Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2001, Síða 11
11
FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001
DV Fréttir
Hlutabréfamarkaðir
Mælikvarði á hvort efnahagur þjóða er á upp- eða niðurleið.
Undraveröld _______
Laden veldur misskilningi
ítalska lög-
reglan hafði
flutningabíl-
stjóra í haldi í
tiu klukku-
stundir á
sunnudag eftir
að grunsamlegt
orð fannst í
fylgiskjölunum
með farminum.
Orðið var
„Laden“.
Laganna verðir héidu að þeir væru
nú aldeilis komnir í feitt þar sem þeir
voru á höttunum eftir flutningabil
I sem óttast var að væri að flytja
sprengiefni í hryðjuverk á vegum
hins ógurlega Osama bin Ladens.
Flutningabíliinn var á leið frá ítaliu
til Sviss. Bílstjórinn talaði enga
ítölsku og pappirarnir með varningn-
um voru á þýsku. Og ekki töluðu
ítölsku lögregluþjónarnir neina þýsku.
Sprengjusérfræðingar voru kallaðir
til og við nákvæma leit kom í ljós að
bíllinn var drekkhlaðinn vini. Og dul-
arfulla orðið „Laden“ er náttúrlega
bara sagnorðið „að hlaða“ á þýsku,
eins og allir vita sem einhverja þýsku
hafa lært.
Er nema von menn telji þörf á að
helga árið í ár tungumálakunnáttu.
Ekki hefði nú veitt af hér.
Hvert leiða stefn-
ur og straumar?
ur allt eins orðið að kreppu og er þá
jafnvel minnt á dimmu dagana árið
1929 þegar verðbréfin í Wafl Street
féllu sem aldrei fyrr og
heimskreppa skafl á.
Vestur í heimi er Greenspan,
seðlabankastjóri Bandaríkjanna,
einn áhrifamesti örlagavaldur efna-
hagsþróunar í umfangsmesta efna-
hagskerfi heims. Hvert orð sem
karlinn segir hefur áhrif á verð-
bréfamarkaðinn og þar með allt
efnahagslífið. Síðan samdrátturinn
hófst vorið 2000 hefur Greenspan
lækkað vexti enn og aftur til að örfa
framleiðslu og eyðslu.
Til þessara vaxtalækkana er litið
þegar íslenskir athafnamenn eru að
heimta að vextir verði lækkaðir hér
á landi en þeim er haldið háum af
öfugri ástæðu við það sem gerist i
Bandaríkjunum. Hér álítur Seðla-
bankinn að háir vextir örfi sparnað
og dragi úr kaupgleði og þar með úr
viðskiptahalla sem kvað vera efna-
hagsumhverfinu hættulegur þegar
ekki dregur úr honum árum saman.
Bólga og hjöðnun
Skuggahliðar samdráttarins
koma í ljós hver af annarri. Alvar-
legast er, atvinnuleysið sem vex
hröðum skrefum vestan hafs en
einnig í Evrópu og Japan þar sem
það var sáralítið fram að Asíukrís-
unni 1998. Japanska hagkerfið hefur
aldrei náð sér eftir þær hremming-
ar og eru flestir eða allir bankar
landsins stórskuldugir og þeim
haldið gangandi með ríkisframlög-
um. Ekki er hægt að kenna háum
vöxtum í Japan um hvernig komið
er því þeir eru engir.
Verðbólgan þar er einnig nei-
kvæð sem þýðir verðhjöðnun sem
leiðir til þeirrar undarlegu niður-
stöðu að fólk heldur að sér höndum
og kaupir helst ekki neitt nema
brýnustu nauðsynjar, því betra er
að láta kaup bíða til næsta árs þeg-
ar allt verður orðið enn ódýrara en
það er nú. Vaxtaleysi sparifjárins
veldur minni áhyggjum en því að
kaupa vöru á yfirverði, sem síðan á
eftir að lækka verulega í verði.
Þessi öfugþróun leiðir óhjákvæmi-
lega til að framleiðsla dregst saman
og hringrás fjármagnsins stýflast.
í Evrópusambandinu er atvinnu-
leysi þegar mikið og eykst með
auknum samdrætti. Ekki virðast
hagspekingar geta komið sér saman
um hve lengi samdráttarskeiðið
varir og hve djúp sveiflan verður.
Hér á landi er talað um mjúka lend-
ingu sem hlýtur að vera heppilegri
en hörð lending og harkaleg. Með
því er átt við að samdrátturinn sé
óhjákvæmileg staðreynd sem takast
verður á við en leitast við að gera
skaðann sem minnstan.
Út í hött
Oft er verið að reyna að kenna
hryðjuverkunum í New York og
Washington þann 11. september sl.
um samdráttinn í efnahagslífi
heimsins. Það er út í hött því verð-
fall hlutabréfa og síminnkandi al-
menn viðskipti voru löngu hafm áð-
ur en glæpamennirnir gerðu árás-
Efnahagur heimsbyggðar-
innar hefur verið á niður-
leið í 18 mánuði. Verð
hlutabréfa er ágœtur mœli-
kvarði á efnahagshræringar
og hér á landi náðu hluta-
bréfin hæstu verði í mars
árið 2000 en hafa farið
lœkkandi allt síðan. Það er
að segja meðaltalsverðið.
Einstaka fyrirtæki standa
sig betur en önnur en efna-
hagshrunið er staðreynd
sem ekki verður horft fram
hjá. íslenskt efnahagslíf
fylgir þeim straumum og
stefnum sem verða í út-
landinu og eru áhrifin í
okkar litla hagkerfi furðu
lík þeim sem verða úti í
hinum stóra heimi.
irnar á helstu tákn stærsta éfna-
hagskerfi heims og öflugasta hern-
aðarveldisins.
Hitt er samt staðreynd að afleið-
ingar árásanna hafa talsverð áhrif á
efnahagsþróunina. í Bandarikjun-
um lækkar seðlabankastjórinn vexti
aftur og aftur til að örva peninga-
flæðið um æðar athafnalífsins. En
almenningur er litt snortinn yfir
þeim kúnstum og hefur dregið mjög
úr smásöluverslun og ýmiss konar
þjónustu eftir árásirnar.
Eftir að gagnárásirnar hófust á
Afganistan og æsileg leit að Osoma
bin Laden hefur enn dregið úr
neyslunni með þeim afleiðingum að
efnahagskerfið skreppur enn saman
með tilheyrandi afleiðingum sem
eru atvinnuleysi og gjaldþrot fyrir-
tækja eða þegar best lætur mikill
samdráttur í starfseminni í hagræð-
ingarskyni.
Á heljarþröm
Hagfræðingar eru orðnir eins og
veðurfræðingar, þeirra aðalstarf er
að spá í efnahagsþróun framtíðar-
innar. En það vill takast misjafn-
lega. Tveim árum áður en samdrátt-
urinn hófst árið 2000 spáðu allir
efnahagssérfræðingar breska
tímaritsins The Economist því að
útblásin blaðra efnahagslífsins væri
að springa. Þeir héldu því stíft fram
að hlutabréfamarkaðurinn væri
kominn á heljarþröm og að vænt-
ingar hugbúnaðarfyrirtækjanna og
fleiri félagagerða gætu ekki staðist.
Á þetta vildu fæstir hlusta og
voru menn farnir að telja sér trú
um að upp væru komin ný hagkerfi
með alþjóðavæðingu og fleiru og
ættu gamlar hugmyndir ekki við
um allar þær nýjungar. En nýja
hagkerfið reyndist aldrei annað en
það gamla á grimuballi, eins og áð-
ur hefur verið bent á og efnahags-
lögmálin breytast ekki þótt þeim sé
gefið annað nafn. Spár þeirra
Economist-karla og kvenna eru að
rætast, hvort sem mönnum líkar
betur eða verr.
En framtíðarspárnar eru enn á
reiki. Sumir spá stuttu samdráttar-
skeiði sem muni jafna sig jafnvel á
næsta ári en aðrir þykjast sjá fram
á enn meiri samdrátt sem síðar get-
Öflugu kerfin á niðurleið
Þeir punktar sem hér er tæpt á
eru flestir sóttir í breska blaðið Gu-
ardian sem yfirleitt er heldur
íhaldssamt á sinn róttæka hátt. Þar
á bæ eru menn ekki alltof bjartsýn-
ir á framvindu efnahagsmála í
heiminum, sem þrátt fyrir allan al-
þjóðasamruna skiptist í svæði sem
hvert lýtur sínum lögmálum. Öflug-
ast og mikilverðast er bandaríska
efnahagskerfið sem önnur kerfi
draga dám af, viljandi sem óvilj-
andi. Japan taldist lengi ráða yfir
næstmikilvægasta efnahagskerfinu
en nú eru áhöld um hvort það fæst
staðist þar sem verðhjöðnun og önn-
ur óáran hrellir allan japanskan
efnahag og sýnist enginn vita með
neinni vissu hvenær fer að sjá til
sólar á ný í landi sólaruppkomunn-
ar.
Evrópusambandið er enn eitt
efnahagskerfið sem telja verður öfl-
ugt. En þar eru óveðursblikur á
lofti, sérstaklega í Þýskalandi, sem
er öflugasta ríkið innan samtak-
anna og getur þar allt farið á ýmsa
lund þótt evran verði sameiginlegur
gjaldmiðill flestra ríkjanna um ára-
mótin. En það skiptir í sjálfu sér
engum sköpum í efnahagsþróun-
inni.
Stríðið í Afganistan getur haft
mikil áhrif á þróun efnahagsmála í
heiminum. Ef það dregst á langinn
og þróast upp í að verða styrjöld
milli trúarhugmynda, eins og allt
eins getur orðið, munu árásirnar á
New York og Washington hafa
meiri og verri afleiðingar á heims-
málin en nokkur maður sér fyrir
eins og er.
En það er með stríð eins og efna-
hagsmál að áætlanir og spádómar
eru lítils virði þegar til alvörunnar
kemur því þá tekur við þróun sem
menn hafa lítil sem engin tök á. Er
því við hæfi að endurtaka enn einu
sinni vísdómsorð danska snillings-
ins Storm P.: það er erfitt að spá,
sérstaklega um framtíðina.
Borgarstjórar fengu tilboð
Sjálfsagt hefur einhverjum evr-
ópsku borgarstjóranna þrjú hundruð,
sem sátu ráðstefnu í Málmey í Svíþjóð
í lok síðasta mánaðar, brugðið í brún
þegar þeir fundu meðal ráðstefnu-
gagnanna bækling einn með myndum
af fáklæddum stúlkum sem buðu fram
kynlífsþjónustu sína. Ráðstefnan var
samvinnuverkefni Málmeyar og
Kaupmannahafnar. Að sögn Syd-
svenska Dagbladet voru uppgefin
símanúmer fylgdarkvennanna öll í
J Kaupmannahöfh.
Það voru danskir skipuleggjendur
ráðstefnunnar sem komu kynlífsþjón-
ustubæklingnum fyrir í ráðstefnu-
möppunni. Þeim láðist hins vegar að
geta þess að gestirnir hefðu gerst brot-
legir við lög ef þeir hefðu notfært sér
þjónustu dönsku kvennanna í Svíþjóð.
Særði burt illa anda
Forystu-
menn enska
þriðju deildar
liðsins Oxford
United, sem
berst nú harðri
baráttu á botni
deildarinnar,
fékk á dögun-
um biskup
ensku biskupa-
kirkjunnar til
að særa burt
illa anda frá nýjum 15 milljón punda
leikvangi félagsins, sem vígður var
fyrir keppnistímabilið. Málið er að
sígaunar, sem bjuggu áður þar sem
völlurinn var byggður, lögðu álög á
leikvanginn, sem forystumenn félags-
ins kenndu um afleitt gengi þess í vet-
ur. Athöfnin fór fram á vellinum á
föstudaginn og strax á laugardaginn
hrökk liðið í gang og gerði 2-2 jafn-
tefli við York City.
Keyrði sjálfan sig
Sá fáheyrði atburður gerðist nýlega
í New Jersey í Bandaríkjunum að 80
ára gamall karlmaður, Harold Saber
að nafni, keyrði sjálfan sig á útfarar-
stofnun til að deyja og fannst hann lát-
inn í bil sínum á laugardaginn á bíla-
stæði við eina af útfararstofnunum
borgarinnar. „Hann sagði okkur oft
frá þvi að hann hygðist sjálfur koma
sér á staðinn," sagði kona hans Sylvia
Saber og bætti við að hann hefði
aldrei viljað láta hafa fyrir sér. „Hann
hefur örugglega fundið að hans tími
var kominn og því drifið sig af stað.
Mér finnst þetta hetjulegt og lofsam-
legt framtak hjá honum, sem lýsir vel
persónuleika hans,“ sagði eiginkonan.
Ekki er enn vitað hvað olli dauða
Sabers, sem starfaði sem lyfjafræðing-
ur, en hann hefur lengi þjáðst af syk-
ursýki, verðið hjartveikur og með of
háan blóðþrýsting. Að sögn eiginkon-
unnar átti hann erfitt með öndun á
föstudaginn og var horfinn þegar hún
vaknaði á laugardagsmorgun.