Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Blaðsíða 24
40 ____________________________________________________________MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2001 Tilvera I>V Bíógagnrýní Blóðsuga í hlut- verki blóðsugu Ein frægasta hryllingsmynd allra tima er Nosferado sem leikstýrt var af F.W. Murnau fyrir sjötíu árum. í Shadow of the Vampire er sett á svið gerð myndarinnar með Mur- nau í miðju atburðarásar sem hann skipuleggur en ræður svo ekki við í lokin. í upphafi er á raunsæjan hátt verið að sýna hvemig myndin varð til og er ekki annað að sjá en farið sé eftir þekktum heimildum. Þegar til sögunnar kemur Max Schreck, sem leika á blóðsuguna Orlock greifa (Mumau vildi kvikmynda sögu Brams Stokers, Dracula, en fékk ekki leyfi til þess), fer raunsæ- ið að víkja fyrir skáldskapnum sem þó er snilldarlega kryddaður með atriðum sem eru nánast eftirlíking af sömu atriðum í Nosferado. Öllum ætti samt að vera ljóst, þegar í ljós kemur að Max Schreck kvikmynd- arinnar er alvörublóðsuga, að verið er að fara út fyrir raunveruleikann. Þetta er samt ákaílega snyrtilega gert og er ekki laust við að maður fari ósjálfrátt að hugsa hver var Max Schreck. (Það skal hér með upplýst að hann var leikari sem Murnau uppgötvaði fyrir mynd sína og lék allt fram til ársins 1938 þegar hann lést úr hjartaslagi.) Það er mikill stíll yfir Shadow of the Vampire. Þögla kvikmynda- skeiðið nánast lifnar við í meðfór- um leikstjórans E. Elias Merhige sem hefur sérlega hugmyndaríkt og vel skrifað handrit Stevens Katz til að leika sér að. Tekst honum að skapa dulúðugt andrúmsloft hins liðna um leið og honum tekst að halda í gömul gildi og breyta mynd- inni úr leikinni heimildamynd yfir í vampírumynd. Ekki verður horfið frá myndinni án þess að nefna frammistöðu Willems Dafoe í hlutverki Max Schrecks. Dafoe, sem er óþekkjan- legur, er kominn með útlit Schrecks og blandar síðan saman leikaranum og vampírunni af einstakri snilld - smeðjulegur náttfari sem hefur fengið Mumau til að fórna öllu fyr- ir listina. Hilmar Karlsson Leikstjóri: E. Elias Merhige. Handrit: Steven Katz. Kvikmyndataka: Lou Bogue. Tónlist: Dan Jones. Leikarar: John Malkovich, Willem Dafoe, Carherine McCormack og Udo Kier F.W. Murnau John Malkovich leikur leikstjórann sem gerir allt fyrir listina. HÁÞRÝSTI DÆLUR - fyrir heimilid RAFVER SKEIFUNNI 3E-F ■ SÍMI 581 2333 • FAX 568 0215 rafver@simnet.is Bíógagnrýni ms sa2001: Laugarásbíö - Monsoon Wedding Eitt brúðkaup og fjöl- mörg ástarævintýri Fjölskyldusaga Leyndarmálin eru til staðar í stórri indverskri fjölskyldu. í Dehli á Indlandi er fjöl- skyldufaðirinn Lalit (Na- seeruddin Shah) og kona hans Pimmi (Lillete Dubey) að undirbúa stórkostlegt brúðkaup fyrir einkadóttur- ina Aditi (Vasundhara Das) sem á að giftast tölvufræð- ingnum Hemant Rai (Parvin Dabas). Hemant fundu for- eldrarnir fyrir dótturina að fomum indverskum sið en vandamálið er að Aditi er langt í frá búin að jafna sig eftir ástarsamband við giftan mann. Annað og ljótara leyndarmál kemur fram í dagsljósiö og tekst næstum að binda enda á hátiðahöldin. En ekkert af þessu stöðvar ástina sem vaknar í ungum sem gömlum hjörtum víðs vegar í fjölskyldunni og nágrenni hennar. Fallegasta ástarsagan verður á milli brúðkaupsskipuleggjandans, hins lata blómaétandi P.K. Dube (Vijay Raaz), og þjónustustúlkunnar fögru, Alice (TUotama Shome). (Atrið- ið þegar þau hittast í fyrsta skipti, taka eftir hvort öðru og verða skotin er ólík allri kvikmyndarómantík sem ég hef séð). Á daginn skín sólin og á nætumar hellist rigningin yfir á meðan fjöl- skyldan og vinir hennar skammast, gráta, dansa, drekka, borða, syngja og elska - allt af sömu ástríðunni - í þessari borg sem er algjör óreiða af gömlu og nýju, eins og tónlistin sem er svo heillandi að maður á bágt með að sitja kyrr. Monsoon Wedding er ekkert sér- staklega frumleg kvikmynd. En það sem hana vantar í frumleika bætir hún upp með einlægni og sjarma þannig að það er ómögulegt annað en að falla fullkomlega fyrir þessu fólki. Fjölskylduleynd- armálið fannst mér fyrst minna óþægilega á Festen Tomasar Winterbergs en í úrvinnslunni fær það allt aðra meiningu og i stað þess að sundra sameinar það. Því Monsoon Wedding fjall- ar öðru fremur um fjöl- skylduna og traustið og ást- ina sem tjölskyldumeðlimir hafa hver á öðrum. Ef traustið bregst hverfur ástin og fjölskyldan verður innan- tómt hugtak í staðirin fyrir það afdrep umhyggju og skilnings sem hún á að vera. Fyrsta leikna mynd Miru Nair, Saalam Bombay, var um útigangsfólk í Bombay. Hér er viðfangsefnið vel stætt fólk úr millistétt en umhyggja hennar fyrir því er sú sama og hún gerir gæfumuninn. Sif Gunnarsdóttir Leikstjóri og framleiöandi: Mira Nair. Handrit: Sabrina Dhawan. Kvikmynda- taka: Declan Quinn. Tónlist: Mychael Danna. Aöalleikarar: Vasundhara Das, Parvin Dabas, Naseeruddin Shah, Vijay Raaz o.fl. Bíógagnrýní Bíóborgin - Requiem for a Dream [JJS2001: kvikmyndahótiZ) í reykjovik Dóphausar á öllum aldri Darren Aronofsky, sem gerði hina eftirminnilegu Pi og kom með hana hingað á kvikmyndahátíð fyr- ir tveimur árum hefur með Requiem for a Dream gert áhrifa- mikla kvikmynd um dópneyslu og afleiðingar ofnotkunar um leið og fjallað er um brostnar vonir - kvik- mynd sem er áreitin og sterk í lýs- ingu sinni á því hyldýpi sem mann- eskja i eiturlyfjum lendir í - kvik- mynd sem ekki er auðvelt að horfa á, ekki eingöngu vegna örlaga per- sóna í myndinni heldur vegna þess hvernig myndin er klippt. Það er ekki aðeins að Aronofsky noti stundum „split-screen“ til að koma á framfæri boðskap sínum heldur skellir hann á áhorfendur sama at- riðinu aftur og aftur þegar verið er að sprauta og taka pillur og notar mikið nærmyndir. Aðpersónurnar eru fjórar: Móðir- in Sara Goldfarb (Ellen Burstyn) sem fær tilkynningu um að hún sé komin í hóp útvalinna sem eiga kost á að vera þátttakendur í spurninga- þætti. Til að líta sem best út fer hún í megunarpillukúr með hroðalegum afleiðingum. Sonur hennar, Harry (Jared Leto), ræfill sem kemst í feitt sem dreiflaðili eiturlyfja, virðist um tima vera að spjara sig en er sjálfur of háður eiturlyfjum til að eiga möguleika og dregur kærustu sína, Marion (Jennifer Connelly), í svaðið með sér. Fjórða persónan er svo Tyron (Marlon Wayans), vinur og félagi Harrys, sem er ekki eins langt leiddur og líkast til sá eini í lokin sem kannski á sér viðreisnar von. Eitt af því sem gerir myndina eins áhrifamikla og raunin er eru leikararnir sem eru hver öðrum betri. Best er þó Ellen Burstyn sem á sannfærandi hátt breytir Söru úr venjulegum ellilífeyris- þega, sem háður er sjónvarpi, í forfallinn dópista sem truflast síð- an á geði. Þá er túlkun Jennifer Connelly einnig áhrifamikil, sér- staklega í lokin þegar öll sund eru lokuð. Hilmar Karlsson Leikstjóri: Darren Aronofsky. Handrit: Hubert Selby jr. eftir eigin skáldsögu. Kvikmyndataka: Matthew Libatique. Tón- list: Clint Mansell. Aöalleikarar: Ellen Burstyn, Jared Leto, Jennifer Connelly og Marlon Wayans. Bíógagnrýni Bíóborgin - The Pledge ★ ★ ★ kvikmyndahótið i reykjavík Erfitt loforð Sama dag og Jerry Black (Jack Nicholson), lögregluþjónninn í Reno, fer á eftirlaun og félagar hans afhenda honum flugmiða tO Mexíkó þar sem hann á að slappa af og veiða er lítil stúlka myrt á viðbjóðs- legan hátt í hæðunum rétt fyrir utan borgina. Black fer úr eigin kveðjupartíi til að kanna málið og það lendir á honum að tala við for- eldra stúlkunnar. í því samtali fær móðirin Black til að lofa sér að hann komist að þvi hver fór svona grimmdarlega með dóttur hennar. Stuttu síðar er maður handtekinn og eftir játningu fremur hann sjálfs- morð. Jerry er ekki sannfærður um sekt mannsins en starfsbræður hans líta á málið sem upplýst og minna hann á starfslokin. Jerry kaupir bensínstöð í smábæ og kynn- ist þar barþjóninum Lori (Robin Wright Penn) og dóttur hennar Chrissy (Pauline Roberts) sem er á sama aldri og látna stúlkan í upp- hafi myndar. Skuldbinding Seans Penn hefst eins og hver önnur spennandi lög- reglumynd - með góðu löggunni sem veit sínu viti og fer eftir innri sannfæringu og þar með gegn kerf- inu. En hún breytist fljótt i persónu- lýsingu á manni sem haldinn er Rannsóknarlögreglumaðurinn Jack Nicholson í hlutverki Jerry Black. þráhyggju. AUar gerðir hans eru knúnar áfram af því sem hann telur vera satt og við áhorfendur trúum honum en viljum þó ekki að þrá- hyggjan eyðUeggi lif hans. Jack Nicholson hefur sjaldan ver- ið betri. í lokin þegar spennan er ekki lengur fólgin i glæpasögunni heldur hugarfylgsnum Blacks reyn- ir mest á Nicholson og hann bregst ekki. Öll aukahlutverk eru snUldar- lega vel leikin af stórleikurum eins og Vanessu Redgrave, Sam Shepard, Benicio Del Toro og Helen Mirren, meira að segja fyrrum kyntáknið Mickey Rourke leikur vel. Robin Wright Penn skilar líka finum leik í hlutverki Lori, ekki síst í lokin. Sean Penn hefur gert kolsvarta mynd um mann sem er fangi hug- myndar. The Piedge er ansi lang- dregin en kemur manni samt stöðugt á óvart, hvert nýtt atriði fer í aðra átt en maður átti von á og það kemur hvergi niöur á samhengi eða frásögninni sjálfri. Byggingin að dapurlegum endinum er góð og þótt maður fari ef til vill niðurdreginn út úr bíó þá er engin spurning að Penn hefur tekist að gera óvenju- lega og góða kvikmynd. Sif Gunnarsdóttir Leikstjóri: Sean Penn. Handrit: Jerzy Kromolowski & Mary Olson-Kromolowski, eftir skáldsögu Friedrichs Dúrrenmatts. Kvikmyndataka: Chris Menges. Leikarar: Jack Nicholson, Robin Wright Penn, Benicio Del Toro, Helen Mirren, Vanessa Redgrave, Pauline Roberts, Sam Shepard o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.