Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 Helgarblað DV Víð mælum með ______________ Sjón: Með titr- andi tár. Bullandi skemmtileg og fynd- in saga um komu Leos Löwe til íslands með verðandi son sinn í hattöskju. Fantasía þar sem allt er með ólík- indum en þó spriklandi af jarð- bundnu lífl, dauða og slagsmálum. Mál og menning. Elísabet Jökuls- dóttir: Fótboltasög- ur. Nuddari fót- boltaliðs nokkurs gefur innsýn í sam- ræður og eintöl liðs- manna á bekknum hjá sér. Bók fyrir boltaáhugamenn og hina líka, þvi fótboltinn speglar lífið - eða er það kannski öfugt? Mál og menning. Magnús Guð- mundsson: Sigur- vegarinn. Leiðbein- ingar Dagbjarts Þór- arinssonar til þeirra sem vilja meika það í veröldinni, ná- kvæmar og óþægilegar. Allnýstár- leg ádeila á peningahyggju og valdagræðgi. Forlagið. Ágúst Borgþór Sverrisson: Sumarið 1970. Smásagnasafn þar sem m.a. eru birtar tvær verð- launasögur. Vandað- ar sögur og áhrifa- ríkar, einkum þegar börn og ung- lingar eru í hlutverkum sögu- manns eöa söguhetja.Ormstunga. ■ Steinar Bragi: Ljúgöu Gosi, Ijúgðu. Prósaljóð með öfiugri og hraðri hrynjandi, myndum hrannað upp og tættar niður aftur. Nærvera dauð- ans er meginstef bókarinnar og þungamiðja. Bjartur. Valið er byggt á umsögnum í DV í liöinni viku. Snmarlb 1*70 m --!--SÉ T7 . « W .» FÓTBOLTA PjUjÁ | m 1 ^ w? Spila Arstíðirnar dv-mynd hari Kammersveit Reykjavíkur meö einleikarana í forgrunni, þau Hrafnhildi Atladóttur; Unu Sveinbjarnardóttur, Sif Tulinius og Sigurbjörn Bernharösson. Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur í Áskirkju: Vivaldi var poppari síns tíma Undurfagrir tónar Antonios Vivaldis mæta eyrum blaðamanns er hann stíg- ur inn í Áskirkju. Kammersveit Reykjavíkur er að æfa Árstíðimar fyr- ir jólatónleikana á sunnudag og ein- leikarar eru Sigurbjöm Bemharðsson, Una Sveinbjamardóttir, Hrafnhildur Atladóttir og Sif Tulinius. Öll em þau við nám og störf erlendis nema Sif sem býr í vesturbænum og hefur atvinnu af að strjúka strengi í Sinfóníuhljómsveit íslands, hvar hún gegnir stöðu aðstoð- arkonsertmeistara. Þessi fjögur fræknu em króuð af að æfingu lokinni svo töf verður á sundferð sem eitthvert þeirra er að bollaleggia. Þótt viðtalið eigi að fjalla um hina göfugu tónlist verður fyrsta spuming því: - Getið þið sem búið erlendis hoppað út í heitar laugar þegar ykkur sýnist eins og Sif? Nei, ekki aldeilis," segja þær í einum kór, Una og Hrafnhildur, sem báðar standa nám við listaháskólann í Berlín. „Þær eru sko kaldar og skitugar," bætir Hrafnhildur við. „Já, svo hleypur mað- ur bara í menguðu lofti og er heppinn ef maður er ekki skotinn," segir Bem- harður og reynir að sýnast alvarlegur. Mistekst. Bætir samt við: „Þess vegna hleyp ég svo rosalega hratt. Ég er alltaf á flótta." Hann býr nefnilega i Chicago, drengurinn sá, spOar þar í strengja- kvartett og nútimakammersveit og kennir við tvo háskóla. Ekkert á leið- inni heim næsta fimm árin þrátt fyrir allar hættumar. Komst á topp 10 listann Árstíðirnar em fjórir fiðlukonsertar: Sumar, Vetur, Vor og Haust, og einleik- ararnir spila eina árstið hver. Hrafn- hildur byrjar með vorið, Una tekur við og túlkar sumarið, Bernharður haustið og Sif lætur veturinn hljóma. „Þetta verk þekkja allir,“ segir Sig- urbjörn, „enda veit ég ekki um neitt stykki sem hefur verið hljóðritað jafn oft.“ Una segir að þótt hún hafi heyrt það 20 þúsund sinnum sé vandasamt að spila það. „Það eru svo margar leiðir sem geta virkað og þær gefa svigrúm fyrir hugmyndaflug." „Við erum samt með þetta í uppruna- lega búningnum og hann er enn al- gerlega jafn frumlegur og í árdaga. Þarna er bassi og alls konar effektar þvi Vivaldi var í raun poppari síns tíma," segir Bernharður og bætir við að Árstíðirnar hafi komist á topp 10 listann í Bretlandi ekki alls fyrir löngu og það segi sína sögu um hversu áhrifarík og grípandi tónlist- in sé. Tennurnar glamra Una segir Vivaldi hafa samiö texta við hverja árstið sem skýri enn bet- ur hvað hann sé að túlka með tónun- um. „Til dæmis í Sumrinu, sem ég spila, er hann að túlka hitann og let- ina sem honum fylgir." „Svo snýst þetta við í Vetrinum, þá heyrast tennur glamra," bætir Sif við. Þarna er mikið stemningsverk á ferð sem þau fjögur segjast hlakka til að flytja með Kammersveitinni á sunnudag- inn í Áskirkju. Tónleikarnir eru klukkan 17 og miðasalan er i Máli og menningu á Laugaveginum. -Gun. Kynlrf Hugmyndir sem eru að kæfa nánd í parsamböndum Jóna Ingibjörg Jönsdóttir skrifar um kynlíf fyrír DV og Spegilinn í hverri viku, árið um kring, birtast reglulega greinar f glans- tímaritunum sem kyrja sama söng- inn handa Jónum og Gunnum hér- lendis: Tíu leiðir til að upplifa betra kynlif; talið saman, taliö saman ... Hefur aldrei neinn furðað sig á hvers vegna sami söngurinn er kyrjaður i sífellu? Getur verið að við kunnum ekki fleiri söngva, viljum ekki heyra neinn annan eða getum bara alls ekki lært þennan eina söng al- mennilega? Þegar grannt er skoðað vilja margir „meiri nánd“ en hvað er átt við með því? Nánd er nýtt fyrirbæri í þróunarsögunni Nánd er hæfileikinn til að skynja eða finna fyrir sér um leið og þú ert í sterkum tengslum (líkamlega og tilfmningalega) við aðra manneskju sem er þér mikilvæg. Þróun nándar í mannlegum samskiptum er tiltölu- lega ný af nálinni - aðeins um 400.000 ára gömul. Til að fmna nánd notum við nefnilega þann hluta heilans sem síðast þróaöist. Vegna þess að nánd er svo ný af nálinni skal ekki undra að fyrirbærið þvælist fyrir mörgum. Þorri fólks, í parsamböndum, hef- ur ekki enn uppgötvað möguleikana sem felast í upplifun sterkrar nánd- ar og magnaörar kynlífsreynslu. Þetta er álit bandarísks sálfræðings og þerapista, David Schnarch að nafni, en hugmyndir hans um þroskun einstaklinga í langtíma parsamböndum hafa hrist upp í fag- fólki sem starfar á sviöi klíniskrar kynfræði. Lítið þol David er tíðrætt um ýmsar lífseigar hugmyndir sem ekki auð- velda fólki að þroska raunverulega nánd í langtima parsamböndum. 1 langtíma parsamböndum gefast ótal tækifæri til að þroskast en þroskinn er ekki endilega fólginn í „betri tjá- skiptum", „auknum skilningi“ eöa „meiri umburðarlyndi". Það er mis- skilningur, að mati Davids, að nánd i samskiptum velti á viöurkenningu eða samþykki maka. Mörg pör telja að helsta orsökin fyrir erfiðleikum í sambúðinni eða hjónabandinu sé tjáskiptavandi. Fólk bæði trúir því og vill trúa því að hægt sé að tala sig í gegnum alla erfiðleika. Sam- tímis telja flestir að góð tjáskipti felist í að vera skilinn af hinum og að fá þau viðbrögð sem maður helst vill. Það er ekki hægt að „skilja“ og „tjá sig“ út úr öllum vanda, sama hversu heitt við óskum þess. Hvaða gagn er til dæmis að betri tjáskipt- um ef einstaklingar þola ekki að heyra það sem er sagt? Kynlíf gerist ekki bara af sjálfu sér Annar þrándur í götu, að mati okkar kæra bandaríska gúrú, er sú sýn að leggja kynlífshegðun að jöfnu við líffræðilega kynhvöt. Ef við trú- um því að kynhegðun endurspegli kynhvöt verður áherslan í kynlífi sú að kynlíf gerist af sjálfu sér og fólk eigi sjálfkrafa að vita hvemig það lifir innihaldsríku kynlífi. Þessi sýn kyndir undir það viðhorf að kynlíf snúist fyrst og fremst um að létta á kynferðislegri spennu, vegna hinnar innbyggðu kynhvatar, fremur en að kynlif hafi eitthvað að gera með löngun gagnvart makanum. Ef kynlífið er bara líffræðileg hvöt er kynferðisleg örvun, eins og hún birtist líkamlega, eini mæli- kvarðinn á gott kynlíf. Kynferðisleg fullnæging (sama hversu slöpp hún er) verður líka mælikvarði á hvort kynlifið teljist vel heppnað. Ef kynlif ræðst bara af kynhvöt leiðir það hugann að því aö einstaklingar í parsamböndum hafí sjaldan eða aldrei neitt val í aðstæðum sínum því hormónar og hvatir snúast ekki um val, til að mynda hvort maður vilji horfast í augu við það að finna (eða finna ekki) til kynferðislegrar löngunar gagnvart makanum. Það er reginmunur á að langa í kynlif og langa í maka sinn. Þegar rætt er um „áhugaleysi í kynlífi" er auðvelt að horfa fram hjá þvi að í rauninni er um að ræða að langa ekki í hinn. Um það síðastnefnda er val, hitt ekki, því ef kynlöngun gerist alltaf af sjálfu sér er hún aldrei spurning um val. Misræmi í kynlöngun er eðlilegur hlutur David þessi hefur þróað aðferð til að hjálpa pörum sem standa frammi fyrir óhjákvæmilegum þroskaverk- efnum einstaklinga sem eru í lang- tímasamböndum. Hið klassíska mis- ræmi hvað varðar kynlífslöngun í parsamböndum er eitt þessara verk- efna. Mörg pör þekkja vel af eigin raun þennan vanda með mismun- andi kynlöngun. Fæst paranna gera sér grein fyrir því að þetta misræmi er „bara“ eitt birtingarformið á eðli- legum þroskaverkefnum sem koma fram í ölluni langtimaparsambönd- um. Öll pör sem ég tala við nálgast fyrirbærið litla kynlöngun eða áhugaleysi í kynlífi sem eitthvað sem hlýtur að vera sjúklegt (saman- ber hugmyndina um að kynlíf eigi að gerast af sjálfu sér fyrst við höf- um kynhvöt). Fyrsta skrefið á langri ferð er að spyrja parið i anda Davids: „Hvað fær ykkur til að halda að þið ættuð ekki að hafa minni áhuga á kynmökum?" eða „Hvað fær þig til að undrast að þig langi ekki i hann/hana kynferðis- lega?“ Spurningar af þessu tagi eru óneitanlega aðeins öðruvísi en þær sem fólk spyr sig fyrst að í tengslum við vanda tengdan misræmi í kyn- löngun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.