Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2001
I>V
Fréttir
13
Húsavík
Samfylking og VG hönd í hönd.
Einhugur um
Húsavíkurlista
„Það er mikill einhugur og alvara í
þessum málum og lítið um ljón í veg-
inum,“ segir Þorkell Bjömsson hjá
Samfylkingunni á Húsavík en Sam-
fylkingarfélagið þar í bæ og Húsavík-
urdeild Vinstri grænna hafa að und-
anfórnu átt í viðræðum vegna sameig-
inlegs framboðs fyrir bæjarstjórnar-
kosningarnar í vor.
„Við horfum fram á að geta boðið
fram sama lista og í kosningunum
árið 1998 og það er ekkert sem bendir
til þess að af þvi geti ekki orðið,“ seg-
ir Þorkell. Hann segir að ekkert sé far-
ið að ræða skipan á framboðslista og
enginn bæjarfulltrúa Húsavíkurlist-
ans hafi lýst neinu yfir varðandi
framboð. „Við erum ekki farin að
ræða mönnunarmál og það hefur því
enginn bæjarfulltrúanna lýst yfir
áhuga á framboði eða því að hann ætli
að hætta. Við ljúkum við málefna-
vinnuna áður en við fórum að huga
að þeim málum,“ segir Þorkell. Húsa-
víkurlistinn vann glæsilegan sigur í
kosningunum 1998, fékk þá 5 bæjar-
fulltrúa af 9 og þar með hreinan
meirihluta í bæjarstjóm. -gk
Fundað með írskum umhverfisráðherra:
Brýnt að þrýsta
á Bretana núna
- segir umhverfisráðherra
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra, sem sótti Loftslagsráðstefnu
SÞ í Marrakech í Marokkó, átti fyrir
helgi fund með
hinum umhverfis-s
ráðherrum Norð-
urlanda og um-
hverfísráðherra
Irlands vegna
stöðu mála í
kjarnorkuendur-
vinnslustöðinni í
Sellafield á Bret-
landi. Bæði írar
og Norðurlanda-
þjóðirnar hafa gert alvarlegar at-
hugasemdir við starfsemi stöðvar-
innar og losun hennar á geislavirk-
um úrgangi og hafa írar nú höfðað
mál á tvennum vígstöðvum gegn
breskum yfirvöldum, m.a. á grund-
velli Hafréttarsáttmálans. Málatil-
búnaður íra snýr fyrst og fremst að
þeirri nýju tækni sem verið er að
innleiða I Sellafield en þeir telja að
ónógt samráð hafi verið haft við þá
um þær breytingar auk þess sem
hvorki sé hugað að öryggi við flutn-
inga geislavirks úrgangs með skip-
um né tekið mið af þeim breytingum
sem aukin hætta á hryðjuverkum
skapar. Að sögn Sivjar var fundur-
inn með kollegum hennar gagnlegur
en þar var farið yfir þessa stöðu og
aðgerðir ríkjanna til að þrýsta á
bresk stjómvöld samræmdar. Ráð-
herra segir það sérstaklega mikil-
vægt að koma sjónarmiðum okkar
og kröftugum mótmælum á framfæri
núna vegna þess að breska Umhverf-
ismálastofnunin mun gefa út endur-
nýjaðar heimildir sínar til losunar
geislavirkra efna nú fyrir jólin og er
þess farið á leit við stofnunina að
losunarmörk haldist óbreytt frá því
sem nú er. „Okkar krafa er hins veg-
ar að þessari losun verði alveg hætt
og til vara að losunarmörkin verði
lækkuð mjög verulega," segir Siv
Friðleifsdóttir.
Siv
Friöleifsdóttir.
SUZUKI
Afimikil og sparneytin 16 ventla vél,
meðaieyðsla aðeins 6.9 L á hundraðið.
Vertu viðbúirm vetrarfærðinni
V.
SUZUKIIGNIS bætir kostum
jepplingsins við bestu eiginleika
smábílsins.
Meðal staðalbúnaðar er: Sítengt
fjórhjóladrif, ABS hemlar, álfelgur,
upphituð framsæti, þakbogar og
rafdrifnar rúður.
Verðfr 1.640.000 kr.
$ SUZUKI
SUZUKIBÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
www.suzukibilar.is
J
Grafið sýnir
meðaibremsuvegaiengd
3ja umferða á þurrum ís
á 60 km/kist.
ð naglanna!
Réttu dekkin fyrirABS bremsurnar!
I veðurspánni kemur fram að von er á slyddu og snjókomu
næstu daga. Af hverju að bíða með dekkjaskiptin?
i grafinu hér til hliðar má sjá að Bridgestone BLIZZAK
dekkin leysa nagladekkin af hólmi. Þessi niðurstaða sem
fékkst í íslenkri prófun staðfestir niðurstöður prófana frá
öðrum löndum: BUZZAK - best í snjó og hálku!
• Frábær í snjó og hálku
• Meiri stöðugleiki
• Miklu hljóðlátari
• Betri aksturseiginleikar
• Minni eldsneytiseyðsla
• Aukin þægindi
• Minni mengun - meiri sparnaður
Söluaðilan
Smurstöðin Klöpp,
Vegmúla
simi 553-0440
Smur- Bón &
Dekkjaþjónustan
Sætúni 4, sími 562-6066
ESSO-Geirsgötu 19,
simi 551-1968
Smur- og Dekkjaþjónusta
Breiðholts
Jafnarseli 6, simi587-4700
Hjólbarðaverkstæði
Grafarvogs
Gylfaflöt 3,
simi 567-4468
Gísli Stefán Jónsson
Akranesi
Hjólbarðaþjónusta
Gunna Gunn
Keflavík, simi 421-1516
BRÆÐURNIR
m OKMSSON
—fji.nn.in.i—
Lágmúla 9 • Sími 530 2800
Höfum opnað dekkjaþjónustu við BOSCH-HÚSIÐ,
bakvið Ármúla 1. Hagstætt verð á dekkjum og
skiptingu næstu daga.
BO. Dekkjaþjónustan, simi 530-2837
HUGTÖK NOV2001