Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Blaðsíða 24
24
LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001
Helgarblað
DV
Vigdís Finnbogadóttir
nEitt afþví sem mér finnst gott viö þessa mynd er aö þar sést aö þaö getur veriö flott aö eldast og halda sínu striki.
Hvernig sést þaö í myndinni? Það sést ekki á æskuljóma eöa fegurö manneskjunnar sem er myndefniö. Þaö sést á
því aö þessi mannvera, sem er ekki lengur ung, er sterk. Þaö eru mikilvæg skilaboö til æskudýrkunar nútímans aö
eldra fólkið hefur sitthvaö að segja og býryfir reynslu og styrk. “
prins og Sonja voru oft fulltrúar
hans og við unnum meðal annars
saman að Norðurlandakynningu
sem nefnd var „Scandinavia Today“
í Bandaríkjunum og víðar. Við urð-
um miklir vinir. Þegar þau komu
hingað til lands báðu þau sérstak-
lega um að Ástríður kæmi í veisl-
una þeim til heiðurs. Það var mikið
mál að velta því fyrir sér hver ætti
að sitja við hliðina á henni því hún
var feimin og henni fannst þetta
erfitt. En ég gerði þetta sérstaklega
fyrir Harald og Sonju þvi þau vildu
kynnast henni. En það gekk nú
reyndar sporlaust yfir hana.“
Ég hef Kjark
- Þú varst forseti í 16 ár. Hvað
var ánægjulegast við að gegna emb-
ættinu?
„Ánægjulegast var þegar ég áttaði
mig á því að íslendingar höfðu brot-
ið blað í sögu heimsins með því að
kjósa konu sem forseta. Ég sá líka
hvaö ég var innilega velkomin er-
lendis, það þótti nýnæmi að fá konu
sem talsmann þjóðar, og mér þótti
vænt um að ég náði til manna á
þennan hátt. Mér þótti þó auðvitað
vænst um þegar ég náði til fólksins
í landinu. Mér fannst alltaf jafn
gaman að fara á mannamót sem víð-
ast um héruð.“
- Nú kemur fyrir flesta, óháð því
hvaða starfi þeir gegna, að þeir
hugsa: „Hvað er ég að gera í þessu
starfl? Ræð ég við þetta?“ Hvarflaði
eitthvað slíkt aldrei að þér?
„Það fyrsta sem ég hugsaði var:
Hamingjan góða, skyldi ég geta
þetta? Ég hafði ekkert sérstaklega
mikið
- Er eitthvað sem þú vilt nefna
sem þú hefðir viljað gera öðruvísi á
þessum árum?
„Nei, ég hugsa ekki þannig. Ég er
komin svo langt á æviskeiðinu að
ég get ekki breytt neinu.“
Stýringartilraunir lífsins
- Varstu alltaf mjög vakcmdi fyrir
því að missa ekki raunveruleika-
skynið, eins og er kannski mjög
hætt við í embætti eins og þessu?
„Ég hef alltaf verið hversdags-
manneskja. Ég hélt áfram að vera
það og er það ennþá.“
- Nú er það óhjákvæmilegt að
þeir sem eru mikið í sviðsljósinu fái
á sig gagnrýni. Tekur þú gagnrýni
nærri þér?
„Já, ég tek hana svo nærri mér að
hún gengur inn í sálina. Af því ég
kenni sjálfri mér um. En svo er það
þannig að maður fær gagnrýni af
því sýn annarra á mann er á vissan
veg, og kannski ekki rétt. Sérstak-
lega tek ég nærri mér ef gagnrýni er
óréttmæt. Þá má segja að ég gangi í
björg.“
- Trúirðu á forlög, að líf fólks sé
að einhverju leyti ákveðið fyrir-
fram. Einhvers staðar las ég að þú
hefðir löngu áöur en þú varðst for-
seti farið til spákonu sem hefði spáð
þér miklum frama.
„Það er mjög skemmtileg saga.
Jósefina á Nauthól, sem sagt er að
hafi blásið Einari Kárasyni anda í
brjóst þegar hann skapaði eina af
persónum sínum í Eyjabókunum,
var tengd ráðskonunni sem bjó hér
í kjallaranum. Jósefma kom hingað
í boð og sagði allt í einu að hún
vildi spá fyrir mér i eldhúsinu. Við
fórum fram í eldhús og hún byrjaði
að leggja spil. „Naumast þú átt eftir
að hitta af kóngum," sagði hún.
„eða ferðast, manneskja mín.“
„Hvaö segirðu, sérðu einhvern sæt-
an strák í spilunum?" sagði ég.
„Nei, nei, þetta eru alvöru kóngar,
góða mín,“ svaraði hún. Það var al-
veg kostulegt að heyra þetta.
En spurningin snýst ekki um það
hvort maður trúi því sem spákonur
segja. Mér finnst oft í lífinu eins og
lífshlaupið taki breytta stefnu, fari
fyrir horn. Allt i einu gerist eitt-
hvað og áður en maður veit af er
maður kominn á nýjan stað. Mitt líf
hefur mjög oft verið þannig að eitt-
hvað hefur gerst fyrir tilviljun eða
tilstilli annarra, án þess að ég hafi
sjálf stefnt að því. Þannig varð ég til
dæmis leikhússtjóri. Og það var
ekki ég sem kom með hugmyndina
um að fara i forsetaframboð, það
voru aðrir. Þá var ég allt í einu
komin fyrir annað horn. Þetta eru
eins og stýringartilraunir.“
- Hvaða máli skiptir listin í þínu
lífi?
„Afkoma skiptir meginmáli, það
að komast af og eiga til hnífs og
skeiðar. Og heilsan er fyrir öllu.
Þess utan er ekki hægt að lifa án
lista. Þeir sem ekki njóta lista finnst
mér hljóta að eiga afar tómlegt líf.
Ég þekki engan sem hefur komist í
kynni við listir sem ekki uppgötvar
að þar býr innri lífsfyfling.“
Erfitt að vera í sviðsljósinu
- Eftir sextán ár sem forseti
varðstu að hefia annars konar líf.
Hvernig tilfinning var það?
„Það er gríðarmikið verk að
skipta um líf. Að öðru leyti tók við
önnur vinna, aðrar skyldur. Og svo
var það dásamlegt að vera ekki
lengur í sviðsljósinu. Það var und-
ursamlegur léttir.“
- Fannst þér erfitt að vera i sviðs-
Ljós heimsins, kvikmynd
um Vigdísi Finnbogadótt-
ur, verður frumsýnd um
helgina. í viðtali við Kol-
brúnu Bergþórsdóttur
rœðir Vigdís meðal ann-
ars um forsetaárin og nú-
verandi störf, listina,
sviðsljósið og aldurinn.
- Þegar þú varðst forseti hófst
nýtt tímabil í lífi þínu. Hvernig
tókst þér að sameina gamla heim-
inn og þann nýja?
„Ég stokkaði næstum því ekkert
upp, enda hafði ég verið i annasömu
starfi sem leikhússtjóri hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur. Ég flutti hluta af
búslóð minni til Bessastaða og sett-
ist þar að. Dóttir mín var 7 ára og
eitt mitt fyrsta verk var að athuga
hvernig ég gæti skipulagt lífið með
tilliti til barnsins. Það var eiginlega
auðveldara en áður vegna þess að
það voru alltaf einhverjir til að
passa barnið og ég þurfti ekki að
hafa áhyggjur af því. Kristján Eld-
járn ráðlagði mér að hjálpa Ástríði
að eignast vini á Álftanesinu og hún
gekk þar í barnaskóla og við eigum
þaðan ágæta vini.
Ég hélt alltaf heimilinu hér á Ara-
götunni. Þannig að þegar aðrir fóru
upp í sveit um helgar fórum við
mæðgurnar í bæinn. En lífshættir
minir voru nákvæmlega þeir sömu
og áður. Ég var svo heppin að eign-
ast vináttu samstarfsmanna minna
á Bessastöðum og okkur leið vel
saman. Ég gerði nákvæmlega það
sama og ég hafði alltaf gert, fór í
leikhús, á tónleika og i bíó og ég las
mikið. En svo kallaði embættið á
nokkuð krefiandi vinnu, býsna
mikla viðvist og árvekni."
- Var erfitt að vemda
dóttur þína fyrir aðgangi
fiölmiðla eða höfðu þeir
skilning á því að þú
vildir að hún væri
látin í friði?
„Já, hún var lát-
in í friði á allan
hátt. Og þær voru
yndislegar kon-
urnar á Bessa-
stöðum, þær
Hafldóra Páls-
dóttir og Sig-
rún Péturs-
dóttir sem
kenndi Ástríði
afar fallega ís-
lensku.
Ástríður talar
undurfallegt
mál og það á
ég að þakka
ráðskonunni
minni á Bessa-
stöðum sem
gætti hennar
með Halldóru
alltaf þegar ég var
ekki heima. Ástríð-
ur kom svo að segja
aldrei fram með mér í
opinberum móttökum,
hún kom aðeins einu
sinni með mér í veislu
þegar hún var unglingur.
Ég á einlæga og djúpa vináttu
við konungshjónin í Noregi.
Ólafur Noregskonungur var á lífi
þegar ég var í heimsóknum í Nor-
egi, en Haraldur sem þá var krón-
sjálfsöryggi. Ég er kona míns tíma
og með endalausar vangaveltur um
það hvort ég geri hlutina nógu vel.
Ef eitthvað er þá er ég mjög gagn-
rýnin og gjöm á að líta til baka í
þeim efnum. Það hendir alla
að vita ekki hvort þeir eru
að gera rétt eða hvort þeir
eru að gera vel. Ég hef
aldrei haft til að bera
áberandi sjálfsöryggi,
er heldur feimin inn
við beinið, en ég er
róleg manneskja
og býð öryggis-
leysi birginn með
þvi að hleypa í
mig kjarki. Ég
hefkjark-égsé
það sjálf."
Erfitt að vera í
sviðsljósinu
„Ég er kona
míns tíma og
meö endalaus-
ar vangaveltur
um þaö hvort
ég geri hlutina
nógu vel. Efeitt-
hvaö er þá er ég
mjög gagnrýnin
og gjörn á aö líta
til baka í þeim efn-
um. Það hendir alla
aö vita ekki hvort
þeir eru aö gera rétt
eöa hvort þeir eru að
gera vel. Ég hef aldrei
haft til aö bera áberandi
sjálfsöryggi, er heldur feim-
in inn viö beiniö, en ég er ró-
leg manneskja og býö öryggis-
leysi birginn meö því aö hleypa í
mig kjarki. Ég hef kjark - ég sé þaö
sjálf. “
Hef alltaf
verið
hversdags-
manneskja