Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Blaðsíða 54
58 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 Helgarblað DV _ Hvaða jól eru nú þetta? - hvernig á að gera jólin áhugaverðari og markvissari Hátíö holdsins. Ein hugmyndin aö ööruvísi jólum eru jól kynlífs og nektar. Þá er engin í jólaföt, bara úr þeim. Þeir eru án efa til í hópi lesenda sem finnst eins og þeir nái aldrei að halda jól sem eru persónuleg og sniðin að þeirra þörfum og hug- myndafræði. Fólk hefur lýst hugar- ástandi sínu eins og það væri fast í neti siða og hefða sem einkenna jólahaldið og umkringja hverja hreyfingu manna yfir hátlðamar. Rjúpumar, hamborgarhryggurinn, '' skötuveislan, gjafimar, skórinn, jólahlaðborðið, jólaboðin og jóla- baksturinn. Allt er þetta kirfílega skorðað með jarðföstum hnullung- um óbifanlegra hefða og fær eng- inn hnikað. Séu menn þann veg hugsandi að þá fýsi að leita útgöngu úr þessum hamrakvíum hefðarinnar þá era til þess ýmsar leiðir og skal þess nú freistað að benda á nokkrar útgáf- ur af svokölluðum þemajólum. Þemajól era hátíðahöld þar sem há- tíðahaldendur velja sér eitt þema eða meginefni og freista þess að láta það setja sem víðtækastan og skýrastan svip á allt jólahaldið. Þetta er því í senn skemmtileg til- breyting og virkar hvetjandi á sköpunargáfu og hugmyndaflug þátttakenda. Lítum á nokkur dæmi. Jólin fiskanna Það væri áhugaverö tilbreyting að graðga ekki i sig feitu og reyktu svína- eða lambakjöti gervallar há- tíðimar eins og venjulega heldur halda fiskijól. Allir réttir á mat- seðli jólanna yrðu ættaðir úr djúp- um sjávar, skata á Þorlák, rækjur og lúða á aðfangadag og harðfiskur i stað jólakonfekts. Það era allar jólaskreytingar í fisklíki, það hanga gylltir humrar á jólatrénu og húsráðendur klæðast fatnaði úr roði eða selskinni. Smákökur era skomar út í líki fisks eða sjávar- dýra og jólagjafimar era ævisögur skipstjóra, kompás eða sjóvettling- ar. Jólabókin er Ævisaga þorsksins eftir Mark Kurlansky. Skál fyrir jólunum Það mætti hugsa sér að hafa áfengi um hönd við sem flest tæki- færi um hátíðamar. Brennivíns- staup með skötunni er sjálfsagt, bjór og snafs yfir léttum morgun- verði á aðfangadag og síðan kalt hvítvín í hádeginu. Yfir matar- stússi seinnipartinn er svo sérrí- glas eða bjór þangað til fordrykkur- inn kemur. Síðan er hvítvin með forréttinum, rauðvín með aðalrétt- inum, sérrí með eftirréttinum sem er reyndar rótáfengur, koníak með kaffi og konfekti á eftir og svo að sjálfsögðu sterkur „nightcap“ fyrir svefninn. Þessi jól eru án efa nýlunda fyrir einhverja en rútína fyrir aðra. Jólabókin er Gúmmí- endur synda ekki eftir Súsönnu Svavarsdóttur. Steinaldarjól Það væri okkur nútímamönnum holl lexía að prófa að halda jól sem væra algerlega laus við nútíma- þægindi. Þá myndum við án efa kunna betur að meta þær allsnægt- ir sem við höfum en teljum svo sjálfsagðar. Þessu marki má ná með því að taka rafmagnið af íbúðinni og not- ast eingöngu við kertaljós og olíu- lampa. Skrúfa skal fyrir hitaveit- una og klæða af sér kuldann með þykkum vaðmálsfatnaði eða návist við stór húsdýr. Elda skal allan mat á hlóðum en matseðillinn er reyndar að stóram hluta saltaður eða súrsaöur og etinn kaldur. Eng- ar smákökur, ekkert konfekt, engar gjafír nema kerti og/eða spil og að sjálfsögöu engin afþreying önnur en guðsorðalestur við lítið ljós og hugsanlega má spila olsen eða lomber við aðra heimilismeðlimi. Jólabókin er Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar. Kynlíf og nekt Það mætti hugsa sér að gera jól- in að hátíð holdsins lystisemda. Á slíkum jólum þarf að kynda vel þvi jólafötin eru adams- og evuklæði. Heimilismenn striplast semsagt frá klukkan sex á aðfangadag og eta eingöngu lostavekjandi rétti eins ostrur, egg og sleikja súkkulaði hvert af öðra og það er drukkið koníak og kampavín úr ýmsum ónefndum líkamsholrúmum.Þeir veltast í ástarbríma undir jóla- trénu og hvar sem er yfir allar há- tíðimar. Jólagjafimar taka enn fremur mið af þessu og era flestar úr versl- unum sem selja hjálpairtæki ásta- lífsins, titrarar, handjám, grímur, svipur, erótísk undirfot og allt sem hugur og hold gimist kemur upp úr pökkunum. Skreytingar eru all- ar af berrössuðum englum, nöktum jólasveinum eða ýmsum táknum í anda þessara jóla. Jólabókin er Saga Augans eftir George Bataille. íþrótta- og þjáHunarjól Þegar margir frídagar era yfir jól og áramót er hægt að gera hátíðim- ar að samfelldum þjálfunarbúðum. Þátttakendur fara ekki í sparifótin að þessu sinni heldur eru á jogging- gaUa, íþróttafatnaði eða baðslopp allan tímann. Tímanum er skipt jafnt á milli kaldra steypibaða, upp- hitunaræfinga og þjálfunar. Það mætti hugsa sér léttar heimaæfmg- ar með lóðum fyrir hádegi, lang- hlaup úti eftir hádegið, teygjuæf- ingar og hvíld seinnipartinn og nudd undir kvöldið. Allar jólagjafir eru tengdar þjálf- un og næringarfræði og jólamatur- inn er fýrst og fremst kolvetnarík- ur og uppbyggjandi. Með matnum era aðeins drukknir orkudrykkir og músli borðað milli mála. Lesefni hátíðanna er næringarfræði og ævisaga Jón Páls Sigmarssonar. Fortíðarjól Þaö er áreiöanlega afar gaman aö halda jól aö fornum siö. Þauö veröa aö vera án rafmagns, án hita og án allrar afþreyingar nema spila. Trúarofstækisjól Jólin eru fæðingarhátíð Jesú- bamsins og í góðri bók stendur að konur skuli fæða böm með þján- ingum og þess má gjaman minnast með áköfu jólahaldi. Það mætti hugsa sér jól sem einkenndust af strangri trúariðkun allar hátíðim- ar. Bænir era þuldar látlaust með- an einhver er á fótum og kerti og reykelsi brenna stöðugt allar hátíð- imar. Það er í anda slíkra jóla að hafa ekki jólamat heldur fasta í þrjá sólarhringa og nærast ein- göngu á vatni. Til að minnast Mar- íu og Jóseps mætti hugsa sér að sofa illa klæddur í útihúsi á jóla- nóttina. Sjálfshýðingar eru valkost- ur en sennilega væri það betur við hæfi á páskum. Jólabókin er Opin- beranarbókin. Stjórnleysingjajól Jól stjómleysingjans hljóta að einkennast af því að segja hefðum og venjum stríð á hendur. Stjóm- leysingar fara ekki í sparifötin og spila Rottweilerhundana og Sex Pistols á hæsta styrk eftir klukkan sex á aðfangadag. Þeir borða þegar þeim sýnist það sem þeim sýnist og æpa: niöur með Jesúbamið, ef þeir sjá fólk á leið í messu. Allir stjórnleysingjar vita að eign er þjófnaður og þess vegna stela allir hver annars jólagjöfum og opna þær og grýta svo Molotov kokkteil í jólatréð svo það stendur í björtu báli. Jólabókin er The An- archist’s Cookbook sem inniheldur uppskriftir að kjamorkusprengjum og leiðbeiningar um spíttfram- leiðslu. Það sem hér hefur verið nefnt era auðvitað aðeins hugmyndir að nýstárlegu en um leið skipulegu jólahaldi. Það getur síðan hver og einn látið sér detta í hug frumlegri útgáfur en þær sem hér eru nefnd- ar. Gangi ykkur vel og góða skemmtun. PÁÁ Hvaða grefils hátíðlr eru þetta? Ef fólki finnst þaö vera fast í neti heföa og venja í tengslum viö jólahald þá er kannski kominn tími til aö breyta. Frábærar jólagjafir, Wokpönnur fullar af austurlensku góðgæti og gjafakörfur með sælkeravörum í ýmsum stærðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.