyni nuddað upp úr sinni vafasömu fortíð. Pottverjum þykir augljóst að hér sé á ferðinni hrein öf- und. Maður sem geti boðið öllum helstu verslunarkeðjum landsins birg- inn hljóti að vera snillingur. Hann býður almenningi matvöru og raftæki nánast gefins. Að vísu er skilyrði að borga fimm þúsund kall fyrir bækling sem ekki er til. Skítt með það - enda mikið borgandi fyrir slík kostaboð ...! Skilift ráðuneytunum! Eftir sex ára stjórnarsamstarf er kominn tími til þess að sjónarmið framsóknarmanna fái að njóta sín í þeim ráðuneytum sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur nú með höndum. Þetta segja ungir framsóknar- menn eftir kröftugan fund um helgina. Sjálf- stæðisflokkurinn hef- ur farið með flest al- mennileg ráðuneyti allt frá tið Viðeyj- arstjórnarinnar. Nú gengur hreinlega ekki lengur að Davíð Oddsson dragi Halldór Ásgrímsson, forystusauð framsóknar, á asnaeyrum. Davíð skili öllum alvöru ráðuneytunum í hlöðu Dóra og sjálfur getur hann átt öfl þessi hallærisráðuneyti framsóknar...! Góðir stuftningsmenn...! í nýjasta tölublaði Samfylkingar- innar i Hafnarfirði rifjar Ingvar Viktorsson, fyrrv. bæjarstjóri og odd- viti krata í Firðin- um, upp samstarfið við klofningslið Jó- hanns G. Berg- þórssonar úr Sjálf- stæðisflokknum kjörtímabilið 1994-1998. Segir Ingvar samstarfið hafa gengið vel. „Síð- an kom upp brotalöm innan Alþýðu- flokksins," segir Ingvar en öll stjórn Alþýðuflokksfélagsins gekk þá út til að mótmæla samstarfmu. Ingvari fannst það ómakleg mótmæli og því hafi um 1000 Alþýðuflokksmenn setið heima til að mótmæla þessari ósann- gjörnu uppákomu í kosningunum 1998. Pottverjum þykir það þó sér- kennileg söguskýring að flokksmenn hafi sýnt oddvitanum stuðning með því að sitja heima. Nú er Ingvar í heiðurssætinu hjá Samfylkingunni. Ætli þúsundmenningarnir kjósi þá Vinstri-græna i næstu kosningum til að sýna enn meiri stuðning ...?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.