Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2001 DV Utlönd 11 Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs: Israelskar hersveitir sitja sem fastast Toyota Nissan Range Rover Ford Chevrolet Suzuki Laud Rover Musso Isuzu ALLT PLAST Kænuvogi 17 • Sími 588 6740 heimasíða: www.simnet.is/aplast Framleiðum brettakanta, sólskygni og boddíhluti á flestar gerðir jeppa, einnig boddihluti í vörubíla og vanbíla. Sérsmiði og viðgerðir. Palestínskur byssumaður felldi einn ísraela og særði tvo í gær- kvöldi í ísraelska bænum Kfar Hess. Byssumaðurinn komst undan eftir árásina og hafði ekki fundist þegar þessi frétt var skrifuð. ísraelsk yfirvöld tilkynntu í gær að ísraelskar hersveitir yrðu ekki dregnar til baka frá paiestínsku borgunum Tulkarm og Jenin. Áætl- anir höfðu gert ráð fyrir flutningi herdeildanna eftir mikinn þrýsting frá bandarísku ríkisstjórninni. Ástæðan fyrir frestun flutninganna er samkvæmt talsmönnum Ariels Sharons, forsætisráðherra ísraels, ótti við að palestínskir öfgamenn séu að skipuleggja sjálfsmorðsárás. Raanan Gissin, einn talsmaður Sharons, segir að sterkar vísbend- ingar hafi komið þess efnis og á meðan svo sé fari hersveitir ísraela ekki fet. Viðbrögð við opnunarræðu Geor- ge W. Bush Bandaríkjaforseta á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem hann lýsti stuðningi sínum við stofnun palestínsks ríkis voru blendin. Bush sagði að palestínskt ríki væri framtíðardraumurinn og hvatti deiluaðila til að binda enda á ofbeldið og ógnina sem staðið hefur yfir í rúma 13 mánuði. Embættismenn Palestínu og ann- arra arabaríkja fognuðu stuðningi Bush við stofnun sjálfstæðrar Palestínu. Aftur á móti gagnrýndu þeir linkind hans gagnvart ísrael. Yasser Arafat, forseti Palestínu, sagði í ræðu sinni á allsherjarþing- inu að framkoma ísraels gagnvart þjóð sinni væri annað form af hryðjuverkum og ætti því að falla undir baráttu Bandaríkjanna og bandamanna þeirra gagnvart hryðjuverkum. ísraelar voru ánægðir með ræðu Bush. Fyrstu sjálfsmorösárásarinnar minnst Yfir þúsund nýliöar í frelsissamtökum Hizbollah hlýöa á ræöu leiötoga síns, Hassan Nasrallah sjeik, í tilefni fyrstu sjálfsmorösárásar samtakanna á ísra- elska hermenn áriö 1982. Ánægja með aðild Lin Hsin-I, viöskiptaráöherra Tæ- vans, brosir hér breitt eftir inngöngu lands síns í WTO. Alþjóðviðskiptastofnunin: Kína og Tævan fá inngöngu ■ Kína fékk á laugardaginn inn- göngu i Alþjóðviðskiptastofnunina, WTO, eftir 15 ára samningaviðræð- ur. Sólarhring síðar fékk Tævan inngöngu og hafa viðræður sem leiddu til þess staðið í 12 ár. Samkvæmt fréttum hafa fulltrú- ar fátækari aðildarríkja stofnunar- innar myndað með sér bandalag til að þrýsta á ríkari iðnaðarþjóðir til að standa við gefln loforð um að- stoð við hina fyrrnefndu. Ekkert kom út úr seinasta fundi stofnun- arinnar í Seattle. Aðildarþjóðir eru sammála um það slíkt megi ekki henda aftur. Olíuframleiðsla skorin niður Olíumálaráðherra Sádi-Arabíu lenti í gær í Moskvu. Tilefni ferðar- innar er að fá Rússa til að draga úr olíuframleiðslu sinni í takt við vænt- anlegan niðurskurð hjá OPEC-ríkj- unum. Rússar eru utan OPEC sem og Mexíkó og Noregur. Norðmenn hafa þegar gefið í skyn að þeir ætli að fylgja OPEC-ríkjunum sem og Mexikó. Heimsmarkaðsverð á oliu hefur fallið mikið undanfarna mán- uði, sérstaklega eftir 11. september. Kia Sportage 2,0, nýskráður 09.96,ek. 62 þús. km, ssk. Verð 880 þús. Kia Sportage 2,0, nýskr. 03.96,ek. 99 þús. km, beinsk. Verð 770 þús. Sephia LS 1,5, nýskr. 08.00,ek. 25 þús. km, beinsk. Verð 1.090 þús. MMC Lancer Wagon 1,6, nýskr. 01.97,ek. 27 þús. km, ssk Verð 850 þús. FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 555 6025 • www.kia.is Mercedes Benz 300D 3,0, nýskr. 09.82, ek. mikið, Verð 190 þús. Kia Carnival LS V-6 2,5, nýskr. 05.00,ek. 36 þús. km, ssk. Verð 2.150 þús. Kia Pride GLXi 1,3, nýskr. 11.00,ek. 10 þús. km, beinsk. Verð 770 þús. Suzuki Vitara JLX 1,6, nýskr. 03.98,ek. 68 þús. km, beinsk. Verð 1.150 þús. Notaðir bílar Þar sem þú færð notaða bíla á kóresku verði! Ford Escort CLX í,6,nýskr. 05.98,ek. 33 þús. km, beinsk. Verð 890 þús. Skoda Octavia GLXi 1,6 nýskr. 01.99,ek. 72 þús. km, beinsk. Verð 980 þús. KIA ISLAND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.