Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Blaðsíða 10
10 BÍIAVAL Land-Rover Discovery, árg. 98, bensín. Verð 1.950.000. Nissan Terrano 2,4, bensín, árg. 99. Verð 1.850.000. Subaru Impreza 4x4, árg. 97. Verð 940.000. Suzuki Vitara 4x4, árg. 1998. Verð 1.550.000. Suzuki Baleno 4x4, árg. 2000. Verð 1.550.000. Nissan Patrol dísil, árg. 1992. Verð 1.150.000. MMC-Pajero 2,8 dísil, árg. 1998. Verð 2.750.000. Hyundai Starex 4x4, bensín, árg. 2001. Verð 2.490.000. f BÍLASALAN BllAVAt Glerárgötu 36 Akureyri Simi 462 1705 ____________________________________________________________________MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2001 Útlönd JOV Beöib fyrir friöi Þúsundir múslíma í Taílandi komu saman á Rajamangala-íþróttaleikvanginum í Bangkok í Taílandi í gær til aö biöja fyr- ir heimsfriði, og þá sérstaklega gagnvart hernaöi Bandaríkjanna og bandamanna þeirra /' Afganistan. Skipuleggjendur bænastundarinnar segja þetta gert sem andsvar viö ákvöröun Bandaríkjanna og bandamanna þeirra, þess efnis aö gera ekki hlé á árásum í Afganistan yfir hinn heilaga mánuö múslíma, Ramadan. Blómarósin laus úr haldi Unglingsstúlkan sem sló Karl Breta- prins í andlitið með blómvendi í opin- berri heimsókn hans til Lettlands hefur verið látin laus, að sögn þar- lendrar lögreglu. Karl fyrirgaf henni og baðst vægðar fyrir hennar hönd eftir atburðinn. Að sögn lögregluyfirvalda getur stúlkan átt yfir höfði sér fangelsisdóm þar sem árás á erlenda þjóðhöfðingja er alvarlegt lögbrot í Lettlandi. Sex systkini farast í eldi Móðir sex bama sem fórust í elds- voða á laugardag hefur verið kærð fyrir manndráp af gáleysi. Hún sat að spilum í næsta húsi þegar eldur kviknaði í húsi hennar og börnin lét- ust. Börnin voru á aldrinum 1-9 ára. Mannskaði í flóðum Meira en 340 manns létust og tuga er saknað eftir mikil flóð í Norður- Afríkurikinu Alsír. Mest mannfall varð í höfuðborginni, Alsír. Pjöl- miðlar gagnrýna stjórnvöld fyrir að- gerðaleysi þar sem búið var að vara við flóðunum. Rasistar vaða uppi Mörg samtök bandarískra hvítra öfgamanna eru sökuð um að nota hryðjuverkin 11. september til að kynda undir kynþáttahatri og trúar- legu ofstæki og ná í nýja félaga. Önnur umferð í Búlgaríu —— Petar Stoyanov, núverandi forseti f... Búlgaríu, mætir i leiðtoga kommún- Jp istaflokks landsins, JjT'' »' Georgi Parvanov, í annarri umferð for- ' i setakosninga þar í landi. Enginn náði meirihluta og innan við 50% lands- manna kusu sem þýðir að tveir efstu frambjóðendurnir mætast í annarri umferð 18. nóvember. Sátt um Kyoto-bókunina Umhverfisráðherrar þeirra ríkja sem tóku þátt í umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Marokkó komust að samkomulagi um orðlag Kyoto-bókunarinnar. Hún getur þvi tekið gildi á næsta ári. Fórnarlamba minnst George W. Bush, forseti Bandaríkj- anna, var meðal þeirra sem minnt- ust þeirra sem lét- ust í hryðjuverkun- um í New York 11. september. Enn liggja lík þúsunda fórnarlamba grafin í rústunum. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, var einnig í hópi þeirra sem sóttu athöfnina þar sem meðal annars voru lesin upp nöfn þeirra 86 þjóða sem misstu borgara i árásinni voveiflegu. Hersveitir Norðurbandalagsins sækja hratt fram: Kabúl í hættu þrátt fyrir andmæli bandamanna Hersveitir Norðurbandalagsins í Afganistan voru samkvæmt fréttum í gær búnar að ná undir sig helm- ingnum af landinu, auk þess sem þær hefðu fellt meirihluta hersveita talibana. Framsókn Norðurbanda- lagsins hefur gengið afar hratt fyrir sig seinustu þrjá daga. Þá réðu her- sveitir bandalagsins aðeins um ein- um tíunda af landinu. Varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, Donald Rumsfeld, staðfesti í gær að hersveitir Norðurbandalags- ins hefðu nú náð borginni Mazir-i- S- harif á sitt vald. Enn væru þó nokkr- ar sveitir talibana í kringum borgina sem veittu mótspyrnu og flugvöllur- inn við borgina væri ekki alveg tryggður. Mazir-i-Sharif er hernaðar- lega mikilvæg borg þar sem hún opnar leið fyrir bandaríska hermenn frá Úsbekistan. Að sögn fréttastofunnar Afghan Islamic Press voru biðraðir við rak- arastofur þar sem karlmenn voru að láta raka sig eftir að hafa verið neyddir til að safna skeggi eftir kennisetningum talibana. Einnig heyrðist bönnuð tónlist og margar konur losuðu sig við búrka-klæðnað- inn sem huldi þær frá hvirfli til ilja samkvæmt lögum talibana. Norðurbandalagið heldur áfram sókn sinni og var í gærkvöld komið að borginni Herat sem er stutt frá höfuðborginni, Kabúl. Leiðtogar Norðurbandalagsins lýstu þvi yfir að svo gæti jafnvel farið að þeir her- tækju borgina innan tíðar. Þessar yf- Bænastund milli stríða Nokkrir hermenn Noröurbandalagsins sitja aö bænum í borginni Rabat sem erí 30 kílómetra fjarlægð frá höfuöborginni, Kabúl. irlýsingar eru þvert á vUja Bandaríkj- anna og þandamanna þeirra. Norður- bandalagið er ábyrgt fyrir dauða um 50.000 manns í Kabúl frá þvi valda- baráttan stóð sem hæst á milli þeirra og talibana á tiunda áratugnum. MegintUgangur hernaðarins í Afganistan hefur þó enn ekki náðst. Osama bin Laden gengur enn laus og hefur ekkert spurst tU ferða hans. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir ekki miklar líkur á að bin Laden hafi komist yf- ir kjarnavopn eins og staðhæft hefur verið. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, tók í sama streng. SAGA SEM HEILLAR LESENDUR FRÁ 10 ÁRA ALDRI Arteihís Fowl Sambland af James Bond og Harry Potter' Metsöiubók um uilan heim Kam'n Jakobsdóttir/DY Bókin hefur fariö sigurför um heiminn á undanförnum mánuðum. Lesendur og gagnrýnendur hlaða hana lofi og kvikmyndarétturinn hefur þegar verið seldur. Heimasiða Artemis Fowl: www.artemisfowl.com amazon.com Artemis Fowl er tólf ára. Hann lendir í vandræðum þegar hann rænir álfi. Álfarnir sem hann þarf að kljást við eru vopnaðir og hættulegir. JPV ÚTGÁPA Bræðraborgarstlg 7 101 Reykjavfk Sfml 575 5600 jpv®jpv is www.jpv.is „Sannköliuð skemmtílesning." Árni Motthíasson/MH „Hosorbák, spennandi og skemmtíieg ... gœtí orðið vinsœi jafnt hjá eldrí bömum, unglingum og fullorðnum.“ Katrín Jakobsdóttir/DV Tr,. ......

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.