Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Blaðsíða 22
26 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 íslendingaþættir____________________________________________________________________________________________________ DV Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 95 ára________________________ Sigurveig Sigtryggsdóttir, Syöri-Neslöndum, Mývatnssveit. 85 ára________________________ Guörún Guömundsdóttir, Vesturgötu 32, Hafnarfiröi. Sigríður Guömundsdóttir, Lindargötu 57, Reykjavík. 80 ára________________________ Heiödís Eysteinsdóttir, Löngumýri 57, Garðabæ. Vilberg Skarphéöinsson, Steinagerði 4, Reykjavik. 75 ára_________________ Gísli Höskuldsson, Hofsstöðum, Borgarf. Laufey Runólfsdóttir, Hamraborg 32, Kópavogi. 70 ára_________________________ Kristbjörg Sigurjónsdóttir, Vallargötu 4, Vestmannaeyjum. Sigurlaug Eiríksdóttir, Hóiakoti, Skagaf. 50 ára_________________________________ Sigurður Guöni Gunnarsson, fiskverkandi og útgerðarmaöur, Efstalundi 7, Garðabæ. Eiginkona hans er Kristín M. Ólafsdóttir. Þau taka á móti ættingjum og Jnum að Dalshrauni 15, Hafnarfirði, augard. 15.12. kl. 19.30. lagný Júlíusdóttir, uækjartúni 18, Hólmavík. Sóimundur Jónsson, Hrisateigi 35, Reykjavík. Yngvi Pétursson, Dalhúsum 74, Reykjavík. 40 ára_________________________________ Björg Sigurvinsdóttir, Vanabyggð 9, Akureyri. Harpa María Gunnlaugsdóttir, Fannafold 182, Reykjavík. Jóhannes Eiríksson, Viðarási 21, Reykjavík. Jón Þóröarson, Bæjarholti 3, Hafnarfirði. Matthías Hannesson, Hringbraut 62, Keflavík. Ólafia Karlsdóttir, Þiljuvöllum 22, Neskaupstað. Vilborg Jónsdóttir, Herjólfsgötu 24, Hafnarfirði. Þorbjörn Helgi Þóröarson, Öldutúni 6, Hafnarfirði. Aðventu-leíðískrossar 12V-34V Sent í póstkröfu, sími 898 3206 Smáauglýsingar 550 5000 Fólk í fréttum Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður og varaformaður fjárlaganefndar Einar Oddur Kristjánsson, alþm. og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segir tekjuafgang ríkis- sjóðs verða um þrjá milljarða, sama og gert var ráð fyrir við upphaf fjár- lagagerðar í haust. Þetta kom fram í DV-frétt í gær. Starfsferlll Einar fæddist á Flateyri í Önund- arfirði 26.12. 1942 og ólst þar upp. Hann stundaði nám við MA 1959-61. Einar var skrifstofumaður 1961-65 og póstafgreiðslumaður á Flateyri 1965-68. Hann var einn stofnenda fiskvinnslunnar Hjálms á Flateyri, hefur verið framkvæmda- stjóri þar frá 1968, framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Flateyrar frá 1974 og er alþm. Vestfjarða fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1995. Einar sat i hreppsnefnd Flateyr- arhrepps 1970-82, í stjórn Vinnu- veitendafélags Vestfjarða 1974-95 og formaður VSÍ 1989-92, sat í vara- stjórn SH 1983-89, í aðalstjórn 1989- 94, er stjórnarformaður Vél- bátaábyrgðarfélags ísfirðinga frá 1984, í stjórn Skógræktarfélags Vest- ur-ísafjarðarsýslu frá 1985 og for- maður Skjólskóga Vestfjarðar frá 1999, í stjórn Icelandic Freezing Plant Ltd í Grimsby 1987-89, sat í stjórn Sambands fiskvinnslustöðva til 1995 og var formaður SAS, Sam- bands atvinnurekanda í sjávarút- vegi 1992-95. Einar var formaður Sjálfstæðifé- lags Önundarfjarðar 1968-79, for- maður fulltrúaráðs Sjálfstæðis- flokksins í Vestur-Ísaíjarðarsýslu 1979-90, formaður kjördæmisráðs sjálfstæðismanna á Vestfjöröum 1990- 92, var formaður efnahags- nefndar ríkisstjórnarinnar 1988, sat í efnahags- og viðskiptanefnd 1995-99, situr í fjárlaganefnd Alþing- is frá 1999 og er varaformaður henn- ar. Fjölskylda Einar kvæntist 7.10.1971 Sigrúnu Gerðu Gísladóttur, f. 20.11. 1943, hjúkrunarfræðingi. Foreldrar Sig- rúnar voru Gísli Þorleifsson, múr- arameistari í Reykjavík, og k.h., Brynhildur Pálsdóttir hjúkrunar- fræðingur. Börn Einars og Sigrúnar eru BrynhUdur, f. 1.1. 1973, sagnfræð- ingur í Reykjavík, en maður hennar er Ulugi Gunnarsson hagfræðingur; Kristján Torfi, f. 21.6. 1977, háskóla- nemi; Teitur Björn, f. 1.4. 1980, há- skólanemi. Systir Einars er Jóhanna Guð- rún, f. 11.3. 1941, fyrrv. skólastjóri í Reykjavík. Bróðir Einars, samfeðra, er Sig- urður Guðmundur, f. 24.8. 1924, stýrimaður og húsasmiður í Reykja- vík, kvæntur Soffiu Jónsdóttur. Foreldrar Einars: Kristján Eben- ezersson, f. 18.10. 1897, d. 1947, skip- stjóri á Flateyri, og k.h., María Jó- hannsdóttir, f. 25.5. 1907, fyrrv. stöðvarstjóri Pósts og síma á Flat- eyri. Ætt Kristján var sonur Ebenezers, skipstjóra á Flateyri, Sturlusonar. Móðir Ebenezers var Kristín Eben- ezersdóttir, b. í Innri-Hjarðardal, Guðmundssonar, b. i Arnardal, Bárðarsonar, b. í Arnardal, Illuga- sonar, ættfóður Arnardalsættarinn- ar. Móðir Kristjáns var Friðrikka, systir Bersebe, móður Guðmundar Inga skálds, Halldórs, skálds frá Kirkjubóli, og Ólafs skólastjóra, föð- ur Kristjáns Bersa skólastjóra og afa Ólafs Þ. Harðarsonar stjóm- málafræðings. Friðrikka var dóttir Halldórs, b. á Hóli 1 Önundarfirði, bróður Ragnheiðar, langömmu Gunnars Ásgeirssonar forstjóra og Elsu Guðjónsson safnvarðar. Hall- dór var sonur Halldórs, b. á Grafar- gili, Eiríkssonar, bróður Elínar, langömmu Ólafs, föður Gests skipu- lagsfræðings og Valdimars, fyrrv. yfirflugumferðarstjóra. Móðursystkini Einars eru Mar- grét, móðir Hrafns Tulinius prófess- ors, fóður Torfa dósents, Þórs leik- ara og Sivjar konsertmeistara, Torfi, faðir Kristjáns, bæjarfógeta í Vestmannaeyjum, og Björn iðnrek- anda, faðir Ingibjargar, skólastjóra Ballettskóla Þjóðleikhússins. María er dóttir Jóhanns Lúthers, prófasts á Hólmum, bróður Sigríðar, ömmu Gunnlaugs Finnssonar, fyrrv. alþm. á Hvilft, og Hjálmars, fyrrv. for- stjóra Áburðarverksmiðjunnar. Jó- hann var sonur Sveinbjarnar, b. í Skáleyjum, Magnússonar, b. 1 Hval- látrum, Einarssonar, bróður Eyjólfs eyjajarls. Móðir Jóhanns var María Jónsdóttir, systir Sesselju, móður skáldanna Herdísar og Ólínu Andr- ésdætra og Maríu Andrésdóttur 1 Stykkishólmi og einnig systir Sig- ríðar, móður Björns Jónssonar ráð- herra. Móðir Maríu var Guðrún, systir Sigríðar, móður Esra læknis og Maríu Pétursdóttur, fyrrv. for- manns Hjúkrunarfélags Islands. Bróðir Guðrúnar var Ásgeir, faðir Haralds, fyrrv. forstjóra Rannsókna- stofnunar byggingariðnarins, og Önundar, fyrrv. forstjóra Olís, fóður Ragnars, forstjóra Eurokorta. Guð- rún var dóttir Torfa, kaupmanns á Flateyri, Halldórssonar, og Maríu Össurardóttur, b. í Súðavík, Magn- ússonar, b. í Bæ í Súgandafirði, Guðmundssonar, bróður Ebenesers í Hjarðardal. Sjötugur MMI Sigurfinnur Sigurðsson fyrrv. skrifstofustjóri á Selfossi Sigurfinnur Sigurðsson, fyrrv. skrifstofustjóri hjá Vegagerð ríkis- ins, Starengi 15, Selfossi, er sjötugur í dag. Starfsferill Sigurfinnur fæddist í Birtinga- holti og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Laugarvatni 1949 og lauk prófi frá Garðyrkju- skóla ríkisins 1953. Sigurfinnur stundaði garðyrkju- búskap í Birtingaholti 1953-63. Þá flutti hann á Selfoss þar sem hann hefur búið síðan. Sigurfinnur var skrifstofumaður hjá KÁ til 1974 og skrifstofustjóri hjá Vegagerð rlkisins til 2001. Sigurfinnur starfaði mikið í röð- um framsóknarmanna á Suður- landi, var formaður FUF í Árnes- sýslu og formaður kjördæmasam- bands Framsóknarflokksins á Suð- urlandi 1963-69, var formaður Versl- unarmannafélags Árnessýslu um skeið, sat í stjórn Starfsmannafélags ríkisstofnana og var þar varafor- maður og gjaldkeri í mörg ár. Þá sat hann í fjölda samninganefnda, átti sæti í Félagsdómi á vegum BSRB og var formaður Goltklúbbs Selfoss um skeið. Sigurfinnur var einn af stofnend- um og fyrsti formaður Þroskahjálp- ar á Suðurlandi, átt sæti í svæðis- stjórn um málefni fatlaðra þar, að undanskildum fjórum árum sem hann var skipaður formaður stjórn- arnefndar í málefnum fatlaðra. Fjölskylda Kona Sigurfinns er Ásta, f. 8.2. 1933, húsmóðir. Ásta er dóttir Guð- mundar Guðmundssonar, bónda á Högnastöðum í Hrunamannahreppi, og Kristbjargar Sveinbjörnsdóttur frá Heiðarbæ í Þingvallasveit. Börn Sigurfinns og Ástu eru Kristbjörg, f. 24.4. 1953, deildarstjóri við Landsbankann í Reykjavík, gift Eirtki Einarssyni, vélvirkja og starfsmanni hjá Toyota-umboðinu, og eiga þau tvö börn; Sigríður Jón- ína, f. 12.8. 1958, húsfreyja að Hross- haga, gift Gunnari Sverrissyni, bónda þar, og eiga þau tvö börn og tvö fósturbörn; Snorri, f. 24.7. 1967, verslunarstjóri á Selfossi, kvæntur Sig- rúnu Ólafsdóttur póstfull- trúa og eiga þau tvö börn, auk þess sem hún á tvö börn frá fyrra hjóna- bandi; Sigurður Már, f. 6.1. 1969, búsettur á Selfossi. Hálfbróðir Sigurfinns, samfeðra, er Ásgeir Sigurðsson, f. 1926, raf- virki í Bandaríkjunum. Alsystkini Sigurfinns eru Ást- hildur, f. 1929, húsfreyja í Birtinga- holti; Arndís, f. 1930, húsfreyja að Miðfelli; Ágúst, f. 1936, bóndi í Birt- ingaholti; Magnús, f. 1942, bóndi í Birtingaholti; Móeiður, f. 1943, hús- móðir í Reykjavík. Foreldrar Sigurfmns: Sigurður Ágústsson, f. 13.3. 1907, d. 12.5. 1991, bóndi, skólastjóri, tónskáld og org- anisti í Birtingaholti, og k.h., Sigríð- ur Sigurfinnsdóttir, f. 11.7. 1906, d. 16.5. 1983, húsfreyja. Ætt Systir Sigurðar var Sigríður, móðir Helga leikara og Ólafs biskups Skúlasona. Sigurður er sonur Ágústs, alþm. í Birtingaholti, Helgasonar, b. þar, Magn- ússonar, alþm. í Syðra- Langholti, Andréssonar. Móðir Helga var Katrín Eiríksdóttir, ættfoður Reykjaættar, Vigfússon- ar. Móðir Sigurðar var Móeiður Skúladóttir Thorarensen, læknis og alþm. á Móeiðarhvoli, bróður Bjarna amtmanns og skálds. Skúli var sonur Vigfúsar, sýslumanns á Hlíðarenda í Fljótshlið, Þórarins- sonar, ættföður Thorarensenættar, Jónssonar. Móðir Skúla var Stein- unn Bjarnadóttir landlæknis Páls- sonar og Rannveigar Skúladótt- urlandfógeta Magnússonar. Móðir Móeiðar var Sigríður Helgadóttir, konrektors í Skálholti, Sigurðsson- ar. Sigríður, móðir Sigurfinns, var dóttir Sigurfmns Sigurðssonar, ís- húsvarðar í Keflavík, og Jóninu Þórðardóttur. Sigurfinnur og Ásta verða að heiman á afmælisdaginn. Ágúst Eyjólfsson, Blómvallagötu 12, Reykjavík, lést þriöjud. 27.11. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Katrín Marta Magnúsdóttir frá Skálakoti, Vestur-Eyjafjöllum, lést miðvikud. 5.12. Hilmar Önfjörö Magnússon, Bræðraborgarstíg 49, lést á heimili sínu þriðjud. 4.12. ---^--------- IJrval - gott í hægindastólinn Afmælisgreinar um hatiðarnar Skilafrestur vegna afmælisgreina um jól og áramót Jólablað DV kemur út laugardaginn 22. desember og áramótablaö DV kemur út laugardaginn 29. desember. Upplýsingar og myndir vegna afmælisgreina sem birtast eiga í jólablaði DV, þ.e. greinar vegna afmæla 22. desember til 27. desember, þurfa að hafa borist ættfræöideild eigi síöar en miðvikudaginn 19. desember. Upplýsingar og myndir vegna afmælisgreina sem birtast eiga í áramótablaði DV, þ.e. greinar vegna afmæla 29. desember til 2. janúar, þurfa aö hafa borist ætt- fræöideild eigi síöar en fimmtudaginn 27. desember. Útför Siguröar G. Helgasonar, sem lést á Kumbaravogi mánud. 3.12., ferfram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriöjud. 11.12. kl. 13.30. Guðmundur Ágústsson, fýrrv. fram- kvæmdastjóri Fróns hf., Löngumýri 57, Garðabæ, áður Tómasarhaga 44, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni þriðjud. 11.12. kl. 13.30. Siguröur Magnússon, Frakkastíg 17, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bú- staðakirkju þriöjud. 11.12. kl. 13.30. Halldór S. Guömundsson húsasmíða- meistari, Álfaskeiöi 98, Hafnarfirði, verður jarösunginn frá Frikirkjunni í Hafn- arfirði, þriðjud. 11.12. kl. 13.30. Þórólfur Baldursson, síöast námsmaður í Hróarskeldu, lést í Hróarskeldu mánud. 26.11. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju fimmtud. 13.12. kl. 15.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.