Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2001, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2001, Síða 7
FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 8001 I>V Fréttir Flateyrarkvikmyndin í faðmi hafsins fær afsvar hjá Kvikmyndasjóði: Hin glaða þorpsímynd sögð ósannfærandi - hallærislegur hroki, segir Einar Oddur Kristjánsson Sögusviöið er of þröngt og hin glaða þorpsímynd ósannfærandi. Þetta er mat Kvikmyndasjóðs ís- lands sem hafnaði umsókn kvik- myndafélagsins 1 einni sæng ehf. um styrk vegna gerðar kvikmyndar- innar I faðmi hafsins sem byggð er á verðlaunahandriti kvikmynda- sjóðs frá 1998. Kvikmyndafélagið hefur nú selt sýningarréttinn á myndinni til Sjónvarpsins sem væntanlega mun sýna landsmönn- um hana um næstu páska. Upphaf- lega sótti kvikmyndafélagið um styrk til Kvikmyndasjóðs 1998, það hefur verið gert allar götur síðan og alltaf verið gefið afsvar. „Mér finnst þetta svar Kvik- myndasjóðs um að hin glaða þorps- ímynd sé ósannfærandi óskaplega hallærislegur hroki,“ sagði Einar Oddur Kristjáns- son, alþingismað- ur Vestfirðinga, í samtali við DV. Einari Oddi bregður fyrir í hlutverki prests í umræddri kvik- mynd. Það eru þeir Lýður læknir Árnason og Jóakim Reynis- son sem skrifa handritið að kvikmyndinni í Faðmi hafsins. Myndin segir frá brúðkaupi í litlu sjávarþorpi úti á landi. Á brúð- kaupsnóttina hverfur brúðurin og í leit sinni teymist brúðguminn æ lengra út í hluti sem eru á mörkun- Einar Oddur Kristjánsson Óskaplega hall- æristegt. Þorfinnur Ómarsson Höfnum oft góö- um hugmyndum. .Lýður Árnason Handritiö sótt í þjóösögurnar. um að vera þessa heims. Framvind- an er allsérstök og sækir efnivið að einhverju leyti i brunn íslenskra þjóðsagna. Hjá Kvikmyndasjóði lásu menn handrit myndarinnar yfir og í sér- stakri lestrarskýrslu sem gerð var segir að grunnhugmynd myndar- innar sé nýstárleg en efnistökum aftur á móti áfátt. Aðalpersónur séu samúðarfullar, aukapersónur flatar, sagan gangi ágætlega upp en hliðar- sögur séu yfirborðskenndar. - í samtali við DV sagði Þorfinnur Ómarsson, framkvæmdastjóri Kvik- myndasjóðs, að auðvitað væru þeir menn sem læsu yfir handrit þau sem bærust til sjóðsins ekki óskeik- ulir en þeir ynnu sín störf eftir bestu samvisku. Skiljanlegt væri að mönnum sárnaði ef verk sem þeir væru ef til vUl búnir að vera með f smíðum til fjölda ára fengju ekki styrki en við því væri fátt aö segja. Eðli málsins samkvæmt þyrfti líka oft að hafna ýmsum hugmyndum, þótt góðar væru. -sbs Skagafjörður: Bæjarfulltrúi ótt- ast að steinullin hverfi úr bænum Nýi meirihlutinn í sveitarstjóm Skagafjaröar hyggst ná fram 600 milljóna króna lækkun skulda sveit- arsjóðs fyrir lok ársins, 370 milljón- ir í gegnum veitumar, 100 miiljónir með stofnun húsfélagsins um eignir sveitarfélagsins og 130 milljónir með sölu steinullarbréfanna sem verða m.a. boðin starfsmönnum til kaups. Meirihluti sveitarstjómar Skaga- íjarðar bar fram tiilögu á sveitar- stjómarfundum í vikunni þess efn- is: að fela sveitarstjóra að gera aðil- um aö hluthafasamkomulagi Stein- ullarverksmiðjunnar hf. tilboð um sölu á hlutabréfum sveitarfélagsins. Gísli Gunnarsson, oddviti sjálf- stæöismanna í minnihluta, sagði ljóst að bréfín væm virt á gengi um 2,1, sem hann taldi ekki viðunandi. Gísli taldi mikla bjartsýni að ætla að selja bréfln á þessu ári og sagði að ýmsir væru þeirrar skoðunar að ef sveitarfélagið myndi selja sinn eignarhlut i fyrirtækinu yrði hætt- an sú að verksmiðjan yrði flutt úr bænum með tíð og tíma. -ÞÁ. Þórarinn B. Jónsson á Akureyri: Segir Tækifæri ekki tækifæri - ekki umburðarlynt fjármagn DVJviyND GVA Bestu vinir Óhætt er aö segja að þær Alma Dögg Guömundsdóttir og mexíkóski smá- hundurinn hennar, hún Bella, séu bestu vinir enda kann Bella líka hvergi betur viö sig en í fanginu á Ölmu. Hollvinir Ingólfsbæjar: Borgin hætti viö hótel Samtökin Hollvinir Ingólfsbæjar hafa afhent Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra lista með undirskriftum 133 ibúa Grjótaþorps og nágrennis auk 244 undirskrifta fólks úr öðrum hverfum borgarinn- ar þar sem skorað er á borgaryfir- völd að hverfa frá byggingaráform- um í suðausturhomi Grjótaþorps. Hollvinir vilja standa vörð um þær fornleifar sem fundust við Aðal- stræti á liðnu sumri og telja þær ómetanleg menningarverðmæti. Þarna sé að finna heimili einnar fyrstu fjölskyldu sem settist að í landinu og fátt líklegra en húsráð- endur hafi verið landnámshjónin Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróðadóttir. Þá segir í áskoruninni að því hafi verið haldið fram að sátt ríkti um fyrirhugaða hótelbyggingu og bíla- geymslu, yfir og undir fornminjun- um, en undirskriftaskjölin beri annarri skoðun íbúa vitni. -aþ Samtök verslunar: Mótmæla varúðar- merkingum Á Alþingi hefur verið lagt fram frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum þar sem lagt er til að sérstakar varúðarmerkingar verði teknar upp á umbúðir áfengis; ann- ars vegar til varnar vanfærum kon- um og hins vegar ökumönnum vél- knúinna ökutækja. Samtök verslunarinnar mótmæla frumvarpinu og telja að með því sé allt of langt gengið í forræðishyggju og að dæmið hafi ekki verið reiknað til enda. Samtökin segja að verði frum- varpið að lögum muni það hafa í för með sér hækkun á verði áfengis auk þess sem vöruúrval muni hugsan- lega minnka til muna. Þá lýsi það skammsýni að ef frumvarpið verði að lögum sé gert ráð fyrir gildistöku þegar í stað og enginn aðlögunar- tími sé veittur. Þá segja samtökin að merkingun- um sé ætlað að vara fólk við hætt- um sem öllum eru kunnar og því ekki ástæða til að leggja þennan við- bótarkostnað á dreifmgarfyrirtæki. -aþ Þórarinn B. Jónsson, bæjarfúlltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, lagðist á bæjarstjómarfundi á þriðjudag gegn því að Akureyrarbær yki hlutafé sitt í fjárfestingarsjóðnum Tækifæri, en þessi sjóður var settur upp m.a. fyrir atbeina bæjarins til þess að stuðla að fjárfest- ingu og nýsköpun hjá fyrirtækjum á Norðurlandi. Þórarinn sagði að upphaf- lega hefði verið talað um að sjóðurinn ætti að bjóða umburðarlynt fjármagn til að gefa norðlenskum fyrirtækjum tæki- færi, en þegar til hafi komið hafi fjár- festingarstefna sjóðsins orðið allt önnur. Ströng skilyrði og 20% arðsemiskrafa - sem sé gríðarlegur fjármagnskostnaður fyrir viðkomandi fyrirtæki - sé gerð til sjóðsins sem útiloki mörg fyrirtæki frá þjónustu hans, fyrirtæki sem þó hefðu þurft á þessari aðstoð að halda, en engu að síður hafi sjóðurinn tapað um 40 miiljónum á fjárfestingum sínum. Taldi Þórarinn vafasamt að bærinn væri að setja fé sitt í sjóð af þessu tagi. Hann sagði jafhframt að sér hefði ekki þótt mikið þótt sjóðurinn hefði tapað jafnvel enn meira fé ef upphafleg markmið hans hefðu náð fram að ganga og boðið hefði verið umburðarlynt fjármagn. Þá hefðu margir í það minnsta fengið tæki- færi. Þórarinn er þama í minnihluta, því bæði Kristján Þór Júlíusson, Jakob Bjömsson og Sigurður J. Sigurðsson, sem allir kvöddu sér hljcðs vegna þessa máls, telja sjóðinn af hinu góða. Þeir töldu hins vegar eðlilegt að málið yrði skoðað gaumgæfilega áður en bærinn legði meira fé i sjóðinn, en sú tillaga var ekki til formlegrar afgreiðslu á fúndin- um í gær. -BG Handvttrttsfélk sélnaéllar (Ölæátlegut jólamarkaíiur Til stendur að setja á laggirnar mjög áhugaverðan jólamarkað í salarkynnum Þinghús Café í Hveragerði (gamla Hótel Hveragerði) frá 1. desember til 24. desember- marlcað með sem breiðast úrval af jólavörum. Nir sem hafa áhyga á að tryggja sér bás hafi sanebðnd við Helgu i sima 483 5212, 83 4663 eða 696 3357 eða með tölvupóstl á netfanglð shelgasv®mmedia.ls

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.