Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2001, Page 23
39
FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001______________________________________________
DV _______________________________________ Kvikmyndir
Kvikmyndahátíð í Reykjavík:
Kvikmyndalist í hávegum
höfð
The Pledge
Sean Penn leikstýrir Jack Nicholson.
Hvað sem ræður
vali stjórnar
Kvikmyndahá-
tíðar í Reykja-
vík á kvik-
myndum þá er
víst að hátíð er í
bæ og tími til
kominn af fara í
bíófötin. Fókus á
morgun fylgir
aukablað þar sem
Kvikmyndahátíð-
inni eru gerð
góð skil.
Góða
skemmt-
un
-HK
Pollock
Ed Harris fékk
tilnefningu til
óskarsverölauna.
I jafn bandarísku kvikmyndaum-
hverfi og við íslendingar lifum í þá
er Kvikmyndahátíð í Reykjavík oft-
ast eins og ferskur andvari í líf allra
sem unna kvikmyndalistinni. Á
kvikmyndahátíð öðlast það að fara í
bíó aðra merkingu. Sumir ganga
svo langt að taka sér fri og sjá nán-
ast allar myndir. Aðrir velja úr og
þá er oft vandi á höndum við að
finna það besta í mörgu góðu. Kvik-
myndahátíð er ekki eingöngu að
fara í bíó. Hún er vettvangur skoð-
anaskipta enda oftast þannig að sitt
sýnist hverjum um gæði myndanna.
Kvikmyndahátíðin í Reykjavík í
ár er engin undantekning hvað
varðar gæðamyndir. Að vísu verður
að segjast eins og er, þegar litið er
yfir dagskrána, að of mikið er af
bandarískum kvikmyndum á hátíð-
inni. Þær eru flestar góðra gjalda
verðar en þegar hafðar eru i huga
aðrar kvikmyndahátíðir í Evrópu
þá er hlutur bandarískra kvik-
mynda hjá okkur alltof stór. Auk
þeirra bandarisku má sjá myndir
frá Noregi, Ítalíu, Indlandi, Frakk-
landi, Englandi, Spáni og Þýska-
landi.
Hvar eru myndir frá kvikmynda-
löndum á borð við fran, Japan,
Ástralíu, Danmörku/Svíþjóð, fyrr-
um austantjaldslönd og Suður-Am-
eríku, svo dæmi séu nefnd um þjóð-
ir sem hafa státað af góðum kvik-
myndum á kvikmyndahátíðum um
allan heim undanfarin misseri. Er
það virkilega svo að dreifingaraðil-
ar hér á landi stjómi því meira og
minna hvað fer á hátíðina? Víst er
að flestar bandarlsku kvikmyndirn-
ar og sumar aðrar eru á þeirra veg-
um.
Bread and Roses
Ný mynd frá breska leikstjóranum
Ken Loach.
Til sölu greiðslumark til
mjólkurframleiðslu
Akureyrarbær óskar eftir kauptilboðum í
greiðslumark til mjólkurframleiðslu.
Um er að ræða 33.174 lítra sem fylgt hafa jörðinni
Ytri-Skjaldarvík, Hörgárbyggð.
Tilvonandi sala mun gilda frá og með verðlagsárinu
2001-2002 (gildir því frá og með 1. september sl.).
Greiðslumarkið/kvótinn verður seldur í heild eða
hlutum, þannig að í tilboði er hægt að gera ráð fyrir
mismunandi verðum fyrir mismunandi lítramagn.
Tilboð skulu berast Akureyrarbæ, b/t
Hákonar Stefánssonar bæjarlögmanns,
Geislagötu 9, Akureyri, eigi síðar en kl. 14.00
þann 21. nóvember 2001.
Akureyrarbær áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði
sem er eða hafna öllum. Tilboðsgjafar eru bundnir
við tilboð sín þar til þeim hefur verið hafnað, þó aldrei
lengur en til 15. desember 2001.
Nánari upplýsingar veitir bæjarlögmaður.
Brauð og túlípanar
Margverölaunuö ítölsk gæöamynd
Cradle Wlll RocK
Tim Robbins leikstýrir myndinni sem byggö er á sönnum
atburöum.
Shadow of the Vampire
Willem Dafoe í hlutverki Max Schreks.
Ocean's 11
Brad Pitt og George Clooney eru í
hópi margra vinsælla leikara sem
prýöa nýjustu kvikmynd Stevens
Soderberghs.
Risajól í kvik-
myndum
Vestanhafs er sagt að fyrsta jóla-
myndin sé Monster Inc. sem heldur
betur sló f gegn um síðustu helgi. Þetta
má vel vera rétt því nú fara stóru mynd-
irnar að streyma á markaðinn. Um aðra
helgi er þaö Harry Potter and the
Sorceres Stone sem sjáifsagt á eftir að
verða aðsóknarmesta kvikmynd ársins
ef eitthvað er að marka spádóma. Þær
kvikmyndir sem frumsýndar verða
fram að jólum og spáð er vinsældum
eru Lord of the Rings sem sumir telja
að muni gera útslagið á að þessi jól eigi
eftir að verða mestu kvikmyndajól sög-
unnar. Þá verður að gefa eftirtöldum
myndum séns i baráttunni: Ocean’s 11,
sem er stórstjömumynd ársins með
Brad Pitt, Juliu Roberts, George Cloon-
ey, Matt Damon og Andy Garcia i aðal-
hlutverkum; Ali, þar sem Wiil Smith
stígur í fótspor Mohammads Alis;
Vanilla Sky, með kærustuparinu Tom
Cruise og Penelope Cruz, og The
Majestic, með Jim Carrey, sem yfirleitt
gefur ekkert eftir þegar kemur að vin-
sælum kvikmyndum. Spumingarmerki
er sett við nokkrar kvikmyndir, þar á
meðal Spy Game, með Robert Redford
og Brad Pitt, leikstýrt af Tony Scott,
Novocaine, með Steve Martin og Helen
Bonham Carter, og Black Knight, með
Martin Lawrence.
Flughræösla___________________
Eins og vera ber |
þurfa kvikmynda-
stjömur að vera á |j
ferð og flugi þegar
kemur aö frumsvn- |
mynd AlfcJ
og er oftast klásúla I
i samningi þeirni I
þar um. Nú bregð-
ur svo við að flest- Bandits
ar stórstjömur Bruce Willis í
vilja sitja heima hlutverki sínu.
sem fastast og efast
enginn um að atburðimir 11. september
eigi þátt í þeim ákvörðunum. Nú er til
að mynda kvikmyndahátíðin í London í
startholunum og þar eiga margar stjörn-
ur leið um. Tvær hafa nú þegar boðað
forfoli „vegna anna“. Em það Bmce
Willis, sem ætlaði að vera viðstaddur
sýningu á Bandits, og Martin Sheen
sem ætlaði að heiðra hátíðina með nær-
veru sinni.