Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Blaðsíða 6
6 DESEMBER 2001 Fréttir_________________________®__________________________________________________________________________________ DV Jarðskjálftahrina í Mýrdalsjökli og mynni Eyjafjarðar Jarðskjálftar hafa verið í nótt í Mýrdalsjökli. Klukkan fjórar mínút- ur yfir eitt varð jarðskjálfti upp á 3,2 á Ricter i jöklinum vestur af Goðabungu. Nokkrir skjálftar hafa verið í jöklinum í nótt. Hjá Veðurstofunni töldu menn að þetta væri ekki óeðlilegt miðað við árstíma, alltaf væri virkni í jöklin- um á haustin. Þá hefur verið skjálftahrina norður af Gjögurtá í mynni Eyjafjarðar í nótt og í gær- dag. -NH ólagjöfin hennar! Stuttir og síðir pelsar i úrvali Minkapelsar Tilhoð 50% útborgun og efitirstöðvar vaxtalaust allt að 12 mánuðum. Pelsfóðurs- kápur og jakkar Ullarkápur og jakkar meö loðskinni Loðskinnshúfur Loðskinnstrejiar Loðskinnshárbönd Klassískur fatnaður Bocace-skór Þar sem vandlátir versla PELSINN Kirkjuhvoli, sími 552 0160 g§ ftaðgreiðslur i uflt að 36 mónuði DV-MYND ÓMAR GARDARSSON Sjómaður í heimaranni „Ég lauk viö að klæöa mig í gallann þegar ég var kominn í sjóinn erj ég var varla kominn út úr brúnni þegar brot reiö yfir og hreif mig meö sér. í sjónum sá ég síöan til félaga minna þar sem þeir stóöu á stefni hins sökkvandi skips, “ segir Gunnar Oddsteinsson hér í viðtalinu. Hér er hann meö dætrum sínum, þeim Oddnýju Sigurrós, Kristjönu Rún og Díönu ívu. Ófeigur VE: Engin mistök en við ekkert var ráðið - segir skipverji um atburðarásina þegar skipið sökk „Þegar ég fer yfir atburðarásina í huganum get ég ekki merkt að nein mistök hafi valdið þessu sjóslysi. Hér varð einfaldlega ekki við neitt ráðið í þeim aðstæðum sem upp komu,“ seg- ir Gunnar Kristján Oddsteinsson, vélavörður á togskipinu Ófeigi VE, þegar hann rifjar upp atburðarás þess að skipið sökk úti fyrir Vik í Mýrdal aðfaranótt miðvikudags í sl. viku. Eins manns er enn saknað. Gunnar rómar þá stillingu sem áhöfnin sýndi við þessar háskalegu aðstæður. Allt hafi verið mjög fum- laust og líkast slysavarnaæfingu. Hafi hér sjálfsagt haft mikiö að segja að allir skipverjamir hafi sótt nám- skeið í Slysavarnaskóla sjómanna. Brotsjór og menn forðuðu sér í brú Gunnar segir að skipið hafi verið að draga trollið eftir mjúkum sand- botninum þegar þetta gerðist. Skyndilega hafi það fest í botni og til að losa það hafi skipstjórinn byrjað að hifa. í þann mund hafi brotsjór riðið yfir skipið aftanvert og sjór komist inn í spilrými þess. „Skip- stjóri og stýrimaður voru báðir á vakt upp í brú og reyndu að bregðast við aðstæðum með því að snúa skip- inu upp í vind, þar sem ekki var hægt að hifa virana á niðurstöðu vegna veðursins. Stífur vindur var af suðvestri þegar þetta gerðist. Skip- stjórinn var rétt byrjaður á hífa þeg- ar fleiri brot, eitt eða tvö, riðu yfir skipið aftanvert," segir Gunnar. Hann kveðst hafa farið niður i vélar- rúm og aðgætt að lensdælum. Það hafi svo verið hægara sagt en gert að komast upp aftur, sjór hafi verið far- inn að fossa niður í vélarrúmið ofan af þilfarinu. „Ég mætti vélstjóranum þegar ég kom upp aftur. Hann sagðist hafa að- gætt að enginn væri niðri í lest, stað- an væri þannig að við skyldum forða okkur upp í brú en þegar hér var komið sögu var skipið farið að halla ískyggilega mikið á bak,“ segir Gunn- ar. Þegar skipverjar komu i brúna klæddu þeir sig í snatri í björgunar- galla. Skipstjórinn sendi út neyðar- kall. Skipverjar fóru úr brúnni, fram á hvalbak, og fóru sjóinn þegar skip- ið var að fara í hafið. Sjálfvirkur sleppibúnaður björgunarbátanna virkaði og þeir blésust upp. í sjóinn á annarri erminni „Mér gafst ekki einu sinni ráðrúm að komast í nema skálmar gallans og aðra ermina áður en ég fór úr brúnni. Ég lauk við að klæða mig í gallann þegar ég var kominn í sjóinn en ég var varla kominn út úr brúnni þegar brot reið yfir og hreif mig með sér. í sjónum sá ég síðan til félaga minna þar sem þeir stóðu á stefni hins sökkvandi skips,“ segir Gunnar. Hann telur að allt hafi þetta tekið ótrúiega stuttan tima, aðeins hafi lið- ið um þrjár mínútur frá þvi skipstjór- inn sendi út neyðarkall þar til Ófeig- ur var horfinn af ratsjá. Skammur tími leið svo þar til skipið Danski - Pétur kom á vettvang og skipverjar voru halaðir úr björgunarbátum. Sjópróf vegna Ófeigsslyssins voru haldin í Vestmannaeyjum í gær. „Veðrið þegar Ófeigur fórst var ekki verra en oft áður og merkilegt er að veiðarfærin hafi fests í botni á þess- um stað þar sem er sléttur sandbotn. Við höfum oft verið þarna áður en aldrei orðið varir við festur eða nibb- ur þarna áður. Þetta er þekkt veiðislóð og hábölvað að hafa skip þarna liggjandi á sjávarbotni," segir Gunnar. -sbs Brottvikning félagsmálastjóra: Gekk gegn lögum segir félagsmálaráöuneytið Félagsmálaráðuneytið hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að Hafnar- fjarðarbær hafi gengið gegn ákvæð- um sveitarstjórnarlaga og stjórn- sýslulaga þegar staða félagsmála- stjóra, Mörtu Bergmann, var lögð niður. Félagsþjónustan í Hafnarfirði var þá stofnuð og annar ráðinn í það starf. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja rekur málið ásamt Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar og er um prófmál að ræða. Samkvæmt úrskurði ráðuneytisins þykir ein- sýnt að bæjaryfirvöld þurfi að sæta bóta- og miskaábyrgð, hvort sem það verður sótt í gegnum dómstóla eða með samkomulagi við bæjaryf- irvöld, að þvi. er fram kemur á heimasíðu Sth. Málið er 1 höndum Gests Jónssonar, lögfræðings stárfs- mannafélagsins. -jss \ n Umsjón: Höröur Krístjánsson netfang: hkrist@dv.is í fótspor meistarans? Síðan Ólina Þorvarðardóttir tók við skólameistarastöðu Menntaskól- ans á ísafirði í haust hafa orðið þar mikil umskipti. Margir Isfirðingar voru famir að sætta sig við að óhjákvæmilegt væri að skólinn dalaði hægt og síg- andi. Þannig var | myndarleg heima- vist skólans stútfull | út úr dyrum á tím- um Jóns Baldvins 1 Hannibalssonar og Bryndísar Schram en varð fljótt skröltandi tóm eftir að þau hjón hurfu á braut. Var svo komið að húsverði var illilega bmgðið í hvert sinn er hann mætti lifandi vera á heimavistinni. I héraðs- fréttablaðinu BB segir að þetta sé nú liðin tíð. Nú er aftur fullt út úr dyr- um. Nú spyija menn vestra hvort sag- an sé að endurtaka sig. Jón Baldvin hóf afskipti af bæjarpólitík og fór síð- an i landsmálapólitík og ráðherrastól. Hvað gerir ðlína, fer hún í fótspor (skóla)meistara Jóns Baldvins...? Björn rótari? í heita pottinum var á dögunum rætt um líklega leiðtoga sjáifstæðis- manna í borgarpólitíkinni. Þar berjast nú á toppnum Inga Jóna Þórðar- dóttir, Júlíus Víflll Ingvarsson og Eyþór Arnalds. Var þá bent á að Þórarinn Viðar Þórarinsson, fyrr- verandi Landssíma- forstjóri, væri hugs- anlega á lausu. Nú er þetta staðfest og Þórarinn fær ekki að setjast aftur í for- stjórastól Símans. Þykir því augljóst að næsta verk kappans verði að blanda sér í leiðtogaslag sjálfstæðis- manna. Þannig er oddvitatríóið að verða að kvartett. Er því vandséð að Bjöm Bjamason ráðherra fái inni í sveitinni - nema þá sem rótari... Styrkja gott málefni... Það kom að því að rétta eðli súlu- staða borgarinnar kæmi í ljós. Súl- umar, eða öllu heldur stúlkurnar sem hringa sig um þær á evuklæðunum, eru á góðri leið með að verða helsta ímynd stuðnings i almennings við þá sem minna mega sin. Þór Ostensen, | annar eigandi Club | Vegas, hefur til-1 kynnt Mæðra-1 styrksnefnd að af-1 rakstur af kjöltu-1 dansi á staðnum verði nú að hluta færður nefndinni. Hefur því opnast leið fyrir betri borg- ara bæjarins að leggja óhikað leið sína inn á Vegas. Nú geta menn sagt fullum fetum að þeir séu bara að „styrkja gott málefhi" ... Lúmsk gagnrýni Jón Baldvin Hannibalsson fer á kostum í tveggja og hálfs tíma viðtali við Hans Kristján Ámason útgef- anda á myndbandi sem kom í bóka- verslanir í vikunni. Þarna er um að ræða jólaspólu sem svamlar um í jóla- bókaflóðinu og veit- : ir harða samkeppni i á bæði borð. Jón Baldvin lýsir af ein- lægni stormasömu sambandi við konu ~ sína, Bryndisi Schram. Þegar Bryndis var kjörin fegurðardrottning íslands var Jón Baldvin að setja niður staura norður á Ströndum. Hann sendi unnustunni umsvifalaust skeyti sem innihélt að- eins eitt orð: „Sveiattan!" Sendiherrann talaði um velferðar- ríkið Singapore og bar saman við Is- land. Hans Kristján hváði við og benti á að Singapore væri nánast einræðis- ríki. Þá glotti Jón Baldvin í kampinn og þeir sem vildu skilja sáu aö hann lét í ljósi þá lúmsku gagnrýni að Dav- íð Öddsson forsætisráðherra hefði nær einræðisvald á íslandi....
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.