Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Side 29
MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2001 45 3>V EIR á mánudegi Best á íslandi Súlu- og kjöltudansmeyjar eru umíjöllunar- efni í nýjasta tölublaði Pent- house. Þar er rætt við Stefaníu sem ferðast um allan heim og dansar fyrir karlmenn af mörgu þjóðerni. Stefaníu finnst best að dansa á íslandi og segir: „íslenskir karl- menn drekka mest og þvi meira sem þeir drekka því meiri pening- um eyða þeir í mig.“ í Penthouse kemur skýrt fram að súluiðnaðurinn er orðinn hnatt- rænn enda úttekt tímaritsins kynnt með fyrirsögninni: „Nektardansinn leggur heiminn að fótum sér - kjöltustúlkur í öllum tímabe}tum.“ Og á íslandi er best. Penthouse Því fyllri - því betri. Mikael Á dönsku og finnsku. Mikki í útlöndum Samið hefur verið um útgáfu á bók Mikaels Torfasonar, Heimsins heimskasti pabbi, í Danmörku og Finnlandi. Það er JPV-útgáfa sem gætir hagsmuna Mikaels erlendis og fer með samninga fyrir hans hönd en Mikael hefur sem kunnugt er verið útnefndur til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Mikael er búsettur í Kaumanna- höfn ásamt Maríu, eiginkonu sinni, og tveimur börnum og eru þau hjón nýkomin úr 10 daga ferð til Filippseyja. Þar var haldin árshátið hárgreiðslustof- unnar Street Cut en þar starfar María á meðan Mikael fæst við skriftir. Hann er nú með þrjú kvikmyndahandrit í takinu. Blóöbankinn 48 ára. Blóðbók Blóðbankinn hefur gefið út bamabók eftir Ólaf Gunnar Guð- laugsson. Er bókin ætluð til gjafa barna og barnabarna blóðgjafa. Að auki hefur Blóöbankinn efnt til samkeppni meðal barna um nöfn á blóðflokkafjöskyldunni sem verið er að mynda og bárust margar góð- ar tillögur. Má þar nefna Blóðgóð, Dreyri og Flaga. Ætlar starfsfólk Blóðbankans að heiðra börnin sem taka þátt í móttöku sem haldin verður í húsakynnum stofnunar- innar í vikunni í tilefni af 48 ára afmæli hennar. Leiðrétting í frétt um bindisskyldu á Alþingi hér að ofan láðist að geta þess að engar reglur gilda í stofnuninni um almennt hreinlcéti þingmanna, s.s. hárþvott, rakstur eða annað sem gæti raskað virðingu þingsins ef ekki væri sinnt sem skyldi. Siðareglur Alþingis mismuna kynjunum: Hálsbindi ógna lýðræðinu - þingmaður í Siðareglur Alþingis, sem krefjast snyrtilegs klæðnaðar þingmanna og þess að karlmenn séu ætíð með hálsbindi við þingstörf, ógna lýð- ræðinu í landinu þegar fjöldi manns treystir sér ekki til stjórn- málaþátttöku með þessu fororði. vill breytingu Kristján Möller „Sjálfum líður mér best í póló- peysu og þar sem ég er heit- fengur þá finnst mér miður að mega ekki einu sinni fara úr jakkanum í þing- sal,“ segir Krist- ján Möller, þing- Vill líka fá aö fara maður Samfylk- úrjakkanum. ingarinnar, sem vill sjá breyting- ar á hálsbindareglu Alþingis. „Verst er þó misréttið sem er á milli kynjanna því litlar sem engar kröfur eru gerðar til klæðnaðar þingkvenna nema að þær séu snyrtilegar. Þær geta mætt í bux- um og bol - mjög smart,“ segir Kristján. I rúllukraga Ekki eru dæmi þess að þing- manni hafi verið meinað að vinna störf sín vegna klæðaburðar en Lúðvík Bergvinsson mætti eitt sinn til starfa í rúllukragapeysu og tók þannig klæddur þátt í störfum þingsins. Það var ekki fyrr en þremur dögum síðar sem Geir Snyrtilegur klæðnaöur Allir með með hálsbindi - nema konurnar. Þær ráða sjáifar klæðnaði sínum. Haarde, þáverandi þing- Qokksformaður sjálfstæðis- manna, benti honum góð- fúslega á að slíkur klæðn- aður væri ekki við hæfi. Lúðvík hugleiddi þá málið en ákvað að aðhafast ekk- ert. Hann er enn sömu skoðunar. „Þessi hefðbundni klæðnaður getur verið virðingarvottur en hann er einnig dæmi um stöðnun sem full ástæða er að hreyfa við,“ segir Kristján Möller. Danir neituftu Miklar umræður urðu í danska þjóðþinginu fyrir nokkrum árum þegar stór hópur nýkjörinna þing- manna neitaði að mæta með hálsbindi til' starfa. Höfðu þeir betur og mega danskir þingmenn nú klæðast þeim fatnaði sem þeim hugnast sjálfum og best klæðir þá. Þverslaufan leyfö Þrátt fyrir Alþingisregl- una um hálsbindin hefur verið litið fram hjá meintum brot- um á henni þegar þingmenn nota þverslaufu. Hún flokkast með bindum þó öðruvísi sé hnýtt. Lúövík Bergvinsson Mætti í rúllu- kragapeysu. TW LESIÐ Man and Boy eftir breska dálkahöfund- inn Tony Parson. Bók ársins í Bret- landi. Lýsir á raunsannan hátt afleiðingum framhjálialds sjón- varpsstjömu sem á allt en leiðist samt. Svar karlmannsins við goðsögn feminista um hetjuskap einstæðra mæðra. Segir meira um mannleg samskipti en heilt sálfræðibókasafn. DGætið ykkar á starfsmönnum dekkjaverkstæðanna sem vilja selja ykkur ný dekk á hverju hausti. Dekkin sem þeir seldu ykkur í fyrra eiga að duga í meira en ár - sama hvað þeir segja. MEIRI VARÚÐ Gætið ykkar líka á tannlæknum sem vilja helst rétta allar tennur í fjölskyld- unni. Sumir tannlæknar vilja meira að segja rétta barnatenn- ur og jafnvel falskar tennur. 1 Domus Medica er kventannlækn- ir sem býður tannréttingar imd- ir kostnaðarhlutdeild Trygginga- stofnunar. Spyrjist fyrir. HVILIST Kaupið ykkur nýjan kodda í Rúmfatalag- emum. Til í ýmsum stærðum og gerðum á færeysku verði. Góður koddi verður seint metinn til fjár og getur skipt sköpum varðandi hvíld. Ekki sleppa stóra lestrar- koddanum. ILMVATN Nýja DOG-ilmvatnið. Fyrir hunda og fæst ekki í öllum betri snyrtivöruverslun- um. Geymist þar sem hvolpar ná ekki til. Sala Perlunnar: Hús án grunns - tankar og lóð fylgja ekki Til sölu „Þetta eru tæknileg atriði sem verða leyst af okkar mönnum. Tank- arnir fylgja ekki í sölunni og ég dreg mjög í efa að byggingarréttur fylgi,“ segir Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, um Perlusöluna sem vakið hefur fjölmargar spurningar lagalegs eðl- is. „Mér sýnist að við söluna verði að gera fjöleignarsamning, eins og við sölu á fjölbýlishúsi, og reyndar dreg ég mjög í efa að hægt sé að selja hús án þess að grunnur fylgi,“ segir reykvískur lögmaður sem set- Ekki til sölu ur spurningarmerki við ýmsa þætti Perlusölunnar. Hann efast um að hægt sé að selja Perluna án þess að lóð fylgi en engir lóðasamningar hafa verið þinglýstir í Öskjuhlíðinni ef frá er skilin Keiluhöllin. Þá er einnig á huldu hvorum megin veggj- ar bílastæðin lenda. Ljóst sé að væntanlegur kaupandi að Perlunni verði að deila eign sinni með Reykjavikurborg sem á tankana (grunninn) og ætlar ekki að selja þá. Laxnesssetur í Brúarlandi: Horft til James Joyce - ríkið vill kaupa Gljúfrastein „Það er ásetningur okkar að koma upp safninu og heiðra þar með minningu Halldórs Laxness og halda á lofti minningu hans á hundrað ára afmælinu á næsta ári,“ segir Guðný Dóra Gestsdóttir, ferðamála- fulltrúi í Mosfellsbæ og starfsmaður Laxnessnefndarinnar sem stefnir að þvi að breyta gamla Brúarlandsskólanum í Mosfellsbæ í Laxnesssetur. Kostnaður er áætlaður um 60 milljónir króna og ætlar bæjarstjóm að halda ótrauð áfram með fyrirætlanir sínar, þó svo umsókn um stuðning og styrk úr menntamálaráðu- neytinu hafi verið hafnað. „Á móti erum við með munnlegt loforð um að ríkið kaupi.Gljúfrastein þannig að við sjáum fyrir okkur tvö Laxnesssöfn hér í Mosfells- bæ,“ segir Guðný Dóra. Mjög er horft til James Joyce-setursins í Dublin varðandi stofnun Lax- nesssafnsins í Brúarlandi en þar þykir mjög vel hafa tekist til - iðar allt af lífi ?. fyrirlestrar, leshringir og stríður straumur fólks til að skoða minjar og bækur skáldsins. Þannig safn vilja bæjarstjórnar- menn og íbúar í Mosfellsbæ sjá í Brúarlandi. Brúarland var byggt 1922 og stendur nú autt ef frá er talin örlítil skáta- starfsemi. Brúarland Ríkið vill ekki styrkja. Gljúfrasteinn Ríkið vill og lofar að kaupa. Handfrjálst Bann viö að tala í farsíma í bílum hefur vafist fyrir ökumönnum sem er mikiö niðri fyrir. Handfrjáls búnaður kostar sitt og getur verið flókinn í uppsetningu. Hér er ráðið - einfalt oggott og kostar næstum ekki neitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.