Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 Helgarblað r>v Þögn og afneitun f j öldamorðing j a - á hlutdeild í tíu morðum og reynir að fá mál sitt tekið upp fyrir mannréttindadómstóli Bresk kona sem situr í fangelsi fyrir að hafa myrt eða átt hlutdeild að morðum tíu kvenna leitar nú leiða tO að fá mál sitt tekið upp fyrir Mannréttindadómstóli Evr- ópu. Rose West var dæmd í tíu sinnum tíu ára fangelsi fyrir glæpi sina. En hún hefur aldrei játað á sig morðin og segist ekkert um þau vita þótt líkin hafi verið graf- in upp í garði hennar í borginni Gloucester, þar sem hún bjó með eiginmanni sínum, sem hengdi sig í fangelsi eftir að hafa verið hand- tekinn fyrir kvennamorðin. En flest bendir til að þau hjónin hafi grandað stúlkunum í sameiningu. Enginn trúir þeirri sögu að tíu stúlkum, þeirra á meðal dóttur Rose og stjúpdóttur, hafi verið misþyrmt og þær myrtar í húsi hennar og grafnar í garðinum án hennar vitneskju. Fyrir fimm árum fór Rose fram á að mál hennar væri tekið upp að nýju en náðunarnefnd á vegum dómsmálaráðuneytis Bretlands neitaði á þeim grundvelli að engin gögn væru komin fram sem af- sönnuðu sekt hennar. Lögfræðing- ar Rose gefast ekki upp og og und- irbúa málsókn fyrir mannréttinda- dómstóli. En bresk dómsmálayfir- völd telja engan vafa leika á sekt konunnar þótt játning liggi ekki fyrir og að hún neiti með öllu að eiga nokkra hlutdeild í meðferð- inni á stúlkunum sem fundust lim- lestar og látnar i garði hennar. Lögfræðingar Rose byggja áfrýj- un sína á því að mannréttindasátt- málinn er nú hluti af enskum lög- um. Það er þungt á metunum að þegar Rose var fyrir rétti var mik- ið fjallað um mál hennar í fjölmiðl- um og rétturinn hafi ekki verið hlutlaus og jafnvel fordómafullur i garð ákærðu. Lögfræðingar Rose halda því einnig fram með nokkrum rétti að vitnin hafi verið undir áhrifum fjölmiðlafrásagna og mörg þeirra hafi fengið borgað fyrir að gefa æsifréttablöðunum upplýsingar um máliö áður en þau báru vitni fyrir rétti. Sönnunargögnum skotiö undan Dularfullt hvarf sönnunargagna er líka ástæða fyrir því að lögfræð- ingar reyna að fá fyrri dóminn ógildan. Meðal þess sem lögreglan tók úr húsi þeirra hjóna þegar eig- inmaöurinn Frederick West var handtekinn og ákærður fyrir að myröa tólf stúlkur voru myndir af kynfærum ungra stúlkna sem teknar voru á polaroidmyndavél. Þær átti að nota í réttarhöldunum yfir karlinum en eftir að hann hengdi sig í fangaklefanum hurfu þær. En þar sem um aðskilin rétt- arhöld var að ræða þegar Rose var kærð þótti ekki tilhlýðilegt að nota sömu sönnungargögn gegn henni. En þegar beðið er um inyndimar er sagt að þær séu horfnar. Úr þessu gera lögfræðingar frúarinn- ar sér mikinn mat og vilja skella allri skuldinni á Frederick en fría ekkju hans af allri hlutdeild í glæpunum. Alvarlegum augum er litið á þegar ákæruvaldið heldur sönn- ungargögnum i sakamáli og lætur verjendur ekki vita af þeim. Nú segja lögfræðingar Rose að þar sem myndimar voru ekki lagðar fram í réttarhöldunum yfir henni hljóti rétturinn að hafa litið svo á að hún vissi ekki um tilurð þeirra og því væri allt eins líklegt að morðin hafi verið framin á heimU- Faðir Rose misnotaði hana á barnsaldri og hélt því áfam eftir að hún komst á unglings- og fullorðinsár. Þegar hún var 15 ára nauðgaði Frederick West henni fyrst en hann var 12 árum eldri en stúlkan. Síðar giftist hún honum en faðirinn hélt áfram að misnota dótturina eftir giftinguna og varð hún að gagnast honum ásamt eiginmanninum en kynferðislosti hans var óseðjandi. inu án vitundar húsfreyju. Lögfræöingamir komust einnig að því, að lögreglan hefði grunað Frederick West um að hafa myrt tólf stúlkur til viðbótar og verið þar einn að verki. Þær grunsemd- ir komu ekki fram í réttarhöldun- um yfir Rose og staðhæfa lögfræð- ingar hennar að kviðdómendur hafi verið leyndir svo veigamikl- um atriöum í rannsókn málsins. Ofbeldl og mlsnotkun í fangelsinu hefur Rose staðfast- lega neitað að vita neitt um morð- in sem framin voru á heimili hennar. Þegar lögfræðingar reyndu að fá mál hennar tekið upp á ný lét hún að nokkru leyti und- an þrákelkni sinni og gekkst af frjálsum vilja undir próf sem fjór- ir sálfræðingar önnuðust. Hún var flutt í einangrunarkefa og hafði þar ekkert samband við neinn nema sálfræðingana sem reyndu að opna hug hennar og fá hana til að segja frá. Prófraunin stóð yfir í vikutíma en lengur fá þeir sem ekki játa sök ekki að gangast und- ir slík próf. Lítið virðist hafa komið fram sem staðfesti sök eða sakleysi kon- unnar. En sálfræðingarnir hafa vafalítið fengið að heyra sögu um ömurlega ævi stúlku sem ólst upp við kynferðislegt ofbeldi og mis- notkun. Síðar giftist hún einum of- beldismannanna og ól honum böm. Dómarar og fangelsisyfirvöld héldu því fast að Rose að hún mundi aldrei verða frjáls á ný og jafnvel fyrrverandi dómsmálaráð- herra, Jack Straw, sem nú er utan- ríkisráðherra, lét svo ummælt að hún mundi verða á bak við lás og slá það sem hún ætti eftir ólifað. Áttu þessar óbeinu hótanir að fá konuna til að játa sekt sína þar sem sönnunargögn eru ekki ótvi- ræð og byggjast á líkum sem óneit- anlega eru afar sterkar. Faðir Rose misnotaði hana á barnsaldri og hélt því áfram eftir að hún komst á unglings- og full- orðinsár. Þegar hún var 15 ára nauðgaði Frederick West henni fyrst en hann var 12 árum eldri en stúlkan. Siðar giftist hún honum en faöirinn hélt áfram að misnota dótturina eftir giftinguna og varð hún aö gagnast honum ásamt eig- inmanninum en kynferöislosti hans var óseðjandi. Rose West var dæmd fyrir að vera meösek um tíu morð En hún neitar og kveöst ekki hafa hugmynd um að tíu stúlkur voru misnotaö- ar og myrtar á heimili hennar og grafnar í garöinum. Tíu fórnarlömb Fredericks og Rose West. Efst er stjúpdóttir Rose Charmaine og þar fyrir neöan dóttir hennar He- ather. Þé Shirley Robinson, Lynda Gough, Carol Ann Cooper, Lucy Part- ington, Theresa Siegenhaler, Shirley Hubbard, Juanita Mott og Alison Chambers. Minnihlutahópar í meirihluta dauðadæmdra Á síðustu 5 árum hafa 75% þeirra sem dæmdir voru til dauða í Banda- ríkjunum tilheyrt minnihlutahóp- um, blökkumönnum og fólki ættuðu frá Rómönsku Ameriku. 40% hinna dauðadæmdu voru búsettir í hverf- um þar sem tilteknir minnihluta- hópar eru í miklum meirihluta. Sú staðreynd að dauðadómar koma verst niður á lituðu fólki vek- ur spurningar um réttaröryggi borgaranna og hvort allir séu jafnir fyrir lögunum. í fylkjum þar sem dauðadómar eru flestir ,er hart barist á móti afnámi slíkra hegn- inga. Ríkin eru Texas, Flórida og Virginia. Eftirsóttur félagsskapur Hjúkrunarkona á elliheimili í Massachusetts er ákærð fyrir að hafa orðið tólf vistmönn- um að bana. Sterkar líkur benda til að hún hafi framið morðin til að geta verið samvisum við lögreglumanninn sem rannsakaði dauða gamlingjanna. Hin 33 ára gamla Kristen Gilbert neitar öllum sakargiftum en það þykir grunsamlegt að allir þeir sem dóu af of stórum lyfjaskammti, sem sprautað var í þá, létust þegar lög- reglumaðurinn aðdáunarverði var á vakt. Á klósettinu í fimm daga í júlí sl. flúði 63 ára gamall mað- ur undan ræningja sem ætlaði að stela af honum úti á götu í Vínar- borg, inn á færanlegt salerni. En honum tókst ekki aö opna dyrnar innan frá. Karl slapp frá ræningjun- um en ekki út af salerninu. Þar varð hann að dúsa frá miðvikudegi fram á sunnudag. Kræfur fjöldamoröingi Þrátt fyrir að búið er að grafast fyrir um sitthvaö misjafnt þegar grafið var í fortíð Rose West og aö hún hafi sagt sálfræðingum sem rannsökuðu hana og lögfræðing- um sem reyna að fá mál hennar tekið upp, ýmislegt miður fagurt neitar hún ávallt að eiga nokkurn þátt í morðunum sem framin voru á heimilinu og hafa.tæpast gengið hljóðalaust fyrir sig. Helst er hallast að þvi að Rose hafi þurrkað minningar um hræðilega atburði úr minni sér og telji sjálfri sér trú um að sá einn sé sekur um morð sem drýgir sjálf- an verknaðinn en þeim sem aö- stoða eða láta hryllinginn viðgang- ast án þess að hafast neitt að komi málið ekkert við. Afneitun af þessu tagi er langt frá því að vera sjaldgæf og þarf ekki endilega að vera bundin við alvarlega glæpi. En enginn annar en Rose trúir því að hún sé með öllu saklaus af níu morðum sem framin voru inni hjá henni og af eiginmanninum. Líkið af einni stúlkunni fannst á öðrum staö en samt í garði við hús sem þau hjónin bjuggu í áður. Konan er einnig dæmd fyrir að vera meðsek um þann verknað en játar hann ekki fremur en mis- þyrmingarnar og dráp níu stúlkna sem grafnar voru við síðasta heim- ili hennar. Sá grunur lögreglunnar að Frederick West hefði misþyrmt og myrt tólf stúlkur aðrar fæst ekki staðfestur og kom ekki fram í rétt- arhöldunum yfir Rose, eins og fyrr er sagt. En sé það rétt er karlinn enn kræfasti fjöldamorðinginn í glæpasögu Englands og er þá mik- ið sagt. Svo sterkar líkur eru á samsekt Rose að þær eru taldar fullgUd sönnun. En lögfræðingar hennar freista samt að skjóta málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu og þar reynir á sjöttu grein mannrétt- indasáttmálans. Sjálf er Rose þög- ul sem fyrr og ekki fæst endanlega skorið úr vafaatriðunum um sekt eöa sakleysi í morðmálum. Afneit- unin ber sannleikann ofurliði. Langvarandi aftökur Kona i Iran var dæmd til að verða grýtt fyrir að halda við frænda sinn og hjálpa honum til að myrða eigin- manninn. Hórkarlinn á að hengja. En bæði verða þau hýdd 100 vandar- höggum áður en aftökumar fara fram Trúarleg fyrirmæli eru um stærð steinanna sem á að kasta í konuna. Þeir mega hvorki vera of stórir né of litlir. Ef hún lifir grjótkastið af á hún að sæta 15 ára fangelsisvist. Lít- U von er til að hún lifi að verða frjáls á ný þvi að í fangelsinu á hún að vera grafin í jörð upp að hálsi. Tekið skal fram að það eru ekki talibanar sem fara með dómsvöld í íran. Leiðindi Tvær ungar konur í Cardiff voru dæmdar í 2 ára fangelsi fyr- ir að skemmta sér. Þær eru báðar 22 ára og mæður. En þeim leiddist tilbreyt- ingarleysið og gerðu þar bót á. í einu leiðindakast- inu stálu þær bíl, óku tU næsta bæj- ar og tóku bensín. Þær óku frá bens- ínstöðinni án þess að borga. Fjórum dögum síðar óku vinkon- urnar á bU sem kona ók og valt hann á toppinn. Þær stálu veski konunnar og notuöu krítarkort hennar í nokkra daga og lifðu flott. Eftir handtökuna viðurkenndu kon- urnar brot sín og voru dæmdar. Gamaniö hefur ef tU vill verið tveggja fangelsisára virði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.