Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 Helgarblað DV Ég er ekkert Kaffibarsævintýri Erpur Eyvindarson er ættaður úr Skjaldabjarnarvík á Hornströndum. Hann býr við Framnesveginn og það stendur bara Erpur á dyrabjöll- unni. Erpur býr þó langtífrá einn því í honum sjáifum búa i það minnsta tvær aðrar landsþekktar persónur, sjónvarpsstjarnan Johnny National og rapparinn Blazroca úr XXX Rottweiler hund- um. Það er svo sem þekkt að lista- menn eigi sér alteregó en kannski sjaldgæfara að þau séu tvö eða jafn- vel fleiri eins og í tilviki Erps. Kannski er þetta af því hann er ætt- aður að vestan, kannski ekki. Enginn stílisti Erpur var svo sem ekki óþekktur fyrir. Hann hafði frá því hann var lítill gert stuttmyndir, ort ljóð og teiknað. Hann vann með félögum sínum myndbandasamkeppni fé- lagsmiðstöðva meö Emilíönu Torr- ini í einu af aðalhlutverkunum, sýndi stuttmynd á Stöð 2, flutti ljóð á seinustu afmælisdagskrá Halldórs Laxness meðan hann var á lífi og teiknað myndir í Gisp! (þar sem hann vann teiknimyndasamkeppni 14 ára gamall) og Blekblaðiö. „Það bjó mig enginn til,“ segir Erpur. „Það var enginn stílisti eða umboðs- maður sem uppgötvaði mig. Þetta var ekkert Kaffibarsævintýri þar sem einhver kom til mín og sagði: „Hei, ég ætlaði að gera þig að stjörnu!““ Boöiö daglega á barinn „Ég átti einu sinni gaur sem hét Johnny Volvo,“ segir Erpur og bæt- ir einni figúrunni við persónuleika- safn sitt. „Ég notaöi hann reyndar aðeins einu sinni og það var í þætti á rás 2. Hann var mjög fyndinn og raunar ein af ástæðum þess að við urðum að hætta með þennan þátt. Hann þótti of grófur.“ Johnny National er hins vegar sprelllifandi og hefur verið í eitt og hálft ár. „Sindri Kjartansson hafði samband við mig með hugmyndina að þættinum og vantaði hrokafullan stórborgarkarakter. Sindri tók ásamt Áma og Hrönn Sveinsbörn- um þátt i mótun karaktersins en ég bjó hann til sjálfur. Hann hefur þró- ast mikiö milli sería en hann var í raun í mótun alla fyrri seríuna; hann datt stundum úr karaketer en nú er hann fullmótaður." Erpur seg- ir að það hafi verið gengiö mjög á eftir honum með að taka verkefnið aö sér, „mér var daglega boðið á barinn. Ég ákvaö loks að slá til; hugsaði með mér að þetta væri bara einn mánuður og svo gæti ég haldið áfram með Rottweiler sem er aðal- málið. En eftir þetta fór allt á fullt. Ég hef verið á árshátíðum í vetur hjá fyrirtækjum eins og deCODE, Hagkaupum og Hreyfingu. Það er mikiö sem tengist Johnny National." gæti gert svona. Þeir eru margir úti sem vita hvemig á að vera flippaður og wild án þess að fara yfir strikið," segir Erpur og bendir á ungu mennina sem em reiðir yfir engu og það í bundnu máli. „Þeir tóku stílinn frá Rage Against the Machine en slepptu innihaldinu. Þetta em menn sem era reiðir yfir að missa af strætó." DV-MYND BRINK Erpur Eyvindarson „Ég átti einu sinni gaur sem hét Johnny Volvo, “ segir Erpur og bætir einni fígúrunni viö persónuleikasafn sitt. „Ég not- aöi hann reyndar aöeins einu sinni og þaö var í þætti á rás 2. Hann var mjög fyndinn og raunar ein af ástæðum þess aö viö uröum að hætta meö þennan þátt. Hann þótti of grófur." Blaz er snilljngur „Johnny Naz er bara grín,“ segir Erpur. „Hann er steríótýpa af því sem mér finnst fyndið. Hann er með plat- ínutennur, hrokafullur og heldur hann viti mun meira en raunin er.“ Blazroca er önnur aðalrödd XXX Rottweiler hunda. Hann varð til árið 1996. „Ég er búinn að rappa frá því ég var gelgja. Einhvern tíma hét ég Kingsize en Blaz er lokastigið i þessari þróun. Blaz er snillingur," segir Erpur, „hann er óritskoðaður Erpur. Það er Erpur sem fer í fjölskylduboðin fyrir Blaz.“ Og Erpur viðurkennir að það sé gott að hafa karaktera til að fela sig á bak við. „Fyrir mér er þetta listsköpun og það er gott að hafa þetta frelsi." XXX Rottweiler hundar em ungir og reiðir rímnasmiðir. ímynd sveitarinn- ar er skýr og hörð en Erpur þvertekur fyrir að hún sé hönnuð af stílistum. „Það er ekki til á Islandi sá stílisti sem Blazroca „Biaz er snillingur, “ segir Erpur, „hann er óritskoöaöur Erpur. Þaö er Erpur sem fer í fjölskylduboöin fyrir Blaz. “ Sturiungaöld „Við fómm alltaf yfir strikið. Sumir ætla yfir strikið en era kæfðir í fæð- ingu og á tímabili óttuðumst við að platan fengist ekki útgefin," segir Erp- ur. „En þetta fer svolitið eftir því hvemig maður fer yfir strikið. Það er hægt að vera hundleiðinlegur hálfviti sem hefur ekki húmor fyrir sjálfum sér og fólk nennir ekki að hlusta á svo- leiðis menn. Við höfum hins vegar húmor fyrir sjálfum okkur." í textum XXX Rottweiler kemur oft- ar en einu sinni og oftar en tvisvar fram áhugi þeirra á mökun við mæður og feður óvina sinna. „Þetta er hluti af rappinu," segir Erpur. „En ég hef alveg átt við mömmur, sko, hef testað það. Og það er alveg stemning." Karius, Baktus og Einar Ágúst Eins og frægt var þá stóð til að Johnny National „Johnny Naz er bara grín, “ segir Erp- ur. „Hann er steríótýpa af því sem mér finnst fyndiö. Hann er meö plat- ínutennur, hrokafullur og heldur hann viti mun meira en raunin er. “ hundarnir yrðu ritskoðaðir og svartar klessur yrðu yfir hluta af textum þeirra. Þeir sluppu hins vegar að mestu við þá meðferð. Myndband þeirra við lagið Sönn islensk sakamál hefur verið bannað í sjónvarpi en hægt er að nálgast það á vefnum. „Fólk var viðkvæmt fyrir tilvisunum í mynd- bandinu," segir Erpur. „Við tökum þó ekki afstöðu með neinum og berum virðingu fyrir þeim sem kann að líða illa. En atburðir eiga sér stað og ég held að það hjálpi ekki að tala ekki um þá. Á síðustu árum hefur ríkt hálfgerð Sturlungaöld héma; það hefur verið fá- ránlega mikið af morðum. Það er ekki hægt annað en tala um það sem er í kringum mann. XXX Rottweiler hundar fara inn í hlutverk ógæfumannanna. Það er þekkt í listsköpun. Karius og Baktus em vondu karlamir en samt aðalsögu- hetjumar. Þeir enda einir á fleka úti á sjó. Lagið okkar endar ekki þannig enda endar veruleikinn ekki á þann hátt. í raunveruleikanum myndu Kar- íus og Baktus ekki enda á fleka; þeir hefðu það fint með spons frá Vifiifelli og útlit sem minnir einna helst á Ein- ar Ágúst í Eurovision." Geöveikur fyrir Erpur hefur varla litið til himins frá því hann tók Johnny National upp á arma sína. Hann vill komast til út- landa i sól og afslöppun. „Ég er svo hvítur að ég er nær gegnsær. í næsta sumarfríi verður slappað vel af, farið til Kúbu og Karíbahafsins." Aðspurður um hvort hann sé ekki hræddur um að persónumar renni saman við Erp og hann verði geðveikur segir Erpur: „Ég er náttúrlega geðveikur fyrir. En það borgar sig held ég að taka pásu. Ég vinn ekki frá átta til fimm heldur er ég alltaf í vinnunni." r>V«>NUD»Gll»W-Mgi , Feigðarfór iu«—-vaswfc-j; lúlvaroc.Efnu.k.míbíVm CudwuiiHur J- Jamie Oliver á myndbandi P P ÍSHERRANN Leiðangur Vilhjálms Stefánssonar ■■■■■■■■■■ Árið 1913 stóð Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður fyrir metnaðarfullum leiðangri norður í íshaf, 17. júní það ár lagði skipið Karluk upp frá Kanada. Sex vikum síðar var heimsskautsveturinn skollinn á, skipið teppt í ís og leiðangursstjórinn á bak og burt. Með því að nýta sér dagbækur skipbrots- mannanna hefur Jennifer Niven tekist að endurskapa atburðarás þessa afdrifaríka leiðangurs og örvæntingarfullar tilraunir skipbrotsmanna til að komast heim úr auðnum norðursins. Þeir sem komust lífs af urðu aldrei samir. Þessi kynngimagnaða mannraunasaga lætur engan ósnortinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.