Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2001
Skoðun DV
Bryjólfur Gunnarsson sjómaður:
Rauöhettu og Úlfinn og Doddabæk-
urnar fyrir son minn, sem er átján
mánaöa.
Gestur Jónsson bankaútibússtjóri:
Gerplu, þá fræbæru bók, er aö lesa
hana í þriöja sinn. Síöan er ég alltaf
meö Davíö Stefánsson uppi viö - ég
held mikiö upp á Ijóö hans.
Hvaða bók ertu að lesa
þessa dagana?
(Spurt á Akureyri)
Ingibjörg Bergsveinsdóttir húsmóðir:
Saktaus svipur eftir Sydney Sheldon.
Ég er mest fyrir svona sakamálasögur.
Jóhanna Vala Höskuldsdóttir nemi:
Ég er í 1. bekk MA og er aö lesa Hý-
býli vindanna. Mest er ég annars fyr-
ir rómantískar skáldsögur.
Rúnar Jónsson háskólanemi:
Núna er ég aö lesa í bók í þjóöhag-
fræöi. Af ööru er það næst Hringa-
dróttinssaga.
Jón Oddgeir Guðmundsson, kirkjunnar
maður:
Ég les Biblíuna alla daga, hún er
mitt vítamín. I morgun var ég aö
lesa í Esekíel sem er ein bók Gamla
testamentsins.
Hugsanlegt hraunrennsli
- frá Reykjanesfjallgarði til norðvesturs
SANDGERÐI
KE
Hafnir
REY
Gos á Reykjanesskaga.
- Ekki í okkar tíð?
Ogn úr iðrum íslands
„Er einhver viðbúnaður
vegna ógnarhamfara á
þessu þéttbýlissvœði yfir-
leitt? Hvað með birgðir af
teppum, matvœlum og
hjúkrunarvöru, og hvernig
yrði þessu komið til stœrstu
hamfarasvæða ?“
Geir R. Andersen
blm. skrifar:
Það er auðvitað ekki á það bætandi
að opna umræðu um hörmungar í
þann mund sem fólki stafar ógn af
ofjörlum friðar og frjáls mannlífs í
okkar heimshluta. Jafnvel hér á ís-
landi þegar fólki berst sakleysislegur
póstur með meintum „hvítadauða" og
kallar á aðstoð hóps úr forvamarkerf-
inu sem lokar stofnunum og sendir
viðtakendur í sóttkví.
En á að forðast umræðuna um eld-
gos og jarðskjálfta þótt grunsemdir um
miltisbrand séu númer eitt í fréttun-
um? Auðvitað ekki. Ógn okkar íslend-
inga er fyrst og fremst falin i iðmm
jarðar eins og ævinlega. Það er því hár-
rétt ákvörðun fjölmiðla að opinbera á
hveijum tíma ef eitthvað sérstakt bend-
ir til að meiri likur séu á eldgosum og
jarðskjálftum í' einn tíma en annan.
Enda byggt á umsögnum þeirra sem
gerst til þekkja, svo sem jarðskjálfta- og
jarðeðlisfræðinga.
Breytt spennustig á Bláfjallasvæðinu
og minni háttar skjálftar segja fræði-
mönnum að full ástæða sé til að fylgj-
ast með atburðarásinni. Og þótt
Reykjanesfjallgarðurinn sé allur mögu-
legt gossvæði, þá veit enginn hvar eða
hvemig þær hræringar verða. Munur-
inn á eldgosi úr einstöku fjalli og hins
vegar jarðskjálftum sem taka yfir stórt
landsvæði er gifurlegur.
Það hefði orðið mikill harmleikur ef
samhliða gosi á Heimaey hefði jörðin
gengið í bylgjum. Hætt er við að þá
hefði manntjón yfirskyggt allt annað.
Það er því ógnvekjandi að aðeins í 10
km fjarlægð við þéttbýlasta svæði
landsins skuli mega búast við jarð-
skjáiftum og eldgosum, hugsanlega á
öllu svæðinu frá Reykjanesvita að Hell-
isheiði.
í þessum efnum er varla um neinar
fyrirbyggjandi aðgerðir að ræða, og
skammt duga „Leiðbeiningar til al-
mennings" framarlega í Símaskránni.
Skyldi fólk þó ekki vanmeta upplýsing-
ar og ráðleggingar sem þar má fá.
Verra er ef lítill sem enginn er viðbún-
aðurinn í bráðahjálp ef hér yrðu stórir
skjálftar, langt yfir 6 eða 7 stig.
Fólk er örugglega ekki meðvitað um
t.d. hvar það á að „gefa sig fram“ í
„fjöldahjálparstöð á áfangastað". Og
spyrja má: Er einhver viðbúnaður
vegna ógnarhamfara á þessu þéttbýlis-
svæði yfirleitt? Hvað með birgðir af
teppum, matvælum og hjúkrunarvör-
um, hvemig og hveijir koma þessu til
stærstu hamfarasvæða?
Okkur íslendingum er ekki tamt og
heldur ekki Ijúft að ræða aðsteðjandi
vanda. Náttúruhamfarir meðtaldar. En
er nokkuð óeðlilegt að taka til umræðu
og kynna almenningi hvernig bregðast
á við ef sú ógn sem okkur íslendingum
stendur sífellt af neðanjarðaraflinu
sýnir sig í sinni verstu mynd?
Auðvelt að svindla á fæðingarorlofi
Jónas Jónsson
skrifar:
Þótt ekki megi fara hátt - vegna þess
að allir flokkar studdu ný lög um fæö-
ingarorlof - þá era á þessum lögum
ýmsir gallar. Nær væri að segja að lög-
in séu gailagripur. Nú heyrast æ fleiri
sögur af því að fólk skrái sig á laun fyr-
irfram, áður en það fer í fæðingarorlof.
Bætumar í fæðingarorlofinu er reikn-
aðar út frá þeim tekjum sem fólk hef-
ur áður en orlofið hefst.
Því hærri tekjur sem fólk hefur
áður en orlofið hefst, þeim mun hærri
bætur fær það. Já, þetta er ótrúlegt en
satt. Því ríkari sem þú ert, þeim mun
„Ég veit um fólk sem skráir
sig í fœðingarorlof en er að
vinna á fullu. Launin eru
bara greidd mánuði eftir að
„fœðingarorlofinu“ lýkur. Þá
sér enginn að unnið hafi ver-
ið í orlofinu. Það segir því
ekkert þótt 80% karla skrái
sig nú í fæðingarorlof. “
hærri bætur færðu frá Tryggingar-
stofhun ríkisins.
En það er ekki bara auðvelt að
svindla á upphæðinni. Ég veit um fólk
sem skráir sig í fæðingarorlof en er að
vinna á fullu. Launin era bara greidd
mánuði eftir að „fæðingarorlofinu"
lýkur. Þá sér enginn að unnið hafi ver-
ið f orlofinu. Það segir þvi ekkert þótt
80% karla skrái sig nú í fæðingarorlof.
Ég vil leyfa mér að fullyrða að stór
hluti þeirra er í einhverri vinnu. Ef til
vill ekki á fullu, en svona lausir við en
mæta á fúndi og svona. - Þessi ólög
hafa því engin áhrif á stöðu kynjanna
á vinnumarkaði eins og þeim var eink-
um ætlað.
Ösjálfrátt brottkast
Garri hefur verið að fylgjast með umræðunni
um brottkast á fiski og hann lét sig meira að segja
hafa það að horfa á sjónvarpsmyndimar frægu
sem sýndar voru af brottkastinu fyrir helgina.
Ekki var það fógur sjón og erfitt að átta sig á þeim
hugsunargangi sem réttlætir slíka sóun sem þar
sást. En tónninn í þeim sem þama komu að máli
var þó sá að þetta þyrftu menn að gera vegna þess
að kerfið býður þeim að gera það. Þessir menn eru
með öðrum orðum að segja að það sé í raun ekki
þeim að kenna að þeir hendi fiski í tonnavís í haf-
ið, heldur sé það einhverjum kerfiskörlum fyrir
sunnan að kenna, mönnum sem ekki skilja að kerf-
ið bjóði upp á brottkast. Garra þykir þessi vörn
minna nokkuð á sögurnar um rithöfundana sem
skrifað er í gegnum, þeir bara setjast niður og sið-
an framleiða þeir heilu bækumar með ósjálfráðri
skrift!! Brottkastararnir séu með svipuðum hætti i
ósjálfráðu brottkasti, því það séu kerfiskarlamir
sem í raun henda fiskinum fyrir borð í gegnum þá!
Umhverfissóöar
Viðbárur af þessu tagi eru þekktar, m.a. frá fylli-
byttum sem segja að einhver önnur fyllibytta sé að
drekka í gegnum þá. Sjaldnast hefur þetta þó verið
tekið alvarlega og sem betur fer er hin almenna
regla sú að menn eru látnir taka ábyrgð á sinni
eigin drykkju og sínum eigin skriftum. Því er það
nokkuð ljóst að menn verða að taka ábyrgð á sínu
eigin brottkasti, alveg óháð því hvort fiskveiði-
stjómunarkerfið er mönnum að skapi eða ekki.
Það er auðvitað af þessum sökum sem flestir sem
kasta fiski gera það í laumi og skammast sín fyrir
það og reyna helst að komast hjá því að verða
stimplaðir umhverfissóðar sem enga virðingu
bera fyrir lífríkinu í kingum þá.
Margvísleg fórnarlömb
Þaö kemur því alltaf jafn mikið á óvart þegar
lögbrjótum af þessu tagi er stillt upp sem fómar-
lömbum aðstæðna. Á íslandi eru fiölmörg fórnar-
lömb ýmiss konar aðstæðna, fátækt fólk, fólk sem
verður fyrir barðinu á svikahröppum eða glæpa-
mönnum o.s.frv. o.s.frv. Þetta fólk hefur þó ekki
talið sig hafa rétt til að rétta hlut sinn með því að
gerast lögbrjótar. Vitaskuld verða það alltaf ein-
hverjir sem gerast lögbrjótar, en Garri hefur
aldrei séð slíka menn gerða að hetjum fyrr. Það
versta við þetta er þó það að yfirgnæfandi meiri-
hluti þeirra sem stunda og sækja sjó ástundar
ekki þann umhverfissóðaskap sem sýndur var í
sjónvarpinu fyrir helgi. Og er það fólk þó ekki
síður fórnarlömb fiskveiðikerfisins. Það berst
hins vegar gegn því með viðeigandi hætti, en
reynir ekki að nota kerfið til að réttlæta og göfga
eigin auðgunarbrot. Garri leggur því til að það
láti einhver þessa menn vita að það trúir enginn
sögum þeirra um ósjálfrátt brottkast - menn
verða einfaldlega að taka ábyrgð á sjálfum sér.
Garri
Dollarinn tekur við
Friðrik Jðnsson skrifar:
Nú hefur
hið frábæra
fyrirtæki
Össur hf.
ákveðið að
gera upp í
doUurum.
Einnig
munu vera
uppi hug-
myndir um
að skrá hlutabréf félagsins í dollurum
og greiða þar með út arð í þeirri sterku
mynt. Fyrirtækið á að sjálfsögðu í
miklum viðskiptum í dollurum og því
kemur þetta ekki á óvart. En það era
mörg önnur fyrirtæki sem eiga öll sín
viðskipti í dollurum og yfir 40% þjón-
ustuviðskipta okkar er i þeirri mynt,
en aðeins um 20% við evrasvæðið.
Þjónustuviðskipti era vaxtarbroddur-
inn og því má gera ráð fyrir að vægi
Bandaríkjadollars í viðskiptum okkar
haldi áfram að vaxa eins og það hefúr
gert undanfarin ár. Er því ekki dollar-
inn hið eðlilega var, ef við köstum
krónunni?
Ný stefna í fjár-
málaráðuneyti?
Þorgrimur hringdi:
Ég las í blaði nýlega að hækkun
tryggingagjalds væri nauðsynleg til að
fiármagna skattalækkanir. Er þetta ný
stefna í fiármálaráðuneytinu, eða
hvað? Einn skattur hækkaður til að
lækka annan? Tryggingagjaldið leggst
á ailar launagreiðslur og hækkun þess
kemur þvi í veg fyrir launahækkanir
eða leiðir til launalækkunar. Það er
þvi i raun verið að hækka skatta á
launafólk með þessari hækkun trygg-
ingagjalds. Er ekki einfaldlega kominn
tími til að hætta að hækka skatta -
punktur basta?
Olíuleit við ísland
Snorri Snorrason hringdi:
Fulltrúar
frá norsku
fyrirtæki
hafa nú tekið
upp viðræður
við íslensk
sfiómvöld og
fengið leyfi til
leitar að olíu
og gasi í norð-
austurhluta
efnahagslög-
sögu okkar
næstu þrjú
árin. Mælingar og endurvarpsmæling-
ar taka einhvern tíma. En mörgum
finnst skorta á frekari vitneskju til
landsmanna um hvað kom út úr þeirri
rannsókn sem Shell-olíufélagið stóð að
fyrir allmörgum árum á svæðinu norð-
austur af landinu, þar sem sannanlega
er að finna setlög, sem þá vora ekki
könnuð nánar. Orkustofnun hlýtur að
hafa handbær gögn frá þeim tíma um
þetta svo og eigin rannsóknir á landi á
þessu svæði.
Viö borun í Flatey
Já, hver var niður-
staðan?
íþróttafélög sliga
bæjarsjóði
Kári skrifar:
Iþróttafélög fá 90% styrki frá sveit-
arsfiómum til að byggja íþróttahús.
Sveitarfélögin leigja svo aðsíöðu af fé-
lögunum í þessum húsum sem þau
hafa í raun sjálf byggt. Svo þegar
íþróttafélögin era komin á kúpuna
kaupa sveitarfélögin húsin aftur af
þeim til að bjarga þeim frá gjaldþroti.
Mér sýnist þvi flestir þessara hálf-at-
vinnumanna hér í boltaíþróttum í
raun vera ósköp venjulegir bæjar-
starfsmenn: íþróttafélögin era að
mestu leyti Qármögnuð með opinber-
um styrkjum og því eðlilegt að BSRB
taki að sér að semja um kaup og kjör
fyrir íþróttamennina.
!SS
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangið:
gra@dv.is
Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Þverholti 11, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.