Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 x>v Helgarblað Bókin Hvíti skugginn byrjar bæöi og endar á kaffihúsinu Gráa kettinum, þar sem kaffið er sterkt og beyglurnar himneskar. Hvar er eiginlega betra að setjast nið- ur með rithöfundinum Þórunni Valdi- marsdóttur á þessum koldimma vetr- armorgni? í Hvíta skugganum greinir frá þremur manneskjum sem ganga til liðs við Hljómskálasamtökin, sann- leikssamtök þangað sem fólk kemur til þess að segja sannleikann um sjálft sig og játa syndir sinar, í ræðustól og á Netinu á slóðinni www. hljom- skali.is. Þetta form hljómar kunnug- lega og Þórunn neitar því ekki að það sé að einhverju leyti byggt á AA-form- inu þó að hún segist aldrei hafa setið AA-fundi. „Ég hef róleg efnaskipti sjálf og mínir nánustu og ég hef alltaf öfund- að fólk sem getur farið í AA og Al- Anon og sagt sannleikann um líf sitt. Ég held að slíkt yrði ákaflega gott fyr- ir okkur öll.“ Jólafastan sjálfsmoröatími „Ég skrifaði Kristnisögu fyrir Al- þingi og ég hef lengi haft áhuga á hug- myndasögu," segir Þórunn og tekur sér smók af Salem-sígarettunni. „Það er þrúgandi hvað eru margar hug- myndir „á markaönum". Við höfum ekki lengur heilan og óskiptan heim þar sem okkur er sagt hvernig hlut- irnir eiga að vera eins og áður fyrr þegar þjóðin var kristin - heldur rekast á hugmyndir úr öllum menn- ingarkimum í heiminum. Við erum miklu ruglaðri en áður, þess vegna væri gott ef við gætum sagt sannleik- ann og átt trúnað annarra. En þar skortir mikið á.“ Þórunn segist af þessum sökum hafa búið til þrjár manneskjur sem allar burðast með einhver óþægindi. Ein þeirra hefur drepið aðra mann- eskju, önnur er hrædd við gamla spá og hefur auk þess staðið i framhjá- haldi og sú þriðja getur ekki eignast barn. „Samtökin hjálpa þeim öllum en þrátt fyrir það heldur lygin í lífi þeirra áfram. Samfélagið leyfir bara svo og svo mikinn sannleika, samfé- lagslygin er svo gegnumgangandi." Hvernig birtist þessi samfélagslygi? „Við erum alltaf að reyna að ganga í augun á fólki og notum til þess hvíta lygi og sjálfsafneitun. Mér líður til dæmis eins og ég sé ung og efnileg og þess vegna ímynda ég mér að ég sé það. Við trúum því líka mörg að allt sé svo gott af þvi að jólin eru að koma. Við höldum að við lifum i velferðar- samfélagi þar sem enginn sársauki fyrirfinnst. En allt gott fólk finnur til með öðrum og þess vegna verður jólafastan tími til að skynja sérlega vel hvað margir eiga bágt, þetta er sjálfsmorðatími. Velferðarsamfélagið lætur okkur lifa í þeirri blekkingu að með því að borga skattinn okkar þá gerum við nóg fyrir náungann. í gamla daga var fólk hins vegar alltaf að líkna í kringum sig.“ Heimur versnandi fer? „Nei, en við getum látið hann skána hraðar. Með því að vera virk í mannréttindasamtökum á borð við Amnesty International, með því að styðja fleiri börn í þriðja heiminum og með því að hjálpa í kringum okk- ur. En þetta er erfitt vegna þess að í manninum rekast saman tvær hvatir: Eigingirni og umhyggja. Hver maður verður að byrja á sjálfum sér og það er betra að minnka eigin efnishyggju og gefa af tíma sínum en að burðast með vonda samvisku." Spádómur um dauða Eru sálfræðingar og geðlæknar ekki einmitt til þess að losa okkur við sársaukann? „Jú, en við losum bara um hann með því að gera eitthvað, líkna, biðja um hjálp þegar við þurfum hana og segja sannleikann. Kannski tengist þörfin fyrir að segja sann- leikann kristninni. Önnur menning- arsamfélög en þau kristnu hafa ekki eins þunga syndabyrði, held ég, og við höfum. Þrátt fyrir afhelgun og fjölhyggju, þá lifir kristnin í okkur. Það er rétt að fólk hittist og segi sannleikann og hjálpi hvað öðru - sýni skilning og umburðarlyndi - það gerir fólk í bókinni minni. Og það gerir þeim gott.“ Bókin verður svolítið yfirnáttúr- Þórunn Valdimarsdóttlr rithöfundur Við höfum ekki lengur heilan og óskiptan heim þar sem okkur er sagt hvernig hlutirnir eiga aö vera eins og áöur fyrr þegar þjóöin var kristin - heldur rekast á hugmyndir úr öllum menningarkimum í heiminum. Viö erum miklu ruglaöri en áöur, þess vegna væri gott ef viö gætum sagt sannleikann og átt trúnaö annarra. En þar skortir mikið á. Þörfin að segja sannleikann leg á köflum og Þórunn er spurð nánar út í það. Ég hef líka heyrt að konan sé rammgöldrótt. „Persónur bókarinnar og saga þeirra er uppspuni, en táknflétturnar hef ég úr mínu lífi, hef sjálf upplifað þær. Eins og sögupersónan Sólveig fékk ég spádóm um dauða minn þegar ég var bam og hann hefur fylgt mér síðan. I rauninni er ég að fremja gald- ur með því að skrifa þessa bók og ég læt persónurnar lenda í því sem ég vil ekki lenda í sjálf,“ segir Þórunn og mér sýnist hún verða svolítið illgirn- isleg á svipinn. „Ég lærði þjóðleg táknfræði í sagn- fræðivinnu og las K.G. Jung um tví- tugt, en hann setti drauma og tákn í hatt sem hann kallar samvitund mannkyns. Ég spurði stærðfræðing sem er líkindafræöingur um tilviljan- ir og svarið var mér eins og besta guð- fræði, en hann sagði: „Jafnvel tilvilj- anir lúta lögmálum." Ég hef hugsjónir Hvað annað ertu að bedrifa? segi ég til þess að komast út úr yfirnáttúrlegu umræðunni. „Það er mikið í tísku að gera sögu- legar kröfur,“ segir Þórunn og brosir, svona eins og hún brosir. „Ég varð mjög meðvituð um sögu íslenskra kvenna þegar ég var að vinna Kristni- söguna. Konur skrifuðu bækur á mið- öldum og voru hluti af mennta- og' menningarkerfinu, en kóngur tók klaustrin og 90 jarðir af konunum og skilaði þeim aftur 1918 - og þá til karla. Árið 1999 lögðu 130 konur fram þá kröfu að þær fengju ígildi þessara 90 jarða til þess að byggja öllum kon- um setur - Maríusetur. Ekki fengust nægar undirtektir við kröfuna svo að málið var lagt til hliðar. En konur eiga skilið að eignast svona hús,“ seg- ir sagnfræðingurinn þunglega og Við ræðum svolítið um kvenréttindi. „Það hefur ekki verið í tísku að rit- höfundar hafi hugsjónir en ég er loks- ins farin að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég hef þær,“ segir Þórunn og glottir. „Ég var kölluð á fund for- manna félaga eldri borgara í Skálholti og kynnti þar hugmynd mína um Minningasmiðju, þar sem eldri borg- arar yrðu hvattir til þess að skrifa minningar sínar. Rithöfundar eða sagnfræðingar myndu leiðbeina þeim, hægt væri að gefa út bestu text- ana en afhenda handritadeildinni hina til varöveislu fyrir framtíðina. Þetta tengist þvi að það er gott að segja sannleikann og gamalt fólk býr yfir visku og leyndarmálum sem það ætti að gefa framtíðinni. í „ungu“ fólki á eftirlaunum býr óvirkjað afl. Þetta yrði glansandi gott fyrir ímynd söguþjóðarinnar, að setja skriftir á dagskrá sem flestra sem eiga tima, gamla þekkingu, reynslu og leyndar- mál.“ -þhs Fæðingardagur og ár: 18. febrúar 1975. Maki: Nei. Börn: Nei. Bifreið: Nei - ég fór með háaldraðan Suzukíinn minn, sem ég keypti daginn eftir að ég varð sautján ára, í endurvinnslu um daginn. Og grét í fanginu á stóra bróður mínum þegar kraninn tók hann. Svo var mér gefið hjól. Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera? Henda mér í heita pott- inn á Skarði eftir útreið- artúr og grill. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Fara upp úr. Uppáhaldsmatur: Allt frá hrossabjúgum til lamba- læris - það er alveg sama hvað hún mamma mín eldar, það er alltaf best. Uppáhaldsdrykkur: Kóki kaldi. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Það eru líklega hjónin Jóhanna Þórdórs- dóttir og Óskar Eggert Óskarsson sem eru i fremstu röð Kubb-spilara í heiminum í dag. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan maka? Get ómögulega gert upp á milli hinna gullfallegu og fjalímyndar- legu samstarfsmanna minna, Björns og Sveins. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Gretti Sig. Uppáhaldsleikari: Hjalti Rögnvaldsson. Uppáhalds- leikkona: Halldóra Geirharðs- dóttir. Uppá- haldstónlist- annað- ur/hljöm- sveit: Geirfugl- arnir. Uppáhaldsrithöfundur: Fjodor Dostojevskí. Uppáhaldsbók:' Fávitinn. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Björgvin Guðni Sigurðsson, frá Skarði í Gnúpverjahreppi. Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Kafteinn ísland og Pattarnir. Eftirlætissj ónvarpsefni: Endursýningarnar á Gettu betur, ekki spuming. Á hvaða útvarpsstöð hlustarðu helst? Hmmm. Látum okkur sjá. Rás 2. Uppáhaldssjónvarpsstöð: RÚV ... Uppáhaldssjónvarpsmaður: Eva María er snillingur. Uppáhaldsskemmtistaður: Útlaginn á Flúðum. Stefnirðu Fullt nafn: Þóra Arnórsdóttir. að einhverju sérstöku 1 framtíðinni? Já. Ég ætla að bjarga dá- litlu af heim- inum. Hvað óttastu mest? Bræði Hreins Hreinssonar, vinar mins og samleigjanda, þegar hann kemst að þvi að ég er búin að kaupa gervi- jólatré. Hvaða eftirmæli viltu fá? „Hún lagði lífið að veði í barátt- unni fyrir jólum án greninála."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.