Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Edduverðlaunin: Mávahlátur hlaut flest verðlaun Edduverölaunin voru afhent í ^ þriðja sinn í gærkvöld. Mávahlátur * varð sigurvegari kvöldsins, hlaut flest verðlaun og var kosinn mynd ársins og framlag íslands til ósk- arsverðlaunanna. Ágúst Guðmunds- son er leikstjóri ársins fyrir Máva- hlátur og hann hlaut verðlaun fyrir besta handritið. Margrét Vilhjálms- dóttir er leikkona ársins fyrir leik sinn í Mávahlátri en Hilmar Snær Guðnason og Kristbjörg Kjeld eru bestu leikarar í aukahlutverki fyrir sömu mynd. Þorfinnur Ómarsson hlaut Eddu- verðlaunin fyrir bestu heimildar- myndina, „Lalla Johns“. Hann þakkaði Lalla fyrir hans hlut í myndinni og fyrir að vera svalur og sjarmerandi karakter. 'Jón Gnarr er leikari ársins fyrir Fóstbræður og þátturinn var valinn sjónvarpsverk ársins. Mósaik var valin sjánvarpsþáttur ársins. Sam- kvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir afhendingu verðlaun- anna er Logi Bergmann Eiðsson vinsælasti sjónvarpsmaður ársins. Ómar Ragnarsson er aftur á móti sjónvarpsfréttamaður ársins. Svo óheppilega vildi til að hann braut styttuna sína. -Kip Hænur eltar út um víðan völl - þegar fjárhús fuku Fjárhús og braggi fuku í einu vet- fangi á laugardagskvöld i Hraukbæ í Kræklingahlíð í Eyjafirði. Að sögn lögreglu á Akureyri voru húsin ekki í mikilli notkun en þó nýtt sem geymsla og bústaður fyrir Fiðurfé. Allnokkrar hænur sem þarna höfðu búsetu urðu fyrir verulegu áfalli þeg- ar húsið hrundi í heilu lagi en svo furðulega vildi til að þær sluppu heil- ar frá þeirri lífsreynslu. Þær voru tíndar upp út um hvippinn og hvapp- inn að sögn varðstjóra hjá lögregl- ' * unni á Akureyri. -BÞ F« Ráðherra vill ekkert segja í loftinu liggur að stjórnvöld setji bráðabirgðalög á yfirvofandi verk- fall flugumferðar- stjóra. Sturla Böðvars- son samgönguráð- herra vildi seint í gærkvöld ekkert segja um þennan möguleika: „Viðræður standa nú yfir milli flugumferðarstjóra og stjórnvalda og ég vii ekkert tjá mig um þetta á þess- ari stundu.“ -fin Sturla Böðvarsson. . DV-MYND BRINK Heiöursverölaun IKSA Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson hlutu heiöursverölaun íslensku kvikmyndaakademíunnar fyrir framlag sitt til íslenskra bíó- og sjónvarpsmynda. Kristbjörg hlaut einnig verðlaun fyrir leik sinn í Mávahlátri. Kjaradeila flugumferðarstjóra og ríkisins í hnút eftir að slitnaði upp úr viðræðum: Bíðum eftir að sett verði á okkur lög - segir formaður FÍF. Hótunin farin að skaða Flugleiðir, segir talsmaður „Við bíðum eftir að á okkur verði sett lög,“ segir Loftur Jóhannesson, formaður félags íslenskra flugumferð- arstjóra, eftir að slitnaði upp úr kjara- viðræðum samninganefndar þeirra og samningamanna ríkisins. „Okkur hef- ur verið hótað því og erum viðbúnir hinu versta. Við tökum á því máli þegar þar að kemur.“ í gær gengu samningaviðræður ekki neitt og var fundi því slitið en annar fundur hefur ekki verið boðaður. Aðspurður segir Loftur að viðræð- urnar strandi einna helst á því að samningamenn rikisins vilji taka af flugumferðarstjórum verkfallsréttinn; þeir séu eingöngu til í samninga ef flugumferðarstjórar geft hann frá sér. „Þeir fá hann auðvitað ekki, þeir verða að taka hann af okkur með lög- um vilji þeir taka hann.“ Hann segir flugumferðarstjóra ein- göngu gera þær kröfur að þeir njóti sömu réttinda og aðrir landsmenn og að stjórnvöld standi við eigin tillögur. Þar visar hann í tiUögur réttarstöðu- nefndar ríkisstjórnarinnar frá því í júní 1997 þar sem fram kemur að kjarasamningar flugmanna hjá Flug- leiðum og flugmanna Landhelgisgæsl- unnar eigi að vera fyrirmynd að nýj- um kjarasamningi flugumferðar- stjóra. Eins og fram hefur komið hafa flugumferðarstjórar boðað 15 sjálf- stæð verkfóU á tímabUinu 16.-30. nóv- ember. „Þetta er þegar farið að valda skaða hjá Flugleiðum. Ferðaáætlanir fólks eru óneitanlega komnar í uppnám og það eru miklar fyrirspurnir og hik hjá fólki á fyrstu dögum boðaðs verk- faUs,“ segir Guðjón Arngrímsson, tals- maður Flugleiða. Hann vUl ekki taka afstöðu til þess Samninganefnd flugumferðarstjóra / gær slitnaði upp úr viöræöum þeirra viö samninganefnd ríkisins og annar fundur hefur ekki veriö boöaður. hvort rétt sé að setja lög á félagið ef samningaviðræður skila ekki árangri en segir afar mikilvægt að leysa stöð- una. „Við eigum enga aðUd að deil- unni og þekkjum ekki innihald hénn- ar í smáatriðum en við krefjumst þess að hún verði leyst. Eins og aUir vita þá mega Flugleiðir ekki við því að fá á sig svona stöðvun - ekki frekar en aðrir hér í íslenskri ferðaþjónustu," segir Guðjón. -BÞ/ÓSB Óveður olli skemmdum og spillti veislugleði: Vindhraði fór yfir 40 metra Óveður olli miklum skemmdum víða um land um helgina Tugmillj- ónatjón varð á línubátnum Núpi BA þegar hann strandaði rétt utan viö Vatneyri á Patreksfirði og rak upp í fjöru. Þá stórskemmdust siglinga- tæki togarans Sléttbaks þegar þrír gluggar brotnuðu í brú hans. Togarinn Örfirisey var hársbreidd frá því aö reka upp i Grænuhlíð eftir að gír bilaði. Á sumum stöðum fór vindhraði yfir 40 metra á sekúndu og urðu áhrifin mest á Vesturlandi og Vest- fjörðum. í Ólafsvík splundraðist bíl- Núpur á strandstaö. skúr undan veðurofsanum og áttu heimamenn í vandræðum með smá- bátabryggjuna þar sem landgangur gaf sig. Sjö metra hátt víðitré við Mýrar- braut 5 á Blönduósi rifnaði upp með rótum. Flutningabíll frá Landflutn- ingum-Samskipum fauk á hliðina í Bolungarvík. Innanlandsflug lá að mestu niðri bæði á föstudag og laugardag og olli búsifjum hjá Flugfélagi íslands. Mikið hafði veriö bókað vegna árs- hátíða, að sögn starfsmanns FÍ, og fóru slíkar skemmtisamkomur meira og minna úr skorðum vegna veðurs. Ýmsar minni háttar skemmdir urðu í Reykjavík. Nánar á bls. 2 og 6 -BÞ Útiljós Rafkaup Armúla 24 • S. 585 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.