Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 DV 37 EIR á miðvikudegi Misskilið skop Þekktur læknir 1 Reykjavík hefur hótaö að kæra höfunda og útgefend- ur læknaskopsbókarinnar Með lífið í lúkunum vegna gaman- sögu sem þar er hermd upp á hann. Hefur læknirinn sent bókaútgáfunni Hólum erindi þessa efnis og er æfur. „Sjálfum finnst mér þetta saklaust grin og ég vona bara að ...... læknirinn nái andanum þegar líður á daginn. Hann ætti að vita að tíminn læknar öll sár,“ segir Jón Hjaltason, annar höfunda bókarinn- ar um læknaskopið, sem ætlar að reyna að milda lækninn áður en lengra er gengið. Læknafyndni Ekki öllum skemmt. Reynir Tómas Pillunni fylgdi frelsi. Pillan fertug Getnaðarvarnarpillan er fertug á þessu ári. Hún kom fyrst fram í formi sérlyfsins Anovlar í Þýska- landi árið 1961 en barst ekki til Is- lands fyrr en fimm árum síðar. Reynir Tómas Geirsson, kvensjúk- dómalæknir og prófessor, skrifar leið- ara um pill- una í nýjasta hefi Lækna- blaðsins og segir þar meðal ann- ars: „Fyrir 40 árum var úr litlu að velja ... Smokkurinn var eina áreiðanlega getnaðarvömin, ef varlega var farið, en hann fékkst ekki víða ... Pillan breytti lífi karla og kvenna. Með henni kom frelsi til að velja hvenær og hve oft börn urðu til, frelsi til að njóta kynlífs án ótta ... Um 60-70 % allra þungana eru óvelkomnar eða verða ekki til á réttum tíma í lífi fólks.“ Pillan hefur þróast og þroskast á 40 ára ferli sínum og þykir nú ein- hver albesta getnaðarvörn sem völ er á. Annmarkar og fylgikvillar hafa verið sorfnir af og eftir stend- ur afmælisbarn sem getur verið stolt af því að hafa breytt heiminum meira en flest annað á síðustu öld. BjÖrn meö bók í dag kemur út bók eftir Björn Bjarnason menntamálaráðherra; I hita kalda striðsins. Þar fjallar ráð- herrann um utan- ríkis- og öryggis- mál af lands- þekktri skarp- skyggni og spegl- ar nútímasögu Is- lands í alþjóðlegu umhverfi. Bókin verður kynnt sér- staklega á Hótel Sögu síðdegis í , , dag þar sem legu samhengi. gjörn og nohlírir af helstu sérfræð- ingum þjóðarinnar í alþjóðamálum munu fylgja henni úr hlaði og svara fyrirspurnum gesta. Þar verður bókin einnig seld á sérstöku kynn- ingarverði. Björn ísland í alþjóö- Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að Eddu-verðlaunin eru ekki nefnd eftir Eddu Heiðrúnu Backman sem var kynnir á hátíðinni í ár. Bergstaðastræti 84 Guðmundur Franklín Jónsson, verðbréfasali í New York, undirbýr heimkomu sina með kaupum á þessu fallega húsi. Þar bjó áður Gunnlaug- im Briem, síðan Richard, sonur hans, sem seldi Guðmundi Franklin ættar- óðal sitt fyrir skemmstu. Annars hef- ur Guðmundur Franklín fasta búsetu á Manhattan i New York með útsýni yfir Dakotabygginguna þar sem John Lennon var myrtur. Breytinga aö vænta Konurnar styöja karlana. Bindið burt Bryndís Hlöðversdóttir alþingis- kona er mótfallin hálsbindaskyldu karlmanna á Alþingi og er tilbúin til að styðja baráttu gegn siðaregl- um þingsins sem kveða svo á um: „Þetta gamla tákn karlmennsk- «■ unnar segir eitt og sér ekkert til um það hvort menn séu snyrtilegir eða ekki. Ég vil slaka á formfestunni og styð það að svona hömlum verði aflétt," segir Bryndis en margir telja að lýðræðinu stafi ógn af hálsbinda- skyldu þingsins sem útiloki menn frá stjórnmálaþátttöku hafi þeir ekki smekk fyrir hálsbindum. Bryn- dís Hlöðversdóttir telur víst að kon- ur á þingi myndu aldrei láta bjóöa sér að vinna þingstörf eingöngu í drögtum eða pilsum en slík kvöð væri sambærileg við hálsbinda- skyldu þingmanna af karlkyni. Rétta myndin hann gerir er tær snilld. Ég reyni að vera fersk og byija daginn Ogjama í Sundhöllinni þar sem ég baða mig og hlusta á gömlu gufúna á meðan. Að því loknu flnnst mér gott að fara á Gráa köttinn og fá mér kaffl og beyglu með túnflsksal- ati. Svo vinn ég. Á kvöldin elska ég að fara í göngutúra og bíó en ef ég * , , u-* a, * i - ætla aö skemmta mér ærlega þá er „Eg hef gaman af þvi að sæk]a hjá Olafí Gauki. þaö karókj SvQ er ég aö læra & ^ myndhstarsynmgar og safha ar hjá ólafi Gauki,“ segii' Andrea reyndar islenskn myndhst. Kristjan Guð- sem býr ein j hundraðogeinum: „Ég er mundsson er í nuklu uppahaldi hja mer töfftýpa á lausu j borg tækifæranna." svo og Damel Magnusson en margt sem Töff týpa álausu Nýr sjónvarpsþáttur Andreu Rðberts um menningu, lis'tir og lifsstíl hefúr göngu sína á Stöð 2 annað kvöld. Menningaráhugi og lífsstíll Andreu sjálfrar kristailast í eftirfarandi: Með gítarinn Andrea í læri DV-MYND SKH Sólarlag í Suöursveit Vetrarsólin sest viö bernskuheimili Þórbergs Þóröarsonar úti á Hala í Suöur- sveit. Þessi sjón hefur dansaö fyrir augum skáldsins í æsku áöur en hann hvarf í sollinn í Reykjavík Gyllti þríhyrningurinn - nýríkir hjúfra um sig í híbýlum gamla Reykjavíkuraöalsins Svæðið teygir sig frá Landspitalalóðinni, skáhallt eft- ir hliðinni fyrir neðan Skólavörðuna og endar í punkti við Reykjavíkurtjörn. Þama reisti gamli Reykjavíkur- aðallinn mörg af fallegustu húsum höfuðborgarinn- ar sem nú seljast eitt af öðru fyrir áður óþekktar upphæðir. Kaupendur eru nýríkir athafnamenn á fertugsaldri sem sjá sjarmann í gamla hverfmu þótt flestir þeirra séu uppaldir í úthverfum. Sín á milli kalla þeir svæðið Gyllta þríhyminginn. Þeir segjast vera komnir til að vera. Það f hins vegar eftir að velta á gengi verðbréfa í kauphöllum víða um heim 1 nánustu fram- tíð. Sjafnargata 3 Sigurbjörn Þorkelsson, bamabarn Sigurbjörns biskups, keypti húsið eftir að hafa slegið í gegn hjá verðbréfa- fyrirtæki Lem- an-bræðra í New York. Sig- urbjörn er bú- settur ytra og hús hans við Sjafnargötu því eins konar sumarbústað- ur. Franfi hans hjá Leman-bræðrum i New York þykir einstakm- og hann er sá maður sem állir ungir verðbréfa- guttar vilja likj- ast. Miðstræti 7 Eins og herrasetur í suðurrikjum Bandaríkjanna. Heimili Lilju Pálmadóttur (Hagkaup) og eiginmanns hennar, Baltasars Kor- máks. Keyptu húsið af Þorsteini Halldórs- syni, rithöfundi og heimsborgara, og eigin- konu hans, Andreu, sem fyrst kvenna rak tískuskóla í Reykjavík. Þorsteinn starf- rækti lengi Málaskóla sinn í húsinu. Næpan Guðjón Már Guð- jónsson í OZ réðst ekki í lítið þegar hann keypti efri hluta gamla Landshöfð- ingjahússins sem kall- að er Næpan. Eitt- hvert sérstæðasta hús borgarinnar; framand- legt á sinn einfalda hátt. í húsið hefur Guðjón látið tengja hlj ómflutningskerfi án hliðstæðu sem hvergi sést og hljómar ein- göngu þar sem menn eru staddir í húsinu hverju sinni. Freyjugata 46 Þarna býr Ólafur Jóhann Ólafsson, forstjóri og rithöfundur, þegar hann heimsækir fóðurlandið. Ólafúr er ann- ars búsettur í New York. í húsinu bjó áður Valdimar Þórðarson (Silli & Valdi) og er þetta tilkomumikil eign á þremur hæðum með matar- og þvottalyftu. Hún mun þó ekki vera notuð lengur. Fjölnisvegur 11 Heimili OZ-kóngsins Skúla Mogen- sen (hann rekur ættir sínar til danskra apótekara). Framhlið hússins var illa farin vegna ósmekklegra lagfæringa þegar Skúli keypti það fyrir fáum ár- um en er nú allt annað og fegurra að sjá. í bakgarði hefur Skúli látið byggja einhvem fullkomnasta nuddpott í heimi. Húsið.var lengst af í eigu Lud- wigs Siemsen. Laufásvegur 69 Heimili Bónusprinsins sem varð Baugskóngur. Jón Ásgeir Jóhannesson býr þar sem áður var Haukur Heiðar, margfrægur bankamaður í Reykjavík, sem lét skyndilega af störfum seint á átt- unda áratugnum eftir bankahneyksli sem fór hljótt. Haukur Heiðar sneri sér að innrömmun málverka og var einmitt með vinnustofú sína í þessu húsi. Laufásvegur 73 Nýjasti meðlimur Gyllta þríhyrn- ingsins er ekki enn fluttur inn í hús sitt við Laufásveg. Þorsteinn Jónsson, forstjóri Vífilfells og kóka kóla, festi nýverið kaup á þessu húsi þar sem áð- ur bjó Jakob Löve og fleiri _____________ & Bestir „Og við erum dáðir um viða veröld fyrir frumkvæði og fram- takssemi og þurfum ekki á því að halda að ganga í Evrópusam- bandið, eins og flestar aðrar þjóðir álfunnar." (Ellert Schram hugsar upphátt um íslendinga í Morgunblaöinu.) ISLANDSBANKI Ha? „Örlar á framlegðarbata hjá Skýrr.“ (Úr fréttabréfi íslandsbanka.) FRETTABLAÐIÐ Glöggir „Brottkastið tengist fiskveiði- stjórnuninni." (Forsíöufrétt í Fréttablaöinu.) Jafnaðarmenn „Það var alltaf stirt á milli okkar Olof Palme.“ -v (Jón Baldvin í viðtalsþættin- um Prívat á Stöö 2.) Amma „Ég átti ömmu sem gekk með skotthúfu og fléttaði á sér hárið á hverjum morgni og sagði mér sögur ogg ævintýr. Hún var fædd árið 1872.“ (Þráinn Bertelsson um ömmu sína í Fréttablaöinu.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.