Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2001 Fréttir DV Starfsmenn í skinnavinnslu á Akureyri stofna hlutafélag: Reyna að fá lán til að kaupa gærur - Landsbankinn og Byggöastofnun skoða 80-120 milljóna króna lánveitingu Fjórir fyrrverandi starfsmenn Skinnaiðnaðar á Akureyri hafa stofn- að hlutafélagið Stökur í þeim tilgangi að kaupa allar gærur í landinu sem nú eru til ráðstöfunar. Starfsmennimir leita nú fleiri áhugasamra aðila sem gætu hugsað sér að koma inn í félagið og ef það gengur upp eru líkur á að Landsbankinn og Byggðastofnun muni lána fé til gærukaupanna. Um allháar fjárhæðir er að ræða eða 80-120 milij- ónir króna samkvæmt heimildum DV. Keyptar yrðu um 200.000 gæmr fyrir þann pening. Landsbankinn hefur staðið fyrir rekstri sérstaks félags um vinnslu skinnanna frá því að Skinnaiðnaður var lýstur gjaldþrota og starfsmennim- ir fjórir vinna allir hjá því félagi sem stendur. Fyrirsjáanlegt er að hráefnis- þurrð muni stöðva vinnsluna innan tíðar en ef lánveitingamar ganga upp verður að líkindum hægt að tryggja starfsemi töluvert fram í tímann. Ormar Örlygsson er framkvæmda- stjóri hins nýja hlutafélags og tekur hann fram að ekkert sé fast í hendi varðandi þessi mál en ágætlega horfi með markaði sem stendur. „Skinn eru i tísku núna og verðið er sæmilegt," segir Ormar. Tvær skinnavinnslur eru nú starf- ræktar í landinu, félag á Sauðákróki sem stofnað var í kjölfar gjaldsþrots Loðskinns og hins vegar félag Lands- bankans á Akureyri. Búnaðarbankinn er með vinnsluna á Sauðárkróki í gjör- gæslu líkt og segja má um rekstur Landsbankans á Akureyri. Aðilar sem til þekkja segja mikilvægt að bankarn- ir nái sátt um eitt sameiginlegt félag ef rekstrarforsendur verða taldar fyrir hendi. Um þetta segir Ormar að sam- einingarhugmyndir hafi komið upp en allsendis sé óljóst hvort þær verða að veruleika. Um 35 manns starfa hjá rekstrarfé- lagi Landsbankans á Akureyri en ef lánið fæst verður starfsmönnum fiölg- að. Ormar starfar launalaust sem framkvæmdastjóri hins nýja félags. -BÞ Enn er von Betri líkur eru á áframhaldandi skinnavinnslu á Akureyri en verið hefur um skeið. Starfsmenn hafa stofnað hlutafélag sem ætlaö er að kaupa innlendar gærur. Strand Núps BA: Landað á strandstað Línubáturinn Núpur BA-69 frá Patreksfirði strandaði við svokall- aðan Sjömannabana, um einn kíló- metra frá Patreksfjarðarhöfn, á laugardagsmorgun. Björgunar- sveitir frá Tálknafirði og Patreks- firði björguðu áhöfninni, 14 manns, án erfiðleika eða teljandi hættu. Núpur var á leið til hafnar á Pat- reksfirði um sexleytið á laugar- dagsmorgun þegar vél hans stöðv- aðist og hann tók að reka til lands. Skömmu síðar strandaði báturinn. Slæmt veður var á strandstaðnum og gekk brim yfir skipið í fjörunni. Áhöfnin skaut línu til björgunar- sveitarmanna og lögreglu. Var hún fest og áhöfnin að þvl búnu ferjuð í land á meðan brimið gekk yflr skipið.Veður gekk niður á strand- stað er leið á laugardaginn. Strandaður Brim dynur á Núpi við Sjömanna- bana skömmu eftir strandið. Ekki er vitað hvað olli vélarbilun- inni en vonast er til að sjópróf leiði það i ljós. Skemmdir á skipinu urðu nokkuð miklar, bæði við strandið og í brimi. Meðal annars er rifa á botninum, gegnum byrðinginn og inn að olíutönkum og hefur því nokkur olía lekið úr skipinu. í gær- dag fannst olíufnykurinn í bænum því átt stóð af strandstað. Um helg- ina var sjó dælt úr skipinu og unn- ið að bráðabirgðaviðgerðum svo skipið yrði sjóklárt og hægt væri að draga það út á sjó aftur. Komið var upp stoðum undir skipið til að skorða þaö af og verja frekari skemmdum. í gær var einnig landað fiski úr skipinu. Vonast er til að á flóði síödegis í dag verði hægt að koma Núp á flot. -fin íslenska ákvæðið samþykkt í Marrakesh: Óttast frekari uppbyggingu stóriðju - blendnar tilfinningar, segir formaöur VG Samkomulag náðist um framkvæmd Kyoto-bókunar- innar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Marrakesh í Marokkó nú fyrir helgi en Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra sat hana fyrir íslands hönd. Nokkuð var um tilslakanir vegna andstöðu ríkja í hin- um svonefnda regnhlífar- hópi og nást markmið samn- ingsins því síðar en ætlað var. Hið svokallaða „íslenska ákvæði“ var samþykkt en það hefur í för með sér að lítil ríki geta losað meira af gróð- urhúsalofttegundum en eila noti þau endurnýjanlega orkugjafa. „Ég hef blendar tilfinningar gagn- vart þessu samkomulagi," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. „Þó maður fagni því að sam- komulag skuli vera í höfn eru líka mikil vonbrigði fólgin í þessari stöðu. Þar á ég bæði viö að stærsti mengarinn, Banda- ríkin, eru þama utan við með sín 35% og síðan neyddust menn á lokasprettinum til að gera miklar til- slakanir vegna krafna frá regnhlífar- hópnum svokallaða. Því er samkomulagið mun veikara en mað- ur hefði vonað en vonandi er hægt að líta á þetta sam- komulag sem fyrsta skrefið í þeirri vegferð mannkynsins að ná tökum á menguninni." Steingrímur segir íslenska ákvæðið tvibent því vissulega megi færa rök fyrir því að íslendingar hafi sérstaka stöðu með stóran hluta orkuforða síns í endurnýjan- legum orkulindum. „En ef þetta verður hvati til enn frekari ásælni í stóriðjuuppbyggingu hér, sem aftur kallar á áframhaldandi miklar stór- virkjanir sem mikil um- hverfisspjöll eru samfara, þá er það í sjálfu sér ekki gleði- efni. Svo er spurning hvort sátt verði um það í landinu að öllum þessum aukalosun- arkvóta verði ráðstafað beint í tvö, þrjú erlend álfyr- irtæki og kvótinn tæmdur þannig og eftir sitji annað at- vinnulíf með skuldbindingar og byrðar af þessum hlutum í framtíðinni." „Ég er náttúrlega ánægður að nið- urstaða skuli hafa náðst og að hags- munamálum íslendinga sé borgið," sagði Magnús Stefánsson, þingmað- ur Framsóknarflokksins og formað- ur Umhverfisnefndar Alþingis, þeg- ar DV hafði samband við hann í gærkvöld. „En ég hef þvi miður ekki haft tækifæri til að kynna mér þetta samkomulag náið þannig að ég er ekki efnislega mikið inni í málinu." -ÓSB Magnús Stefánsson. Steingrímur J. Sigfússon. Lækkandi dánartíðni í nýjasta hefti Læknablaðsins er grein eftir Níkulás Sigfússon og fleiri þar sem sagt er að dánartíðni vegna kransæðastíflu fari minnkandi hér á landi. í greininni kemur fram aö dánarhlutfall vegna kransæðastíflu er mjög lágt hér á landi. í samanburði á rannsóknum frá átján löndum var dánarhlutfall- ið lægst meðal íslenskra karla en konur voru í þriðja neðsta sæti. Mbl greindi frá. Útsýnispallur í Látrabjargi í sjónvarpinu í gær var sagt frá þeirri hugmynd að gera jarðgöng fyrir ferðamenn sem opnast gætu á útsýnisstað í miðju Látrabjargi. Áhugamenn um þetta telja að þetta gæti orðið einn þekktasti ferða- mannastaður landsins. Biðstaða hj'á sjúkraliðum Þrátt fyrir bjartsýnan tón i deilu- aðilum í gær náðist ekki samkomu- lag í kjaradeilu sjúkraliða við ríki og sveitarfélög. Fundi sjúkraliða og ríkis var slitið um níuleytið og hef- ur nýr fundur verið boðaður kl. 16.00 í dag. í fréttatilkynningu frá Ríkissáttasemjara segir að viðsemj- endur muni móta nánar afstöðu sína til ákveðinna ágreiningsefna fram til þess tíma. Um hálfellefu í gær stóð enn yfir fundur sjúkraliða og sveitarfélaga og fengust engar fregnir af gangi mála þar. Rafmagstruflanir Um helgina urðu víða rafmangs- truflanir á vestanverðu landinu vegna seltu. Mest var um trufianir á Ströndum, í Dölum, Borgarfirði og Hvalfirði. Eldur við leikskóla Slökkvilið Reykjavíkur var kallað að leikskóla við Holtsgötu rétt fyrir klukkan átta í gærkvöld þar sem eldur hafði komið upp í skúr er stendur við leikskólann. Slökkvi- starfið gekk greiðlega og ekki urðu miklar skemmdir. Lögreglan telur að kveikt hafi verið í skúrnum en brennuvargurinn hefur ekki náðst. Mikið um mink Guðni Bjarnason, minkabani í Mosfellsbæ, hefur haft í nógu að snúast í ár því tæplega eitt hundrað minkar hafa verið veiddir í bænum það sem af er ársins. Mbl greindi frá. Met hjá Atlanta Atlanta hefur gengið frá öllum samningum um pílagrímaflug sem hefst um áramótin og stefnir allt í að þetta verði metár hjá félaginu. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atl- anta, segir að pílagrímaflugið hefjist í janúar. Mbl greindi frá. Börn hjálpa börnum Söfnunin böm hjálpa bömum gekk mjög vel en 5,8 milljónir króna söfnuðust. Um 2.500 börn úr tæplega 90 skólum söfnuðu peningum á vegum ABC hjálparstarfs til hjálpar indverskum bömum. -Kip/-ÓSB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.