Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2001, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2001, Qupperneq 26
42 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 íslendingaþættir________________________________________________________________________________________________________X>V Umsjón: Kjarian Gunnar Kjartansson Helgi Vilberg skólastjóri Myndlistaskólans á Akureyri 85 ára__________________________ Ingólfur Ólafsson vélstjóri, Jökulgrunni 6a, Reykjavík. 80 ára__________________________ Sigurður V. Jóhannesson, Framnesvegi 10, Keflavík. 75 ára__________________________ Ingi Ásmundsson, Vesturvegi 11, Seyöisfirði. Margrét A. Kristinsdóttir, Ljósheimum 20, Reykjavík. Sigurjón Hallgrímsson, Miðtúni 19, isafirði. 70 ára__________________________ Ámi Bjarnason, Uppsölum, Varmahlíð. Árni Einarsson, Hjarðarhaga 32, Reykjavík. Marta Svavarsdóttir, Víðidal, Varmahlíð. 60 ára__________________________ Bjarni Þ. Jónsson, Nesvegi 123, Seltjarnarnesi. Ingibjórg Bjarnadóttir, Háhölti 8, Keflavík. Jóhanna Margrét Halldórsdóttir, Staðarbakka 2, Akureyri. Jóhanna Þórðardóttir, Fagurgeröi 10, Selfossi. Helgi Vilberg Hermannsson, skólastjóri Myndlistaskólans á Akureyri, Kaupvangsstræti 14, Akureyri, varð fimmtugur í gær. Starfsferill Helgi fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann stundaði listnám við Myndlista- og handíðaskóla islands og lauk þaðan kennaraprófi 1973. Helgi var kennari við Glerárskóla og Eyrarskóla 1973-77, sat í skóla- stjórn Myndsmiðjunnar 1973-74, stofnaði Myndlistaskólann á Akur- eyri 1974 ásamt Aðalsteini Vest- mann og Úllu Árdal, varð skóla- stjóri skólans 1977, stundakennari við MA 1978-88 og hefur verið stundakennari við HA 1997-2001. Helgi hefur haldið fimm einkasýn- ingar, í Hlíðarbæ 1975, Gallerí Háhól 1978, Slúnkaríki 1985, Gallerí Glugga 1987, Listasafninu á Akureyri 1994 og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum heima og erlendis, hann hlaut lista- mannalaun 1981 og 1984. Helgi var formaður stjórnar Norðurglugga 1986-88, gjaldkeri Gil- félagsins 1991-93, formaður bygg- inganefndar Gilfélagsins 1991-93, ráðgjafi nefndar Akureyrarbæjar um Listamiðstöðina í Grófargili 1992-94, fulltrúi Sjálfstæðisílokksins í menningarmálanefnd Akureyrar frá 1998, fulltrúi Akureyrar i stjórn Minjasafnsins á Akureyri frá 1998, fulltrúi í stjórn Sinfóníuhljómsveit- ar Norðurlands frá 1998, ritari Sjáifstæðisfélags Akureyrar 1998-99, varaformaður 1999-2000 og formað- ur frá 2000, ritari fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna á Akureyri 2001, forseti Rótarýklúbbs Eyjafjarðar 2001-2002. Helgi hafði forgöngu um að stofna samstarfsnet um myndlistarkennslu og listuppeldi með áherslu á staf- ræna tækni - MARK 1998 með þátt- töku myndlistaskólanna á Akur- eyri, í Reykjavík og Kópavogi, full- trúi íslands í yfirstjóm samtaka myndlistaskóla fyrir ungt fólk á Norðurlöndum 1997-2000 og í stjórn NORDIGART frá 1999. Helgi ritaði greinar um myndlist og listmenntun í dagblöð og tímarit Hermannsson, f. 23.10. 1953, d. 13.12. 1954; Hugrún Sif Hermannsdóttir, f. 30.12. 1958, sjúkraliði. Foreldrar Helga: Hermann Hólm Ingimarsson f. 17.03. 1931, d. 22.06. 1974, skipasmiður, og Helga Hrönn Unnsteinsdóttir, f. 21.06. 1933, versl- unarmaður. 1975-81, rit- stjóri Menning- arvefs Akureyr- ar frá 1999, rit- stjóri vefritsins íslendings, mál- gagns fulltrúa- ráðs sjálfstæð- isfélaganna á Akureyri, frá 2001. Fjölskylda Helgi kvænt- ist 7.11. 1971 Soffíu Sævars- dóttur, f. 27.6. 1950, hár- greiðslumeist- ara. Hún er dóttir Sævars Halldórssonar, f. 10.9 1923, ljósmyndara í Reykjavik, og Helgu Rannveigar Júniusdóttur, f. 27.4. 1925, d. 8.12. 1953, húsmóður. Börn Helga og Sofííu: Rannveig; Ýr, sambýlismaður Sveinn Sævar Frímannsson; Helgi Vilberg jr. Systkyni Helga, Unnsteinn Hólm 50 ára_______________________________ Gerður Guðnadóttir, Efstahrauni 6, Grindavik. Guðbjörn Gísli Egilsson, Reykjavíkurvegi 16, Hafnarfirði. Gunnar Þ. Júlíusson, Stekkjarbergi 10, Hafnarfirði. Helgi Snorrason, Garöhúsum 55, Reykjavík. Kolbrún Kristinsdóttir, Sunnuvegi 4, Hafnarfirði. Ólafia Einarsdóttir, Hátúni lOa, Reykjavík. 40 ára_______________________________ Agnes Þóra Guðmundsdóttir, Suöurhvammi 13, Hafnarfirði. Anna Eiríksdóttir, Kleppsvegi 44, Reykjavík. Ásta Björk Björnsdóttir, Flúðaseli 61, Reykjavik. Elín Jóna Haraldsdóttir, Reyrhaga 18, Selfossi. Geir Arnar Geirsson, Vesturbergi 155, Reykjavík. Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, Stararima 47, Reykjavík. Sigrún Hildur Ragnarsdóttir, Stóru-Hildisey 2, Hvolsvelli. Sólrún Hulda Ragnarsdóttir, Vallarbraut 7, Akranesi. Þorvaldur Ragnarsson, Esjugrund 9, Reykjavík. Ása Snæb j örnsdóttir - leiðrétting - f grein um Ásu Snæbjörnsdóttur, sem varö sjötíu og fimm ára þann 26.10. sl., var ranghermt um konu Snæbjörns, sonar Ásu. Kona Snæbjörns er Hlíf Pálsdóttir. Þau Snæbjörn og Hlíf starfrækja saman Hótel Iðufell. Þetta leiðréttist hér með. ----jr--------- IJrval - gott í hægindastólinn Andlát Jón Pétursson, fyrrv. leigubílstjóri á BSR, áður til heimilis á Skúlagötu 66, Reykjavík, lést á Grund mánud. 5.11. Marteinn Sívertsen, siöast til heimilis í Litlageröi 7, Reykjavík, lést á hjúkrunar- heimilinu Holtsbúð, Garðabæ, 4.11. Arnbjörn Ólafsson, Hafnargötu 36, Keflavík, andaðist á Heilbrigöisstofnun Suðurnesja aö kvöldi fimmtud. 1.11. Guöni Ineólfur Guðnason lést í umferö- arslysi í Svíþjóð laugard. 3.11. Þórólfur Jónsson frá Auðnum í Laxárdal, Þinghólsbraut 61, lést á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíö þriðjd. 6.11. Kristján Stefánsson Wiium, Hveramörk 8, Hveragerði, lést á Sjúkrahúsi Suður- lands mánud. 5.11. Karl Guðmundsson frá Bæ í Steingríms- firöi, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness 5.11. Ása Björk Snorradóttir myndlistarkennari í Hafnarfirði Ása Björk Snorradóttir myndmenntakennari, Austurgötu 41, Hafnar- firði, er fimmtug í dag. Starfsferill Ása Björk fæddist í Reykjavík, ólst þar upp og var þar búsett til 1974 en hefur síðan átt heima í Hafnarfirði. Hún lauk kennaraprófi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1981 og stund- að framhaldsnám við Danmarks Lærerhojskole og Slojdskolen 1996-97. Ása Björk hefur kennt frá því hún lauk námi, lengst af við Víði- staðaskóla. Hún var formaöur Fé- lags myndlistarkennara 1982-84, sat í samstarfsnefndum um norrænt samstarf myndlistarkennara 1983- 87, var formaður Kennarafélags Reykjaness 1984-86, var formaður jafnréttisnefndar Kennarafélags ís- lands 1988-89 og starfaði með Kvennalistanum frá upphafi. Fjölskylda Ása Björk giftist 24.6.1971 Kristni Aadnegard, f. 25.3. 1948, hafnsögu- manni. Hann er sonur Ola Aadne- gard, f. 5.6. 1910, d. 4.2. 1981, og Maríu Ragnars- dóttur, f. 28.6. 1921, hús- móður á Sauðárkróki. Böm Ásu og Kristins: Elva Dögg, f. 21.3. 1969, myndlistamaður í Hafn- arfiröi, gift Ragnari Kristjánssyni, doktor í rafmagnsverkfræði og eru dætur þeirra Iðunn Björk, f. 25.6.1994, og Gefjun Glóð, f. 25.9. 1999; Örvar Már, f. 21.6. 1972, söngnemi í Vínarborg, kvæntur Þóru Björnsdóttur söngkonu og er sonur þeirra Björn Ari, f. 9.9. 1997. Alsystir Ásu: Auður Snorradóttir, f. 24.2. 1955, d. 19.9. 1996. Hálfsystkini Ásu Bjarkar, sam- feðra, eru Bjarkar Snorrason, f. 13.6. 1945; Guðný Elín Snorradóttir, f. 16.10. 1950. Foreldrar Ásu Bjarkar voru Snorri Guðlaugsson, f. 8.5. 1920, d. 6.12. 1980, kaupmaður í Reykjavík, og Brynhildur Björgvinsdóttir, f. 14.10. 1915, d. 30.1. 1974, húsmóðir. Ása Björk tekur á móti gestum í Bjarkarhúsinu viö Haukahraun (Gamla Haukahúsinu) laugard. 10.11. frá kl. 20.00. Sjötug Sveinbjörg Jónsdóttir húsmóðir í Njarðvík Sveinbjörg Jónsdóttir húsmóðir, Akurbraut 17, Njarðvík, er sjötug í dag. Starfsferill Sveinbjörg fæddist í Stykkishólmi, ólst upp í Ási I Stykkishólmi og var í barnaskóla þar. Hún flutti til Reykjavíkur ung kona, vann þar við barnagæslu um skeið og starfaði síðan við mötu- neyti á Keílavíkurflugvelli. Eftir að Sveinbjörg gifti sig fluttu þau hjónin upp í Borgarnes þar sem þau bjuggu í nokkur ár. Þau voru búsett á Hellissandi í fjögur ár, fluttu síðan til Keflavíkur og þaðan til Njarðvikur þar sem þau hafa átt heima frá 1970. Sveinbjörg starfaði og söng með Kvennakór Suðurnesja um nokk- urra ára skeið. Fjölskylda Sveinbjörg giftist 1.1. 1958 Guð- jóni Ormssyni, f. 3.8.1920, rafvirkja- meistara. Hann er sonur Orms Ormssonar, f. 4.3.1891, d. 25.12.1965, rafvirkjameistara í Borgamesi, og k.h., Helgu Kristmundardóttur, f. 19.12. 1897, d. 3.5. 1977, húsmóður. Börn Sveinbjargar frá því áður eru Ásdís Mó- eiður Sigurðardóttir, f. 2.1. 1951, læknaritari, maður hennar er Ámi G. Árnason og eiga þau þrjú börn; Róbert Rósmann, f. 25.2. 1956, verkamaður. Börn Sveinbjargar og Orms eru Guðrún Svan- hvít Guðjónsdóttir, f. 13.12. 1960, maður hennar er Gunnar Ind- riðason og eiga þau þrjú börn; Helga Maria Guðjónsdóttir, f. 5.3. 1962, mað- ur hennar er Anton Már Antonsson og á hún tvö börn auk þess sem Ant- on Már á dóttur frá því áður. Systkini Sveinbjargar: Pétur, lát- inn; Guðríður, látin; Anna Pálína; Páll Helgi, dó ungur; Jón Gunnar; Sigriður; Gísli Berg; Ása Katrín, dó ung; Pálmi; Sigurborg María. Foreldrar Sveinbjargar: Jón Rós- mann Jónsson, f. 11. 9.1885, d. 31.12. 1965, sjómaður og verkamaöur, og Magðalena Svanhvit Pálsdóttir, f. 25.11. 1894, d. 4.9. 1964, húsmóðir. Þau bjuggu í Stykkishólmi. Sveinbjörg tekur á móti gestum á heimili Guðrúnar dóttur sinnar, Hlíðarvegi 20, Njarðvík, laugard. 10.11. kl. 16.00. Níutíu og fímm ára Guðbjörg Kristjánsdóttir fyrrv. ráðskona á Eskifirði Guðbjörg Kristjánsdóttir, hjúkr- unar- og dvalarheimilinu Huldu- hlíð, Eskifirði, er níutíu og fimm ára er í dag. Starfsferill Guðbjörg fæddist í Ólafsvík en missti föður sinn nýfædd og flutti þá ásamt móður sinni austur á Reyðarfjörö. Þar ólst hún upp hjá Stefáni Björnssyni, pr. á Hólmum. Guðbjörg flutti til Eskifjarðar átján ára og hefur búið þar síðan. Þar starfaði hún hjá Friðgeiri Fr. Hallgrímssyni kaupmanni allt þar til hann hætti verslun og var síðan því að það tók til starfa í ágúst árið 1989. ráðskona hjá Símoni Jónassyni, athafnamanni þar, allt til hann lést 1972. Auk þess sinnti hún víða húshjálp og ræstingum, sá m.a. um ræstingar í læknabústaðnum og á heilsugæslustöðinni í fjörutíu ár. Guðbjörg hefur búið á hjúkrunar- og dvalar- heimili Hulduhlíðar á Eskifirði frá Kristján Guðmundsson. Fjölskylda Hálfsystkini Guðbjarg- ar, sammæðra, voru Una Vigfúsdóttir og Skúli Vig- fússon. Þau eru bæði lát- in. Foreldrar hennar hétu Guðrún Skúladóttir og Karl ísfeld Níelsson Lilliendahl, rithöf- undur og þýðandi, fæddist á Sandi i Aðaldal 8. nóvember 1906. Hann var son- ur Niels Lorenz Thorvald Jakobsson Lilliendahl, kaupmanns á Akureyri, og Áslaugar Friðjónsdóttur, hálfsystir Guðmundar Friðjónssonar, skálds frá Sandi, Sigurjóns, skálds, oddvita og al- þingismanns á Litlu-Laugum, og Er- lings, kaupfélagsstjóra og alþingis- manns. Karl lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1932 og stundaði nám í íslenskum fræðum við Háskóla fs- lands 1932-35. Karl var blaðamaður við Al- þýðublaðið 1935-44, ritstjóri Vinnunnar, tímarits Alþýðusambands íslands. Karl ísfeld Karl var skáldmæltur og gaf út frumsamin og þýdd ljóð. Hans verður þó lengst minnst sem eins fremsta þýðanda hér á landi. Hann þýddi m.a. Kamelíufrúna eftir Dumas; Jólaævintýri, eftir Charles Dic- kens; Bör Börsson, eftir Johan Falk- berger; Ævintýri góða dátans Sveiks í heimsstyrjöldinni, eftir Jaroslav Hasek og Og sólin rennur upp og Einn gegn öllum eftir Hemingway. Sumar þýðingar sinar vann hann í samvinnu við konu sína, Sigríði Ein- arsdóttur frá Munaðarnesi, systur Mál- fríðar skáldkonu. Á það ekki síst við bundið mál, s.s. þýðingar á finnsku goð- sagnakvæðunum Kalevala sem er líklega allt eins hennar þýðing. Karl lést 1960. Jóhanna Guömundsdóttir, Rauöalæk 42, Reykjavík, veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtud. 8.11. kl. 15.00. Friörikka Bjarnadóttir, Hrafnistu, Hafn- arfiröi, áöur Selvogsgötu 24, Hafnar- firði, veröur jarösungin frá Hafnarfjarðar- kirkju fimmtud. 8.11. kl. 13.30. Rósa Pálsdóttir, Grandavegi 47, veröur jarðsungin frá Laugarneskirkju fimmtud. 8.11. kl. 13.30. Sigríöur Lovísa Guölaugsdóttir, Afla- granda 40, Reykjavík, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstud. 9.11. kl. 13.30. Útför Kristínar Pétursdóttur, Grænuhlíð 14, Reykjavík, veröur gerö frá Fossvogs- kirkju föstud. 9.11. kl. 15.00. Lukka Ingvarsdóttir, Geitlandi 8, Reykjavík, veröur jarösungin frá Bú- staðakirkju föstud. 9.11. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.