Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2002, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2002, Side 11
11 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002__________________________________________________________________________________________ DV Útlönd Bandaríkjamenn halda áfram loftárásum á meintar bækistöövar al-Qaeda: Sjo forust þegar bandarisk birgðaflugvél fórst í Pakistan Bandarísk eldsneytisbirgöavél af gerðinni Herkules KC-130, meö sjö manna áhöfn innanborðs, fórst í Pakistan í gær með þeim afleiðingum að allir í áhöfninni fórust. Að sögn bandarískra hernaðaryfirvalda bendir ekkert til þess að vélin hafi verið skot- in niður, en að sögn sjónarvotta kom upp eldur í henni rétt áður en hún steyptist til jarðar í fjallendi nálægt Shamsi-herflugvellinum í nágrenni borgarinnar Quetta í suðvesturhluta Pakistans. Vélin mun hafa verið í að- flugi þegar slysið varð, en bækistöð hennar mun hafa verið í Jacobabad, austur af Shamsi, og var hún i venju- bundnu birgðatlugi. Þetta er annað mannskæða flugslys- ið sem Bandarikjamenn verða fyrir siðan þeir hófu aðgerðir í Afganistan, en um miðjan október fórst herþyrla, þar sem tveir hermenn létu lífið. Slysið í gær varð í kjölfar loftárása bandarískra sprengjuflugvéla á meint- ar æfingabúðir al-Qaeda samtaka Os- ama bin Ladens og talibana í Zhawar Kili-héraði í austurhluta Afganistans, en grunur leikur á að þar reyni hóp- Bandarískir sérsveitarmenn Bandarískir sérsveitarmenn úr fjaiiaherdeiid bandaríska hersins sem hafa þaö hlutverk aö elta uppi al-Qaeda liöa Osama bin Ladens í fjallahéruðum Afganistans. arnir að endurskipuleggja lið sitt. Er kjölfar árásanna í gær voru tveir þetta í fimmta skipti í vikunni sem háttsettir foringjar al-Qaeda hand- loftárásir eru gerðar á svæðið, en í teknir af bandarískum sérsveitar- mönnum. Þeir eru nú yfirheyrðir í von um að þeir geti varpað ljósi á verustað Osama bin Ladens og múlla Omars, trúarleiðtoga talibana. Bandaríkjamenn undirbúa nú flutning um 400 stríðsfanga til Guant- anamo-herstöðvarinnar á Kúbu, en þar er herinn að koma upp aðstöðu fyrir 2000 fanga, sem ætlunin er að rétta yfir á staðnum. í gær bárust þær fréttir frá Afgan- istan að héraðstjórinn í Kandahar hefði látið lausa sjö háttsetta foringja úr liði talibana sem sjálfviljugir hefðu gefið sig fram síðustu tvo daga og munu þrír þeirra vera fyrrum ráð- herrar í ógnarstjóm talibana. Þeir eru Obaidullah Akhund, ráðherra vamar- mála, múlla Nooruddin Turabi, ráð- herra dómsmála, og múlla Saadudin iðnaðarráðherra, auk þess sem yfirmaður öryggislögreglunnar í borg- inni Herat var í hópnum. Mennimir voru látnir lausir án samþykkis af- ganskra yfirvalda og hafa bandarísk stjórnvöld farið fram á skýringar. Talið er líklegt að mennimir hafi þegar flúið land. Anflnn Kallsberg Færeyski lögmaöurinn fær danska forsætisráöherrann í heimsókn. Kallsberg bindur vonir viö fundinn Anfmn Kallsberg, lögmaður Fær- eyja, bindur vonir við að vixmu- heimsókn Anders Foghs Rasmus- sens, forsætisráðherra Danmerkur, til Færeyja í næstu viku leiði til ár- angurs í viðræðum um sjálfstæði eyjanna. Anders Fogh hefur þó lýst því yfir að hann verði ekki með neinar nýjar tillögur um sjálfstæðis- málin í farteskinu. „Þegar danski forsætisráðherr- ann kemur í vinnuferð til Færeyja geng ég út frá því að við munum ræða það sem nú er efst á baugi. í þvi sambandi vil ég að sjálfsögðu að það sé gert af alvöru og að við náum einhverjum árangri," segir Kalls- berg í viðtali við dönsku fréttastof- una Ritzau. Og bætir við að hann vilji meðal annars ræða um sam- skiptin 1 utanríkismálum. REUTER-MYND Brostnar vonir í Hong Kong Farandverkamaður frá meginlandi Kína brestur í grát fyrir utan áfrýjunardómstói í Hong Kong í morgun. Dómstóllinn úrskuröaöi aö þúsundir kínverskra farandverkamanna fengju ekki að dvelja til langframa í Hong Kong. Þar meö hefur í raun veriö gefíö grænt Ijós á aö farandverkamennirnir veröi fluttir meö valdi aftur til kínverska meginlandsins. REUTER-MYND Slobodan Milosevic Fyrrum Júgóslavíuforseti fór mikinn fyrir stríösglæpadómstól SÞ í gær. Búist við að leið- togar NATO verði kallaðir í dómsal Slobodan Milosevic jós enn úr skálum reiði sinnar í garð stríðs- glæpadómstóls Sameinuðu þjóð- anna þegar hann var yfirheyrður í gær. Búist er við að þegar réttar- höldin yfir honum hefjist í næsta mánuði muni hann breyta um bar- áttuaðferðir og kalla leiðtoga NATO-ríkjanna í vitnastúkuna. Milosevic geispaði og leit í sífellu á úr sitt þegar saksóknarar stríðs- glæpadómstólsins i Haag ræddu um framkvæmd réttarhaldanna sem hefjast 12. febrúar. Þar mun Milos- evic svara til saka fyrir stríðsglæpi í Kosovo. Júgóslavíuforsetinn fyrrverandi vaknaði hins vegar til lífsins þegar forseti réttarins gaf honum orðið. Þá ítrekaði Milosevic það sem hann hefur áður sagt, það er að það sé NATO en ekki stjórnvöld í Belgrad sem sé hinn sanni þorpari. Nauðguðu syni sínum í fangelsinu Fjörutíu og eins árs gamall Ósló- arbúi, sem afplánaar dóm f Ila-fang- elsinu í Ósló, hefur nú verið ákærð- ur fyrir að hafa nauðgað 16 ára gömlum syni sínum með aðstoð konu sinnar er mæðginin heimsóttu heimilisfóðurinn f fangelsið. Þegar faðirinn hafði fengið nægju sína neyddi hann drenginn til að eiga mök við móður sína í heimsóknar- herbergi fangelsins. Faðirinn hótaði drengnum að hann myndi senda flokk manna sem gengju af honum dauðum ef hann léti ekki að vilja sínum. Fanginn, sem hafði kvartað undan litilli kyngetu, hafði fengið kynorkulyfið viagra, með aðstoð eins fangavarðanna, áður en mæðginin heimsóttu hann í fang- elsið. Fanginn er dæmdur fyrir nauðg- anir og sifjaspell, þar sem drengur- inn hefur m.a. veriö eitt af fórnar- lömbum hans. í apríl á síðasta ári, þegar fanginn fékk orlof úr fangels- inu og dvaldi nokkra daga á heimili sínu, nauðguðu hann og kona hans, syni sínum margoft eftir því sem drengurinn sagði í borgardómi Óslóar í gær. Bæði hjónin harð- neita öllum sakargiftum og átta sig ekkert á því hvað syni þeirra geng- ur til með ákærunni. -GÞÖ Kaþólikkar og mótmælendur enn í hár saman: Barist á götum Belfast Kaþólikkar og mótmælendur börðust á götum Belfast á Norður-fr- landi í gær, skammt frá kaþólskum stúlknaskóla sem á siðasta ári varð tákn fjandskaparins sem er á milli þessara tveggja hópa. Holy Cross-skólinn í norðurhluta Belfast verður lokaður í dag í kjöl- far átakanna í gær og nótt. Sautján laganna verðir hlutu meiðsl þegar þeir reyndu að stilla til friðar. Ströng öryggisgæsla er í námunda við skólann. Bensín- sprengjum, flugeldum og flöskum var kastað að farartækjum lögregl- unnar sem svaraði fyrir sig með þvf að skjóta plastkúlum. Tveir menn REUTER-MYND Eldar í Belfast Lögregiuþjónn viö brennandi bíl á átakasvæöunum í Belfast í nótt. urðu fyrir kúlum lögreglunnar. Mótmælandinn David Trimble, fyrsti ráðherra norður-írsku heima- stjórnarinnar, og kaþólikkinn Mark Durkan aðstoðarráðherra hvöttu menn til að gæta stillingar. „Við hvetjum alla á svæðinu til að staldra við og íhuga áhrif frekari ofbeldisverka á samfélög þeirra,“ sögðu þeir Trimble og Durkan í sameiginlegri yfirlýsingu. Ekki er ljóst hvernig átökin hófust en fylkingamar kenna hvor annarri um að eiga upptökin. Lög- regla sagði að lætin hefðu hafist eft- ir hádegi og færst í aukana eftir að skólabömin voru flutt heim. ■3^ J. R. BÍLASALAN www.jrbilar.is NISSAN TRADE TURBO, 7/99, ekinn aöeins 17.000 km. 5 gíra, virðisaukaskattsbíll. Áhvílandi ca 800.000. Verð 1.350.000 + vsk. Verð með vsk. 1.690.000. Til sölu á JR Bílasölu, Bíldshöfða 3, sími 567-0333 Visa/Euro raðgreiðslur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.