Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001
Fréttir
DV
Stefnt að því að selja Landssímann fyrir áramótin:
Pirringur og tortryggni
- stjórnarformaður Landssímans kveðst ekki sjálfur vera í forstjórahugleiðingum
Friðrik Pálsson, stjórnarformaöur Landssímans.
Friðrik Pálsson, stjórnarformaður
Landssímans, segir að stefnt sé að því
að ljúka við sölu á 25% eignarhlut í fyr-
irtækinU fyrir áramót. Einkavæðingar-
nefnd stendur nú í viðræðum við þá
tvo kjöfestufjár-
festa sem skiluðu
inn bindandi til-
boðum í fyrirtækið
en þeir eru Tele-
Danmark og banda-
riski fjárfestingar-
sjóðurinn
Providence, sem
m.a. er stærsti hluthafinn í Eircom á
írlandi. Það mun síðan koma í hlut
nýrrar stjómar, þar sem nýir eigendur
verða í meirihluta, að ráða nýjan for-
stjóra til fyrirtækisins í stað Þórarins
V. Þórarinssonar sem nú er verið að
gera starfslokasamning við.
Ljúka málinu strax
Það vekur athygli að starfslok Þórar-
ins ber að svo
skömmu áður en
nýir eigendur
koma inn í fyrir-
tækið og hafa
menn spurt að því
hvort ekki hafi
verið eðlilegra að
bíða og láta þá
bæði ákveða hvort
nýr forstjóri verði
ráðinn og svo væri
að nýir aðilar myndu sjá um að gera
starfslokasamninginn við Þórarin.
Ágreiningurinn og meintur trúnaðar-
brestur hafi enda verið milli Þórarins
og þeirra sem eru að selja en ekki milli
Þórarins og þeirra sem eru að kaupa.
Spurður um þetta segir Friðrik Pálsson
að PriceWaterhouseCoopers í London,
sem sé sá sérfræðiaðili sem hafi með
sölu á hlut ríkisins að gera, hafl ráðlagt
að svona skyldi staðið að málum og að
eðlilegt væri aö ljúka þessu máli strax,
áður en salan væri frágengin.
Ósk um misnotkun?!
Talsverð umræða hefur spunnist
vegna starfsloka Þórarins og þær
ástæður sem að baki henni liggja. Þór-
arinn V. hefur upplýst að þessi ákvörð-
un hafi komið honum á óvart og i ljós-
vakamiðlum í gær spyr Þórarinn hvort
skilja megi ummæli Friðriks Pálssonar
í Ríkisútvarpinu í gærmorgun þannig
aö hann hafi brugðist trúnaði við
Landssimann með því að misnota ekki
aðstöðu sína sem stjómarmaður í Þró-
unarfélaginu og Lífeyrissjóðnum Fram-
sýn með þvi að láta þessi fyrirtæki
kaupa hlut í Landssímanum?
Vildi Friðrik að Þórarinn misnotaði
sér aðstöðu sína í
Þróunarfélaginu og
Framsýn?
„Það hefur nú
komið upp einhver
grundvallarmis-
skilningur varðandi
þessi ummæli mín.
Það sem ég var að
segja var að eitt af því sem hafi valdið
pirringi eða tortryggni hafi verið það
að lífeyrissjóðirnir skyldu ekkert
kaupa og það að Þórarinn var tengdur
bæði Framsýn og Þróunarfélaginu hafi
kynt undir þá tortryggni. Ég er ekki
með þessu að gagnrýna Þórarin fyrir
að misnota ekki aðstöðu sína í þessum
félögum enda væri það aldeilis út í
„Hróa hött“ - það datt aldrei nokkrum
i hug - hann átti ekki að koma nærri
þessu.“
Partur af tortryggni
- Geturðu útskýrt þetta nánar?
„Ég er að vísa til þess að Þórarinn
sagði sig ekki úr stjórnum þessara fé-
laga, eins og talað hafði verið um að
hann gerði, heldur sagði hann sig ein-
ungis tímabundið frá stjómarstörfum,
eins og hann kallaði það. Þegar það svo
kemur upp á sama tíma að hvorugt
þessara félaga tók þátt í að kaupa
nokkum skapaðan hlut þá verður það
einfaldlega partur af þeirri tortryggni
sem kom upp í kringum þetta mál í
beinu framhaldi af því að hann hafði
farið fram opinberlega og krítíserað að-
ferðafræðina. En það er alls ekki
þannig að ég hafi verið að gera því
skóna að menn hafi ætlast til að hann
notaði aðstöðu sina í þessum fyrirtækj-
um. Þá hefðu menn bara einfaldlega
beðið hann um að ganga í að láta þessi
félög kaupa, ef ætlunin hefði verið að
hann misnotaði aðstöðu sína.“
Þegar Friðrik talar um gagnrýni
Þórarins á aðferðafræöina er hann að
vísa til þess að Þórarinn hafði opinber-
lega dregið í efa að þetta væri rétti tím-
inn til að selja Landssimann og að
hugsanlega væm bréfm í fyrirtækinu
verðlögð of hátt.
Ekki flókið mál
- En voru þaö þá einhver fleiri atriði
en þetta sem leiddu til ákvörðunarinn-
ar um starfslok Þórarins?
„Já, en ég vil í sjálfu sér ekkert vera
að tala mikið meira um það. Þetta er í
sjálfu sér ekki flókið mál. Ef eigandi í
fyrirtæki vill ekki einhverra hluta
vegna lengur nýta sér starfskrafta
manns, sem er hjá honum í vinnu, þá
er það alveg nóg ástæða. í þessu tilfelli
kom upp ákveðinn pirringur og tor-
tryggni gagnvart Þórami og fyrir því
vom kannski ekki stórkostlegar ástæð-
ur, en það var hins vegar nóg til þess
að það var ekki áhugi á að nýta hans
starfskrafta lengur."
- Það hefur vakið nokkra athygli að
þegar Þórarinn fór í fríið þann 10. októ-
ber sögðu bæði þú og fleiri að ömggt
væri að Þórarinn myndi snúa aftur.
Þessi pirringur hefur væntanlega kom-
ið upp fljótlega eftir það.
Ekki í forstjórahugleiðingum
Hefur ákvörðunin um starfslok legið
fyrir í langan tíma?
„Nei, það er ekki hægt að segja að
þetta hafi legið fyrir í langan tíma,
enda er ekki neitt eitt sérstakt atvik
sem verður til þess að þessi ákvörðun
er tekin. Það að Þórarinn fer í frí er
ákvörðun sem er tekin af heilum hug af
öllum aðilum, en svo líða vikurnar og
ýmsir hlutir gerjast á þeim tíma. Þegar
síðan fer að líða að því að salan er að
ganga upp, þá er þetta orðið sameigin-
leg afstaða allra hlutaðeigandi aðila, að
heppilegast væri að þarna yrðu starfs-
slit.“
- Hafði tímasetning þessara starfs-
loka hugsanlega eitthvað með það að
gera að menn vOdu ekki mgga bátnum
á meðan frestur til að skila inn bind-
andi tilboðum var ekki runninn út?
„Það eina sem hafði áhrif á þessa
tímasetningu nú var það, að fyrir því
var gert ráð í samningum við Þórarin í
haust að hann kæmi til baka þegar
búið væri að ákveða við hvem yrði
samið. Sú tímasetning getur verið að
renna upp og menn vildu að þetta væri
afstaðið þá.“
- Hávær orðrómur er uppi um það
að þú sért kandídat í nýjan forstjóra.
Er það rétt?
„Nei.“
- Ekkert til í því?
„Ekki af minni hálfu, nei.“
Birgir
Guömundsson
fréttastjóri
Fréttaviðtalið
Þórarinn V.
Þórarinsson.
Bolungarvík:
Hommar barðir eftir ball
- lögregla sinnti ekki hjálparbeiðni - Annríki, segir sýslumaður
Sjóvá-Almennar:
Yfirtaka báta-
tryggingar
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. yfir-
tóku á síðasta hausti tryggingastofn
Bátatryggingar Breiðafjarðar. Ákvörð-
unin var tekin eftir að félagið var orð-
ið eitt eftir af starfandi bátatryggingafé-
lögum á landinu. Áður hafði Vélbáta-
tryggingafélagið Grótta selt Sjóvá-Al-
mennum tryggingum hf. tryggingar-
stofn sinn. Er nú lokið 63 ára farsælu
starfi Bátatryggingar Breiðafjarðar.
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hafa
nú sameinað umboð sitt í Stykkishólmi
bátatryggingastarfseminni frá 1. des-
ember sl. og verður þjónusta félagsins
að Smiðjustíg 3, efri hæð. Umboðsmað-
ur er Gissur Tryggvason, fram-
kvæmdastjóri Bátatrygginga Breiða-
fjarðar síðan 1975. -DVÓ/ÓJ
Tveir ungir samkynhneigðir menn í
Bolungarvík voru barðir illilega aðfara-
nótt sl. súnnudags. Þeir hafa kært at-
hæfið tO lögreglu, en eru jafnframt
mjög ósáttir við að lögregla hafi ekki
veitt þeim liðveislu. „Ég tel að lögregl-
an hafi alls ekki unnið sitt starf,“ sagði
annar mannanna, í samtali við DV í
gærdag.
Málavextir voru þeir að eftir dans-
leikinn í Bolungarvík kom tO átaka.
Fyrst að baki samkomuhúsinu, eri síð-
an fyrir framan það. Lögregla kom og
skakkaði leikinn. „Síðan fóru ég og vin-
ur minn heim, en hann var Ola meidd-
ur og gat varla gengið. Þrisvar sinnum
hringdi ég í lögregluna og bað um
Frá Bolungarvík
hjálp, en þeir sögðu mér að láta ekki
svona. Við skyldum bara fara heim að
sofa. Ég veit tO þess aö um nóttina fóru
árásarmennirnir að íbúð þar sem ég og
vinur minn bjuggum áður og smölluðu
þar rúðu í útidyrahurðinni," sagði ungi
maðurinn þegar hann lýsti atburða-
rásinni i samtali við DV. Hann segist
óttast að dræm viðbrögð lögreglumann-
anna væru hugsanlega vegna meintra
fordóma þeirra gagnvart samkyn-
hneigðum. Félagamir hafa rætt við
sýslumanninn í Bolungarvik, Jónas
Guðmundsson, og íhuga að kæra vinnu-
brögð lögreglunnar tO Rflússaksóknara.
Sýslumaður í Bolungarvík staðfesti
við DV í gær að mál þetta væri kom-
ið inn á sitt borð. Hann telur vinnu-
brögð lögreglunnar í þessu máli ekki
tengjast kynhneigð mannanna tveggja
á nokkurn hátt. „Það var mikið að
gera hjá lögreglunni þessa nótt og
þess vegna lenti þetta mál aftar í for-
gangsröðinni," sagði Jónas Guð-
mundsson. -sbs
Alþingismenn í jólaleyfi
Davíð Oddsson
forsætisráðherra
las síðdegis upp
forsetabréf um
frestun þingfunda
Alþingis til 22. jan-
úar. Halldór Blön-
dal, forseti Alþing-
is, hafði áður óskað
þingmönnum gleðilegra jóla. Tutt-
ugu og þrenn lög voru afgreidd á
tveimur síðustu starfsdögunum
fyrir jól, þar á meðal ráðstafanir í
ríkisíjármálum sem ætlað er að
afla ríkissjóði tekna upp á um einn
milljarð króna.
Skatttekjur aukast
Skatttekjur Fjarðabyggðar
verðaá næsta ári 839,0 milljónir
króna og alls 88,2% af skatttekjum
fara í rekstur málaflokka, skv. fjár-
hagsáætlun sem er til umfjöllunar.
Tekjur aukast um 10% milli ára.
Meðal helstu fjárfestinga verða við-
byggingar við grunnskólana á
Eskifirði og Neskaupstað.
Óvissa um viðgerð á Núpi
Tilboð í viðgerð á línuskipinu
Núpi BA verða opnuð 18. desember
nk. en það skemmdist mikið þegar
það strandaði skammt fyrir utan
höfnina á Patreksfirði. Ekki er víst
að það svari kostnaði að gera við
skipið. - InterSeafood.com greindi
frá.
Vilja áhugamannahnefaleika
Meirihluti menntamálanefndar
Alþingis leggur til að frumvarp
sem lagt hefur verið fram á Alþingi
þrjú ár í röð, um að leyfa
ólympíska hnefaleika, verði sam-
þykkt, með þeirri breytingu að í
stað þess að talað sé um ólympíska
hnefaleika verði talað um áhuga-
mannahnefaleika.
Þrjár guilplötur
Samband hljóm-
plötuframleiðenda
mun i dag afhenda
þrjár gullplötur
sem miðast við
5000 seldar plötur.
Þeir sem fá gull-
plötuna eru Sálin
hans Jóns míns og
Jóhanna Guðrún fyrir plöturnar
Logandi ljós og Ég sjálf - og Álfta-
gerðisbræður fá gullplötuna fyrir
Álftirnar kvaka.
Fræðslusetur opnað
Flugleiðir opnuðu í gær
fræðslusetur að Suðurlandsbraut
12. Þar verður miðstöð umfangs-
mikillar starfsþjálfunar og
kennslustarfsemi fyrir starfsfólk
félagsins. Þetta nýja húsnæði
skiptist i sjö kennslustofur, auk
tækjasalar þar sem kennd er með-
ferð björgunarbáta.
Löggur brautskráðar
Alls 39 nemendur,
þar af 6 konur,
voru braut-
skráðar frá
Lögregluskóla
ríkisins í gær.
Baráttan gegn
hryðjuverkum og
friðargæsla eru góð
dæmi um aukið mikilvægi lög-
gæslunnar á okkar timum. Því
þarf úrvalsstarfslið, sagði dóms-
málaráðherra í ávarpi við braut-
skráninguna.
Dæmd fyrir þjófnað
Tæplega fertug kona á ísafirði
var í Héraðsdómi Vestfjarða i dag
dæmd til greiðslu 80 þúsund
króna sektar og sviptingar öku-
réttar í tvö ár. Konan var fundin
sek umferðarlagabrot, þjófnað og
tilraun til þjófnaðar. - BB greindi
frá -sbs/Hkr.