Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2001, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2001, Side 15
15 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 I>v www.hliomskali.is DV-MYND E.ÓL. Þórunn Valdimarsdóttir, rithöfundur og sagnfræðingur Skrifar um fólk sem þráir ró í sál sína, vald yfir eigin lífi og ást sem er bæöi gefin og þegin. í nýrri skáldsögu Þórunnar Valdimarsdóttur, Hvíta skugganum, eru þrjár persón- ur i forgrunni, Sólveig, Kristrún og Jóhannes. Öll bera þau þungar byrðar synd- ar og sektar á herðum sér og til að öðlast einhverja ró í sál sinni leita þau sér hjálpar i Hljómskálasamtökunum. Samtökin ganga út frá þeirri sálfræði að fólk bæti líðan sína með því að opna sig og leyfa sólarljósinu að flæða inn í dimmustu skúma- skot sálarinnar. Fleiri en þríeykið eru þjakað- ir af synd sinni og mæta því fjölmargir reglu- lega á fundi og „hittast" þess á milli á Netinu til að spá í sjálfa sig og aðra. Á fundunum er ávalit einn maður sem opn- ar fund og segir sögu sína og í upphafi bókar er það Sólveig. Hún er myndlistarmaður og er afhjúpun syndarinnar krydduð næmu innsæi listamannsins sem lifir og hrærist í litbrigðum lífsins og ótal túlkunarmöguleikum þess. En Sólveig er ekki bara í ræðustól til að reifa sekt- ina, heldur einnig óttann við dauðann sem hef- ur fylgt henni frá því hún var lítil stúlka og sá hann fyrir í spilum. Hún reynir hvað hún get- ur að snúa á óttann með skynsemina að vopni en allt kemur fyrir ekki. Óttinn fylgir henni hvert fótmál, til og frá vinnu, frá vöku tii draums. Dauðinn er einnig fylginautur Kristrúnar og Jóhannesar en þeim hefur hann sýnt önnur og áþreifanlegri andlit og lostið líf þeirra þungum höggum. Bókmenntir Persónurnar þrjár laðast hver að annarri um stund, leita huggunar og svara og reyna að tala sig út úr skugganum, frá dökku yfir í hvítt, frá myrkri til birtu. En það er illmögu- legt. Skuggi er og verður dökkur og allar at- hafnir manneskjunnar mynda heild sem ekk- ert fær rofið, hvorki sekt né sannleikur. Hins vegar er mögulegt að ná ákveðinni sátt og því takmarki virðast persónurnar ná, hver á sinn hátt. Þórunn Valdimarsdóttir er ekki að deila á fólk sem misstígur sig á gangi lífsins. Hún er að skrifa um fólk sem veit að allir syndga ein- hvem tímann en er samt sem áður þjakað af eigin sekt. Fólk sem þráir ró í sál sína, vald yfir eigin lífl, og ást sem er bæði gefm og þeg- in. Eins og Þórunni er lagið kemur hún þessu á framfæri á sérstæðan hátt. Stór hluti bókar- innar gerist á síðum vefsins þar sem Sólveig, Kristrún og Jóhannes spinna sögur sínar hvert í kapp við annað. Athyglisvert er að inni á vefnum verða sögurnar persónulegri og játn- ingarnar afdráttarlausari enda 'persónurnar óhultar hver í sínum heimi og enginn hjá þeim til að lesa í svipbrigði, tár eða hlátur. Mann- eskjurnar eru líkt og í skriftastól, lokaðar frá atgangi heimsins og geta tjáð sig hispurslaust. Frá kristilegu sjónarmiði er þetta að sjálf- sögðu afar firrt en kannski það sem koma skal? Verða afleiðingamar e.t.v. þær að helstu skúrkar mannkynsins spranga sælir og glaðir um stræti og torg þegar nágranninn er búinn að gefa syndaaflausn? Mun yfirborðsmennska og hræsni drottna yfir daglegum samskiptum og ástin blómstra á Netinu? Þessar hugleiðingar læðast að lesanda ásamt mörgum öðrum, til dæmis þeirri hvort það sé hluti af ákveðinni ádeilu, pakkaðri í nútíma- legan búning, að opna vefsíðu í tengslum við útkomu bókarinnar? Og í framhaldi af því, hvort það séu kannski forspámar og hjátrúin sem eiga alltaf sterkustu ítökin hjá íslenskri þjóð, hvað sem öllum tækninýjungum líður? Þannig heldur Þórunn Valdimarsdóttir les- anda í vafa í vel ofnum texta sem lýkur að hennar hætti á óvæntan hátt. Sigríður Albertsdóttir Þórunn Valdlmarsdóttlr: Hvlti skugginn. JPV-útgáfa 2001. Bókmenntir Ferill borgaralegs skálds DV-MYND HARI Jóhann Hjálmarsson skáld Meö sverö gegnum varirgefur ágæta mynd af ferli Jóhanns. Það er orðin viðtekin venja að þegar skáld kom- ast á virðulegan aldur sé tekið saman úrval ljóða þeirra eða gefin út safnrit. Það er vel, því þótt ljóða- bækur seljist ekki mikið þá eru þær gefnar út í smáum upplögum og eru oft illa til- tækar þeim sem vilja kynna sér feril skálda. Atómskáldin eru þannig flest öll komin út í safnritum og úr- völum sporgöngumanna þeirra fjölgar einnig óðum dg nú bætist Jóhann Hjálm- arsson í hóp „úrvalsskálda" með úrvalinu Með sverð gegnum varir sem Þröstur Helgason sá um. Skáldferill Jóhanns Hjálmarssonar er orðinn laundrjúgur því fyrstu bók sína, Aungul í tímann, gaf hann út 1956, þá að- eins sautján ára. Sú bók og þær næstu vöktu athygli, ekki aðeins vegna æsku höf- undar heldur ekki síður vegna þess að þar var daðrað við súrrealismann sem íslensk skáld höfðu lítið fengist við. Síðan hefur Jóhann víða komið við á sínum skáldferli enda verið óragur við að kynna sér erlend- an skáldskap, einkum sænskan og spænsk- an, þýða ljóð ýmissa samtímahöfunda og skrifa um skáld og skáldskap, innlendan og erlendan. Á sjöunda áratugnum mátti þannig greina sterk áhrif sænskra skálda í bókum; Mig hefur dreymt þetta áður, Ný lauf, nýtt myrkur og Athvarf í himin- geimnum. í Nýjum laufum er að finna hið ágæta ljóð „Fögnuð“: Mér er sagt að þegar vorið nálgist syngi spörfuglar á nöktum trjágreinum, húki þar eins og dauðvona menn í járnrúmum. Miskunnarlaust er vorið. Það skipar öllum að syngja. Á áttunda áratugnum tók Jóhann að yrkja „opin ljóð“ í stíl við það sem mjög var þá uppi meðal bandarískra skálda og sænskra. Þröstur Helgason nefnir í formála sínum nokkra frum- kvöðla þess háttar, svo sem Finnann Saari- koski og Svíann Sonnevi ásamt bandarísku skáldunum Robert Lowell og Sylvíu Plath. En sé grannt skoðað þá er þarna um harla ólíkan skáldskap að ræða. Þeir Saarikoski og Sonnevi voru báðir mjög róttækir og skáld- skapur þeirra pólítískur en bandarísku skáldin ortu ekki sist um geðheilsu sína. Jóhann Hjálmarsson virðist hins vegar í sínum opnu ljóðum fyrst og fremst vera að sætta sig við stöðu sina sem borgaralegt skáld. Allt frá dögum Byrons og Baudelaire hefur það þótt fremur ljóður á ráði skálda að vera í tygjum við borgarastéttina en kalda stríðið í íslenskri bókmenntaum- ræðu stóð lengi og þau skáld sem skrifuðu að staðaldri í Morgunblaðið voru sjálfkrafa stimpluð sem slík. Ég verð að játa að ég hef aldrei hrifist af þessum opnu ljóðum Jó- hanns; þó er ljóðsagan Myndin af langafa athyglisverð tilraun og mætti jafnvel telja hana pólítíska bók, en fyrst og fremst lítur hún aftur með nokkurri nostalgíu til þess tima þegar veröldin var skýr og sjálfgefið hvar menn skipuðu sér í fylkingar. Eftir þetta skeið opinna ljóða kom hlé á skáldferlinum en þegar Jóhann tekur til að gefa út ljóð á ný um miðjan níunda áratug- inn er kominn nýr tónn, ofinn úr fyrri til- raunum. Þar með má segja að Jóhann Hjálmarsson sé kominn til fulls þroska sem ljóðskáld. Gluggar hafsins og Rödd í spegl- unum eru athyglisverðar bækur en sýnu best og tvímælalaust besta bók skáldsins er Marlíðendur frá 1998. Með sverð gegnum varir gefur ágæta mynd af ferli Jóhanns og Ijóðin eru um margt skynsamlega valin. Sjálfum hefði mér þótt ástæða til að velja meira úr fyrstu bókunum, einkum Malbikuðum hjörtum, og þeim síðari. Þannig eru þvi miður að- eins þrjú ljóð úr Rödd í speglunum. En það hefði orðið öðruvísi bók og meiri um sig og seint verður svo gert að öllum líki. Geirlaugur Magnússon Jóhann Hjálmarsson: Meö sverð gegnum varir. Úrval Ijóöa 1956-2000. Þröstur Helgason valdi Ijóðin og ritaöi formála. JPV útgáfa 2001. ___________Menning Umsjón: Siija A&alsteinsdóttir Kórar í Ými Á skemmtikvöldinu „Laugardagskvöld á Gili“ í Ými á laugardagskvöldið kemur eru Bernharður Wilkinson og Margrét Pálmadótt- ir gestgjafar hússins og skemmta ásamt sín- um frábæru kórum, Söngsveitinni Fílharmon- íu og Vox feminae. Flutt verður blönduð dag- skrá sem spannar allt frá 16. öld fram til ís- lensks samtíma og leitað fanga í íslenskum þjóðlagaarfi, mið-evrópskum sönglögum, óp- erum, óperettum og Vínarsöngvum. Stuð! Um lækningar Bókin Náttúrulegar og hefðbundnar lækningar eftir Caroline Green er komin út hjá Almenna bókafélaginu i þýðingu Helgu Þórarinsdótt- ur. Þar eru lesendum gefin ráð um hvernig bregðast skuli við ýmsum algengum kvillum sem gera vart við sig, gefnar greinargóðar lýs- ingar á einkennum og orsökum helstu sjúk- dóma og kvilla sem gera mönnum lífið leitt og bent á hvenær ástæða er til að leita sér hjálp- ar. Þá er í stuttu máli fjallað um hvaða úr- ræði hefðbundin læknavísindi hafa við sjúk- dómum og lýst hvemig hægt er að bregðast við þeim með ýmsum óhefðbundnum lækn- ingaaðferðum, svo sem nuddi, grasalækning- um, ilmolímneðferð og smáskammtalækning- um. Loks er greint frá grundvaharatriðum helstu tegunda náttúrulækninga og hvernig beri að stunda þær. Fjöldi skýringamynda auðveldar notkun bókarinnar sem er góð handbók fyrir heimilin. Gæsahúð Önnur bókin í hinum vin- sæla bókaflokki Gæsahúð er komin út hjá Sölku og heitir Hryllingsmyndavélin. Eins og nafnið bendir til er myndavél í aðalhlutverki - myndavélin sem Garðar og vinir hans finna og er svo hrikalega einkennileg. Ekki er aðeins að myndirnar sem teknar eru á hana misheppnist illilega heldur er engu líkara en hún hafi spádómsgáfu... Til dæmis er bíll pabba Garðars í klessu á einni myndinni og skömmu seinna lendir pabbinn í hörðum árekstri. Hvað á þá að halda þegar Sara sést alls ekki á myndinni sem tekin er af henni i afmælinu hennar? Æsispennandi hrollvekja fyrir unga lesend- ur í þýðingu Karls Emils Gunnarssonar. styrkir sambönd í bókinni Hamingjan í húfi, sem hefur verið met- sölubók í Bandaríkjunum, fjallar Phillip C. McGraw um sambúð og sambönd fólks og bendir á helstu or- sakir þess að sambúðin verður erfið og ástin kulnar. Hann gefur góð ráð til þess að endurvekja tilfinningarn- ar og hvernig megi viðhalda þeim í kærleiks- ríku og varanlegu sambandi. Höfundurinn er samskiptaráðgjafi í þáttum Oprah Winfrey og fastagestur þar. Hafið hugfast að gott samband má lengi bæta og stirð sambúð þarf ekki að enda með skilnaði. Björn Jónsson þýddi og útgefandi er ís- lenska bókaútgáfan Draumagildran Nýjasta skáldsaga Stephens Kings, Draumagildran, er komin út hjá Iðunni í íslenskri þýð- ingu Björns Jónssonar og óhætt er að segja að hæfi- leikar höfundar til að skapa spennu og magnaða stemn- ingu njóta sín hér til fulls. Fyrir tuttugu og. fimm árum gerðist atvik sem breytti lifi fjögurra ungra vina og tengdi þá órjúfanleg- um böndum. Seinna fara þeir hver sina leið og ekkert bindur þá lengur saman nema dulúðug fortíðin. Á hverju ári koma þeir því saman í veiðikofa í dimmum skógum Maine- fylkis og endurnýja vinskapinn. Minningarn- ar halda þeim fjötruðum en kannski verða þær líka lífgjöf þeirra. Sumra þeirra ... Náttúrulegar og hefðbundnar lækningar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.