Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Blaðsíða 36
LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 Bílar n>v pfiilll Land Rover meö þríggja ára ábyrgö Framleiðendaábyrgð Land Rover hefur verið lengd úr einu ári í þrjú eða að 100.000 km fyrir allar gerðir. Að sögn fram- kvæmdastjórnar Land Rover er ákvörðunin liður í að auka tiltrú markaðarins á framleiðslu fyrir- tækisins ásamt ánægju viðskipta- vina. Jafnframt hefur verið ákveð- ið að framleiðendaábyrgð Land Rover nái einnig til lakkþekju og ryðvarna. Hinn 1. janúar nk. tekur gildi ný tilskipun Evrópusam- bandsins um tveggja ára ábyrgð framleiðenda eftir að vöruvið- skipti eiga sér stað. Með ákvörðun sinni hefur Land Rover því ákveð- ið að ganga mun lengra í neyt- endavernd en reglur ESB gera kröfu um. Ný kynslóö Toyota Corolla kynnt á næstunni Ný kynslóð af Toyota Corolla verður kynnt hér á landi í byrjun næstu viku. Þetta er níunda kynslóð þessa mesta selda bíls í heimi, en hann kom fyrst á markaðinn árið 1966. Fjölmargar nýjungar og breyt- ingar líta dagsins ljós í þessum nýja Corolla, þar á meðal gjörbreytt hönnun, ný efni og ný tækni. Hann verður strax fáanlegur í öllum út- gáfum sínum, bæði sem þriggja og fimm dyra hlaðbakur, langbakur, Verso fjölnotaútgáfa og T-Sport sportútgáfa. Kynning þessi mun nota allt það nýjasta í tækniheimin- um í dag og sem dæmi má nefna sérstaka heimasíðu (www.corolla.is) og í umboðinu get- ur fólk nálgast upplýsingar um bíl- inn á sértöku snertiskjáviðmóti sem eru íslensk hönnun. Ný Corolla var hönnuð í Evrópu og mjúkar linur og sérhannaður undirvagn gera það að verkum að loftmótstaða Corolla er með því besta sem gerist, aðeins 0,29. í Corolla Verso er svo boðið upp á fjölbreytilega röðun sæta. Sæti í afturröð má leggja niður 60/40, brjóta saman, velta, halla eða fjarlægja. Þá eru 22 geymsluhólf í Corolla Verso sem samanlagt bjóða upp á 56 lítra geymslurými. Veruleg lækkun kostnaðar í nýjum Corolla er ný lausn sem vafalítið mun vekja mikla athygli. Með snjallri hönnun og verkfræði- lausnum hefur tekist að draga verjulega úr viðgerðarkostnaði, eða um 50%, ef til árekstrar kem- ur á litlum hraða. Staðreyndin er sú að minni háttar árekstrar eru ekki aðeins þeir algengustu, held- ur er tjón vegna þeirra oft hlut- fallslega mjög hátt þrátt fyrir að óverulega sjái á bílum. Oft beygl- ast grill og vélarhlíf við einfaldan árekstur á stuðara. Lausnirnar í nýrri Corolla eru m.a. fólgnar í því að festingar gefa fyrr eftir eða brotna, þannig að áhrif af árekstri dreifast síður. Sem dæmi má nefna að festingar á framljósum hafa verið hannaðar á þann veg að við árekstur brotna þær áður en lampinn skemmist sjálfur. Þá hef- Björn Víglundsson prófar hér Corolla-kynninguna á nýrri snertiskjálausn þar sem hægt er aö nálgast allar upp- lýsingar um nýja Corollu. Vél: Hestöfl: Hámarkshraði: Hröðun í i 100 km: Eyðsla á 100 km: 1,4 lítra 97 185 12 6,7 1,6 lítra 110 190 10,2 7 1,8 lítra 136 185 9,9 7,6 1,8 lítra T-Sport 192 225 8,4 8,3 ur krumpusvæðið verið fært fram- ar á grindarbitann. Þessar breyt- ingar eru til þess gerðar að lág- marka líftímakostnað bílsins. Líf- tímakostnaður er notaður víða á meginlandi Evrópu til að raða bíl- um í tryggingarflokka. Með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á nýjum Toyota Corolla kemst bíll- inn í flokk 11, en til samanburðar má nefna að þeir keppinautar sem hafa náð bestum árangri hingað til eru í flokki 13. Þessi flokkun hefur mikil áhrif á iðgjöld bílatrygginga. í Þýskalandi lækkar ársiðgjald á Corolla t.d. um 40.000 kr. af þess- um ástæðum. -NG GODIR BILAR MMC Lancer stw, 4x4,1600, f.skr.d. 08.04.1997, ek. 115 þ. km, 5 d,, bsk. Verð 890.000.- TILBOÐ 760.000.- Alfa Romeo 156, 2000, f.skr.d. 20.06.2000, ek. 13 þ. km, 4 d., bsk., 16“ álf., leðurinnrétting o.fl. Verð 1.790.000.- Suzuki Baleno 1600, f.skr.d 30.07.1997, ek. 87 þ. km, sjálfsk. Verð 790.000.- TILBOÐ 590.000.- Toyota Land Cruiser VX-100, f.skr.d. 22.01.2001, ek. 15 þ. km, sjálfsk., leðurinnrétting o.fl. Verð 5.990.000,- MMC Carisma GLX 1600, f.skr.d. 27.08.1997, ek. 68 þ, km, sjálfsk. Verð 910.000.- TILBOÐ 780.000.- Laugavegur 170-174 • Sfmi 590 5000 • Helmasföa www.hekla.is • Netfang bilathing@hekla.is • Opnunartfmar: Mánud.-föstud. kl. 10-18 og laugard. 12-16. Núwcr eiH~ í ncrtv?vrtf bflvnil ll^> r íZ'. twj W “Si' - If'' y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.