Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Blaðsíða 62
66 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 n m Frauöplastlistar í miklu úrvali METRO Skeiían 7 • Sími 52S 0800 Opið alla daga til kl. 19 Helgarblað DV 550 5000 visir.is 550 5727 Þverholt 11, 105 Reykjavík Sumt fólk er alltaf á ferðalagi. Það grær enginn mosi á því fremur en veltandi steini. Það er sagt að eyjarskeggjar heimsins hafi sýnu meiri áhuga á ferðalögum en megin- landsbúar og ef við komumst ekki sjálfir tO útlanda þá erum við viljug að hlusta á þá sem reisa utan og koma aftur og segja okkur sögur af undar- legu fólki og framandi stöðum. Þótt ferðabækur hafi ef tO vill glat- að einhverju af upphaflegu gildi sínu, sem sennilega er að stækka heiminn í vitund okkar, þá rísum við enn upp við dogg þegar einhver úr hópnum snýr aftur til mörlandsins með skrýtn- ar sögur í mal sínum. Sigfús á rútunni Sigfús Bjartmarsson rithöfundur er einn þessara eyjarskeggja sem hafa ferðast um heiminn og horft á hann og viljað segja okkur frá. Sigfús hefur ný- lega gefið út bókina Sólskinsrútan er sein í kvöld - ferðabók þar sem Sigfús segir okkur sögur úr ferðum sínum til Suður-Ameríku á árunum 1978 til 1999. Þar ber margt til og sumt með ólíkind- um en bókinni hefur verið tekið með kostum og kynjum og fá gagnrýnend- ur vart vatni haldið yfir snilld Sigfús- ar og hafa tilnefnt bókina til hinna ís- lensku bókmenntaverðlauna. Samt fer vonandi ekki eins fyrir Sigfúsi og Ameríkufaranum sem Stef- án Jónsson segir frá í einni bóka sinna. Sá var staddur á samkomu á Borgarfirði eystra á fyrri hluta aldar- innar að segja Ameríkusögur og kvaðst hafa komiö þar sem voru 100 mjólkandi kýr í fjósi. - Þú lýgur þessu, kaliaði þá einn gárunginn í þorpinu. Ameríkufaranum fataðist nokkuð frásögnin og sagði: - Þetta voru náttúrlega ekki allt mjólkandi kýr því sumt voru hænsni. Hús á ferðalagi Þótt Sigfús sýnist rólegur og rótfast- ur þar sem hann situr í sínum sófa við Bergstaðastræti þá er það tálsýn því Sigfús er svo mikill feröamaður að húsið sem hann býr í hefur verið flutt úr stað en það stóð víst upphaflega við Hverflsgötu og skagaði út í götuna og var því flutt. Húsiö stendur beint á móti Hótel Holti við Bergstaðastræti, sem er fín- asta hótel landsins sem stendur þarna stappfullt af málverkum og kristal, og á leiðinni upp tröppumar er ég að hugsa um hvort breiddin á götunni sé bilið milli fátæktar og rikidæmis en hika viö að dæma .Sigfiis til fátæktar með þeim samanburði. Skáldið tekur blaðamanni vel og hefur skreytt.hibýíi sin í tilefni að- steðjandi jóla. Við fórum aö tala um ferðalög sem sumir segja að séu hugar- ástand en aðrir líta á sem verkefnið aö komast frá A til B. Þeir munu vera margir sem telja að ferðalög séu alfar- ið skemmtun og stórkostlegar upplif- Aðalstræti 9, niðri Sími 551 0256 SOLIN I BÆNUM Jólatilboð - 3.900 kr. Frábær morguntilboð, 2.900 kr. Starfsmenn í miðbænum fá 20% afslátt. Námsmenn fá 20% afslátt. DV-MYND: GVA Sigfús Bjartmarsson rithöfundur hefur skrifað nokkurs konar ferðabók „Ég ímyndaði mér aö úti í heimi, þar sem engin gjörgæsia er i samféiaginu, ekkert öryggisnet, heldur raunveruleg söguefni og töfraraunsæi, væri aö finna raunveruiegra líf en það sem lifaö var hér. Mér fannst augljóst aö fátækt fólk væri miklu áhugaveröara og manntífíö litríkara en hjá okkur. “ Minnið lýgur ekki stórkostlega - Sigfús Bjartmarsson undir stýri á Sólskinsrútunni anir en margir vanir ferðalangar vita að í það heila tekið eru ferðalög tíma- frek og lýjandi iðja.-Sigfús segir að timinn líði á annan hátt á ferðalagi því oftlega upplifi ferðalangurinn svo margt á skömmum tíma að honum finnst þegar heim kemur að óratími hafl liðið þótt dagatalið segi annað. Minniö lagar og skáldar En er allt satt sem stendur í bókinni um Sólskinsrútuna? „Þetta lýtur sömu lögmálum og aðr- ar minningar. Þama er blandað sam- an sögum úr þremur ferðalögum og í raun lýst ferðalagi eða hring sem aldrei var farinn í heild sinni,“ segir Sigfús. „Minnið lagar og skáldar. Þaö lýgur ekki stórkostlega en það hefur mótað minningarnar. Þegar allt sem maður vildi sagt hafa er runnið saman þá er þetta orðinn analýtískur skáldskapur um eitthvað sem gerðist." Þannig heldur Sigfús því fram aö í Sólskinsrútunni blandist hvað við Sfsr«M Mdatoéð — evoutá Sígrænt eðaltré í hæsta gaeðaflokki frá skátunum prýðír nú þúsundir íslenskra heimila. t*. Eldtraust t*- Þarf ekki að vökva t*- íslenskar leiðbeiningar í*- Traustur söluaðili ;■* Skynsamleg flárfesting í* 10 ára ábyrgð f* 12 stazrðir, 90 - 500 cm t* Stálfótur fylgir » Ekkert barr að ryksuga t* Truflar ekki stofublómin SemiáraÍEiidf I. te® P®b@Enteimis Bandalag íslenskra skóta annað, minningar, blaðamennska og sögulegur skáldskapur „Þetta er formúla sem sumir myndu án efa segja að væri mjög póst- módern,“ segir hann og er óræður á svipinn, en það er einmitt mjög póst- módern því helsti styrkur hugmyndar- innar um að vera póstmódern hefur mér sýnst vera sá að hver og einn not- ar það eins og hugur hans og hjarta býður. „Tilgangurinn er sá að endurgera með öllum tUtækum meðulum reynslu mína.“ Sigfús, Þórbergur og Hallgrímur í yfirstandandi jólabókaflóði hafa orðið nokkrar orðræður um skáldskap og sannleika og það hvenær rithöfund- ar segja satt og hvenær þeir skrökva þótt öUum ætti í raun að vera ljóst að skáld eru oftast að skrökva. Þannig sagði HaUgrímur Helgason að Þór- bergur Þórðarson hefði ekki verið rit- höfundur heldur sérkennilegur penni og fannst mörgum hátt reitt tU höggs. En eru þessi vinnubrögð Sigfúsar ekki lík þeim sem Þórbergur notaði þegar hann var að skrifa um hluti sem gerð- ust og menn sem lifðu en enginn vissi nákvæmlega hvað var satt. „Ég notaði reyndar Þórberg sem dæmi þegar ég var að rökstyðja að bókin ætti heima í flokki skáldverka." Aö hverju varstu að leita? Sigfús er af rómuðu skáldakyni frá Sandi i Aðaldal og hefur þeim dal stundum brugðið fyrir í skáldskap hans og þar nyrðra er hann alinn upp að hluta og segir að spænska með norðlenskum hreim hljómi, að sögn heimamanna, betur en úr munni ann- arra íslendinga. Svona ná Þingeyingar aUtaf forskoti á okkur hina og lítið við því að segja. Sigfús hafði fátt ferðast þegar hann yfirgaf skerið 1978 og lagð- ist í langt ferðalag tU Mexíkós. Ef það er rétt að öU ferðalög séu leit að ein- hverju, aö hverju var Sigfús þá að leita? „Búist maður við að finna það sama og heima er engin ástæða tU að fara. Ég heUlaðist sem barn af öðrum lönd- um af lestri ferðabóka, indíánaróman- tikur og sögnum af menningu Maya og Azteka. Svo fannst mér aUt vera oröið svo leiðinlegt hér á Vesturlöndum, sérstaklega í Skandinavíu. Þessi vel- ferðarþjóðfélög virkuðu á mann eins og ein stór gjörgæsludeild. Þar voru menn að skrifa eitthvað svo fábrotnar sögur - um fáfengUega verkamenn og húsmæöur í Breiðholti og svoleiðis, um heimatUbúin vandamál. Ég ímyndaði mér að úti í heimi, þar sem engin gjörgæsla er í samfélaginu, ekkert öryggisnet heldur raunveruleg söguefni og töfraraunsæi, væri að finna raunverulegra lif en það sem lif- að var hér. Mér fannst augljóst að fátækt fólk væri miklu áhugaverðara og mannlíf- ið litrikara en hjá okkur. AUt sem er á faUanda fæti og er víkjandi, eins og ég taldi víst að væri í þriðja heiminum, heiUaði mig.“ Sigfús viðurkennir að höfundar eins og Naipaul, Borges, Marquez og fleiri hafi einnig togað hann tU Suður- Ameríku. Hann tók spænsku sem val í tvo vetur og steig síðan á flugfjöl og hvarf tU suðlægra landa og ekki laust við að íslendingur, lítt vanur, yrði fyr- ir menningarsjokki við komuna tU Mexíkóborgar sem er stærsta borg heimsins, menguð og fátæk. Er sælt aö vera fátækur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.