Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2001
I>V
Menning
15
Eintt gegn meirihlutanum
Fjandmaður fólksins var skrifað
sem viðbrögð við móttökum almenn-
ings og pressunnar á Afturgöngum,
þar sem Ibsen fjallaði um arfgengi
sýfiliss og réðst gegn tviskinnungs-
hætti borgarastéttarinnar sem
kunni honum litla þökk fyrir. Verk-
ið var viða bannað en Ibsen sveið
sárast afstaða hinna svokölluðu
frjálslyndu fjölmiðla sem fordæmdu
verkið jafn harkalega og forhertir
íhaldsmenn. I Fjandmanni fólksins
er þjónkun hinnar „frjálslyndu
pressu“ við almenningsálitið og pen-
ingavaldið líka dregin sundur og
saman í háði en þar er velt upp fleiri
álitamálum. Er til dæmis lýðræði
sem byggist á vilja meirihlutans
endilega það sem tryggir hag borg-
aranna best? Og er eðlilegt að fórna
fyrirtæki sem kemur væntanlega til
með að mala gull þótt það hafi ein-
hverjar neikvæðar afleiðingar?
Þessar spurningar eiga enn fullt er-
indi og raunar er ótrúlega auðvelt
að tengja umfjöllunarefnin við
helstu hitamál siðustu ára hér á ís-
landi, s.s. virkjanamál og gagna-
grunn á heilbrigðissviði svo eitt-
hvað sé nefnt.
Leiklist
í Fjandmanni fólksins fær dr.
Tómas Stokkmann það hlutverk að
vera boðberi sannleikans og hlýtur
að launum útskúfun samfélagsins.
Hann er aðalhvatamaður að stofnun
heilsulindar í heimabæ sínum en
það er bróðir hans, bæjarstjórinn,
sem verður stjórnarformaður fyrir-
tækisins og kemur því í fram-
kvæmd. Dr. Stokkmann vill að vatn-
ið í Blásteinalindir verði sótt upp
fyrir sútunarverksmiðjur sem þarna
eru en sá vilji er hunsaður, væntan-
lega vegna kostnaðar. Fyrir vikið er
vatnið í heilsulindunum mengað og
heilsuspillandi eins og dr. Stokk-
mann fær staðfest með vísindaleg-
um rannsóknum. Hann efast ekki
Hann stendur einn
Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki
Stokkmanns læknis.
um að við því verði brugðist á við-
eigandi hátt en kemst fljótt að raun
um annað.
í uppsetningu Mariu Kristjáns-
dóttur leikstjóra á Fjandmanni
fólksins er stuðst við leikgerð Arth-
urs Millers sem María hefur lagað
að sinni sýn á verkið og stytt og
breytt með það að markmiði að
draga fram kjarnann. Það heppnast
í flestum tilvikum mjög vel og er
upphafssenan, sem er látin gerast í
Blásteinalind en ekki á heimili dr.
Stokkmanns, gott dæmi þar um.
Tengslin við nútímann eru undir-
strikuð á bráðsnjallan hátt í leik-
mynd og búningum sem þau Vytaut-
as Narbutas og Filippía Elísdóttir
eiga heiðurinn af. Stokkmann og
fjölskylda eru klædd samkvæmt
tísku ritunartíma verksins en fjöl-
miðlamennirnir og valdhafar sam-
kvæmt okkar tísku og sama gildir
um húsbúnað. Þannig er gömlu og
nýju, fortíð og nútíð, stillt upp sem
andstæðum en þversögnin er auðvit-
að sú að það er dr. Stokkmann sem
einn hefur framtíðarsýn og þorir að
berjast fyrir henni. Lokaatriðiö var
afar áhrifaríkt og öll sjónræn út-
færsla einstaklega vel heppnuð.
Prýðisleikarar taka þátt í þessari
uppfærslu þó mér finnist hæpið að
gera Sóleyju Elíasdóttur að dóttur
Ingvars E. Sigurðssonar og Halldóru
Geirharðsdóttur. Dr. Stokkmann er
margþætt persóna og sveiflast frá
kæruleysislegri lífsgleði yfir í ör-
væntingu sem síðan breytist í stað-
fastan baráttuvilja. Þessu öllu tókst
Ingvari að miðla þrátt fyrir dálítinn
taugatrekking á frumsýningu. Björn
Ingi Hilmarsson er sjálfsöryggið
uppmálað í hlutverki bæjarstjórans
og skemmtileg andstæða við hug-
sjónamanninn bróður hans, þó ekki
sé ég frá því að betur hefði farið á
því að hafa eldri leikara í hlutverk-
um þeirra tveggja. Aðrir leikarar
stóðu sig með ágætum og var túlkun
Eggerts Þorleifssonar á hinum „hóf-
sama“ Ásláksen sérlega eftirminni-
leg.
Það er fengur að þessari uppsetn-
ingu á Fjandmanni fólksins og von-
andi vekur hún bæði umhugsun og
umræður um það sem við köllum
lýðræðislega og nútímalega stjóm-
arhætti. Halldóra Friðjónsdóttir
Leikfelag Reykjavíkur sýnir á stóra sviöi
Borgarleikhússins Fjandmann fólksins eft-
ir Henrik Ibsen, I þýöingu Siguröar Páls-
sonar. Dans: Peter Anderson. Hljóö: Bald-
ur Már Arngrímsson. Lýsing: Lárus
Björnsson. Leikmynd: Vytautas Narbutas.
Búningar: Filippía Elísdóttir. Leikstjóri:
María Kristjánsdóttir.
Bókmenntir
Y f irlýsingagleði
Tölva:
Örgjörvi:
Intel Pentium 4
1.7GHz pentium 4
Vinnsluminni:
Diskur:
Drif:
Mótald:
Skjákort:
Hljóðkort:
Hátalar:
Skjár:
Fylgihlutir:
Stýrikerfi:
256mb SDRAM
40Gb harður diskur
16x DVD geisladrif
56k mótald
64mb GeForce MX400 m/tv out
Soundblaster Live 5.1
Logitech Soundman S-4
17" Gateway
Lyklaborð og mús
Windows XP
Verð:
187.900,- kr. m. vsk.
Tölva: Aopen AMD XP 1500+
Örgjörvi: Amd 1.33 GHz
Vinnsluminni: 256Mb SDRAM
Diskur: 40Gb harður diskur
Drif: 16x DVD geisladrif
Mótald: 56k mótald
Skjákort: 32mb GeForce MX200 m/tv out
Hljóðkort: Soundblaster 128
Hátalar: Logitech Soundman S-4
Skjár: 17" Gateway
Fylgihlutir: Lyklaborð og mús
Stýrikerfi: Windows XP
Verð: 159.900,- kr. m. vsk.
Lærdómsrit Bókmenntafélagsins eru
mikill viskubrunnur og þaðan hafa
streymt undirstöðurit margvíslegs eðlis
þó heimspekirit hafi verið mest áberandi.
Ef bókmenntafræðinni hafa ekki verið
gerð eins ítarleg skil hefur nú verið bætt
um betur með útgáfu safnritsins Yfirlýs-
ingar sem geymir stefnuskrár og ávörp
helstu framúrstefnuhópa í upphafi tuttug-
ustu aldar, þeirra sem teljast til hinnar
sögulegu framúrsteínu, eins og segir í inn-
gangi Benedikts Hjartarsonar.
Þama eru samankomnir fútúristar, ex-
pressíónistar, dadaistar og súrrealistar,
allt býsna háværir og oft ósamstæðir hóp-
ar á sinni tíð, og þótt þeir séu mörgum
gleymdir í dag urðu áhrif þeirra ótviræð. Hver og einn
taldi sig hafa fundið hina einu réttu leið til frjórrar list-
sköpunar og var fús til að upplýsa umheiminn um þau
sannindi. Það er helst að dadaistamir skeri sig úr að
þessu leyti með því að gefa skít í allt saman, enda býr
Benedikt til það skemmtilega nýyröi „ég-gef-skít-í-ismi“
í þýðingu sinni á stefnuskrá dada frá 1918. En dada varð
til í hildarleik heimsstyrjaldarinnar fyrri þegar bjart-
sýnin og vongleöin biðu hvað stærst skipbrot í evrópsk-
um hugmyndaheimi. Fútúristamir sem fyrstir eru
kvaddir til eru þar harla ólíkir, vígreifir og öfgafullir. í
dag finnst eflaust mörgum þeir vera aftan úr forneskju,
einkum þeir ítölsku sem þróuðust til fasisma
með þjóðernishroka, yfirgangi og kvenfyrir-
litningu, og ég býst við að nútímakonum liki
ekki sérlega vel sýn Valentine Saint-Point á
stöðu kvenna. En auðvitað er ekki heiglum
hent að kenna sig við framtíðina því svo oft
detta þeir hinir sömu á rassinn í nútíðinni.
Þótt sumt kunni að þykja barnalegt og
fymt í allri þessari yfirlýsingagleöi er hér
saman kominn fimamikil fróðleikur um
strauma og stefnur í evrópskri list og hugs-
un á tuttugustu öld. Þýðing Áka G. Karlsson-
ar, Árna Bergmann og Benedikts Hjartarson-
ar sýnist mér yfirleitt vel af hendi leyst, í það
minnsta þar sem ég þekki til frumtexta, og
hefur ekki verið neitt áhlaupaverk, svo tamt
sem þéim framúrstefnugörpum var að ögra heföbundn-
um merkingum tungumálsins. Skýringar eru einnig it-
arlegar og inngangur Benedikts Hjartarsonar hinn fróð-
legasti. Sem sagt: hið merkasta lærdómsrit lærðum sem
leikum.
Geirlaugur Magnússon
Marinetti, Majakovski. Marc Tzara, Breton o.fl.: Evrópska framúr-
stefnan. Yfirlýsingar. Lærdómsrit Bókmenntafélagsins. Áki G.
Karlsson, Árni Bergmann og Benedikt Hjartarson þýddu og
sömdu skýringar. Benedikt Hjartarson tók saman og ritar inn-
gang. Hið íslenzka bókmenntafélag 2001.
t*i I k-'if.n rs-itxJu U*(,J rii* . cvoomtt mKKVh&iti Hkti Yfirlýsingar
0
Fj&lbmytt úrval af
bteksprðutuprentumm
© g fartðlvum.
Skeifunni 17 Reykjavík • Sími 550 4100
Furuvöllum 5 Akureyri • Sími 461 5000
Opnunartími kl. 8 - 18
Laugardaga kl. 10 - 16