Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 Skoðun I>V Birt aftur vegna mistaka í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar. Réttlætið verður að hefnd Víglundur Sívertsen húsasmíöameistari: Já, og fannst hún fín, leiðinlegt samt að styttan skyldi brotna hjá Ómari Ragnarssyni. Sigurður Sívertsen, 11 ára: Já, ég var ánægður með Jón Gnarr. Gísii Stefánsson flugvirki: Nei. Ellen Björnsdóttir móðir: Já, mér fannst hún ágæt. Edgar K. Gapunay danskennari: Nei, ég var að vinna. Jón Gunnar Gunnarsson nemi: Já, mér fannst vanta meiri dýpt í heildina séð. Eftir árás á almannafæri Fórnariambið veröur oft að sökudólgi. Ragnar Jóhann Jónsson skrifar: Karl eða kona, sem fremur glæp, sætir refsingu lögum samkvæmt. Afbrot þeirra eiga sér alltaf ein- hverjar skýringar, aðdraganda og forsögu. Allt sem við gerum á sér orsök og upphaf, sem eiga það til að koma síðar fram í skelfilegum afleiðingum og ógæfu fólks. Fyrst og fremst á samt hver og einn að vera ábyrgur gerða sinna. Strax eftir að einhver hefur orð- ið fyrir barðinu á afbrotamanni, t.d. verið rændur, orðið fyrir lík- amsárás eða jafnvel nauðgun, nýt- ur fórnarlambið réttmæts skiln- ings og samúðar. Síðan kemur að því að taka þarf á afbrotinu, af þeim sem það er ætlað, t.d. lög- reglu og dómstólum. í umræðunni vill það oft verða þannig að skiln- ingur og samúð með afbrotamann- inum vex og smám saman er hann orðinn að hálfgerðu fórnarlambi. í hugum manna snýst refsingin upp i hefnd og umræðan getur átt það til að einkennast talsvert af því sjónarmiði að verið sé að ná fram hefnd en ekki réttlæti. Skýr- inga og afsakana er leitað, t.d. aö afbrotamaðurinn hafi átt erfiða æsku, honum hafi e.t.v. gengið illa í skóla. Svo ekki sé talað um drykkjuskap og eiturlyfjavanda- mál. Nánast eins og viðkomandi hafi smitast af flensu. Fórnarlamb- ið verður því oft að sökudólgi og ógæfa afbrotamannsins jafnvel tal- in því að kenna. Og eftir því sem afleiðingar afbrotsins eru meiri og refsingin þyngri því meiri virðist samúðin með afbrotamanninum. Hámarki sínu virðist þessi „skilningur" og umburðarlyndi ná þegar glæpurinn verður af þeirri stærðargráðu að hann reynist okk- ur óskiljanlegur, t.d. þegar einhver er myrtur á samviskulausan og hrottafenginn hátt og algjörlega að „í hugum manna snýst refsingin upp í hefnd og umrœðan getur átt það til að einkennast talsvert af því sjónarmiði að verið sé að ná fram hefnd en ekki réttlœti. “ tilefnislausu. Flest, ef ekki öll, vilj- um við sýna samferðafólki okkar skilning, tillitssemi og umburðar- lyndi. Þetta er eins og margt annað vandmeðfarið. Bein afleiðing þess að misskilja, afbaka og misnota þessar mætu dyggðir, jafnvel í pólitísku upp- hafningarskyni, er sú lítilsvirðing sem hinu raunverulega fórnar- lambi er sýnd, að ekki sé minnst á tilfinningar aðstandenda sem horft hafa upp á nauðgun, manndráp eða jafnvel morð nákominna. Kall þeirra eftir réttlæti er sagt stafa af þorsta eftir hefnd og þetta er jafn- vel gert í nafni umburðarlyndis. Þetta er að sjálfsögðu afskræming á því og dyggðin þar með orðin að synd og hinn gullni meðalvegur þyrnum stráður. f Noregi og á íslandi „í Noregi þora stjómmála- menn að gera breytingar. Hér má engu breyta, og þrátt fyrir frelsisfjasið í sjálfstœðismönn- um virðist sem Sjálfstæðis- flokkurinn sé í raun ekki flokkur fyrir frjálslynt fólk á íslandi. “ Magnús Baidursson skrifar: Athyglisvert er að fylgjast með pólitík í Noregi. Þar er nú tekin við stjórn hægri- og miðflokka. Það er fróðlegt að sjá hvernig stjórnmála- menn starfa þar og bera saman við ísland. Nýja stjórnin hefur nú þegar lækkað skattana. Verð á áfengi verður lækkað og dregið verður úr styrkjum til landbúnaðar. Er á döf- inni að lækka skatta hér á almenn- ing? Nei, ekki aldeilis, Fyrirtækin fá skattalækkun en almenningur er áfram skattpíndur. Um það sér fjár- málaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Getur einhver ímyndað sér að stjórnvöld hér lækkuðu verð á áfengi? Óhugsandi, enda ráða áfeng- isvarnarfrömuðir svonefndir og reykingavarnarfrömuðir öllu hér. íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki bein í neánu til að standa fyr- ir neinum breytingum. Eða að draga úr styrkjum til landbúnaðar? Auðvitað ekki. Hér ræður landbún- aðar-elítan og LÍÚ-elítan, svo og sér- hagsmunahóparnir öllu. í Noregi þora stjórnmálamenn að gera breyt- ingar. Hér má engu breyta, og þrátt fyrir frelsisfjasið í sjálfstæðismönn- um virðist sem Sjálfstæðisflokkur- inn sé í raun ekki flokkur fyrir frjálslynt fólk á íslandi. Fremur flokkur ríkisútþenslu og miðstýr- ingar. Útgjöld ríkisins þenjast út, menn- ingin er ríkisrekin líkt og báknið allt sem Sjálfstæðisflokkurinn þótt- ist vilja burt. Ráðherrar hans slá öll met í vanhæfni, jafnvel ósvífni. í Noregi ráða stjórnmálamenn, hér virðast ráða hugsjóna- og huglausir hagsmunaverðir. Átakalínunet Deilan um Linu.net berst nú um víðan völl og eru margir kallaðir í þessum mikla slag Alfreðs Þorsteinssonar við sjömenningana i minnihluta borgarstjórnar Reykjavikur. Lengst af hefur þessi deila verið bundin við borgarmörkin og þær miklu skuldir sem stofnað hefur verið til í tengslum við fyrirtækið og hefur mörgum þótt nóg um, enda hliðarverkanir málsins miklar og stórfenglegar. Ein afleiðing þessa stríðs er sala Perlunnar í Öskjuhlíð, sem er auðvitað mikið áfall fyrir höfuðleiðtoga sjálfstæðismanna, Davíð Oddsson, því þetta sérlega minnismerki hans gengisfellur vitaskuld talsvert ef óbreyttir kaup- sýslumenn fara aö búa til úr þessu einhverja gróðasjoppu, svo ekki sé talað um ef sá kaupa- héðinn yrði Skífu-Jón sem sjálfstæðismenn hata eins og pestina! En næsta fórnarlamb þessa stríðs kynni svo að verða sjálft Ráðhúsið ef marka má fréttir og eru menn þá komnir ansi nálægt hinum biblíska tóni - að gefa víxlurun- um kost á að setja upp borð sín í musteri Dav- íðs. Ljósleiðarí sjálfstæöismanna En þrátt fyrir þung áfóll virðast deiluaðilar ekkert á því að draga úr bardagaþunganum og nú hefur Alfreð Þorsteinsson þróað málið yfir á nýtt stig með því að skrifa grein í blöðin þar sem hann stillir upp ljósleiðaratengingu Lands- virkjunar norður í land til Akureyrar og kallar það „ljósleiðara sjálfstæðismanna". Alfreð minn- ir á að í Landsvirkjun stjórna sjálfstæðismenn- irnir Friðrik Sophusson og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson auk þess sem á Akureyri sitji í bæjar- stjórastól sjálfstæðismaðurinn Kristján Þór Júlí- usson. í sameiningu eru þessir menn að vinna að því í góðri samvinnu við orkuveitufyrirtæki Akureyringa, Norðurorku, að búa til ljósleiðara- kerfi á Akureyri, eins og lesa mátti um í fróð- legri frétt í DV í gær. Flækist málið Garra sýnist því stríðið um Linu.net vera að ná nýjum víddum. Átakalínur sem áður voru öll- um skýrar og auðskiljanlegar eru nú orðnar að flóknu átakalínuneti, sem er ekki nema í meðal- lagi gagnsætt og skiljanlegt. Þannig flækir það óneitanlega málið að sjálfstæðismenn á Akureyri og í Landsvirkjun séu að búa til sitt eigið Linu.net norðan heiða á meðan sjálfstæðismenn í Reykjavík eru alveg kolvitlausir út í Linu.net sunnan heiða. Og ekki einfaldar það málið að sumir sjálfstæðismenn - eins og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson - eru stundum með Línu.neti og stundum ekki, þeir eru með því fyrir norðan en móti því fyrir sunnan. Hin stórpólitíska spurn- ing sem nú blasir við er því hvort hægt verður að halda uppi sama dampi í bardögum og áður, eftir að átakalinurnar breyttust í þetta merkilega átakalínunet. Þeirri spurningu hlýtur að verða svarað i næstu þáttum hinnar pólitisku þáttarað- ar um Línuna og netið - Garri biður spenntur. Garri Borgarstjórinn og oddvitinn Gantast í Kína í góöra vina hópi. í Kínaferð Guðni Jónsson skrifar: Altalað er að sendinefnd frá Reykjavíkurborg sé þessa dagana stödd í Kfna í boði borgaryfirvalda tveggja borga þar. Að sögn á að ræða þar m.a. um jarðhitamál og samstarf á því sviði. Enginn sérstakur sérfræð- ingur í orkumálum íslendinga er þó sagður í ferðinni. Meirihlutinn konur. Og þar á meðal fjandvinkonurnar pólitísku, Ingibjörg Sólrún borgar- stjóri og Inga Jóna Þórðardóttir, sjálf- skipaður oddviti þeirra sjálfstæðis- manna í minnihluta borgarstjórnar. Nú ætti að vera tækifærið fyrir þær tvær, „Ingurnar" að sannmælast um samstöðu í komandi kosningum um að þær verði báðar í 8. sæti, hvor á sínum listanum. Eða hvort ætti ekki boðsferð til Kína að nýtast til að eta, drekka og gantast í góðra vina hópi? Frímiðar og dagpeningar brúa jú breiðu gjárnar. Undarleg kvik- myndagagnrýni Guftmundur Thor Guðmundsson skrifar: Það má sennOega deila um kvik- myndir endalaust, enda smekkur manna misjafn. Hins vegar finnst mér óvönduð vinnubrögð og forheimska alltaf leiðinleg. Skrif Sigríðar hjá Fréttablaðinu finnst mér dæmi um einstaklega kjánalega kvikmynda- gagnrýni. Hún ætti fremur að skrifa jólakökuuppskriftir í Skessuhornið eða Garn & gaman. í nýlegri umOöllun sinni um myndina „The Others" sem sýnd er í Háskólabíói getur hún ekki setið á sér eftir að hafa skrifað að „sögulokin ætla ég ekki að upp- ljóstra", og uppljóstrar endinum á þann eina hátt sem vanhæfur kvik- myndagagnrýnandi gæti gert. Vilji Fréttablaðið láta taka sig og efni blaðs- ins alvarlega ætti það að vanda betur til skrifa um kvikmyndagagnrýni. Brottkast í aksjón Skapar toppverömæti. Ótrúverðug sjónvarpsfrétt Sjðmaður á Suðurnesjum skrifar: Sjaldan eða aldrei hef ég séð annað eins fals og fréttaklúður og í Sjón- varpinu um meint brottkast á flski. Blaðamönnum boðið eða þeir knúið á um að fara í túr með þessum um- ræddu bátum? Skiptir ekki máli. Þeir voru í þessum túrum. Hvort dettur mönnum nú í hug að með þá um borð yrði meira eða minna um brottkast? Auðvitað meira. Miklu meira en nokkru sinni hefur gerst. Annars hefði þetta ekki orðið stórfrétt. Og fréttamaðurinn ásamt ljósmyndara fengu þjóðina til að hneykslast. Hví- líkt andsk... rugl! Og allir ljúka upp sama munninum: Hneyksli. Sann- leikurinn er sá að enginn, ég fullyrði; enginn sjómaður, né útgerðarmaður myndi vilja missa af því „kerfi“ sem þeir þykjast nú vera að gagnrýna svo mjög. Það er brottkastið sem gefur þeim verðmætin og ekkert annað „kerfi“ myndi geta gert það. Það er engu landað öðru en toppverðmæti, og það vill enginn missa. - Ég segi: Heyr á endemi! Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.