Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2001, Qupperneq 8
8
FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001
Landið
íslandsfugl á Dalvík:
Bæjarstjóri á að
fara með fjármálin
- Rögnvaldur Skíöi Friöbjörnsson tekur viö starfinu þegar kjörtímabilinu lýkur næsta vor
íslandsfugl ehf. hefur ráöið Rögn-
vald Skíða Friðbjömsson, bæjar-
stjóra í Dalvíkurbyggð, í stöðu fjár-
málastjóra fyrirtækisins og mun
hann hefja störf hjá íslandsfugli að
loknu yfirstandandi kjörtímabili
núsitjandi sveitarstjórnar Dalvíkur-
byggðar en því lýkur næsta vor.
Á fundi bæjarráðs Dalvíkur-
byggðar sl. fimmtudag greindi
Rögnvaldur Skíði frá þeirri ákvörð-
un sinni að ráða sig til starfa hjá ís-
landsfugli ehf. við lok þessa kjör-
tímabils. Rögnvaldur Skíði baðst
jafnframt undan því að vinna að
málefnum íslandsfugls komi þau til
umfjöllunar hjá sveitarfélaginu á
meðan hann gegnir starfi bæjar-
stjóra og varð bæjarráð við þeirri
ósk.
Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson
hóf störf sem bæjarstjóri Dalvíkur-
Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson,
byggðar í júní 1994 og lýkur því i vor
sínu öðru kjörtímabili í starfi bæjar-
stjóra. Áður var Rögnvaldur Skíði
skrifstofustjóri og síðar útibússtjóri
Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík sam-
tals í 22 ár.
íslandsfugl ehf. er eins og kunnugt
er kjúklingaframleiðslufyrirtæki sem
hóf starfsemi sl. vetur. Varphús er á
Árskógsströnd, eldishús í landi Ytra-
Holts, sunnan Dalvíkur, og slátur- og
vinnsluhús og útungunarstöð á Dal-
vík. Slátrun hófst í ágúst síðastliðn-
um og er slátrað milli 10 og 11 þúsund
fuglum í hverri viku. Uppbygging Is-
landsfugls hefur verið hröð og hún
mun halda áfram. Nú er hafin bygg-
ing annars varphúss á Árskógsströnd
og er stefnt á að það verði komið und-
ir þak í desember.
Á fimmta tug starfsmanna eru nú á
launaskrá hjá íslandsfugli ehf. -hiá
Meirihluti sjálfstæðismanna býður Búseta velkominn á Álftanesið:
Búseti byggir leiguíbúð-
ir í Bessastaðahreppi
Vatn Seyðfirðinga
Vatnsbúskap á Seyðisfirði á aö
bæta, finna heitt og kalt vatn úr
jörðu, en það er í dag fengið
úr lækjum.
Seyðisfjörður:
Leitað að heitu
vatni og köldu
Undanfarna daga hefur jarðbor-
inn frá Alvarr leitað að heitu vatni
á Seyðisfirði. Þessi leit hefur ekki
borið árangur enn sem komið er.
Þegar komið var niður á 120 metra
dýpi kólnaði hitastigullinn. Borun
er því hætt á þessum stað og ekki
búiö að taka ákvörðun um næstu
framkvæmdir í heitavatnsleitinni.
En næsta verkefni er borun eftir
köldu vatni fyrir bæinn. í dag er
rekin rándýr hreinsistöð fyrir
vatnið sem er tekið úr ánni og þarf
ekki nema eitt umhverfisslys til
þess að það verði ónýtt til mann-
eldis. -KÞ
Á fundi hreppsnefndar Bessa-
staðahrepps 16. október sl. var
samþykkt viljayfirlýsing milli
Bessastaðahrepps og húsnæðis-
samvinnufélagsins Búseta um að á
vegum Búseta verði byggðar 15-20
leiguíbúðir í Bessastaðahreppi á
næstu 2-4 árum.
Viljayfirlýsing Bessastaðahrepps
og Búseta er gerð með hliðsjón af
sérstöku átaki til fjölgunar leigu-
íbúða á höfuðborgarsvæðinu, sem
félagsmálaráðherra, Páll Péturs-
son, lagði grunninn að meö sam-
komulagi sínu við íbúðalánasjóð,
Samband lífeyrissjóðanna og Bú-
seta í apríl sl. um að Búseti taki að
sér að byggja og reka 300 leigu-
íbúðir á höfuöborgarsvæðinu á
næstu fjórum árum.
Samkvæmt viljayfirlýsingunni
stefnir Búseti að því að byggja og
reka hagkvæmar íbúðir i Bessa-
staðahreppi og verður lögð áhersla
á minni íbúðir. Þá er gert ráð fyr-
ir því að Bessastaðahreppur út-
hluti í upphafi allt að þriðjungi
þess fjölda leiguíbúða sem sam-
þykkt verður að byggja og að þeg-
ar íbúðir losna í framtíðinni muni
Búseti gefa sveitarfélaginu kost á
að auglýsa íbúðimar lausar til
leigu, áður en til almennrar aug-
lýsingar af hálfu Búseta kemur.
Viljayfirlýsingin við Búseta var
samþykkt í hreppsnefnd Bessa-
staðahrepps með íjórum atkvæð-
um fulltrúa Sjálfstæðisfélagsins í
hreppsnefndinni. Þrír fulltrúar
minnihlutans sátu hjá og létu bóka
að þeir líti svo á að hér sé á ferð-
inni mjög jákvætt mál, en viljayfir-
lýsingin sé ótímabær, þar sem
land, deiliskipulag og áætlaður
kostnaður hreppsins viö landa-
kaup, gatnagerð og lagnir liggi
ekki fyrir. Viljayfirlýsingin var
undirrituð á skrifstofu Bessastaða-
hrepps á Bjarnastöðum fyrir
skömmu. -DVÓ
DV-MYND SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON
Vetrarlegt
Það var orðið vetrarlegt norðan heiöa fyrsta vetrardag og snjór kominn í fjöll. Þessi fallega vetrarstilla er frá svæðinu
vestanvert við Vatnsdalshóla.
Sveitarfélögin:
Holræsamál-
in eru þeim
um megn
Bæjarráð Akraness fjallaði ný-
lega um holræsamál sveitarfélaga
landsins og telur ljóst að fjölmörg
sveitarfélög munu ekki geta uppfyllt
skilyrði mengunarvarnareglugerða
varðandi holræsamál fyrir árið 2005
vegna gífurlegs kostnaðar.
Bæjarráðið skorar á stjórn Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga að
taka nú þegar upp viðræður við rík-
is.stjómina um málið. Nauðsynlegt
er áð leita leiða sem taki tillit til
séraðstæðna hjá sveitarfélögum í
því skyni að lækka framkvæmda-
kostnað. Að auki verði óskað eftir
frekari þátttöku ríkisins í heildar-
kostnaði verkefnisins og sett verði
ný tímamörk sem unnt verði að
standa við. -DVÓ
—
Vífilsstaöaspítali.
Vilja taka við
rekstri Vífils-
staðaspítaia
Garðbæingar eru tilbúnir að taka
við rekstri Vífilsstaðaspítala og
reka þar hjúkrunarheimili fyrir
aldraða. Málið var rætt á síðasta
fundi bæjarráðs Garðabæjar og var
samþykkt samhljóða að taka upp
viðræður við heilbrigðisráðherra og
forstjóra sjúkrahússins um mögu-
leika Garðabæjar eða eftir atvikum
Dvalar- og hjúkrunarheimilisins
Holtsbúðar á því að sinna þeim
rekstri. Bæjarráð segir mikla og
vaxandi þörf fyrir dvalar- og hjúkr-
unarrými í Garðabæ og brýnt sé að
leita allra hugsanlegra leiða til þess
að mæta þeirri þörf á næstu misser-
um. Enn fremur var samþykkt að
ræða framtíðarnýtingu á lóð Vífils-
staðaspítala. -DVÓ
Bjargvættur
Vllhjálmur Blrgisson gangavörður -
hann sýndi snarræði og slökkti eld I
göngunum nýlega.
Hratt ekið í göngunum:
Tekinn á 121 km
hraða og borgaði
50 þúsund í sekt
Dregið hefur úr hraða í göngun-
um en ástandið er þó ekki nógu gott
að því er kemur fram á vefsíðu Spal-
ar. Þrátt fyrir að dregið hafi úr
hraðakstri í Hvalljarðargöngunum
eftir tilkomu hraðaljósmyndavél-
anna er ástandið hvergi nærri gott
og í vikunni valt bifreið í göngun-
um eins og kunnugt er. Alls voru
331 ökumaður festir á filmu vegna
hraðaksturs vikuna 14. til 21. sept-
ember síðastliðinn svo ein vika sé
tekin af handahófi.
Að sögn Viðars Waage, varðstjóra
hjá lögreglunni í Reykjavík, óku
flestir þeirra sem teknir voru fyrir
of hraðan akstur á 80 til 100 km
hraða á klukkustund. Mesti hraði
sem hraðamyndavélin hefur mælt í
göngunum var 121 km á klukku-
stund og þurfti ökumaður bílsins að
greiða 50.000 krónur í sekt.
Sektir fyrir hraðakstur í
göngunum eru sem hér segir:
5 .000 króna sekt ef ekið er á hrað-
anum 81 km til 85 km.
10.000 króna sekt ef ekið er á
hraðanum 86 km til 90 km.
15.000 króna sekt ef ekið er á
hraðanum 91 km til 95 km.
20.000 króna sekt ef ekið er á
hraðanum 96 km til 100 km.
30.000 króna sekt ef ekið er á
hraðanum 101 km til 110 km.
40.000 króna sekt ef ekið er á
hraðanum 111 km til 120 km.
50.000 króna sekt ef ekið er á
hraðanum 121 km til 130 km.
-DVÓ