Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Blaðsíða 23
39
MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2001
DV
Tilvera
Tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur í kvöld:
Tónleikar með verkum Þorkels
Pósturinn Páll á
skjánum í 20 ár
Pósturinn Páll, líklega einn
þekktasti póstmaður heimsins, hef-
ur heldur betur halað inn tekjur fyr-
ir höfund sinn, hinn 69 ára gamla
Ivor Woods, sem orðinn er „múltí
milljóneri" á þessu ljúfa og hjálpa-
sama hugarfóstri sínu, sem hann
skapaði i upphafi áttunda áratugar-
ins, ásamt félaga sínum, rithöfund-
inum John Cunliffe. Woods, sem
einnig á heiðurinn af bangsanum
Paddington, stofnaði í upphafi fyrir-
tækið Woodland Animations, sem
var framleiðandi þáttana um Pál og
félaga hans, svart-hvíta köttinn,
Jess, en hefur nú selt fyrirtækið og
framleiðsluréttinn til breska fyrir-
tækisins „Entertainment Rights",
fyrir 5,1 milljón punda og segir að
tími hafi verið kominn til að slappa
af eftir 20 ára törn.
Siöan farið var að sýna sjónvarps-
þættina um Pál á BBC sjónvarps-
stööinni í Bretlandi árið 1981, hafa
þeir heldur betur slegið i gegn og
eru nú sýndir í yfir 50 löndum.
Sigurbjörnssonar tónskálds verða í
Listasafni íslands í kvöld. Þá flytur
Kammersveit Reykjavíkur ásamt
fimm einleikurum. I framhaldinu
verður farið beint i stúdíó í upptöku.
„Það er liður i að varöveita íslenska
menningu í skífuformi," segir stjórn-
andi sveitarinnar, Bernharður Wilk-
inson. Hann bendir á að sveitin hafi
þegar tekið upp safndiska með verk-
um eftir Leif Þórarinsson og Atla
Heimi Sveinsson og nú sé röðin kom-
in að Þorkeli. Aðspurður segir hann
tónskáldið hafa fylgst með æfmgum
og leyst greiðlega úr ýmsum spurn-
ingum sem upp hafi komið varðandi
verkin. „Við þurftum stundum að
vita hvað hann meinti með þessu eða
hinu og fengum ágæt svör við því.“
segir Bernharður.
Gamansöm verk, viðkvæm
og flókin
Á tónleikunum verða fimm verk
flutt. Bernharður lýsir þeim lítillega.
„Filigree heitir það fyrsta. Titillinn
þýðir eiginlega víravirki og það má
túlka sem fingert - viðkvæmt sem
lýsir verkinu ágætlega. Einleikarar í
því eru Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari
og Sigurður Halldórsson sellóleikari.
Dulcínea er nafn á öðru. Það orð þýð-
ir „kærasta Don Kíkóta" og í því er
einleikur á gítar sem Guðmundur
Pétursson leysir af hendi. Þriðja
verkið á dagskránni heitir Wiblo og
er tileinkað tónlistarmanninum
Iblanski Otto sem var um tíma hér á
landi - fyrir mína tíð. Það er krefj-
andi' verk og dálítið flókið. Anna
Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari
og Jósef Ognibene hornleikari sjá
um einleik i því. Umleikur var skrif-
að fyrir Rut Ingólfsdóttur fiðluleik-
ara og samið fyrir 25 ára afmæli
sveitarinnar ‘98. Og síðasta verkið á
efnisskránni er Af mönnum. Það er
samið sem balletttónlist, gamansamt
verk og skemmtilegt sem sveitin flyt-
ur ein.“
Af mönnum féli í kramið í
Japan
Síðasttalda verkið, Af mönnum, er
eitt þeirra verka sem Kammersveit
Reykjavíkur flutti í nýlokinni Japan-
ferð sinni. Bernharður segir það
hafa fallið I kramið þar, eins og ann-
aö sem sveitin hafði fram að færa.
„Sumum finnst þetta sendiráð okk-
ar þar vera bruðl en ég vil meina að
við séum að fjárfesta í menningar-
tengslum," segir hann. Honum
fannst einstök upplifun að spila i
Japan, eins og þessi lokaorð hans
lýsa: „Nákvæmnin er svo mikil þar,
metnaðurinn og virðingin fyrir tón-
listinni.“ -Gun.
Kammersveit Reykjavíkur
Eftir tónleikana í kvöld veröur fariö í stúdíó að taka upp disk „Þaö er liöur í aö varöveita íslenska menningu í skífu-
formi, “ segir stjórnandinn, Bernharöur Wilkinson.
Víravirki og Kærasta Don Kíkóta
Kvikmyndahátíð í Reykjavík 2001:
Fjölbreytnin
ríkjandi
Kvikmyndahátíð í Reykjavík
stendur sem hæst um þessar mund-
ir og í nógu að snúast hjá bíófiklum
borgarinnar og öðrum áhugamönn-
um um góðar kvikmyndir. Eins og
fyrri ár hefur hátíðin í ár á sér al-
þjóðlegt yfirbragð og er óhætt að
segja að fjölbreytnin sé í fyrirrúmi.
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra setti hátíðina formlega í
Laugarásbíói á fóstudaginn, rétt fyr-
ir frumsýningu myndarinnar
Stormasams brúðkaups (Monsoon
Wedding) eftir leikstjórann Miru
Nair. Nokkrir aðstandendur mynd-
arinnar voru viðstaddir og sögðu
þeir áhorfendum stuttlega frá henni
áður en sýning hófst.
Heiöursgestir Kvikmyndahátíöar dv-myndir einar j.
Nokkrir aöstandendur kvikmyndarinnar Stormasams brúökaups sögöu
gestum stuttlega frá henni. Frá vinstri: Emily Gardiner framleiöslustjóri,
Sabrina Dhawan handritshöfundur og Caroline Baron framleiöandi.
Komiö til hátíöar
Anna María Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Kvikmyndahátíöar, og Björn Bjarna-
son menntamálaráöherra koma til setningar hátíöarinnar.
Notaðu
tímann
Vinnufundur eða stefnumót? Stemning miðborgarinnar
er einstök og kaffið óvíða betra. Sum stæði veita
þér meira svigrúm en önnur. Á miðastæðum er enginn
lágmarkstími.
Við mælum með P2 fyrir þínar bestu stundir í bænum.
P2-bílastæði eru ódýr skammtímastæði á plönum
og hliðargötum í þægilegri göngufjarlægð frá
miðborgarkjarnanum.
□
Bflastæðasjóður
...svo í borg sé leggjandi
Rithöfundar ræöa málin
Vel fór á meö rithöfundunum Einari Kárasyni og Thor Vilhjálmssyni fyrir
sýninguna.
4