Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Blaðsíða 28
44 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2001 Tilvera DV Url á Gauknum Hljómsveitin Url heldur tónleika á Gauki á Stöng í kvöld. Á efnisskránni eru lög af fyrstu plötu sveitarinnar, sem ber nafnið Þröngsýni, í bland við eldra og nýrra efni. Þröngsýni inniheldur 10 frumsamin lög. Upptökur fóru fram í ensku húsunum við Langá. Fundir og fyrirlestrar NAMSKEIÐ UM TONLIST Endur menntunarstofnun Hl stendur fyrir námskeiðinu Hvað ertu, tónlist? í samvinnu viö Salinn og Kópavogs- bæ. Námskeiðið hefst kl. 20 og þar fjallar Jónas Ingimundarson um valsa Chopins. OPINN FUNDUR FELAGSRAÐGJAFA Qpinn morgunverðarfundur verður hjá félagsráögjöfum í Sunnusal, Hótel Sögu, í fyrramálið, í tilefni alþjóðadags þeirra 13. nóv. Yfirskriftin er: Félagsráðgjöf og börn: Þátttaka, vernd og þjónusta. Fundurinn stendur frá 8 til 11. JAFNRÉTTI FORELPRA Ráðstefnan Það læra börn...jafnrétti í samstarfi foreldra viö fæðingu barns verður haldin á Grandhóteli í dag á vegum Jafnréttisstofu. 12 SPORA FUNDUR í HALLGRIMSKIRKJU Rórði og síðasti kynningarfundur um 12 spora hópa í Hallgrímskirkju verður í kvöld kl. 20.00. Efnið er sótt í bókina „12 sporin - andlegt ferðalag". Slíkir hópar eru ætlaðir fólki sem vj[l takast á við afleiðingar neikvæðrar'reynslu eða vill byggja sig upp andlega með hjálp kristinnar trúar. Síðustu forvöð SYNING GEGN REYKINGUM I HAFNARBORG I dag lýkur í Hafnar- borg, menningar- og listastofnun Hafnarljarðar, myndlistarsýningu á vegum WHO, Evrópudeildar Alþjóða Hellbrigðlsstofnunarinnar. Klassík TONLEIKAR KAMMERSVEITAR Kammersveit Reykjavíkur heldur tónleika.í Listasafni íslands í kvöld kl. 20. Á dagskrá eru eingöngu verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og spanna þau um 20 ár á tónskálda- ferli hans. Einleikarar með sveitinni eru Rut Ingólfsdóttir, fiöla, Siguröur Halldórsson, selló, Guðmundur Pét- ursson, gítar, Jósef Ognibene, horn, og Anna Guðný Guömundsdóttir, pí- anó. Stjórnandi er Bernharöur Wilk- Inson. DAGSKRA UM GARBORG-HJONIN í LISTAKLUBBNUM Dagskrá um Garborg-hjónin, eitt frægasta listapar í sögu Noregs, veröur í Listakiúbbi Leikhúss- kjallarans í kvöld. Þar mun Ólöf Kolbrún Harðardóttir flytja kafla úr einu frægasta verki Arne Garborgs, Haugtussa, sem Edvard Grieg samdi tpnlist við. Undirleik annast Ivona Ösp Jagla. Slgve Böe, leikari og leikstjóri viö Det Norske Teatret í Ósló, kemur sérstaklega frá Noregi og flytur kafla úr leiksýningunni „Arne+Hulda=Sant“ ásamt Gunhild Kværness, leikkonu og norrænu- fræðingi. Gísll Örn Garðarsson leikari flytur erindi á íslensku um Arne Garborg, samið af Gunhild Kværness og einnig frumsaminn einleik um Huldu Garborg og feröalag hennar til íslands áriö 1898. Dagskráin er flutt í samvinnu við norska sendiráðið og hefst kl. 20.30. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísl.is DV-MYNDIR EINAR J. I hátíðarskapi Vinirnir og samstarfsmennirnir Björgvin Halldórsson, söngvari meö meiru, og Jón Ólafsson, stofnandi Skífunn- ar, slá á létta strengi í afmælinu. í hringiðu skemmtanalífsins: F j ölbrey tt skemmtanalíf Margt var um að vera í skemmt- analífi borgarbúa um helgina eins og svo oft áður. Á föstudagskvöldið hélt Skífan upp á 25 ára afmæli sitt með heljarinnar veislu í Nasa við Austur- völl þar sem margir af vinsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar komu fram og heiðruðu afmælisbarnið. í hátiðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð var einnig blásið til tón- leika um helgina undir merkjum hljómplötuverslunarinnar Hljóma- lindar. Fram komu hljómsveitirnar Dúndurfréttir og Par Lindh Project en þær leika svokallað framúrstefnu- rokk sem átti sitt blómaskeið um miðjan áttunda áratuginn. í Glæsibæ komu síðan Taílendingar, sem eru búsettir á íslandi, saman og héldu Loy Krathong-hátíðina en hún á sér langa hefð í Taílandi. Er tilgangur hennar að votta Mae Kong Ka (anda vatnsins) virðingu og færa honum þakkir. Hljómsveit allra landsmanna Margir af vinsælustu tóniistarmönnum þjóðarinnar heiöruöu afmælisbarniö meö leik og söng. Hljómsveit allra landsmanna, Stuömenn, var þar á meöal. B + B Bubbi og Brynja létu sig aö sjálfsögöu ekki vanta í afmælisveisluna. PLP í MH Sænska framúrstefnuhljómsveitin Pár Lindh Project hélt tvenna tónleika í hátíöarsal Menntaskól- ans viö Hamrahlíö. Á háu nótunum Magdalena Hagberg, söngkona og fiöluleikari PLP, sýndi snilldartakta á tónleikunum. Taílenskur dans Taílendingar á íslandi geröu sér glaöan dag í Glæsibæ á laugardaginn. Árshátíð vélhjólamanna: á vélfáki DV-MYNDIR EINAR J. I lausu iofti Margir tóku andköf yfir glæfrastökkum Hedmans og þaö er örugglega ekki á hvers manns færi aö leika þau eftir. Hedman klappaö lof í lófa Vélhjólamenn klöþþuðu vel og lengi fyrir hetjunni. frjálsri aðferð á íslensku. Þessi íþróttagrein felst í því að stökkva á vélhjóli og gera ýmsar kúnstir í loftinu. í einu atriðanna smellti Hedman saman hælunum fyrir framan hjólið í miðju stökki og í öðru sleppti hann takinu á hjól- inu og hélt í stýrið með táberginu. Var Hedman að vonum vel fagnað af áhorfendum sem hvöttu hann til dáða með lófaklappi og öskrum. Hanskinn aritaður Ofurhuginn áritar hanskann sinn fyrir Jón Bjarna og gefur honum. Vélhjólaíþróttaklúbburinn hélt árshátíð sína í Reiðhöllinni í Víðidal á laugardaginn. Sérlegur gestur vélhjólamanna var sænski ofurhuginn Fredrik Hedman og sýndi hann listir sýnar í „freestyle motocross" sem gæti útlagst mótorhjólastökk með Glæfrastökk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.