Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Blaðsíða 14
14 Menning Mörg líf kjarnakonu Evelyn og Vilhjálmur Stefánsson Hann var 34 árum eldri en hún en með honum kynntist hún sannri hjónabandssælu. Evelyn Stefánsson er 88 ára gömul og hefur frá mörgu að segja, eins og glöggt má sjá í sjálfsævi- sögu hennar sem í dag er frumútgefin á íslensku í þýðingu Björns Jónssonar. Hún er fædd í New York, ungverskur gyðingur að ætt. Faðir hennar var heittrúaður en í ætt móðurinnar var alvarlegt þunglyndi sem gerði það að verkum að móðirin hvarf inn í eigin heim þegar Evelyn var um fermingu og dvaldi þar ein í áratugi. Fjarskyldir ættingjar Evelyn voru svo allir myrtir af nasistum fyr- ir utan eina frænku sem tókst að bjarga sér með því að þykjast vera læknir. í fyrstu var Evelyn nánast ósýnileg í fjöl- skyldunni innan um fallegar og glaðværar systur og eftirlætisbarnið, bróðurinn. En þeg- ar hún er táningur uppgötvar faðirinn list- ræna hæfileika hennar og um hríð er lífið sæla. Þá andast faðirinn skyndilega, móðirin hverfur frá þeim og æska systranna verður basl þar sem þær sjá nánast um sig sjálfar. Evelyn nýtur þó góðrar vinkonu en þeirri vin- áttu lýkur síðar á harmrænan hátt. Ævi Evelyn tekur nú óvænta stefnu. Hún kemst í listaelítu New York, verður hjákona hins kunna arkitekts Buckminsters Fullers sem var mun eldri en hún og kvæntur maður. Siðan giftist hún kornung leikbrúðustjóra en það hjónaband varir stutt. Evelyn reynist sjálfstæð og heldur sér á floti í hverri nauð, þó að hún hafi fjarlægst fjölskyldu sína um sinn. Þá kynnist hún Vilhjálmi Stefánssyni, hinum heimsfræga landkönnuði af íslenskum ættum. Hún kallar hann Stef. Hann er 34 árum eldri en með honum kynnist hún sannri hjóna- bandssælu. BókmenntSr Þau hjónin flytja fyrst í sveit í Vermont en síðan í háskólabæinn Hannover. Þar eru þau í hringiðunni. Evelyn tekur sífellt meiri þátt í starfí manns sins og verður smám saman rit- höfundur og kennari og sérfræðingur í mál- efnum norðurslóða, lærir rússnesku og verð- ur æ mikilvægari fyrir mann sinn. Sjálf er hún þó próflaus og það tekur sinn tíma fyrir hana að fá viðurkenningu sjálfrar sín vegna. Á móðursýkistímanum sem kenndur er við McCarthy eru þau hjónin og kunningjar þeirra ofsótt en láta ekki bugast. Þegar Vilhjálmur eldist verður Evelyn ráð- andi aðili í hjónabandinu. Svo andast hann og hún flytur til Washington og fer að vinna hjá bandarísku félagsfræðisam- tökunum. Þá hittir hún þriðja mann sinn, John Nef, sem reynist vera vell- auðugur. i tilhugalífi þeirra kynnist hún loksins sannri rómantík en Vil- hjálmur hafði verið jarðbundinn og hagsýnn. Evelyn verður ung á ný. Ekki spillir fyrir að John Nef þekkir að þvi er virðist allt frægt fólk í heiminum. Á sextugsaldri hefur Evelyn nýjan feril sem sállæknir og tekst um leið á við eigið þunglyndi sem hún telur arf úr móðurættinni. Hún nær talsverðum árangri en verður þó að hætta starfinu að lokum. Enn háir skortur á prófgráð- um henni. Frásögn Evelyn er hröð og skemmti- leg og lesandi lætur auðveldlega hrífast með þessari kraftmiklu, skynsömu og jákvæðu konu. Þá er áhugavert að sjá nú Vilhjálm Stef- ánsson með augum konu hans sem þekkti hann flestum betur. Bók þessi er ætluð bæði fyrir íslenskan og bandarískan markað og íslenskir lesendur eru þannig stundum kynntir fyrir því sem þeir þekkja mætavel. Það er þó ekki til lýta. Verra er að allnokkuð er um smáhnökra í bókinni og villur. Þannig dó Chagall árið 1985 en ekki 1984 (eins og sagt er), sami maður er kallaður Sidney og Sydney á víxl og stundum er Evelyn látin segja tvisvar frá sömu hiutum með næst- um sömu orðum. Þetta eru þó aðeins smágall- ar á áhugaverðri bók. Ármann Jakobsson Evelyn Stefánsson Nef: Sjálfsævisaga. Björn Jóns- son þýddi. HKÁ 2001. Myndlist Upplýst og gagnvirk Forðum daga var það siður súrrealista að taka hversdagslega hluti til gagngerrar endur- skoðunar, draga úr notagildi þeirra eða breyta því, jafnvel þannig að þeir tóku á sig hlægilega eða ógnvekjandi mynd. Með þessari aðferð - sumir kölluðu hana sjónrænt kjafts- högg - vildu þeir afmá mörkin milli raunver- aldar og ímyndunar, milii listhlutar og nytja- hlutar, auk þess sem hún lýsir djúpstæðri tor- tryggni nútímamannsins í garð hlutanna sem umlykja okkur. Verk Ilmar Stefánsdóttur eru skemmtileg tilbrigði við þessa „hlutbundnu" myndlist en listakonan opnaði sýningu í Galleríi Hlemmi um helgina. Þroskasaga hennar er óvenjuleg því að loknu menntaskóla- og háskólanámi lærði hún til textíllista. í framhaldinu hóf hún að tvinna saman ljósleiðara með eftirtektar- verðum árangri; sýning á upplýstum verkum sem hún hélt í Mokka var hæði flott og fynd- in. Þar var einnig ljóst að hún hafði gott auga fyrir fáránleikanum sem fólginn er í hvers- dagsleikanum. Á eftir fylgdi sýning 1 Galleríi Sævars Karls þar sem birtust bæði hlutir og búnaður úr hversdagslífinu. Ljósleiðarar voru enn inni en þeir voru hlutar af ýmiss konar gagnvirkum búnaði sem sýningargestir voru hvattir til að nota, bæði í gamni og hæfilegri alvöru. Þarna var m.a. „Viðhorfsbreytir", hlífðargleraugu sem menn gátu sett á sig og látið hrífast af taktfóstu ijósflæði, og síðan yndislega fjar- stæðukennd verk á borð við fingravettlinga með króka á hverjum fingri fyrir þá sem iðu- lega þurfa að bera marga innkaupapoka í einu. Aldrei þessu vant var leyfilegt að hlæja upphátt á myndlistarsýningu. eiginlegt. í „Spilahníf er sveif á kjötskera tengd við spiladós; þegar henni er snúið heyr- ast tónar. Á myndbandi sker hún niður mat og hitar hann upp en verkfærin sem hún not- ar eru öll ætluð til annars konar „skurðar" og „upphitunar". Annars staðar leggur Hmur bæði út af þjóð- félagslegri ímynd hluta og tilveru þeirra í tungumálinu. „Parsími-skrefið er frítt“ er tii- brigði um farsímakúltúrinn og sölumennsk- una sem tengist honum, i senn tilfyndið og gagnrýnið á þetta nýja samskiptaform. Þarna eru einnig gagnvirk verk sem eru öllu marg- brotnari að gerð og merkingu. Öll kitla þau hláturtaugarnar en þó vantar ekki í þau broddinn. Ósjálfrátt verður manni hugsað til Olivers Sacks við skoðun á höfuðfötum sem Ilmur hefur umbreytt og rafvætt. Vinnuhjálm- ar hennar, hárþurrkur og hettur minna helst á undarleg tæki til heilaþvotta eða heilaskönnunar, ekki ósvipuð þeim sem koma fyrir í myndunum um Frankenstein. Við setj- um þau upp á eigin ábyrgð. Áðalsteinn Ingólfsson Sýning llmar stendur til 2. desember; galleri@hlemmur.is er opiö fim.-sun. kl. 14-18. DV-MYND HILMAR ÞÖR llmur Stefánsdóttir með „Rafhettu" á höföi. Verk hennar kitta hiáturtaugarnar en þó vantar ekki í þau broddinn. , mannsgaman Nafnlausa fólkið Aftenging hlutanna Sýning Ilmar í Galleríi Hlemmi nefnist „Common Nonsense" og er að mörgu leyti framhald sýningarinnar hjá Sævari Karli. Að- faraorð hennar eru fengin úr frægri bók taugasálfræðingsins Olivers Sacks, þar sem segir frá því þegar einn sjúklingur hans hélt að kona sín væri hattur. Hugmyndaheimur Ilmar er einmitt á bilinu milli veruleikans - veruleika hlutanna - og skynjunar okkar á þessum veruleika. Með því að aftengja hlut, viðtekið notagildi hans og merkingu, eins og Magritte skilur á milli hlutar eins og „reykja- pípu“, orðsins „reykjapípa" og „málverks af reykjapípu", er hún með í höndunum efnivið sem hún getur hantérað með ýmsum hætti. I sinni einföldustu mynd snúast verk Ilmar um að tengja saman tvö gjörólík fyrirbæri með tilvísun til þess eina sem þau eiga sam- Skrýtið þegar gengið er niður götu eins og Laugaveginn í mildu veðri nóvembermánaðar og maður kemur upp að hlið manns og fer að ræða við hann um árin heima í Eyjafirði. Og svo er horft á hann með þeim augum sem reyna meira en þau geta að átta sig á hver hann er. Eftir því sem árin líða gerist þetta oftar. Eft- ir því sem fjarlægð unglingsáranna eykst hendir það mann svo gott sem vikulega að hitta gamlan vin sem talar við mann um göm- ul strákapör án þess aö maður hafi hugmynd um hvað viðmælandinn heitir og hvaðan hann sé og hverra manna. Skrýtið að maður skuli ekki þora að spyrja til nafns, til dæmis á horninu á milli Guð- steins og Kirkjulistabúðarinnar við Vitastíg. Staldra þar við í góðan tíma og tvístíga á hell- unum gráu. Heyra minningarnar hlaðast upp á vörum manns sem gæti heitið Guðjón eða Einar og allt eins Hannes. Vissulega jafnaldri og andlitið ekki með öllu ókunnugt, en engin von til þess að vita meir á móti þessum orða- ílaumi úr týndri æsku sinni. Skrýtin já, þessi augnablik þegar vinir manns eru vita nafnlausir. Og verst er þegar maður reynir að veðja á nafn sem reynist vit- laust. Þess vegna fer betur á að tala sig í kringum nafnið og segja til dæmis að viðkom- andi hafi nú alltaf verið svo léttur og uppá- tækjasamur og ekki líði það manni úr minni þegar hann tók upp á þessu og hinu - og hafi það ekki verið hann, þá sé maður aldeilis far- inn að gleyma. Svona eru þessi samtöl, nafn- lausu vinafundirnir á götum úti. Og þeir eru margir. Og fjölgar með árunum. Svo kveður maður vinalega. Gengur nokk- ur skref niður Laugaveginn og jahémar sig og hnykklar brýrnar niður í Kvos. -SER. MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2001 _______________________DV Umsjón; Silja Aöalsteinsdöttir Norræn bókasafnavika Þema Norrænu bókasafnavikunnar sem hefst í dag er Orö & tónar í norðri og verða tónleikar í öllum söfnum Borgar- bókasafns í dag kl. 18: Menn frá Kleifum syngja í aðalsafni, Tryggvagötu 15, Tríó Hafdísar leikur í bókasafninu í Gerðubergi, stúlkur úr Vox feminae verða í Kringlusafni, Páll Ásgeir Ágústsson syngur í Folda- safni og kór Menntaskólans við Sund í Sól- heimasafni. Á fostudaginn kemur verður rappflokkurinn Igore í bókasafninu í Gerðubergi og nor- ræni vísnakvartettinn Noredenom heldur tónleika í aðalsafni á sunnudaginn kl. 15. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana. Gunnhildur Hrólfsdóttir segir sögur í Seljasafni á föstudaginn kl. 15 og les úr nýrri verðlaunabók sinni í Sólheimasafni kl. 17.30. Sögustundir verða á hverjum degi í aðalsafni og Kringluscifni frá mánu- degi til föstudags. „Hulda + Arne = Sant“ í Listaklúbbi Leikhúskjallarans í kvöld verður dagskrá helguð norska skáldinu Arne Garborg, sem á 150 ára afmæli á þessu ári, og konu hans Huldu sem einnig var þekktur rithöfundur og ein áhrifa- mesta kona í menningarlífi Noregs á 19. öld. Arne Garborg varð einna fyrstur til að skrifa skáldsögur á nýnorsku. Honum er líkt viö Strindberg að því leyti að hann var ófeiminn við að nota eigin sálarátök og óvægna krufningu á lífi samferðafólks síns sem efnivið í skáldskap sinn. Eitt frægasta verk hans er ljóðabálkurinn Haugtussa (1895), sem Edvard Grieg samdi tónlist við og Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona flytur kafla úr í kvöld. Sig- ve Böe, leikari og leikstjóri við Det Norske Teatret í Ósló, flytur nokkur atriði úr leik- sýningunni „Arne + Hulda = Sant“ ásamt Gunhild Kværness, leikkonu og norrænu- fræðingi, en þau hafa flutt þetta verk víðs vegar um Noreg á þessu ári. Húsið verður opnað kl. 19.30 en dagskrá- in hefst kl. 20.30. Reynsla, tími og hamingja í dag kl. 12.30 flytur Magnús Diðrik Bald- ursson heimspekingur opinn fyrirlestur í Listaháskóla íslands, Laugarnesvegi 91, stofu 024. Fyrirlesturinn ber heitið „Dvöl. Hugleiðingar um fagurfræðilega reynslu, tíma og hamingju" og þar verður varpað fram þeirri tilgátu að þegar við dveljum við listaverk öðlumst við lausn frá tímanum og að í því felist hin sérstæða hamingja fagur- fræðilegrar reynslu. Jóhannes Þórðarson arkitekt flytur fyr- irlestur sem hann nefnir „Svona gerum við“ i LHÍ, Skipholti 1, á miövikudaginn kl. 12.30 í stofu 113. Jóhannes er einn af eigendum stofunnar GLÁMA - KÍM arki- tektar ehf, sem hefur fengist við margvís- leg verkefni. Sýnd verða dæmi af þeim helstu. Búningar og litir Námskeið í búningahönnun hefst á morg- un við Opna Listaháskólann í samvinnu Þjóðleikhússins og Listaháskólans. Kynnt veröur ferlið við hönnun búninga fyrir leik- svið. Lesið verður handrit að leikritinu Cyrano de Bergerac, farið í heimsókn bak- sviðs í Þjóðleikhúsið þar sem verið er að undirbúa uppfærslu á viðkomandi verki, saumastofan heimsótt, litið inn á æfingu, spjallað við leikstjórann og fylgst með per- sónum verða til i leik, búningum og gervi. Kennari er Þórunn María Jónsdóttir bún- ingahönnuður og kennt er í LHÍ í Skipholti 1, stofu 113. Námskeið um efni og liti sem hefst 27. nóv. er ætlað byrjendum sem vilja kynna sér eiginleika efnis, lita og pappírs. Kynnt- ar verða mismunandi aðferðir við litanotk- un á pappír, einfaldar einþrykksaðferðir og yfirborðsmeðferð með vaxi og lakki. Kennari er Hrafnhildur Sigurðardóttir myndlistarmaður. Kennt verður í LHÍ Skipholti 1, stofu 112.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.