Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Síða 36
LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 Bílar n>v pfiilll Land Rover meö þríggja ára ábyrgö Framleiðendaábyrgð Land Rover hefur verið lengd úr einu ári í þrjú eða að 100.000 km fyrir allar gerðir. Að sögn fram- kvæmdastjórnar Land Rover er ákvörðunin liður í að auka tiltrú markaðarins á framleiðslu fyrir- tækisins ásamt ánægju viðskipta- vina. Jafnframt hefur verið ákveð- ið að framleiðendaábyrgð Land Rover nái einnig til lakkþekju og ryðvarna. Hinn 1. janúar nk. tekur gildi ný tilskipun Evrópusam- bandsins um tveggja ára ábyrgð framleiðenda eftir að vöruvið- skipti eiga sér stað. Með ákvörðun sinni hefur Land Rover því ákveð- ið að ganga mun lengra í neyt- endavernd en reglur ESB gera kröfu um. Ný kynslóö Toyota Corolla kynnt á næstunni Ný kynslóð af Toyota Corolla verður kynnt hér á landi í byrjun næstu viku. Þetta er níunda kynslóð þessa mesta selda bíls í heimi, en hann kom fyrst á markaðinn árið 1966. Fjölmargar nýjungar og breyt- ingar líta dagsins ljós í þessum nýja Corolla, þar á meðal gjörbreytt hönnun, ný efni og ný tækni. Hann verður strax fáanlegur í öllum út- gáfum sínum, bæði sem þriggja og fimm dyra hlaðbakur, langbakur, Verso fjölnotaútgáfa og T-Sport sportútgáfa. Kynning þessi mun nota allt það nýjasta í tækniheimin- um í dag og sem dæmi má nefna sérstaka heimasíðu (www.corolla.is) og í umboðinu get- ur fólk nálgast upplýsingar um bíl- inn á sértöku snertiskjáviðmóti sem eru íslensk hönnun. Ný Corolla var hönnuð í Evrópu og mjúkar linur og sérhannaður undirvagn gera það að verkum að loftmótstaða Corolla er með því besta sem gerist, aðeins 0,29. í Corolla Verso er svo boðið upp á fjölbreytilega röðun sæta. Sæti í afturröð má leggja niður 60/40, brjóta saman, velta, halla eða fjarlægja. Þá eru 22 geymsluhólf í Corolla Verso sem samanlagt bjóða upp á 56 lítra geymslurými. Veruleg lækkun kostnaðar í nýjum Corolla er ný lausn sem vafalítið mun vekja mikla athygli. Með snjallri hönnun og verkfræði- lausnum hefur tekist að draga verjulega úr viðgerðarkostnaði, eða um 50%, ef til árekstrar kem- ur á litlum hraða. Staðreyndin er sú að minni háttar árekstrar eru ekki aðeins þeir algengustu, held- ur er tjón vegna þeirra oft hlut- fallslega mjög hátt þrátt fyrir að óverulega sjái á bílum. Oft beygl- ast grill og vélarhlíf við einfaldan árekstur á stuðara. Lausnirnar í nýrri Corolla eru m.a. fólgnar í því að festingar gefa fyrr eftir eða brotna, þannig að áhrif af árekstri dreifast síður. Sem dæmi má nefna að festingar á framljósum hafa verið hannaðar á þann veg að við árekstur brotna þær áður en lampinn skemmist sjálfur. Þá hef- Björn Víglundsson prófar hér Corolla-kynninguna á nýrri snertiskjálausn þar sem hægt er aö nálgast allar upp- lýsingar um nýja Corollu. Vél: Hestöfl: Hámarkshraði: Hröðun í i 100 km: Eyðsla á 100 km: 1,4 lítra 97 185 12 6,7 1,6 lítra 110 190 10,2 7 1,8 lítra 136 185 9,9 7,6 1,8 lítra T-Sport 192 225 8,4 8,3 ur krumpusvæðið verið fært fram- ar á grindarbitann. Þessar breyt- ingar eru til þess gerðar að lág- marka líftímakostnað bílsins. Líf- tímakostnaður er notaður víða á meginlandi Evrópu til að raða bíl- um í tryggingarflokka. Með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á nýjum Toyota Corolla kemst bíll- inn í flokk 11, en til samanburðar má nefna að þeir keppinautar sem hafa náð bestum árangri hingað til eru í flokki 13. Þessi flokkun hefur mikil áhrif á iðgjöld bílatrygginga. í Þýskalandi lækkar ársiðgjald á Corolla t.d. um 40.000 kr. af þess- um ástæðum. -NG GODIR BILAR MMC Lancer stw, 4x4,1600, f.skr.d. 08.04.1997, ek. 115 þ. km, 5 d,, bsk. Verð 890.000.- TILBOÐ 760.000.- Alfa Romeo 156, 2000, f.skr.d. 20.06.2000, ek. 13 þ. km, 4 d., bsk., 16“ álf., leðurinnrétting o.fl. Verð 1.790.000.- Suzuki Baleno 1600, f.skr.d 30.07.1997, ek. 87 þ. km, sjálfsk. Verð 790.000.- TILBOÐ 590.000.- Toyota Land Cruiser VX-100, f.skr.d. 22.01.2001, ek. 15 þ. km, sjálfsk., leðurinnrétting o.fl. Verð 5.990.000,- MMC Carisma GLX 1600, f.skr.d. 27.08.1997, ek. 68 þ, km, sjálfsk. Verð 910.000.- TILBOÐ 780.000.- Laugavegur 170-174 • Sfmi 590 5000 • Helmasföa www.hekla.is • Netfang bilathing@hekla.is • Opnunartfmar: Mánud.-föstud. kl. 10-18 og laugard. 12-16. Núwcr eiH~ í ncrtv?vrtf bflvnil ll^> r íZ'. twj W “Si' - If'' y

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.